Leita í fréttum mbl.is

Að losa fé...

494428AÞetta hefur maður nú heyrt áður... hvenær var það aftur... ef til vill 2007? Að losa fé, fé án hirðis og svo bara fundið fé eru frasar sem fulltrúar SjálfstæðisFLokksins, hrunflokksins, hafa notað óspart. Þessi samningur við skúffufyrirtækið er undarlegur og það að selja á versta tíma er auðvitað glapræði. Það er verið að gefa auðlindirnar til fjárglæframanna. Er það ekki kaldhæðnislegt að flokkarnir sem komu okkur í skítinn og skyldu okkur eftir í skuldafeni skuli áfram fá að haga sér eins og þeim sýnist? Er ekki komið nóg?

Lára Hanna um málið.

Davíð Stefánsson.

Hákon Jóhannesson.

Páll Vilhjálmsson.


mbl.is Hróp gerð að borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sæll Hlynur.

Þú segir : "Það er verið að gefa auðlindirnar til fjárglæframanna" ?

Gefa: Nei, hluturinn var seldur. Stór munur þar á.

Auðlindirnar: Nei, HS Orka á ekki auðlindina. Fyrir utan það að sala auðlindarinnar væri ólögleg. Þú veist, það eru lög sem banna slíkt.

Fjárglæframanna: Nei, eigendur Magma hafa ekkert annað en gott orðspor í þau 20 ár sem þeir hafa verið í svona starfsemi.

Fyrir utan athugasemd við svona kolrangar alhæfingar, langar mig að benda á það sem Óskar Bergsson sagði í dag, og hitti naglann helvíti vel á höfuðið.

Óskar: Steingrímur hefur sjálfur opnað fyrir erlent eignarhald 
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sjálfur opnað fyrir erlent eignarhald á íslenskum orkufyrirtækjum með því að skrifa undir samkomulag við erlenda kröfuhafa Íslandsbanka. Þetta er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Bankinn á stóran hlut í HS Orku í gegnum Geysir Green Energy. 

Sigurjón Sveinsson, 15.9.2009 kl. 15:10

2 identicon

Væri ekki betra að menn kynntu sér betur það sem væri verið að fjalla um áður en menn fara að hrópa og gagnrína. Orkuveitan er ekki að selja auðlindina, hún er í eigu sveitafélaga á suðurnesjum. Orkuveitan er bara að selja hlut sinn í HS orku að kröfu SAMKEPPNISSTOFNUNAR, og hana nú

Haraldur Magnússon (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:16

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Orkuveitan selur hlut sin í HS orku, sem á auðlindina og selur hana. Er mikill munur á því og að selja auðlindina beint? Ég er hætt að skilja.

En sorglegt er að selja bestu mjólkurkýr á vondum tíma. Eða að éta útsæðið.

Úrsúla Jünemann, 15.9.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta er svo "2007"!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.9.2009 kl. 16:05

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Menn sögðu reyndar einnig að það væri verið að "selja" bankana á sínum tíma! Eru sumir búnir að gleyma því.

Best væri að lífeyrissjóðirnir keyptu hlutinn.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 15.9.2009 kl. 16:09

6 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

VG er í ríkisstjórn og hafði 6 mánuði til að koma í veg fyrir þetta. Steingrímur afhendir hlut bankana í orkufyrirtækjum án þess að hiksta um leið og þetta á sér stað.

Það er augljóst að Steingrími finnst ekki verið að selja auðlindir - en þægilegt að ýta undir tortryggni í garð borgarstjórnarmeirihlutans.

Áslaug Friðriksdóttir, 15.9.2009 kl. 17:00

7 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sæll Hlynur.

Já, ég tek undir með þér, það hefði verið besta lausnin að lífeyrissjóðirnir hefðu keypt. En þeir keyptu ekki. Ekki einu sinni þegar þeir voru beiðnir um það af fjármálaráðherra. OR VARÐ að selja hlutinn. Það hefur verið borðleggjandi og vitað núna í hátt í tvö ár. Og enginn kom fram með kauptilboð annar en Magma. Og þannig er nú það, hvort sem manni líkar það vel eða illa.

Gallinn við þetta mál allt er að OR varð að selja, um það gilda landslög. Eiga landslög að víkja fyrir suma og aðra ekki? Er hún ekki blind, réttlætisgyðjan?

Að fokkast í borgarmeirihlutanum fyrir að gera það sem þeim var skilt að gera skv. lögum er bara fáránlegt. Alveg jafn fáránlegt og þegar stuðningsmenn Tjarnarkvartettsins hópast á pallanna og mótmæla aðferðafræðinni þegar Sjallar tóku völdin af Tjarnarkvartettinum í borginni með Klækjapólitík, þegar Tjarnarkvartettinn hafði hafið þann leik 100 dögum áður. Ef fólk er að mótmæla grundvallarmálinu, þá átti að mótmæla í BÆÐI skiptin, því það sama var í gangi, í grundvallaratriðum. Sama á við í dag. Borgarmeirihlutinn selur hlutinn í HS Orku, nauðugur, alveg á sama tíma og Steingrímur skrifar undir afhendingu GGE til erlendra aðila í gegnum Íslandsbanka, nauðugur. Það eru bara illskástu kostirnir í spilunum í dag, því miður.

Sigurjón Sveinsson, 16.9.2009 kl. 14:28

8 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Um að gera að "selja" þetta á kúluláni til 7 ára og láta kaupendur orku á Suðurnesjum sem áður áttu HS-Orku borga brúsann og einkavæða síðan gróðann og þjóðnýta tapið. Tala nú ekki um það að Gríndavíkurbær vildi leggja fé í þetta en "Magma Energi" er nú betur til þess fallinn að græða en íbúar á Suðurnesjum. Þetta er kannski "lögglegt" en ég sé ekkert siðlegt við þennan gjörning. 

Elín Sigurðardóttir, 16.9.2009 kl. 15:34

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Áslaug:

Hvernig dettur þér í hug að kenna Steingrími J. um klúðrið sem íhaldið í Reykjavík er að framkvæma með dyggri aðstoð Framsóknarflokksins? Þessir aðilar eru að selja á umtalsvert lægra verði en fyrri meirihluti keypti. Og ekki nóg með það, söluskilmálarnir eru óvnejulegir að fremur lítið er borgað út en eftirstöðvar tryggðar með hlutabréfum? Eru menn alveg að tapa sér?

Ef borgarstjórnarmeirihlutinn vill endilega selja af hverju er þá ekki íslenskum fjárfestum boðið að kaupa smærri hluti og þá gegn staðgreiðslu?

Íhaldið og Framsóknarflokkurinn vill aðeins eiga viðskipti við aðila sem þeir nefna stofnfjárfesta. Þ.e.a.s braskaralýð sem er að bíða eftir tækifæri að hagnast verulega á kostnað okkar skattborgaranna eins og sannaðist í einkavæðingu bankanna. Bönkunum var breytt í ræningjabæli jafnvel áður en blekið þornaði af undirskriftunum. 

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.9.2009 kl. 11:48

10 Smámynd: Karl Tómasson

Menn læra seint.

Bestu kveðjur til þín minn kæri frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 19.9.2009 kl. 15:14

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Maður gæti hreinlega gubbað.

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 19.9.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.