Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með daginn sterku konur

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag 8. mars. Og það á vel við að hinar sterku konur hjá Vinstri grænum vinna mikinn sigur í forvalinu í Reykjavík. Það er einnig mikil endurnýjun efst á listanum með Svandísi Svavarsdóttur og Lilju Mósesdóttur.

Katrín Jakobsdóttir fær glæsilega kosningu og Árni Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir mega nokkuð vel við una enda margir sterkir frambjóðendur að keppa um efstu sætin. Spútnikmennirnir eru svo Ari Mattíasson og Davíð Stefánsson. 

Ég hefði auðvitað viljað sjá Auði Lilju Erlingsdóttur og Steinunni Þóru Árnadóttur ofar og ég sakna margra góðra félaga á listann en úrlistin fyrir Vinstri græn í Reykjavík eru góð.

Það á að vísu eftir að telja einhver atkvæði en þetta á væntanlega ekki eftir að breytast mikið.

Til hamingju með þetta öll!


mbl.is Katrín og Svandís efstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Æi, þetta er svo sem allt gott og blessað en mikið asskoti er ég orðin leið á allri pólitík og öllu sem henni fylgir...er ekkert annað í þjóðfélaginu sem hægt er að tala um??

TARA, 8.3.2009 kl. 01:05

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

J'a, tek undir kveðjuna með baráttudaginn, en Hlynur minn, mér finnst það nú samt kaldhæðnislegt, að konurnar sem þú nefnir eru fyrst og fremst að sigra á kosnað annara kynstystra, Kolbrúnar og Álfheiðar!Árni Þór fellur jú í fjórða sæti, en verður þó væntanlega í öðru sæti í sínu kjördæmi.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 01:13

3 identicon

Sæll

Er ekki fléttukerfi hjá ykkur í VG?  Færast þá karlanir ekki upp og moka mögulega Kolbrúnu og Álfheiði út af þingi.... eða er ég að rugla?

HK (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 01:14

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það var vitað að það var mikið framboð af kröftugum konum að berjast um efstu sætin og það hlaut að bitna á einhverjum. Niðurstaðan er samt viðunandi finnst mér. Annað en t.d með hann Einar Má hjá Samfó í Norðaustur. Og Tara (Soffía Amanda T Jóhannesdóttir), muna eftir að skrifa með fullu nafni öll!)

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 8.3.2009 kl. 01:20

5 identicon

Kostningarnar í NA fóru eins og kjósendur VG vildu?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 01:22

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það á eftir að raða þessu endanlega en ég efast um að það verði látið bitna á þesum öflugu konum. Konur eru jú bara um 30% þingmanna núna og það þarf að laga. Og HK skrifa undir fullu nafni annars birti ég ekki athugasemdir.

Hlynur Hallsson, 8.3.2009 kl. 01:23

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Hvaða kosningar Ólafur?

Hlynur Hallsson, 8.3.2009 kl. 01:25

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

bara flott

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2009 kl. 01:26

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir kveðjuna! Ætla a.m.k. að leyfa mér að taka hana til mín líka þó ég sé ekki bundin VG Finnst best að vera óflokksbundin þó ég viðurkenni fúslega að ég á auðvelt með að samsama mig mörgu því sem þær flottu konur sem þú nefnir berjast fyrir. Ég er þó sérstaklega hrifin af Katrínu Jakobsdóttur enda einstakur skörungur þar á ferð!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 02:30

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Ekki er annað að sá en þarna sé frambærilegt fólk sem ég óska til hamingju og alls góðs í störfum. 

Eru karlmenn í VG beittir misrétti?

Ástæða spurningarinnar er sú að síðueiganda sem er innanbúðarmaður í VG þykir meira en sjálfsagt að kosningareglum sé breytt eftirá. 

Sigurður Þórðarson, 8.3.2009 kl. 09:05

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Það er einhver misskilningur Sigurður að það sé verið að "breyta reglum eftir á". Í síðustu kosningum voru konur í þremur efstu sætunum hjá Vg í Reykjavík norður, Kolla, Álfheiður og Auður Lilja. Það verður tekið tillit til kynja en þar sem konur eru aðeins um 30% þingmanna á það ekki að bitna á þeim að þeim gangi vel í forvalinu. Þetta forval er ekki bindandi heldur leiðbeinandi og það er kjörstjórnar að koma með tillögu um sigurstranglega lista með hliðsjón af útkomu í forvali.

Það virðist sem einhverjir aðrir séu að ákveða að það sé einhver ströng "fléttulistaregla" í gangi hjá Vg í Reykjavík, en þannig er það ekki.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 8.3.2009 kl. 09:42

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Er þetta s.s. einhvers konar hentistefnu fléttulistastefna ;) Mismunun er mismunun hver sem tilgangurinn er. En þetta er auðvitað ykkar mál.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 10:21

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef við fáum í gegn persónukjörsreglurnar skiftir minna máli í hvaða röð við skrifum þau á listann :)

Héðinn Björnsson, 8.3.2009 kl. 12:11

14 Smámynd: arnar valgeirsson

tek undir þetta hlynur. kveðjur til kvenna og reykjavík kemur flott út, þó maður sé ekkert alveg sammála og vildi einhverja ofar. leitt að þú sjálfur varðst ekki ofar á lista en vona að þú verðir með á fullu blússi áfram.

fór á kynningarfund frambjóðenda vg í kraganum í gær og þar er þvílíkt úrvalslið. lilja, ögmundur og svo er bara hver öðrum betri nema ég vona að einar ólafs komi vel út. engin hentistefna hjá honum....

kv, arnar

arnar valgeirsson, 8.3.2009 kl. 13:19

15 Smámynd: Ransu

Flottur úrslit.

Ransu, 8.3.2009 kl. 15:38

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hlynur, mér finnst svar þitt athyglisvert. Ef hallað er á annað kynið í öðrum flokkum skal hallað ´hitt kynið í ykkar flokk. Ef konan í næsta húsi er andstyggileg við kallinn sinn þá ætti ég kannski bæta úr því með  að atyrða konuna mína?

Sigurður Þórðarson, 9.3.2009 kl. 07:30

17 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta er nú ekki mjög sanngjörn samlíking hjá þér Sigurður. Það bitnar ekki á körlum í Vg þó að konur hafi komið vel út í forvalinu í Reykjavík.

Vonandi verður hlutur kvenna á nýju Alþingi meiri en verið hefur. Vg hefur staðið sig betur en aðrir flokkar í þeim efnum.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.3.2009 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband