28.7.2009 | 01:27
"Listaverkaþjófar" skila ESB fána
Seint í kvöld var dyrabjöllunni hringt en þegar ég ætlaði að opna var enginn sjáanlegur. Út úr póstkassanum stóð hinsvegar böggull vafinn inn í álpappír og bréf stílað á mig:
Ótrúlega skemmtilegt bréf og ESB fáni var inn í álpappírnum. Mér er því ljúft og skylt að svara spurningunum sem beint er til mín og einnig birti ég hér fréttatilkynningu sem birtist á bloggsíðu Myndlistarfélagsins fyrir nokkrum dögum og reyndar hafði álíka tilkynning birst á síðunni um miðjan maí þegar sýningin opnaði formlega:
"Sýning Hlyns Hallssonar í Gallerí Víð8ttu601 sett upp aftur og framlengd
Gallerí Víð8tta601
Hlynur Hallsson
Landnám - Ansiedlung - Settlement
16.05. - 23.08. 2009
Verkið sem Hlynur Hallsson setti upp í Gallerí Víð8ttu hefur verið stolið í tvígang en vegna þrjósku listamannsins og sýningarstjóranna hefur það verið sett upp í þriðja skipti og sýningin verið framlengd um mánuð.
Litla Skerið í Tjörninni sem myndaðist þegar Drottningarbraut var lögð árið nítjánhundruð sjötíu og eitthvað er ónumið land. Tunglið var það einnig einu sinni og Norðurpóllinn og Suðurpóllinn líka. Hver verður fyrstur til að stíga á þetta Sker litið persónulegt skref en um leið stórt skref fyrir mannkynið? Ekki Bandaríki Norður Ameríku heldur auðvitað Evrópusambandið. Hið nýja heimsveldi er mætt á staðinn. Þar hefur verið settur upp fáni ESB, sannkallaður landnemafáni.
Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið iðinn við að setja upp sýningar og síðastliðið haust setti hann upp nokkurskonar yfirlitssýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu og í A-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur ásamt verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum í Miðborginni setti hann upp verkið ÚT/INN.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, snjóhúsbygging eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de
Anna Bryndís Sigurðardóttir og Þorsteinn Gíslason hafa starfrækt Gallerí Víð8ttu601 frá árinu 2007. Sýningarnar í Hólmanum í tjörninni í Innbænum á Akureyri munu halda áfram fram á næsta ár og þá taka aðrir sýningarstaðir við.
Nánari upplýsingar um verkið veitir Hlynur í síma 6594744 og í tölvupósti: hlynur(hjá)gmx.net"
---
Svarið við fyrstu spurningunni er:
Tilgangur verksins er að vekja upp umræðu, setja hlutina í annað samhengi, vekja upp spurningar og viðbrögð.
Svarið við spurningu tvö:
Ég er hvorki að gera lítið úr Evrópusambandinu né að sýna því stuðning með þessu verki en auðvitað getur hver og einn túlkað þennan "landnema" fána á Skerinu í Tjörninni á sinn hátt.
Og svarið við þriðju og síðustu spurningunni:
Ég ætla ekki að setja upp fleiri pólitísk verk eða verk yfirleitt á Skerinu. Sýningunni lýkur 22. ágúst 2009 en á Akureyrarvöku, viku seinna opnar Haraldur Jónsson nýja sýningu sem er jafnframt síðasta sýningin á vegum Gallerís Víð8ttu601 á þessum stað en ég veit að sýningarstjórarnir eru að leita að nýjum stað fyrir áframhaldandi sýningar. Næstu pólitísku verk sem ég set upp eru spreyverk og textaverk á samsýningu um hrunið sem heitir "Lífróður" og verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirð þann 29. ágúst 2009.
Svo að lokum vil ég þakka drengjunum kærlega fyrir bréfið og fánann og hvet þá til dáða í framtíðinni en hvet þá einnig til að koma fram undir nafni þó að ég hafi auðvitað fullan skilning á því ef þeir vilja ekki gera það.
Skilti sem einnig var við tjörnina með titli verksins og hluta textans sem einnig er hér að ofan úr fréttatilkynningunni var stolið fyrir nokkrum vikum. Vonandi hringir einhver dyrabjöllunni hjá mér og skilar því eða enn betra væri að koma því bara aftur fyrir þar sem það var, við Tjörnina.
Þá eru bara tveir ESB fánar eftir að koma í leitirnar.
Tengill á frétt í Sjónvarpinu.
Getum lifað án Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 01:38 | Facebook
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
Athugasemdir
Batnandi fólki er best að lifa. Jón, ekki leggjast svo lágt að setja alla andstæðinga ESB undir sama hatt.
Kristín Dýrfjörð, 28.7.2009 kl. 02:06
Er ekki nóg að hafa þessa sjónmengun á sendiráðum ESB?
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 06:52
Listaverk eða ekki? Sumir listamenn vinna á jöðrum þess sem í hefðbundinni list væri kallaður jaðar. Til dæmis væri jaðar að hafa hugmynd að málverki en ekki mála neitt, heldur bara kynna hugmyndina og þá á endanum bara í einhverju öðru formi. Ég held fram að þetta sé oftast "auðveldari" list. Meina það ekki neikvætt. En ég held að aðferðin tengist inn í ofureinföldun auglýsingaaðferða sem við erum öll meðvitað eða ekki, undir áhrifum frá. Erfitt að segja hvað mikið af slíku endist, rétt eins og mikið af verkum í málaralist er ekki að vaxa með tímanum. En ég held að með þjófnaðinum hafi þetta verk vaxið, breyzt úr því að vera mynd af ESB að taka yfir sker (metafor fyrir Ísland) í það að vera eins konar Iwo Jima skopmynd þar sem herdeildirnar eru báðar Akureyringar og erfitt að sjá hver er Japaninn og hver er Kaninn.
Kv.
Ólafur Þórðarson
Ólafur Þórðarson, 28.7.2009 kl. 12:29
Áhugaverð umræða um hvað er listaverk og hvað ekki. Kári og Ólafur leggjast í það eins og margir að vita best sjálfur hvað listin er, vera sjálfskipaðir listfræðingar. Aðrir fara að tuða um ESB með eða móti.
Kannski er tilgangi verksins einmitt náð þarna. Kannski stendur það algerlega sem listaverk í þeim skilningi að það vekur hughrif, reiði kannski, hneykslan og spurningar.
En í guðanna bænum ef þið eruð ekki sammála einhverju listaverki ekki stela því. Hrópið á það eða berjiði búsáhöld.
Lárus Vilhjálmsson, 28.7.2009 kl. 13:43
Hlynur, hvar getur maður keypt fána ESB?
kv, ari
Arinbjörn Kúld, 28.7.2009 kl. 14:04
Svona fána er t.d. hægt að kaupa í Kolaportinu.)
Hlynur Hallsson, 28.7.2009 kl. 14:11
Lárus, hvað ertu að meina? Súludans vekur "hughrif, reiði kannski, hneykslan og spurningar." Er súludans þá list þrátt fyrir að vera aðallega klám? Glæpur getur gert nákvæmlega sama, ekki gerir það glæp að list?
Ég held nefnilega að þjófnaðurinn hafi gefið verkinu nýjann og sterkari flöt, öfugt við það ef einhver fer á staðinn að garga á eitthvað fánatetur. ESB fáninn er heldur ekki verk Hlyns, heldur tákn þjóðabandalags. Hlynur notar kópíu af þessu tákni og stingur í sker. Við það fær fáninn nokkurn veginn sömu meiningu og fáninn sem settur er í staðinn. Hlynur er að stinga erlendum fána í föðurlandið.
Þjófnaðurinn eru eðlileg viðbrögð við svona pólitískri list og kæmi mér ekki á óvart ef Hlynur eða vinir hans hefðu sjálfir rifið niður fána einhvers staðar í mótmælendastuði ,-)
Ólafur Þórðarson, 28.7.2009 kl. 15:46
Án þess að lesa bréfið að ofan hver í fjáranum vinn flagga ESB fána. Er fólk ekki með öllu mjalla. Það eru fánalög sem ber að fara eftir og menn gera nema þjóðarlausir skrælingar.
Valdimar Samúelsson, 28.7.2009 kl. 16:03
Er þú ætlar að kleima ESB fánan sem þitt listaverk þá ertu heldur betur í deep shit. Ég bið þig að byrta þetta.
Valdimar Samúelsson, 28.7.2009 kl. 16:05
Umræddir aðilar segjast víst ekki hafa fjarlægt Evrópusambandsfánana í fyrri tvö skiptin þegar þeir voru ekki færðir eigandanum. Spurning hverjir hafi verið þar að verki. Kannski einhverjir Evrópusambandssinnar sem langaði í fána fyrirheitna landsins síns? ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 28.7.2009 kl. 18:02
Hver er listin á bak við það að stinga niður einhverjum fána ofan í jörðina? Svo er talað um að þessir andstæðingar leggist lágt. Hversu lágt leggst listamaður með því að stinga niður fána ofan í jörðina og kalla það listaverk.
Ég þori alveg að koma undir nafni, ég styð þessa "listaverkaþjófa" heilshugar enda ef um list er að ræða af þinni hálfu þá er hún á frekar lágu plani. Þú verður líka að átta þig á því að hér er um mjög viðkvæmt mál að ræða sem að hefur og á eftir að kalla fram mjög heitar tilfinningar. Einhvern tíma heyrði ég mann segja að Ísland muni ekki ganga í ESB nema að af lokinni borgarastyrjöld. Hvort sem að það eru andstæðingar eða fylgjendur sem að lenda í minnihluta gagnvart aðild, þá mun hvorugur aðilinn sætta sig við niðurstöðu hins.
