Leita í fréttum mbl.is

Vonbrigði

Ég fer ekkert í launkofa með það að ég er dálítið vonsvikinn yfir úrslitum forvalsins hér í Norðaustrinu. Einn félagi minn benti mér á að af átta efstu einstaklingum sé ég sá yngsti og ég er fertugur, fjórum árum yngri en mamma hans!

Það er krafa í þjóðfélaginu um endurnýjun en sú krafa virðist ekki hafa náð eyrum margra félaga í Vg hér í Norðausturkjördæmi. Og ég er ansi hræddur um að staðan sé svipuð í Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að margt afar frambærilegt ungt og ferskt fólk gefi kost á sér. 

En það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur safna liði og bretta upp ermar (eða öllu heldur sleppa því að bretta þær niður aftur). Við sem trúum því að það þurfi að gera gagngerar breytingar á þjóðfélaginu og að meiri umhverfisvernd, jafnrétti, friðarstefna, burt frá klíkuskap og græðgi, verðum að halda baráttunni áfram og greinilega af enn meiri krafti.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur

 

Mynd frá Akureyri: Hugi Hlynsson


mbl.is Steingrímur J. efstur í NA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Er bara ekki að fylgja eftir kröfunni um persónukjör? Finnst það mikilvægt mál svo að flokksfélög séu ekki of mótandi, heldur komi umboðið beint frá kjósanda í kjörklefanum.

Þá er hægt að raða listanum upp á kjörseðli samkvæmt niðurstöðu prófkjörs eða forvals, en kjósandi má nýta sér að breyta þeirri röð. Gangi þér vel.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2009 kl. 09:23

2 identicon

Já minn kæri Hlynur það olli mér ekki síður vonbrigðum að sjá úrslitin. Ég var búin að typpa þig. Ég er hræddur um að nú hafi flokkurinn slegið tóninn með forvölin sem eftir eru. Endurnýjunarkrafan hefur ekki náð eyrum flokksins. Nú verður boðið upp á sömu útstillinguna í sömu búðinni. Ég er hræddur um að þetta verði flokknum ljár í þúfu því fyrr um síðir verður flokkurinn að ganga í "endurnýjun" lífdaga. Forysta flokksins hefur setið óslitin frá 1999 og virðist ekkert ætla sér að hleypa öðrum að sem forystutalsmenn flokksins. Að flokkurinn ætli ekki að nýta sér endurnýjunarkröfuna til frekari vaxta er með öllu óskiljanlegt.

Á þessum tíma á flokkur sem flaggar félagshyggjunni, varðhundar velferðarkerfisins að sækja fram að krafti. Ekki setjast í sömu bátana og mjaka sér áfram í öldugangi þjóðfélagsins. 

Hlakka til að sjá þig á landsfundi kæri vin og já nú söfnum við liði og grenjum ei Björninn þó bóndi c

ilmandi vænt og grænt

Vgunnar

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:48

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Kæri Hlynur, þetta er bölvanlegt. En ég segi einsog ýmsir hafa áður sagt: Þinn tími mun koma! Kærar kveðjur að sunnan!

María Kristjánsdóttir, 5.3.2009 kl. 09:51

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, ég varð fyrir vonbrigðum, en það verða kosningar aftur á næsta ári.

Arinbjörn Kúld, 5.3.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þessi úrslit eru vonbrigði. Við þurfum að tefla fram nýju fólki með mörgum af okkar eldri fulltrúum. Hefði vilja sjá þig ofar, sérstaklega vegna þátttöku þinnar í Búsáhaldabyltingunni.

Guðmundur Auðunsson, 5.3.2009 kl. 11:26

6 Smámynd: Ransu

Já, skrítið. Mér hefur alltaf þótt ungaflið svo ansi sterkt í VG. Og var afgerandi þegar Katrín var fyrst kosin varaformaður.

Er unga fólkið þá ekki að kjósa í forvalinu eða treystir unga fólkið ekki öðru ungu fólki til að rífa sig upp úr ástandinu?

