Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
30.11.2006 | 11:52
Mannúðaraðstoð Geirs og félaga
Ögmundur Jónasson hóf umræðu á alþingi um ummæli iðnaðarráðherra og formanns Framsóknarflokksins um að aðild Íslands að innrásinni í Írak hafi verið mistök. Það kemur þá í ljós að Geir H. Haarde er enn við sama heygarðshornið og réttlætir aðild Íslands að lista "hinna staðföstu". Geir reynir að vísu nú að gera hlut Íslands sem minnstann í málinu og segir að um "mannúðaraðstoð" hafi verið að ræða. Steingrímur J. Sigfússon benti á að formaður Framsóknarflokksins hefði nú gert tvær tilraunir til að þvo af flokknum óþægileg mál. Fyrsta tilraunin hefði verið að reyna að þvo af flokknum stóriðjustefnuna og nú væri gamla Framsókn komin með skottið niður og byrjuð að mjaka sér í stjórnarandstöðu þrátt fyrir 12 ára ríkisstjórnarsetu.
Ögmundur sagði, að með orðum sínum hefði Jón Sigurðsson tekið undir þann málflutning stjórnarandstöðunnar, að ákvörðun formanna stjórnarflokkanna að styðja hernaðaraðgerðir í Írak árið 2003 hefði verið ólögmæt og spurði hvort Jón og Framsóknarflokkurinn myndu styðja tillögu um að stofna rannsóknarnefnd um málið. Það bólar hinsvegar ekkert á vilja til að gera það hjá formanni Framsóknar. Það bendir semsagt allt til þess að ræða Jóns hafi einmitt verið yfirklór í aðdraganda óþægilegra kosninga fyrir Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk.
Rætt um ræðu Jóns í upphafi þingfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2006 | 14:14
Ferðamannaparadísin
Þessa grein skrifaði ég fyrir umræðuvettvanginn pollurinn.net og þar er hægt að koma með viðbrögð og gera athugasemdir við greinar.
Ferðamannaparadísin Akureyri, Eyjafjörður, Norðurland
Í síðustu viku var tilkynnt að IcelandExpress hefði ákveðið að hefja beint flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar næsta sumar. Þetta er afar ánægjuleg þróun og verður örugglega til þess að fleiri ferðamenn koma á Austur- og Norðurland beint, auk þess sem við íbúar á svæðinu eigum auðveldara og með að komast til Evrópu fyrir minni pening. Það væri hinsvegar óskandi að IcelandExpress hefði úthald til að halda áfram beinu flugi einnig yfir vetrartímann til Kaupmannahafnar frá Akureyri. Það tekur tíma að vinna slíku flugi sess þó að Akureyringar og Norðlendingar hafi tekið fljótt og vel við sér, þá þarf lengri tíma til að kynna flugið erlendis.
En vonandi hefur IcelandExpress þolinmæði og það áræði sem þarf til að fylgja þessu flugi eftir. Samgönguyfirvöld með ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sturlu Böðvarsson í farabroddi hafa hinsvegar dregið lappirnar í því að efla flugstöðvarnar á Egilsstöðum og Akureyri til að þessir vellir geti talist fullgildir millilandaflugvellir. Sturla hefur sagt að "300.000 manna þjóð hafi bara efni á einum millilandaflugvelli" sem eru ótrúleg ummæli frá sjálfum samgönguráðherra landsins. Þessu viðhorfi yfirvalda þarf að breyta og vonandi skapast þverpólitískur vilji til að laga það sem laga þarf svo að getum boðið uppá þrjá fullgilda millilandaflugvelli. Ef ekki strax þá í kosningunum í vor. Akureyri, Eyjafjörður og Norðurland hefur nefninlega uppá svo margt að bjóða á sviði ferðamennsku og það allan ársins hring. Það eru til dæmis ekki margir staðir í Evrópu sem bjóða uppá flugvöll í 20 mínútna akstursfjarlægð frá stórkostlegu skíðasvæði.
Ásókn ferðamanna í óhefðbundnar ferðir utan álagstíma á eftir að aukast svo og þeirra sem koma til að leita að norðurljósum, kyrrð og myrkri sem er eitthvað sem margir vilja upplifa. Uppbygging ferðaþjónustu á Húsavík með hvalaskoðun og Hvalasafn í öndvegi hefur verið stórkostleg. Jarðböðin við Mývatn eru einstök á sínu sviði. Eyjafjörðurinn, Grímsey og Hrísey eru einnig perlur og það eru margir sem vilja koma og dvelja í alvöru sjávarþorpi eða á sveitabæ í faðmi fjalla. Veitingastaðir á heimsmælikvarða sem bjóða uppá úrvalsrétti úr hráefni úr heimabyggð eins og Friðrik V, Halastjarnan og Karólína eru staðir sem við getum státað af. Við höfum uppá svo margt að bjóða og sumt á enn eftir að uppgötva. Við eigum því framtíðina fyrir okkur á þessu sviði og möguleikarnir eru óþrjótandi. Það þarf bara smá velvilja, áræði og þolinmæði og þá getum við gert kratftaverk.
Greinar | Breytt 12.12.2006 kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2006 | 11:58
Kjördæmisþing 10. desember
Þá liggja úrslitin í hinu leiðbeinandi forvali okkar hér í Norðausturkjördæmi fyrir. Það voru margir sem gáfu kost á sér eða 17 en hver og einn félagsmaður átti að skrifa 6 nöfn á lista en ekki númera í sæti. Endanleg ákvörðun um listann verður tekin á kjördæmisþingi sem fram fer þann 10. desember og þá leggur uppstillingarnefnd fram tillögu að lista. Ég vona að þriðja sætið verði baráttusætið hjá okkur. Það styttist svo í forval Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu og upplýsingar um þau 30 sem eru í framboði eru hér.
Steingrímur J. efstur í leiðbeinandi forvali VG í NA-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2006 | 13:38
Samtök hernaðarandstæðinga
Það er ánægjulegt að búið sé að breyta nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga í Samtök hernaðarandstæðinga. Ekki mikil breyting en afar táknræn útvíkkun á starfseminni. Þetta er einnig afar eðlilegt skref og tímabært, nú þegar eitt af baráttumálum friðarsinna er komið í höfn og herinn farinn af landinu. Samtökin halda úti öflugum vef um friðarmál og þar má meðal annars lesa ályktun samtakanna frá því um helgina. Það er kraftur í Samtökum hernaðarandstæðinga, nýútkomið glæsilegt tímarit, Dagfari og Friðarhúsið blómstrar. Til hamingju íslenskir friðarsinnar!
Samtök herstöðvaandstæðinga heita nú Samtök hernaðarandstæðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2006 | 23:56
Sorglegur Framsóknarflokkur
Maður getur ekki annað en fyllst meðaumkun þegar maður horfir uppá hvernig komið er fyrir Framsóknarflokknum. Alger örvænting breiðir úr sér þar á bæ og í stað þess að líta í eigin barm þá eru bara allir aðrir svo vondir. Það að uppgötva að stríð sem þeir vörðu með kjafti og klóm, var röng ákvörðun 44 mánuðum seinna er dapurlegt. Og talandi um öfgar þá hittir þessi "nýji" fornmaður flokksins naglann á höfuðið. Jón Sig. ekki meir, ekki meir!
Ákvarðanir stjórnvalda um Írak byggðust á röngum upplýsingum og voru því rangar eða mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2006 | 09:10
Skelfilegt ástand í Írak
Það er óhugnanlegt að horfa uppá daglegar limlestingar í Írak. Það ætti öllum að vera ljóst að borgarastyrjöldin í landinu fer stigvaxandi. Það vissu allir sem vildu eitthvað vita að svona myndi þetta fara. Það var því ömurlegt að lesa svör frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík þar sem þau studdu öll ólöglega ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að setja okkur á lista innrásarþjóðanna með Bandaríkjamönnum og Bretum. Við skulum muna eftir því þegar við kjósum okkur fulltrúa á þing í vor.
Fórnarlömb sprengjuárásanna í Bagdad borin til grafar; tala látinna komin yfir 200 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2006 | 14:45
Ólík staða ríkisstjórna
Á meðan ný ríkisstjórn hægriflokkanna hefur tapað trausti meirihluta almennings í Svíþjóð, eins og ég fjallaði um á blogginu um daginn, er ástandið allt annað í nágrannalandinu Noregi. Þar tók við vinstristjórn fyrir nokkru og norðmönnum líkar vel við áherslur vinstristjórnarinnar. Systurflokkur Vinstri grænna í Noregi SV skipar mörg mikilvæg ráðuneyti og hefur komið góðum málum til leiðar og Kristin Halvorsen þykir hafa staðið sig með sóma.
