Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Fyrir friði og gegn stríði

ganga

Ávarp flutt á Ráðhústorgi á Akureyri í blysför fyrir friði á Þorláksmessu.

Gott fólk, þetta er fimmta skipti sem við göngum í þágu friðar á Þorláksmessu hér á Akureyri. Þá var þessi góði siður tekinn upp aftur eftir nokkurrar ára hlé en tilefnið var því miður ekki ánægjulegt. Bandaríkjastjórn með forsetann George Bush í fararbroddi hafði ítrekað hótað því að gera innrás í Írak. Fólk um allan heim mótmælti þessum fyrirætlunum, svo kröftuglega að milljónir komu saman þegar mótmælin náðu hámarki sínu um allan heim. Í Bandaríkjunum, á Bretlandi, í Japan, Þýskalandi, Frakklandi, Suður-Afríku, Ástralíu og víðar og víðar og einnig hér á Íslandi. Aldrei höfðu jafn margir komið saman til friðsamlegra mótmæla í heiminum, ekki einu sinni í aðdraganda og á tímum Víetnamstríðsins voru svo margir samankomnir um allan heim til að andæfa stríðsbrölti valdahafanna. En allt kom fyrir ekki. Með lygum og blekkingum í andstöðu við Sameinuðu Þjóðirnar réðust Bandaríkin inn í Írak. Bush fékk til liðs við sig Tony Blair á Bretlandi og nokkrar aðrar leppþjóðir þar á meðal okkur Íslendinga. Tveir menn, formenn ríkisstjórnarflokkanna á Íslandi tóku ólöglega ákvörðun um að gerast aðilar að þessu viðbjóðslega stríði. Meigi þeir hljóta ævarandi skömm fyrir.
Ég ætla ekki að fara yfir hörmungar þessa stríðs sem ekki sér fyrir endann á því á hverjum degi fáum við hrylliegar fréttir af limlestingum og glæpum sem framdir eru í nafni lýðræðis og frelsis. Og þó að Bush hafi lýst yfir sigri í stríðinu aðeins nokkrum vikum eftir innrásina árið 2003 hefur mannfall aldrei verið meira en þessa síðustu daga. Nóvembermánuður var sá blóðugasti til þessa.  
Það er sárara en nokkru nemur að enn þann dag í dag eru heilu stjórnmálaflokkarnir sem réttlæta og verja ákvörðun þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrimssonar þó að mikill meirihluti almennings á Íslandi hafa alltaf verið andvíg þessu stríði og þátttöku Íslands í því.
Það er aldrei hægt að réttlæta stríð og þessvegna er það óhugnanlegt að síðast í gær ítrekaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice þá skoðun sína að stríðið í Írak sé nauðsynlegt og að sú „fjárfesting” sem stríðið er bæði í bandaríkjadölum og lífum fallinna bandarískra hermanna sé þess virði.
Samkvæmt fréttavef BBC lét Condoleezza Rice þessi orð falla skömmu eftir að átta bandarískir landgönguliðar voru kærðir fyrir morðin á 24 íröskum óbreyttum borgurum í Haditha í fyrra.

Miskunnarleysi og grimmd einkennir þetta stríð eins og öll önnur stríð, sama hvort þau hafi verið háð með háleitum hugsjónum eða bara útaf græðgi.
natodrepur
Þeir sem fara verst út úr stríðinu eru ekki hermenn, ekki stjórnmálmenn , ekki forsetar og alls ekki hergagnaframleiðeindur, nei stríð bitnar helst á þeim sem síst skildi. Saklausu fólki sem á sér enga ósk æðri en að fá að lifa í friði og ala upp börnin sín fyrir þennan heim. Stríð bitnar á börnum, börnum um allan heim. Mig langar til að lesa fyrir ykkur ljóð eftir Dag Sigurðarson sem heitir "Mynd eftir barn (20x25 cm, blýantur og vaxkrít)"
I
Köttur...

Upp á síðkastið hafa hleranir stjórnvalda á tímum "kalda stríðsins" verið mikið í umræðunni. Það er ef til vill engin tilviljun að þau sem helst voru hleruð og talin vera mestu "óvinir ríkisins" vou friðarsinnar. Fólk sem kom saman til að mótmæla stríðsbrölti og þátttöku Íslands í hernaðarbandalögum, mótmæla heimsóknum herforingja til landsins. Símar þessa fólks voru hleraðir eins og um glæpamenn væri að ræða. Fólk sem átti draum um friðsamlegan heim og vildi berjast gegn þóknun íslenskra stjórnvalda við heimsvaldastefnuna. Það hlýtur því að vera krafa okkar að allir þættir þessara hlerana verði rannsakaðir. Ekki til að finna sökudólgana heldur til að fá allt upp á borðið til að svona hlutir eigi sér ekki stað aftur í lýðræðisríki. Núverandi stjórnvöld mega ekki koma í veg fyrir það að mannréttindi þeirra sem urðu fyrir hlerunum séu brotin áfram.
fridarganga
Það er góður siður á Þorlaksmessu að ganga fiðargöngu, koma saman og hugsa til þeirra sem þurfa að þola nauð og fá ekki að búa við frið. Ekki til að fría okkur ábyrgð heldur einmitt til þess að sína ábyrgð og sína valdhöfum að við viljum ekki taka þátt í þeirra stríðum. Aldrei.
Og sum stríð eru endalaus, borgarastyrjaldir, hefndir og glæpir. Eitt þessara stríða geisar í Palestínu á hernumdu svæðunum. Kristján frá Djúpalæk orti ljóð um ástandið þar fyrir margt löngu og þó að það séu ekki bretar sem herja á palestínumenn í dag heldur ísraelsmenn þá gæti ljóðið átt við enn þann dag í dag.
"Slysaskot í Palestínu"...

Því miður er útlituið í heimsmálunum ekki þannig að það líti út fyrir að við getum hætt að ganga fyrir friði. En óskin um frið er ekki barnaleg, hún er sjálfsögð og hvert og eitt okkar getur lagt eitthvað af mörkum til að stuðla að friði í heiminum og við eigum að nýta hvert tækifæri til að látta gott af okkur leiða. Þessvegna munum við halda áfram að ganga fyrir friði og gegn stríði á Þorláksmessu. Takk fyrir komuna og gleðileg jól.


mbl.is Gengið til friðar á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með múrinn

betlehem

Samtökin Ísland-Palestína hafa starfað af krafti í nokkur ár og halda úti öflugri vefsíðu og standa fyrir tónleikum, fyrirlestrum og kvikmyndasýningum svo eitthvað sé nefnt. Í tilefni dagsins birti ég hér bréf frá samtökunum:

"Lokuð Bethlehem
Á hátíð ljóss og friðar er rétt að minna á baráttu íbúa Landsins helga fyrir mannréttindum sínum og frelsi. Íbúar Bethlehem hafa sent heimsbyggðinni hjálparbeiðni með átakinu "Open Bethlehem" til að vekja athygli á innilokun borgarinnar af völdum hernámsins og byggingu Aðskilnarðarmúsins. Múrinn aðskilur og umkringir fjölmargar byggðir og bújarðir í hertekinni Palestínu. Hann rís á herteknu palestínsku landi, víða langt frá landamærunum að Ísrael. Áframhaldandi bygging hans, þvert á alþjóðalög og úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag, heldur áfram að valda hörmungum í og við Bethlehem, sem og og annarstaðar í Palestínu.

Tenglar:
http://www.stopthewall.org
http://www.openbethlehem.org

Sala til styrktar konum í Palestínu á Þorláksmessu
Síðustu tvö ár hefur Félagið Ísland-Palestína staðið fyrir sölu á varningi til styrktar Palestínu á Þorláksmessu. Engin breyting verður á því í ár og stefnt er því að hafa söluborðið á sama stað og í fyrra; á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs. Þar verður til sölu kaffi og kakó, peysur, bolir, geisladiskar og nælur. Allur ágóði af sölunni rennur til kvennasamtaka í hertekinni Palestínu. "


mbl.is Leiðtogi uppreisnarhóps býður Bush að flytja herinn frá Írak í friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir íslendinga

pink pink1

Fréttir af því að söngkonan Pink hafi gengið til liðs við dýraverndunarsamtökin PeTA eru góðar fréttir fyrir íslendinga og íslenska bændur. Pink hvetur fólk til þess að sniðganga ástralskan ullariðnað og um leið að kaupa ekki ullarpeysur. "Með þessu vonast söngkonan til þess að sauðfjárbændur í Ástralíu hætti að klippa skinn sauðkindarinnar aftan til á skepnunni til að forðast árásir skordýra. Hún hvetur fólk til þess að skoða vörumerki á flíkum úr ull áður en þær eru keyptar og ef þær eru framleiddar úr ástralskri ull þá biður hún neytendur um að skila þeim aftur upp í hillu verslana." Þetta er einmitt málið og nú verða íslenskir ullarpeysuframleiðendur að bregðast skjótt við og benda á hversu vel sé farið með íslenskar kindur og þá á verð á íslenskri ull eftir að rjúka upp. Í leiðinni er hægt að benda á hvað íslensku peysurnar eru flottar og að þær hafi komist aftur í tísku. Tilvalið að fá Pink til liðs við okkur í þessari baráttu. Hún keypti helling af fötum hjá Jóni Sæmundi í Dead (nú Liboris). Nú er málið að nýta sér þennan meðbyr og skora stig hjá dýraverndunarsinnum og tónlistarunnendum! Það er hægt að sjá myndband frá PeTA með Pink hér.


mbl.is Pink segir ullarpeysum stríð á hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3700 kall fyrir komu á slysó

akranes

Það var svo sem auðvitað! Enn hækka komugjöldin. Fella niður hátekjuskattinni en skella álögum á sjúklinga og þá sem lenda í slysum og svoleiðis. Þetta er stefna þessarar ríkisstjórnar í hnotskurn. Framsókn reynir að moka yfir skítinn og kalla þetta "velferðarstjórn" og stela þar með slagorði Vinstri grænna. En þeim mun ekki takast það því í vor fær fólk að kjósa þessa óstjórn í burtu.
"Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir, að breytingarnar séu fyrst og fremst bundnar við breytingar á gjöldum vegna komu á slysa- og bráðadeildir sjúkrahúsa. Almennt gjald fyrir komu og endurkomu á slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúsa hækkar þannig úr 3320 í 3700 krónur eða um 11,4%. Gjald fyrir hverja komu og endurkomu á göngudeild sjúkrahúsa vegna þjónustu annarra en lækna hækkar úr 1777 í 1887 krónur eða um 6,2%. Auk þessa hækkar almennt gjald fyrir keiluskurðaðgerðir úr 5280 í 5880 krónur eða um 11,4% og gjald fyrir hjartaþræðingu hækkar einnig úr 5280 í 5880 krónur."
Það er komið nóg af álögum á almenning.


mbl.is Ýmis komugjöld á sjúkrahúsum hækka um áramótin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blysför í þágu friðar

dúfa

Áhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu

BLYSFÖR Í ÞÁGU FRIÐAR á Þorláksmessu klukkan 20:00 á Akureyri.

Gengið verður frá Samkomuhúsinu (Leikhúsinu) á Akureyri þennan laugardag kl. 20:00 og út á Ráðhústorg. Þar syngur kór Akureyrarkirkju og flutt verður ávarp.

Blysför í þágu friðar felur annars vegar í sér almennar jólaóskir um frið og hins vegar beinist hún gegn versta tilræðinu við friðinn nú um stundir, Íraksstríðinu. Við höfum gengið á hverri Þorláksmessu síðan 2002.

Stíðið í Írak heldur áfram. Innrásaröflin verða stundum að breyta túlkun sinni á eðli þess. Flestar vestrænar fréttastofur (m.a. íslenskar) bergmála þá túlkun. Í byrjun var fylgismönnum Saddams helst kennt um ofbeldið. Síðan var áherslan lögð á al-Qaeda, ekki síst á al-Zarqawi, hinn blóðþyrsta jórdanska al-Qaedaliða. Eftir að hann var drepinn er kápunni enn snúið og nú kallast ofbeldið „átök trúarhópa" og „borgarastríð" og er túlkað sem stríð milli ofstækisfullra sía- og súnnímanna.

Stöku sinnum heyrast þó fréttir af að dauðasveitir þær sem flesta myrða tengist svonefndri „ríkisstjórn" Íraks og C.I.A. og að allt sé þetta hluti af hinu grimmilega, löglausa og tilefnislausa ensk-bandaríska hernámi á Írak.

Innrásin og hernámið hefur enn fullan og yfirlýstan stuning Íslands.

Kjörorð okkar eru hin sömu og áður:
- Frið í Írak!
- Burt með árásar- og hernámsöflin!
- Enga aðild Íslands að stríði og hernámi!
 
Ávarp flytur Hlynur Hallsson, myndlistarmaður
Kór Akureyrarkirkju syngur
Kerti verða seld í upphafi göngunnar.

Taka ber fram í ljósi verðurspár að aðeins verður gengið ef veður leyfir.


mbl.is Innanlandsflug að komast í lag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennilegur "kommúnisti"

Saparmurat

Forseti Túrkmenistans eða "Túrkmenabashi, faðir allra Túrmena" lést í nótt "ef marka má fréttir" mbl.is af ríkissjónvarpi landsins. Saparmurat Niyazov var furðulegur náungi. Hann varð formaður Kommúnistaflokksins í Túrkmenistan árið 1985, þegar landið heyrði undir Sovétríkin og varð svo fyrsti lýðræðislega kjörni forseti sjálfstæðs Túrkmenistan árið 1991. Hann hagaði sé hinsvegar eins og einræðisherra eins og svo margir sem hafa komist til valda í nafni kommúnisma. En Saparmurat Niyazov toppaði samt allt í furðulegheitum. Fyrir utan að láta reisa risastyttur af sér útum allt þá bannaði forsetinn landsmönnum að hlusta á útvarp í bílum sínum, að reykja á almannafæri og láta sér vaxa skegg. Mannréttindasamtök sökuðu Niyazov um að beita landsmenn hörku og brjóta niður alla andstöðu. Lýðræði hefði ekki verið í heiðri haft og andstæðingar gjarnan beittir pyntingum.

Gurbangully Berdymukhammedov, aðstoðarforsætisráðherra Túrkmenistan, mun víst taka við stjórn landsins til bráðabirgða eftir fráfall forsetans. Vonandi kemst svo á lýðræði í Túrkmenistan svo þjóðin geti valið sér forseta en ekki trúð sem er fastur í pesónudýrkun á sjálfum sér.


mbl.is Forseti Túrkmenistans látinn 66 ára að aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólasveinarnir verða sífellt róttækari

bjugnakraekir

Þegar ég skrifaði í morgun var Bjúgnakrækir ekki enn mættur á síðu Femínistafélagsins. Hann hefur sennilega tafist á leiðinni við að brjóta nokkrar súlur. En hingað er hann kominn og mér líst vel á hvað jólasveinarnir eru orðnir róttækir. Við getum lagt okkar af mörkum til að súlustaðirnir fari á hausinn með því að mæta aldrei á þessa staði og hvetja aðra til að hundsa þá. Og hananú.


mbl.is Eyjafjarðarbraut rofin á um tíu metra kafla við Djúpadalsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyrgámur og hurðaskellir bjarga málunum

skyrgamur hurdaskellir

Það er búið að vera vitlaust veður hér á Akureyri aðra nóttina í röð og ótrúleg rigning og rok. Allur snjórinn er að mestu farinn en allt vatnið komst greinilega ekki ofan í holræsakerfið heldur flæddi um allt. En það er gott að björgunarsveitarfólk var viðbúið að hjálpa. Skyrgámur og hurðaskellir eru einnig orðnir afar hjálpsamir í bleiku búningunum sínum.


mbl.is Mikið vatnstjón í húsum á Akureyri; vatnsveður það mikið að vegir fóru sundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri græn fyrst tilbúin með lista í Norðaustur-kjördæmi

xvsmaller
Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í NA-kjördæmi samþykkti á sunnudag framboðslista sinn vegna Alþingiskosninganna næsta vor. Listann skipa eftirtaldir aðilar:
1.   Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Þistilfirði
2.   Þuríður Backman, alþingismaður, Egilsstöðum
3.   Björn Valur Gíslason, sjómaður, Ólafsfirði
4.   Dýrleif Skjóldal, sundþjálfari, Akureyri
5.   Ingibjörg Hjartardóttir, rithöfundur, Dalvíkurbyggð
6.   Jóhanna Gísladóttir, skólastjóri, Seyðisfirði
7.   Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjufræðingur, Akureyri
8.   Klara Sigurðardóttir, skrifstofumaður, Akureyri
9.   Þórunn Ólafsdóttir, nemi, Fáskrúðsfirði
10. Berglind Hauksdóttir, nemi, Húsavík
11. Ásmundur Páll Hjaltason, vélamaður, Neskaupstað
12. Marie Th. Robin, bóndi, Vopnafirði
13. Þorsteinn Bergsson, bóndi, Fljótsdalshéraði
14. Finnur Dellsén, nemi, Akureyri
15. Ríkey Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Siglufirði
16. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður, Húsavík
17. Jan Eric Jessen, nemi, Akureyri
18. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður, Akureyri
19. Guðmundur Sigurjónsson, verkamaður, Neskaupstað
20. Málmfríður Sigurðardóttir, fv. alþingismaður, Akureyri

Ég sóttist eftir þriðja sætinu á listanum en í leiðbeinandi forvali þar sem félagar gátu skrifað nöfn sex frambjóðenda án þess að raða í sæti fékk ég 8 atkvæðum minna en Björn Valur Gíslason. Uppstillingarnefnd ákvað að tilnefna Björn í þriðja sætið og mig í það fjórða. Eftir mikla umhugsun ákvað ég að draga mig í hlé enda eðlilegt að kona skipað það sæti. Ég er mjög ánægður með að Dýrleif Skjóldal baráttukona á Akureyri var valin í fjórða sætið og ég tek 18 sætið sem er við hlið heiðursfólksins Málmfríðar Sigurðardóttur, fyrrverandi alþingiskonu og Guðmundar Sigurjónssonar, verkamanns í Neskaupstað.
Framkvæmd forvalsins var harðlega gagnrýnd á fundinum og vonandi verður farin önnur leið næst t.d. svipuð leið og félagar okkar á höfuðborgarsvæðinu fóru með glæsilegum árangri.
Ég þakka fyrir þau fjögur ár sem ég hef starfað sem varaþingmaður (mun reyndar gera það áfram alveg til 12. maí 2007) en get nú einbeitt mér að myndlistinni af fullum krafti. Þetta var skemmtilegur tími og auðvitað mun ég taka þátt í stjórnmálaumræðunni áfram, meðal annars hér á blogginu.


mbl.is Bubbi slær Íslandsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álverskönnun fyrir Alcoa

bakki

Ímyndarhernarður Alcoa heldur áfram sem aldrei fyrr. Eftir vaxandi andstöðu við stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar og frekari álversvæðingu landsins hefur allt verið sett í gang hjá Landsvirkjun og álbræðslurisunum Alcoa og Alcan í áróðurstríðinu. Þessi Gallupkönnun er eitt svar álrisanna. Hitt er heilsíðu- og opnuauglýsingar í blöðum og tímaritum, bæði á landsvísu sem og í héraðsfréttablöðum. Hverskonar stuðningur, við lögregluna, íþróttafélög, góðgerðarsamtök og menningarstarfsemi hefur verið aukin til muna því álrisarnir fundu að þeir voru að tapa.
Þetta ástand minnir óneytanlega á það hvernig stjórnendur kjarnorkuveranna í Þýskalandi brugðust við þegar raddir urðu háværari þar í landi fyrir 10 árum um að loka ætti þessum kjarnorkuverum. Auglýsingastofur voru ráðnar til að lofsama störfin sem voru unnin í karnorkuverunum og hvað þau væru örugg og menguðu lítið. Því var haldið fram að ekki væri hægt að framleiða rafmangn með öðrum hætti. Öllu var kostað til að sannfæra fólk um nauðsyn kjarnorkuveranna fyrir hagvöxtinn, náttúruna og þjóðina yfirleitt. En allt kom fyrir ekki, andstaðan við kjarnorkuverin óx og samþykkt var að loka þeim öllum, einu af öðru. Fjarmagnsvaldið hafði tapað ímyndarstríðinu. Og það sama mun gerast hér. Það er ný kynslóð að vaxa upp sem þráir ekki stóriðju og virkjanir til raforkuframleiðslu fyrir álver, heldur hefur skilning á verndun náttúruverðmæta og trú á okkur sjálfum til atvinnuuppbyggingar. Þetta er því kapphlaup álveranna eins og kjarnorkuveranna í Þýskalandi við tímann. Tíminn er að renna út fyrir álbræðslurnar.
Þassi könnun sem Alcoa lætur gera fyrir sig hlýtur einnig að valda þeim vonbrigðum. Því er ávalt haldið fram að engin andstaða sé við álver á Húsavík meðal fólks á staðnum en niðurstaðan er önnur, hátt í fimmti hver íbúi vill ekki þetta álver og það gull og grænu skóga sem lofað er í kjölfarið. Þetta fólk trúir á mátt Húsavíkur enda hefur uppbyggingin þar verið glæsileg t.d. í sambandi við ferðamennsku, hvalaskoðun og hvalasafn og náttúrutengda ferðaþjónustu. Meðal annars þar liggja möguleikarnir, heilsutengd ferðaþjónusta, hátækniiðnaður og náttúran. Þetta vita Alcoa og ímyndarsérfræðingarnir og því liggur á að koma álbræðslunni á koppinn áður en meirihlutinn áttar sig. En við munum sigra að lokum því fólk mun átta sig fyrr en síðar. Sem betur fer.


mbl.is Meirihluti íbúa á Norðurlandi hlynntur álveri á Bakka við Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.