Ransu, 5.3.2009 kl. 12:03

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er þó ánægjulegt að sjá fulltrúa helstu framleiðslu og útflutningsgreinr okkar, Björn Val í öruggu þingsæti.

Þórbergur Torfason, 5.3.2009 kl. 15:08

8 identicon

Sæll Hlynur.

Tek undir þetta með þér. Vonandi á þetta ekki eftir að reynast stefnu VG jafn erfitt og ég óttast. Þeir sem geta sett sig í spor ungs fólks sem stendur inni í kjörklefanum sjá að með þessu er Vinstrihreyfingin grænt framboð að fyrirgera sér mörg ný atkvæði. 

En ábyrgðin er þó fyrst og fremst þeirra sem kusu í forvalinu. Reyndar má setja spurningarmerki við ákvörðun þeirra sem ætla sér að ráðherrastól í næstu ríkisstjórn en forðast jafnframt baráttuna eins og heitan eldinn. Sjálfur er ég sannfærður um að endurreisnin byrjar á því að þingmenn eigi ekki sæti í framkvæmdavaldinu. Þessu eru ráðherraefni VG ekki sammála að því er virðist.

Ljóst er að þær grundvallarbreytingar sem þarf að gera á stjórnskipuninni og pólitískum hugsunargangi koma ekki að frumkvæði þingmanna VG af Norður- og Austurlandi. Til þess skortir þá einfaldlega þann frjóleika sem fylgir því að vera ungur.

Við þetta má einnig bæta að það er einkennileg niðurstaða flokksmanna VG í NA-kjördæmi að gefa ungu fólki ekki tækifæri á að móta eigin framtíð í þessu landi. Mín kynslóð virðist ekki njóta neinnar virðingar í þessu þjóðfélagi, slíkt sést á því hvernig hefur verið búið um hnútana efnahagslega, félagslega og stjórnmálalega.

Að þessu sögðu vona ég sannarlega að VG og Samfylkingu takist að ná saman eftir kosningar og halda óæskilegum öflum frá í eins langan tíma og mögulegt (og eðlilegt) er. Það er ekki nóg að vera gamall. Maður verður líka að læra af reynslunni. Vonandi munu Steingrímur, Jón Bjarnason, Kolbrún og svo framvegis draga lærdóm af þessum kosningum og undanfara þeirra.

Mbk,
Drengur Óla Þorsteinsson
Nýgræðingur

Drengur (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:20

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er því miður engin undantekning,  hélt nú að helst yrðu umtalsverðar breytingar hjá ykkur en það kemur annað á daginn.

En það lítur sýnist mér í fljótu bragði vel á frambjóðendur til forvals í mínu kjördæmi frá ykkur.

Edda Agnarsdóttir, 5.3.2009 kl. 15:30

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er orðið tímabært að skipta Steingrími J út en hann er alveg fastur í því að halda áfram mannréttindabrotum þrátt fyrir álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Sigurjón Þórðarson, 5.3.2009 kl. 16:13

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, svona fór um sjóferð þá Hlynur sæll!

Niðurstaðan með fyrsta og þriðja sætið kemur mér reyndar ekki á óvart hjá ykkur, en átti von á breytingu í öðru sætinu.

Magnús Geir Guðmundsson, 5.3.2009 kl. 21:12

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég mæli með persónukjör m.a. vegna þess að ég trúi því að það myndi lyfta þér töluvert upp í raunverulegum kosningum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.3.2009 kl. 23:44

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þinn tími kemur kæri vinur, það er ekki efi í mínu hjarta.

Kærleiksknús til þín og fjölskyldunnar

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 06:50

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En þú ert reyndar ekkert of góður til að vera færður aftur fyrir Dillu, alltaf svo góð og hlý stelpa og hefði líka mátt hafna ofar!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.3.2009 kl. 15:44

15 identicon

Haltu bara áfram að blogga, þú ert fínn í því.

Gummi Kri (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 17:59

16 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir þetta allt kæru félagar og vinir.

Mér finnst sérstakur heiður að fá að skipta um sæti við Dillu enda er ég yfirlýstur femínisti og vil veg kvenna sem mestan, Magnús.

Okkar tími mun koma!

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 6.3.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.