Leita í fréttum mbl.is

19 ára spilling og græðgivæðing á endastöð?

Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Framsókn í Kópavogi hafi þann kjark sem þarf til eða öllu heldur þann dug sem þarf til að vera heiðarlegur flokkur sem vill losna úr klóm spillingarinnar. Helmingaskiptin í Kópavogi, einkavinavæðingin, verktakavaldið og bruðlið er það sem hefur einkennt rekstur bæjarfélagsins frá því að Gunnar Birgisson kom þar að. Vonandi er því tímabili lokið en það er í höndunum á Framsókn. Taprekstur bæjarins á síðasta ári ætti að duga til að fella þennan meirihluta en það er ekkert sjálfgefið. Sjálfstæðisflokkurinn er t.d. með hreinan meirihluta í Reykjanesbæ þó að það bæjarfélag sé fyrir löngu tæknilega gjaldþrota.

Það þarf að taka til í Kópavogi, velta við steinum og fletta ofan af spillingunni. Það er kominn tími til. Íbúar Kópavogs eiga það skilið. 

Úr Kastljósi í gær:

"Fyrirtæki sem er í eigu dóttur bæjarstjórans í Kópavogi fékk greiddar þrjár og hálfa milljón króna fyrir afmælisrit bæjarins sem koma átti út árið 2005. Ritið sem er enn ekki komið út liggur óklárað á bæjarskrifstofunum. Fyrirtækið hefur verið í milljónatugaviðskiptum við Kópavogsbæ á þeim tíma sem Gunnar hefur gengt þar æðstu stöðum sem sjaldnast fara fram í kjölfar útboðs. Bæjarstjórinn sjálfur kvartar undan ofsóknum í sinn garð og dóttur sinnar og fagnar frekari skoðun. Þungt er í samstarfsmönnum hans í Framsóknarflokknum í Kópavogi en þeir sitja nú á fundi vegna málsins..."


mbl.is Ræddu hugsanleg meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Mann grunar nú að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum

Sóley Björk Stefánsdóttir, 20.5.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Finnur Ingólfsson leyfir aldrei að hlé verði gert á spillingarferlinu.

Finnur Bárðarson, 20.5.2009 kl. 15:49

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mat á pólitíkusunum er hvað þeir gera og hvað þeir gera ekki. Þeir sem búa í Kópavogi eru flestir ánægðir með mjög margt í bæjarfélaginu. Ýmislegt má þó betur fara, bæði hjá núverandi meirihluta, en því miður ekki síður hjá minnihlutanum sem er með vond mál í farartaskinu. Það verður áhugavert að skoða rekstur Kópavogs í samanburði við önnur sveitarfélög, t.d. Akureyri.

Göran Person varaði okkur við að fara út í kosningar, við þær aðstæður sem við nú erum í. Þá yrði ekkert gert á meðan við þurfum á uppbyggingu að halda. Nú er varað við hruni, og hver fer með fjármálaráðuneytið? Hvar eru nú aðgerðirnar fyrir heimilin og fyrirtækin? Er aðgerðarleysið spilling, eða glæpur?

Sigurður Þorsteinsson, 21.5.2009 kl. 09:01

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég hef fengið margar ljómandi athugasemdir við þennan pistil sem ekki eru skrifaðar undir fullu nafni og get því ekki birt þær. Vona að allir virði það að ég birti aðeins athugasemdir sem eru skrifaðar undir réttu nafni og hvet ykkur til að skrifa fullt nafn. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 22.5.2009 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.