Leita í fréttum mbl.is

Ímynd Íslands hefur beðið hnekki

island-vidhorskonnun21.jpg

Þrátt fyrir að misvitrir stjórnmálamenn og útrásarvíkingar hafi svert ímynd Íslands er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að bæta ímyndina. Það er einmitt nauðsynlegt og aldrei brýnna en einmitt nú.

Ég veit ekki alveg hversu mikið mark er takandi á þessum David Hoskin hjá Eye-for-Image því samkvæmt mbl.is segir hann að Ísland sem vörumerki hafi fyrir hrunið ekki verið sérlega þekkt eða sterkt og nefnir máli sínu til stuðnings að í huga flestra tengist Ísland nú annars vegar fiskveiðum og hins vegar fjármálum. „Fyrir utan þetta tvennt vita menn á heimsvísu afar lítið um Ísland." Þessa ályktun mannsins dreg ég stórlega í efa og samkvæmt könnun sem Útflutningsráð og Ferðamálastofa létu gera í þremur löndum, Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi er það náttúran fyrst og fremst sem Ísland er þekkt fyrir. Hagkerfið er langt fyrir aftan í öðru sæti yfir það sem upp kemur í hugann hjá fólki þegar Ísland er nefnt og þar á eftir kemur landafræði og menning.

Það er einmitt náttúran og menningin sem getur bjargað ímynd Íslands á ný. En þá megum við ekki eyðileggja náttúruna eins og fyrri ríkisstjórnir D og B lista unnu ötullega að. Tónlist, myndlist, leiklist og bókmenntir geta svo áfram byggt upp til jákvæða ímynd af Íslandi og þar er fjársjóður sem við eigum að nýta og við þurfum ekki að eyðileggja neitt.

island-vidhorskonnun.jpg

 


mbl.is Ímynd Íslands er sterk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki stillt mig um að segja smá sögu. Ég bjó í Noregi og var að vinna með mjög góðum handboltamanni, sem þekkti íslensku liðin og gat nefnt helstu leikmennina. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög klár náungi og við urðum miklir vinir. Ég var að segja honum frá þvi að ég væri nýkominn af norskum togara og hafði verið við Finnmörku og Svalbarða. Þá sagði hann: "Þá hefurðu verið stutt frá Íslandi".

Þá sá ég fram á verðugt verkefni að fræða hann um Ísland. Annars hef ég orðið var við álíka mikla fáfræði hjá íslendingum um okkar næsta nágranna, Grænland.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Þegar ég spurði háskólanema í Frakklandi um hvað vekti áhuga á landinu var svarið einmitt náttúran númer eitt, tvö og þrjú. Því næst kom tónlistin.

Það er mikið um hægri stjórnir á meginlandinu og vekur hrunið helst samúð með Íslendingum. Enda er fólkið þar að berjast við álíka vitleysu ráðamanna og fjármálaheimsins sem tíðkaðist á Íslandi fyrir hrun. Það veit að það liggur í súpunni sem Íslendingar eru að reyna að losna upp úr. Mótmælin um allt meginlandið eru vegna umhyggjuleysis við fólkið. Að ég tali nú ekki um kóngastæla sumra...

Vinstri flokkarnir eru svo sundraðir að ekki er víst að kosningar til Evrópuþingsins skili sér í vinstrisveiflu þrátt fyrir óánægjuna með ráðamenn í heimalandinu. Lítill áhugi á Evrópukosningum er landlægur en kannski eitthvað að glæðast. Aldrei að vita. Kosið er í júníbyrjun til fimm ára.

GRÆNA LOPPAN, 22.5.2009 kl. 05:38

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir fínar athugasemdir Húnbogi og Græna loppa (sem samkvæmt höfundarsíðu er Hanna Steinunn Þorleifsdóttir)

Ég hef fengið margar ljómandi athugasemdir sem ekki eru skrifaðar undir fullu nafni og get því ekki birt þær. Vona að allir virði það að ég birti aðeins athugasemdir sem eru skrifaðar undir réttu nafni. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 22.5.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.