Leita í fréttum mbl.is

Allir með strætó!

straeto3 Það eru góðar fréttir að farþegum Strætó á Akureyri heldur áfram að fjölga. 150% aukning er almennileg. Ég þekki það sjálfur að nú er mun auðveldara fyrir krakkana að tæka strætó á Skautaæfingar og í Tónlistarskólann, þarf ekkert klink og vesen. Sjálfur tek ég strætó gjarnan úr miðbænum upp á Brekku með barnavagninn þunga!)

Nú þarf bara að fjölga leiðum (bæta við leiðum sex og átta) og hafa einhverjar ferðir tíðari. Þá munu enn fleiri sleppa því að fara á bílnum í vinnu og skóla og hvert sem er. Það vantar líka strætó útá flugvöll. Skandall að ferðamenn þurfi að labba af flugvellinum og það er ekki einu sinni gangbraut, fyrir löngu kominn tími á gang og hjólabraut meðfram ströndinni við Drottningabraut.

Myndin er af vef Akureyrarbæjar og ekki örvænta, það er ekki kominn svona mikil snjór hér þrátt fyrir hretið, myndin er tekin um vetur. Áfram Strætó!


mbl.is 150% fjölgun farþega strætó á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Frábært að heyra þetta. Reykvíkingar þyrftu að læra eitthvað af þessu. Styð tillögur þínar - það þarf að auka margföldunaráhrif af strætó!

Anna Karlsdóttir, 24.7.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Helgi Már Barðason

Ýmis hverfi eru út undan ennþá, s.s. nýja þjónustuhverfið ofan Krossaness, og engar helgarferðir hafa verið í Naustahverfi. Þá er dularfullt að enginn vagn skuli ganga út að Lónsbakka - ég trúi ekki að Hörgárbyggð myndi ekki taka slíku fagnandi og jafnvel leggja ofurlítinn skerf í púkkið. Vonandi hefst helgarakstur að nýju í haust. Ég nota vagnana mikið og er mjög ánægður með þá - helst að sums staðar sé heldur langt á milli biðstöðva.

Helgi Már Barðason, 24.7.2009 kl. 15:49

3 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Svo segja mér sannorðir menn á Akureyri, að Hlynur Hallsson myndlistarmaður ferðist aldrei með strætisvögnum Akureyrar, hann lætur sér nægja að keyra á undan þeim á bifreið sinni

Blaðamenn Foldarinnar, 24.7.2009 kl. 16:29

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

"Blaðamaður Foldarinnar" þekkir greinilega ekki neina "sannorða menn" á Akureyri. Ég er þekktari fyrir að hjóla allt og ekki að aka um í bíl, geri það helst bara í neyð.)

Annars bið ég "Blaðamann Foldarinnar" um að skrifa undir fullu réttu nafni í framtíðinni á síðuna mína eins og aðrir gera. Sjá tilmæli efst til vinstri á þessari síðu. 

Best að hjóla í sund núna, kveðjur,

Hlynur Hallsson, 24.7.2009 kl. 16:38

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég bý á Lónsbakka og ég tæki strætó fagnandi ef hann kæmi til að ná í mig u.þ.b. 2svar á dag. Það undrar mig reyndar að sveitastjórn Hörgárbyggðar hafi aldrei látið sér detta í hug samvinna við Strætisvagna Akureyrar, t.d. um eina ferð að morgni og aðra síðdegis. Það væri einnig mikil framför að senda vagn á flugvöllinn, jafnvel aðra hverja ferð sem farin er í Innbæinn.  

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 24.7.2009 kl. 18:22

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábært að heyra. Þetta var líka svona hérna á Skaganum, brjáluð aðsókn í strætó (Rvík-Akranes) sem var fyrstu árin í samstarfi við Strætó bs. Svo ákvað Strætó bs að hætta samstarfinu um síðustu áramót því að gróðinn var ekki nægur. Tekið var til þess ráðs að hækka fargjöldin okkar þrefalt, úr 280 kr. í 840 fyrir staka ferð, Skagamenn sem fara enn daglega á milli fá þó niðurgreidd strætókort sem kosta bara helmingi meira en fyrir hækkunina, ekki þrefalt þótt standi til að breyta því og hækka þau meira, sagði bæjarstjórinn í viðtali nýlega. Það er reyndar frítt í innanbæjarstrætó sem er flott og notkunin jókst mikið.

Aðsóknin í Skagastrætó hrundi við hækkunina, það var orðið ódýrara að hópast saman í bíla og keyra á milli þannig að Skaginn hefur held ég bara tapað á þessarri hækkun, því miður. Og við farþegar enn meira. Það þurfti t.d. tvær stórar rútur undir okkur í fyrstu ferð í bæinn á morgnana fyrir hækkun og margir, þ.á.m. ég, fluttu á Skagann mikið til vegna tilkomu strætó ...

Gaman að sjá að strætósamgöngur ganga einhvers staðar vel. Almenningssamgöngur eru allra hagur og ættu því ekki að vera gróðafyrirtæki. Verst að geta ekki hjólað á milli ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.7.2009 kl. 00:16

7 Smámynd: Oddur Helgi Halldórsson

Gleymdu því aldrei Hlynur minn, hver það var sem barðist fyrir og er upphafsmaður að fríum strætó á Akureyri.
Þetta var 10 ára barátta frá 1997 til 2007. Ég fékk enga hjálp, en sem betur fer, þá lofuðu allir stjórnmálaflokkar þessu fyrir kosningar ´06. Allt sem ég sagði um þetta áður hefur komið fram.

Oddur Helgi Halldórsson, 25.7.2009 kl. 00:45

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þú átt heiður skilinn fyrir að vera upphafsmaður þessarar góðu hugmyndar Oddur Helgi. Og nú er bara að styrkja Strætó enn betur og fjölga leiðum og auka tíðni.

Akranesstrætó er einnig frábært framtak Guðríður og á þessu dæmi þínu sést að of há gjöld í strætó draga strax úr notkun og ekki græðir strætó á því og alls ekki fólkið eða malbikið. Sammála það er full langt að hjóla í rokinu milli Akraness og Borgarinnar (má heldur ekki hjóla göngin).

Sammála Helga Má og Önnu Dóru um að strætó ætti að aka út á Lónsbakka sem er að verða Garðabær Akureyrarsvæðisins:)

Bestu kveðjur öll,

Hlynur Hallsson, 25.7.2009 kl. 09:08

9 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Gott málefni.

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.7.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband