Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Hversu lengi munu Bandaríkin styðja morð Ísreala?

palestina bolton

Sorglegar fréttir af öryggisráði Sameinuðuþjóðanna. Vonandi henda Demókratar John Bolton út sem fulltrúa BNA. Nú er tilefni til að utanríkisráðherra komi við á Laufásveginum og fordæmi aðgerðarleysi Bandaríkjanna. Ekki bara aðgerðarleysi heldur koma Bandaríkin í veg fyrir fullkomlega eðlilega fordæmingu Sameinuðuþjóðanna á endurteknum fjöldamorðum ísraleskra stjórnvalda á saklausum borgurum í Palestínu. Og ísraelsmenn fagna! Ég held að nú sé kominn tími til að við slítum stjórnmálasambandi við Ísrael og tökum það ekki upp aftur fyrr en Ísrael hættir morðum á óbreyttum borgurum og hverfi burt af hernumdu svæðunum. Það er fyrir löngu komið nóg af drápum. Það voru 10 ríki af 15 sem samþykktu ályktunina en fjögur sátu hjá, allt meðreiðarsveinar BNA (Danmörk, Bretland, Japan og Slóvakía) líkt og íslenska ríkisstjórnin.


mbl.is Ísraelsmenn fagna niðurstöðu í öryggisráðinu en Palestínumenn fordæma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri sem fagna

arnold rumsfeld

Það er full ástæða til að fagna sigri Demókrata og ósigri Republikana í kosningunum í Bandaríkjunum. Sérstaklega ánægjulegt að nokkrir nýjir þingmenn með ferska sýn og fjölbreyttan bakgrunn voru kosnir. Það er einnig afar ánægjulegt að Donald Rumsfeld var látinn taka pokan sinn og þó fyrr hefði verið. Ég er sannfærður um að íslenskum skósveinum Bush og félaga verði einnig refsað fyrir fylgisspektina við siðlaust og ólöglegt stríð, í þingkosningunum í vor. Svo bendi ég ykkur á nýjan umæðuvettvang sem var opnaður á netinu í dag hér á Akureyri og heitir pollurinn.net. Og svo fagna ég auðvitað 85 ára afmæli pabba míns Halls Sigurbjörnssonar, í dag. Við komum frá Berlín til Akureyrar með Sterling og IcelandExpress í afmælisveisluna. Til hamingju með þetta allt!


mbl.is Schwarzenegger fagnar „nýju blóði“ í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð þátttaka í forvalinu

xvsmaller

Það er afar ánægjulegt að sjá hvað það eru margir sem gefa kost á sér í forvali Vg í Norðausturkjördæmi. Eiginlega vildi maður geta valið fleiri en sex á listann enda er þarna fjöldinn allur af góðu fólki. Hérna er fréttin af vg.is og allir í stafrófsröð:

17 gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi

Frestur til að tilkynna um þátttöku í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi rann út  5. nóvember.  Forvalið fer fram með póstkosningu og hafa kjörseðlar nú verið sendir til allra félagsmanna.  Frestur til að skila inn kjörseðlum er til 20. nóvember.  Uppstillinganefnd mun hafa úrslit forvalsins til leiðbeiningar við röðun á framboðslista sem verður lagður fram og endanlega ákveðinn á kjördæmisþingi í desember.

Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til að skipa eitthvert af 6 efstu sætum listans:

Anna Margrét Birgisdóttir, 45 ára kennari, Breiðdalsvík
Ásbjörn Björgvinsson, 49 ára forstöðumaður, Húsavík
Ásmundur Páll Hjaltason, 31 árs vélamaður, Neskaupsstað
Bjarkey Gunnarsdóttir, 41 árs kennari, Ólafsfirði
Björn Valur Gíslason, 47 ára sjómaður, Ólafsfirði
Finnur Dellsén, 22 ára nemi, Akureyri
Hlynur Hallsson, 38 ára myndlistarmaður, Akureyri
Ingibjörg Hjartardóttir, 54 ára rithöfundur, Dalvíkurbyggð
Jóhanna Gísladóttir, 50 ára framkvæmdastjóri, Seyðisfirði
Jón Kristófer Arnarson, 44 ára garðyrkjufræðingur, Akureyri
Jósep Helgason, 31 árs verkamaður Akureyri
Klara Sigurðardóttir, 54 ára skrifstofumaður, Akureyri
Steingrímur J. Sigfússon, 51 árs alþingismaður, Þistilfirði
Trausti Aðalsteinsson, 45 ára framkvæmdastjóri, Húsavík
Þorsteinn Bergsson, 42 ára bóndi, Fljótsdalshéraði
Þórunn Ólafsdóttir, 21 árs nemi, Fáskrúðsfirði
Þuríður Backman, 58 ára alþingismaður, Egilsstöðum

Einnig hafa fjölmargir aðilar haft samband við uppstillinganefnd og lýst áhuga sínum á að skipa eitthvert af neðri sætum listans.


mbl.is 17 gefa kost á sér í forvali VG í Norðaustur-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott grein

 veðurathugunarmaðurinn

Jón Kristófer Arnarson skrifar frábæra grein í Morgunpóstinn í dag sem ber titilinn "Listaverkin - okkar auðlind". Ég hvet alla til að lesa hana. Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður og rithöfundur hefur einmitt sett fram svipaðar líkingar um hvað myndi gerast ef einhver eyðilegði Kjarvalsverk í Listasafni Íslands og hver viðbrögðin yrðu. Hvort er svo dýrmætara, eftirmyndin eða frummyndin? Grein Jóns er kaldhæðnisleg en hittir nákvæmlega í mark.


mbl.is Leggur til að auðugir útlendingar fái að mölva styttur Ásmundar Sveinssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenning og hræðsla

fólk

Sem betur fer eru langflestir íslendinga jákvæðir gagnvart fjölmenningu.
Í tilefni af umræðunni um málefni innflytjenda bendi ég á áhugavert erindi sem
Toshiki Toma hélt á dögunum og erindið birtist á Morgunpósti Vg um daginn. Bendi fólki á að lesa það.
Umræðan verður er fljót að fara í hjólför fordóma eins og má sjá á viðbrögðum á síðu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Það er gott að málefni nýrra íslendinga komist á dagskrá en sú umræða verður að vera fordómalaus og byggð á víðsýni. Við ættum að einbeita okkur að því að skoða hvernig við getum tekið sem best á móti fólki og hvernig þjóðfélagið getur orðið fjölbreyttara og betra með komu nýrra hæfileika og hugmynda en á ekki að snúast um takmörkun eða stýringu.

Það er auðvitað stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar sem hefur leitt til þess að hingað koma í miklu mæli erlendir verkamenn. Og stjórnvöld hafa ekki staðið sig í því að lögum um lágmarkslaun sé framfylgt og að komið sé fram við þetta fólk af virðingu. Það bitnar svo aftur á íslensku verkafólki. Það ættu menn að skoða.


mbl.is Flestir hlynntir fjölmenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjórinn gerður upptækur

bjór

Ljómandi gott að löggan mætti á Lækjartorg og stoppaði frjálshyggjudrengina af þegar þeir ætluðu að selja bjór úti á götu. Í fréttinni á mbl.is segir:
"Lögregla kom í veg fyrir sölu á áfengum drykkjum á Lækjartorgi nú kl. 14 en ungir frjálshyggjumenn höfðu boðað sölu á áfengum bjór þar í dag. Lögregla gerði söluvarninginn upptækan og tók forsvarsmann hópsins til yfirheyrslu á lögreglustöð."
Nóg var búið að auglýsa þetta uppátæki frjálshyggliðsins. Minnir mann á árleg mótmæli stuttbuxnadrengjanna í SUS þegar þeir leggjast ofan á álagningarskrár til að fólk geti ekki séð hvað ríka og fræga fólkið reiknar sér í laun. Ég er þeirrar skoðunar að það sé best að selja bjór eins og annað áfengi í Vínbúðunum, þar sem almennilegt eftirlit er með því að krakkar séu ekki að kaupa vín. Algerlega sammála SÁÁ um þetta.


mbl.is Komið í veg fyrir sölu á áfengi á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan með byssur?

byssur

Það er gott að flestir virðast vera sammála um að það sé ekki gáfulegt að lögreglan á íslandi gangi um með alvæpni. Það myndi einmitt leiða til þess að glæpamennirnir myndu vopnast og alltaf vera skrefi á undan. Jafnvel Björn Bjarnason virðist vera að átta sig á þessu.
Á visir.is segir: "Þeir þingmenn sem tóku til máls voru sammála um það mikilvægt væri að hin almenna lögregla væri óvopnuð áfram og vonandi þyrfti ekki til þess að koma að lögregla þyrfti að vopnast vegna aukinnar hörku glæpamanna."
Annars hafa áherslurnar hjá þessari ríkisstjórn og dómksmálaráðherra verið einkennilegar. Ríkislögreglustjóraembættið hefur bólgnað út á meðan almenn löggæsla er skorin niður.  Það þarf að efla almenna löggæslu, sérstaklega úti á landi og í miðborginni. Annað slagið koma þó jákvæðar fréttir eins og að sérstakt teymi sé í undirbúningi sem á að jafna ágreining og koma í veg fyrir slagsmál. Það er nefninlega oft hægt að koma í veg fyrir átök og glæpi með réttum viðbrögðum lögreglunnar. Þar hjálpa vopn og byssur ekki neitt en almenn lipurð getur gert kraftaverk í samskiptum jafnvel við drukkið fólk.


mbl.is Almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir en sérsveitin efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.