Þú segir að þú hafir sett upp þetta "listaverk" til þess að kalla fram viðbrögð. Það að stela fánanum má túlka sem viðbrögð og sem listamaður getur þú ekki dæmt viðbrögðin sem að þú færð, sama hver þau eru.
Jóhann Pétur Pétursson, 28.7.2009 kl. 18:13
Kæri Valdimar Samúelsson, ég vona að þú sért ekki alla daga í svona vondu skapi.
Jóhann Pétur, Samúel og Kári B geta gluggað saman í listasögu síðustu aldar til að skoða hvað hefur verið að gerast í myndlist frá því að Rembrant og félagar voru uppá sitt besta.
Gott að byrja til dæmis á kaflanum um Duchamp og readymade um 1930.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 28.7.2009 kl. 21:37
Sömu gaurarnir hafa stolið öllum fánanum, en eru búnir að krossa yfir hina með rauðri málingi eða brenna þá að hætti talíbana og annarra vandræðagemlinga. Þess vegna skiluðu hinir fánarnir sér ekki, þetta liggur í augum uppi.
Jón Gunnar Bjarkan, 28.7.2009 kl. 22:42
Kæri Veffari.
Súludans hefur ekkert skylt við klám annað en nektina sem fylgir strípihneigðinni.
Súludans er því visst listform.
Klám hinsvegar er þegar búið er að afbaka það samlíf með leiðinlegum sóðaskap eins og sést á svokölluðum "bláu" spólum. Það að tala um naktar dansandi konur sem klám er eitthvað sem er brenglun á hugsunarhætti hjá fólki svona svipað og að segja að orðið nauðgun sé ógeðslegt.
Ég sé ekkert ógeðslegt við orðið nauðgun, það er verknaðurinn sem slíkur sem er ógeðslegur.
Ég ætla ekki að fara hér of náið útí þá sálma þar sem ég veit ekki hversu ungt fólkið er sem les þessar athugasemdir.
Svo í framhjáhlaupi svona vegna fánamálsins.
Þá var ég að velta fyrir mér hvort hinir meintu "þjófar" hafi nokkuð verið þjófar þar sem þeir komu flagginu til rétts eiganda ásamt skilaboðum. Og svo hitt þá finst mér eins og um listrænan gjörning hafi verið að ræða sem sýnir hvaða skoðun þeir hafa á flagginu og því sem það stendur fyrir.
Með kveðju og von um að listamenn og verk þeirra fái að standa þann tíma sem þeim er ætlað hvort sem menn eru með eða á móti listforminu.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 28.7.2009 kl. 23:05
Auðvitað á ekki að stela eða spilla listaverki. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem listaverk í hólma er skemmt eða stolið. Í kringum 1960 var hafmeyjan eftir Nínu Tryggvadóttur sprengd í loft upp í Tjarnarhólmanum í Reykjavík. Það var svo sem vitað hverjir voru að verki enda tengdust þekktu verktakafyrirtæki. (dínamitið kom þaðan). Ég óska þér hjartanlega til hamingju með listaverkið og þeim viðbrögðum sem það hefur fengið. Ætli sovéski gamli fáninn fengi sömu útreið?...eða nasistafáninn? Hver veit?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:12
Ef ég flagga stórum fána með mynd af Davíð Oddssyni í Viðey, getið þið listfræðingar þá sagt mér hvort þar sé á ferðinni "list" ??
Sigurður Sigurðsson, 29.7.2009 kl. 10:05
Pétur : "Er ekki nóg að hafa þessa sjónmengun á sendiráðum ESB?"
Þessi sjónmengun er ekki bara á sendiráðum, þú, heldur á vörum og bílnúmerum þar sem menn eru altaf því skildugir til að hafa þetta drasl yfir sér.
Það er spurning hvort þetta Copy /Paste listaverk (ESB fáni) hans Hlyns sé listaverkið hans eða ekki (humm hægt að kaupa í Kolaportinu) ???
KV
Þorsteinn
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 10:41
Það er alltaf flott þegar myndverk hreyfir verulega við fólki. Myndlistamaður nær ekki hærri hæðum en þeim viðbrögðum sem myndverkið veldur. Dúndur góður árangur. Glæsileg útkoma. Og pönk.
Jens Guð, 30.7.2009 kl. 00:23
Jens: " Dúndur góður árangur. Glæsileg útkoma. Og .."
Já kannski maður ætti bara að fá sér fleiri fleiri Anti-EU fána http://en.wikipedia.org/wiki/File:Anti-EU.PNG
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.