Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Mannúðaraðstoð Geirs og félaga

jón. sig

Ögmundur Jónasson hóf umræðu á alþingi um ummæli iðnaðarráðherra og formanns Framsóknarflokksins um að aðild Íslands að innrásinni í Írak hafi verið mistök. Það kemur þá í ljós að Geir H. Haarde er enn við sama heygarðshornið og réttlætir aðild Íslands að lista "hinna staðföstu". Geir reynir að vísu nú að gera hlut Íslands  sem minnstann í málinu og segir að um "mannúðaraðstoð" hafi verið að ræða. Steingrímur J. Sigfússon benti á að formaður Framsóknarflokksins hefði nú gert tvær tilraunir til að þvo af flokknum óþægileg mál. Fyrsta tilraunin hefði verið að reyna að þvo af flokknum stóriðjustefnuna og nú væri gamla Framsókn komin með skottið niður og byrjuð að mjaka sér í stjórnarandstöðu þrátt fyrir 12 ára ríkisstjórnarsetu.
Ögmundur sagði, að með orðum sínum hefði Jón Sigurðsson tekið undir þann málflutning stjórnarandstöðunnar, að ákvörðun formanna stjórnarflokkanna að styðja hernaðaraðgerðir í Írak árið 2003 hefði verið ólögmæt og spurði hvort Jón og Framsóknarflokkurinn myndu styðja tillögu um að stofna rannsóknarnefnd um málið. Það bólar hinsvegar ekkert á vilja til að gera það hjá formanni Framsóknar. Það bendir semsagt allt til þess að ræða Jóns hafi einmitt verið yfirklór í aðdraganda óþægilegra kosninga fyrir Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk.


mbl.is Rætt um ræðu Jóns í upphafi þingfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðamannaparadísin

Akureyri

Þessa grein skrifaði ég fyrir umræðuvettvanginn pollurinn.net og þar er hægt að koma með viðbrögð og gera athugasemdir við greinar.

Ferðamannaparadísin Akureyri, Eyjafjörður, Norðurland

Í síðustu viku var tilkynnt að IcelandExpress hefði ákveðið að hefja beint flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar næsta sumar. Þetta er afar ánægjuleg þróun og verður örugglega til þess að fleiri ferðamenn koma á Austur- og Norðurland beint, auk þess sem við íbúar á svæðinu eigum auðveldara og með að komast til Evrópu fyrir minni pening. Það væri hinsvegar óskandi að IcelandExpress hefði úthald til að halda áfram beinu flugi einnig yfir vetrartímann til Kaupmannahafnar frá Akureyri. Það tekur tíma að vinna slíku flugi sess þó að Akureyringar og Norðlendingar hafi tekið fljótt og vel við sér, þá þarf lengri tíma til að kynna flugið erlendis.

En vonandi hefur IcelandExpress þolinmæði og það áræði sem þarf til að fylgja þessu flugi eftir. Samgönguyfirvöld með ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sturlu Böðvarsson í farabroddi hafa hinsvegar dregið lappirnar í því að efla flugstöðvarnar á Egilsstöðum og Akureyri til að þessir vellir geti talist fullgildir millilandaflugvellir. Sturla hefur sagt að "300.000 manna þjóð hafi bara efni á einum millilandaflugvelli"  sem eru ótrúleg ummæli frá sjálfum samgönguráðherra landsins. Þessu viðhorfi yfirvalda þarf að breyta og vonandi skapast þverpólitískur vilji til að laga það sem laga þarf svo að getum boðið uppá þrjá fullgilda millilandaflugvelli. Ef ekki strax þá í kosningunum í vor. Akureyri, Eyjafjörður og Norðurland hefur nefninlega uppá svo margt að bjóða á sviði ferðamennsku og það allan ársins hring. Það eru til dæmis ekki margir staðir í Evrópu sem bjóða uppá flugvöll í 20 mínútna akstursfjarlægð frá stórkostlegu skíðasvæði.