Framfaraflokkurinn sem er öfgahægriflokkur, fjandsamlegur útlendingum, er enn furðulega stór en bót í máli að hann tapar fylgi þrátt fyrir að vera í stjórnaandstöðu og er ekki lengur stærsti flokkurinn. Þetta eru góðar fréttir frá Noregi og hægt að sjá meira á nrk.no
Verkamannaflokkurinn aftur orðinn stærstur í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2006 | 09:16
Stórsigur Sósíalista
Kosningarnar í Hollandi fóru fram í gær og það er merkilegt að sagt er í fréttum að Kristilegir demókratar hafi unniið sigur þegar þeir töpuðu 3 þingsætum! Þetta er sennilega einn af hinum frægu "varnarsigrum" sem Framsókn er þekkt fyrir. Hinir raunverulegu sigurvegarar kosninganna eru hinsvegar Sósialistar sem nær þrefalda fylgið (úr 9 í 26) og eru nú þriðji stærsti flokkurinn á Hollenska þinginu. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem stendur heill með fjölmenningarstefnunni og kjósendur umbuna þeim fyrir sem er afar jákvætt miðað við alla umræðuna um innflytjendur síðustu ár þar í landi. Frjálslyndiflokkurinn VDD biður afhroð og ríkistjórnarflokkarnir fá aðeins um 60 þingsæti af 150 og eru langt frá því að ná meirihluta. Það er því della að Balkenende sé einhver sigurvegari þó að flokkur hans hangi í því að vera stærstur. Og vonandi verður mynduð vinstrigræn stjórn í Hollandi.
Sjá nánar í Süddeutsche Zeitung.
Balkenende lýsir yfir sigri í hollensku kosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2006 | 15:53
Það munar ekkert umþa!
Meirihluta fjárlaganefndar er aldeilis rausnarlegur: 9,6 milljarða króna hækkun frá fjárlögum! Þetta eru sennilega allt hin brýnustu mál og þrátt fyrir þenslu á höfuðborgarsvæðinu þá þarf vonandi ekki að skera áfram niður útgjöld á landsbyggðinni. Það eru jú kosningar framundan og þá eru menn venjulega örlátir (og skera svo bara niður þess á milli) Hér eru annars tillögur meirihlutans á einu bretti og mér sýnist þetta í fljótu bragði vera upp til hópa hin mætustu mál. Það vantar að vísu í fréttina hverjar tillögur minnihlutans eru en þær eru að öllum líkindum ennþá betri.
Tillögur um að hækka útgjöld fjárlaga næsta árs um nærri 9,6 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2006 | 09:15
Styrmir moggaritstjóri snýr enn útúr
Ég heyrði lesið úr leiðara Moggans á Rás 1 í morgun. Styrmir Gunnarsson sem sennilega hefur skrifað þennan nafnlausa leiðara er enn við sama heygarðshornið. Hann reynir að snúa út úr orðum Steingríms J. Sigfússonar í grein sem Steingrímur skrifaði í Moggann í gær. Styrmir fullyrðir að það sé einhver tvöfeldni fólgin í því að gagnrýna stefnu ríkisstjórnarinnar (eða öllu heldur stefnuleysi) í málefnum nýrra íslendinga og svo það að fagna fjölmenningu eins og Vinstri græn gera. Nú getur Steingrímur auðvitað svarað fyrir sig sjálfur en það sýður auðvitað á manni þegar ritstjóri Moggans ræðst svona úr launsátri (nafnlaust) með einhverjum fáránlegum dylgjum. Vinstri græn vilja taka með ábyrgum hætti á móti nýju fólki og við fögnum fjölbreyttu og betra Íslandi. Hinsvegar gagnrýnum við ríkisstjórnina sem með þensluaðgerðum fær hingað "erlent vinnuafl" eins og það er af sumum kallað (en átt við fólk!) án þess að hugsa um hvað verður um þetta fólk þegar þenslan í þjóðfélaginu minnkar eða hvaða áhrif þetta hefur á launaþróun (sérstaklega hjá hinum lægstlaunuðu). Þetta ætti Styrmir Gunnarsson að skoða.
Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 379810
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?