Ásókn ferðamanna í óhefðbundnar ferðir utan álagstíma á eftir að aukast svo og þeirra sem koma til að leita að norðurljósum, kyrrð og myrkri sem er eitthvað sem margir vilja upplifa. Uppbygging ferðaþjónustu á Húsavík með hvalaskoðun og Hvalasafn í öndvegi hefur verið stórkostleg. Jarðböðin við Mývatn eru einstök á sínu sviði. Eyjafjörðurinn, Grímsey og Hrísey eru einnig perlur og það eru margir sem vilja koma og dvelja í alvöru sjávarþorpi eða á sveitabæ í faðmi fjalla. Veitingastaðir á heimsmælikvarða sem bjóða uppá úrvalsrétti úr hráefni úr heimabyggð eins og Friðrik V, Halastjarnan og Karólína eru staðir sem við getum státað af. Við höfum uppá svo margt að bjóða og sumt á enn eftir að uppgötva. Við eigum því framtíðina fyrir okkur á þessu sviði og möguleikarnir eru óþrjótandi. Það þarf bara smá velvilja, áræði og þolinmæði og þá getum við gert kratftaverk.


Kjördæmisþing 10. desember

xvsmaller

Þá liggja úrslitin í hinu leiðbeinandi forvali okkar hér í Norðausturkjördæmi fyrir. Það voru margir sem gáfu kost á sér eða 17 en hver og einn félagsmaður átti að skrifa 6 nöfn á lista en ekki númera í sæti. Endanleg ákvörðun um listann verður tekin á kjördæmisþingi sem fram fer þann 10. desember og þá leggur uppstillingarnefnd fram tillögu að lista. Ég vona að þriðja sætið verði baráttusætið hjá okkur. Það styttist svo í forval Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu og upplýsingar um þau 30 sem eru í framboði eru hér.


mbl.is Steingrímur J. efstur í leiðbeinandi forvali VG í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök hernaðarandstæðinga

brotin.byssa

Það er ánægjulegt að búið sé að breyta nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga í Samtök hernaðarandstæðinga. Ekki mikil breyting en afar táknræn útvíkkun á starfseminni. Þetta er einnig afar eðlilegt skref og tímabært, nú þegar eitt af baráttumálum friðarsinna er komið í höfn og herinn farinn af landinu. Samtökin halda úti öflugum vef um friðarmál og þar má meðal annars lesa ályktun samtakanna frá því um helgina. Það er kraftur í  Samtökum hernaðarandstæðinga, nýútkomið glæsilegt tímarit, Dagfari og Friðarhúsið blómstrar. Til hamingju íslenskir friðarsinnar!


mbl.is Samtök herstöðvaandstæðinga heita nú Samtök hernaðarandstæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegur Framsóknarflokkur

jón.sig

Maður getur ekki annað en fyllst meðaumkun þegar maður horfir uppá hvernig komið er fyrir Framsóknarflokknum. Alger örvænting breiðir úr sér þar á bæ og í stað þess að líta í eigin barm þá eru bara allir aðrir svo vondir. Það að uppgötva að stríð sem þeir vörðu með kjafti og klóm, var röng ákvörðun 44 mánuðum seinna er dapurlegt. Og talandi um öfgar þá hittir þessi "nýji" fornmaður flokksins naglann á höfuðið. Jón Sig. ekki meir, ekki meir!


mbl.is Ákvarðanir stjórnvalda um Írak byggðust á röngum upplýsingum og voru því rangar eða mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegt ástand í Írak

bagdad

Það er óhugnanlegt að horfa uppá daglegar limlestingar í Írak. Það ætti öllum að vera ljóst að borgarastyrjöldin í landinu fer stigvaxandi. Það vissu allir sem vildu eitthvað vita að svona myndi þetta fara. Það var því ömurlegt að lesa svör frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík þar sem þau studdu öll ólöglega ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að setja okkur á lista innrásarþjóðanna með Bandaríkjamönnum og Bretum. Við skulum muna eftir því þegar við kjósum okkur fulltrúa á þing í vor.


mbl.is Fórnarlömb sprengjuárásanna í Bagdad borin til grafar; tala látinna komin yfir 200
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólík staða ríkisstjórna

noregur kristin.halvorsen

Á meðan ný ríkisstjórn hægriflokkanna hefur tapað trausti meirihluta almennings í Svíþjóð, eins og ég fjallaði um á blogginu um daginn, er ástandið allt annað í nágrannalandinu Noregi. Þar tók við vinstristjórn fyrir nokkru og norðmönnum líkar vel við áherslur vinstristjórnarinnar. Systurflokkur Vinstri grænna í Noregi SV skipar mörg mikilvæg ráðuneyti og hefur komið góðum málum til leiðar og Kristin Halvorsen þykir hafa staðið sig með sóma.
Framfaraflokkurinn sem er öfgahægriflokkur, fjandsamlegur útlendingum, er enn furðulega stór en bót í máli að hann tapar fylgi þrátt fyrir að vera í stjórnaandstöðu og er ekki lengur stærsti flokkurinn. Þetta eru góðar fréttir frá Noregi og hægt að sjá meira á nrk.no


mbl.is Verkamannaflokkurinn aftur orðinn stærstur í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórsigur Sósíalista

sósalistar.holland

Kosningarnar í Hollandi fóru fram í gær og það er merkilegt að sagt er í fréttum að Kristilegir demókratar hafi unniið sigur þegar þeir töpuðu 3 þingsætum! Þetta er sennilega einn af hinum frægu "varnarsigrum" sem Framsókn er þekkt fyrir. Hinir raunverulegu sigurvegarar kosninganna eru hinsvegar Sósialistar sem nær þrefalda fylgið (úr 9 í 26) og eru nú þriðji stærsti flokkurinn á Hollenska þinginu. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem stendur heill með fjölmenningarstefnunni og kjósendur umbuna þeim fyrir sem er afar jákvætt miðað við alla umræðuna um innflytjendur síðustu ár þar í landi. Frjálslyndiflokkurinn VDD biður afhroð og ríkistjórnarflokkarnir fá aðeins um 60 þingsæti af 150 og eru langt frá því að ná meirihluta. Það er því della að Balkenende sé einhver sigurvegari þó að flokkur hans hangi í því að vera stærstur. Og vonandi verður mynduð vinstrigræn stjórn í Hollandi.
Sjá nánar í Süddeutsche Zeitung.


mbl.is Balkenende lýsir yfir sigri í hollensku kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það munar ekkert umþa!

alþingi

Meirihluta fjárlaganefndar er aldeilis rausnarlegur: 9,6 milljarða króna hækkun frá fjárlögum! Þetta eru sennilega allt hin brýnustu mál og þrátt fyrir þenslu á höfuðborgarsvæðinu þá þarf vonandi ekki að skera áfram niður útgjöld á landsbyggðinni. Það eru jú kosningar framundan og þá eru menn venjulega örlátir (og skera svo bara niður þess á milli) Hér eru annars tillögur meirihlutans á einu bretti og mér sýnist þetta í fljótu bragði vera upp til hópa hin mætustu mál.  Það vantar að vísu í fréttina hverjar tillögur minnihlutans eru en þær eru að öllum líkindum ennþá betri.


mbl.is Tillögur um að hækka útgjöld fjárlaga næsta árs um nærri 9,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrmir moggaritstjóri snýr enn útúr

Steingrímur.J.Sigfússon styrmir

Ég heyrði lesið úr leiðara Moggans á Rás 1 í morgun. Styrmir Gunnarsson sem sennilega hefur skrifað þennan nafnlausa leiðara er enn við sama heygarðshornið. Hann reynir að snúa út úr orðum Steingríms J. Sigfússonar í grein sem Steingrímur skrifaði í Moggann í gær. Styrmir fullyrðir að það sé einhver tvöfeldni fólgin í því að gagnrýna stefnu ríkisstjórnarinnar (eða öllu heldur stefnuleysi) í málefnum nýrra íslendinga og svo það að fagna fjölmenningu eins og Vinstri græn gera. Nú getur Steingrímur auðvitað svarað fyrir sig sjálfur en það sýður auðvitað á manni þegar ritstjóri Moggans ræðst svona úr launsátri (nafnlaust) með einhverjum fáránlegum dylgjum. Vinstri græn vilja taka með ábyrgum hætti á móti nýju fólki og við fögnum fjölbreyttu og betra Íslandi. Hinsvegar gagnrýnum við ríkisstjórnina sem með þensluaðgerðum fær hingað "erlent vinnuafl" eins og það er af sumum kallað (en átt  við fólk!) án þess að hugsa um hvað verður um þetta fólk þegar þenslan í þjóðfélaginu minnkar eða hvaða áhrif þetta hefur á launaþróun (sérstaklega hjá hinum lægstlaunuðu). Þetta ætti Styrmir Gunnarsson að skoða.


mbl.is Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband