Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
17.12.2006 | 01:07
Framsókn lækkar í 11% og Vinstri græn í 29%
Það hafa 216 svarað hinn afar skemmtilegu skoðanakönnun á síðunni minni. 73 hafa semsagt bæst við á einni viku og könnunin er alveg að verða mjög marktæk! Þetta er þó aðeins um 10% þeirra sem fara á síðuna, hinir taka ekki þátt. Nokkrar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna og þær helstu eru að kjósendum Samfylkingarinnar sem lesa síðuna mína og taka þátt í könnuninni hefur fjölgað aðeins eða um 2 prósentustig, samt aðeins í tæp 10% og Sjálfstæðisflokkurinn fer upp um eitt prósentustig í næstum 41% og það sama má segja um Frjálslynda sem fara í 3% en Framsókn lækkar í aðdraganda 90 ára afmælis um tvö prósentustig í 11% og þeim sem ætla að kjósa Vinstri græn fækkar einnig en ekki eins mikið og fara í 29% sem er jú ennþá ansi gott.
Og fyrst að fólk hefur tekið svona vel við sér að svara þá er best að hafa þessa könnun í gangi áfram og spurningin er einföld: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa í vor? Og staðan núna er þá þannig:
Framsókn úr 13% í 11%
Sjálfstæðisflokkur úr 40% í 41%
Frjálslyndir úr 2% í 3%
Samfylkingin úr 8% í 10%
Vinstri græn úr 30% í 29%
Annað 0%
Skila auðu úr 2% í 3%
Vita ekki enn úr 5% í 4%
Það hafa svo heldur færri eða 64 svarað nýju spurningunni um afstöðuna til fleiri álversbygginga og stækkana en staðan þar er nokkurð afdráttarlaus: 63% segja nóg komið af stækkunum og nýjum álverum, 28% vilja stækka og fjölga en 9% eru ekki viss.
Og af því að allir hafa svo gaman að svona könnunum þá bæti ég enn einni við og hvet alla til að taka þátt í henni. Spurningin er: Á að taka Ísland af lista hinna viljugu ríkja? Svarmöguleikarnir eru svo hérna uppi í horninu.
Enginn með allar tölur réttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2006 | 08:40
Blóðugur sunnudagur á hverjum degi
Ég horfð iá endursýningu á "Bloody Bunday" í Sjónvarpinu í gær. Myndin lýsir atburðunum þagar breskir sérsveitarmenn drepa 13 óbreytta borgara í Derry á Norður-Írlandi árið 1972. Þetta er óhugnanleg mynd en það óhugnanlegasta er að enn þann dag í dag er þessi blóðugi sunnudagur endurtekinn og það á hverjum degi suður í Palestínu. Þetta ætlar engan endi að taka. Ísraelskir hermenn drepa unglinga sem eru að kasta grjóti í átt að hermönnunum. Og svo er sagt að grjótið hafi verið naglasprengjur eða handsprengjur. Að vísu hafi engann hermann sakað en þeir hafi skotið til baka og drepið árásarmennina. Það hafa 5612 verið drepnir frá því átök hófust á ný milli Palestínumanna og Ísraela í september árið 2000. Íslensk stjórnvöld horfa aðgerðarlaus á því annað myndi ekki þóknast Bandaríkjastjórn sem er með bundið fyrir bæði augu í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. Hin Norðurlöndin hafa þó beitt sér, en ekki við Íslendingar.
Palestínskur unglingur lést í átökum við ísraelska hermenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2006 | 13:29
Hvað varð um prentfrelsið?
Í nýlegri könnun einhverra frábærra alþjóðlegra samtaka varð niðurstaðan sú að frelsi fjölmiðla væri óvíða meira en einmitt hér á Ísalandi! Það er auðvitað alltaf skilgreiningaratriði hvernig þetta "frelsi" er svo metið. Oft hefur til dæmis verið bent á það að ákveðnir forsætisráðherrar hefðu suma fjölmiðla í vasanum. Sigurjón M. Egilsson flokkast ekki undir þá sem leggjast flatir fyrir valdinu og fyrir það á hann nú að gjalda. Og hvað er málið! Á að banna honum að starfa við fjölmiðla, jafnvel sem sjálfboðaliði næsti sjö mánuðina? Erum við stödd í Kazakstan? Eða kannski Hvíta-Rússlandi? Þetta er einum of ótrúlegt til að gera verið satt. Samt hlustaði ég á útvarpsfréttirnar áðan og þar var þessu hótað. Sigurjón hefur þorað að segja frá þegar aðrir þegja og t.d. bent á ofurvald ráðherranna aftur og aftur. Og nú upplýsir hann okkur um óþolandi tengsl auglýsenda og blaðamanna. Auglýsingadeildin liggur á blaðamönnum til að fá umfjöllun um eitthvert drasl.
Sigurjón sem hefur sett Blaðið rækilega á kortið sem almennilegt dagblað segir frá því að Kristinn nokkur Björnsson hafi ekki verið kátur þegar Sigurjón var ráðinn ritstjóri Blaðsins. Og það er gott að hafa KB á móti sér, það vita allir. Það er hætt við því að íslenskur fjölmiðlamarkaður verði enn einsleitari eftir að búið er að setja Sigurjón M. í bönd. Sjálfstæðisflokkurinn lætur ekki að sér hæða.
Líklegt að farið verði fram á lögbann á störf Sigurjóns á öðrum fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2006 | 09:03
Jólasveinarnir eru femínistar!
Jólasveinarnir sem Tinna Kristjánsdóttir hefur hannað eru þeir langflottustu. Þeir koma einn og einn í senn eins og aðrir sveinar og birtast á síðu Femínistafélagsins. Það frábæra við þessa jólasveina er að þeir eru afar jafnréttissinnaðir og hörku femínstar, semsagt flottir. Til hamingju Tinna og Femístafélagið að vera með húmorinn í lagi!
Hálka í öllum landshlutum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2006 | 00:55
Nýjar hugmyndir
Það blómstrar allt af sköpunarkrafti og þrá eftir því að finna upp nýja hluti, nýjar leiðir til að fara og spennandi hugmyndir skjóta upp kollinum. Sumar óframkvæmanlegar en samt spennandi og aðra raunsæjar vel framkvæmanlegar strax í dag. Við getum hafist handa núna við að byggja upp þjóðfélag sem er víðsýnt og umburðarlynt og þar sem jafræði ríkir. Þar sem gamalt og nýtt mætist, fólk vinnur saman að því að gera betur, endurvinna, endurnýta og bæta. Þetta eru ekki einhverjir draumórar heldur raunveruleikinn, bara ef við viljum.
Annað
Hinn hliðin er svo að bíða eftir því að eitthvað gerist. Að aðrir komi með hugmyndir. Að álíta að ekkert sé nægilega gott og allt sé í raun ómögulegt. Ekkert sé nægilega stórt eða merkilegt til að geta bjargað okkur. Einhverjir aðrir verða að gera hlutina. Frumskógarlögmálið gildir, þeir hæfustu komast af og þeir sem geta ekki keppt eru útundan. Mismunun er sjálfsögð og bara eðlilegur hlutur.
Ef til vill er þetta mikil einföldun en einhvernvegin svona finnst mér íslenskt þjóðfélag stundum vera. Það er staðreynd að hér hefur mismunun aukist hröðum skrefum og þó að flestir hafi það ágætt og sumir mjög gott þá eru það allt of margir sem líða skort. Þannig á þetta ekki að þurfa að vera. Við erum lítil þjóð en rík og höfum vel efni á því að láta öllum líða vel. Við höfum vel efni á því að taka á móti fólki sem hefur það ekki eins gott og við og ættum að setja mun hærri upphæðir í þróunaraðstoð heldur en við gerum í dag. Við eigum að sýna frumkvæði, byggja á því sem við höfum fyrir en ekki bíða eftir því að aðrir komi færandi hendi.
Óþrjótandi möguleikar
Hér eru enn þá svo miklir möguleikar á því að gera hlutina vel og enn betur. Við eigum enn hreina náttúru og tært vatn, andrúmsloft sem er heilnæmt og orku sem endurnýjar sig. En á síðasta áratug höfum við gengið á þessi verðmæti. Við mengum meira, breytum náttúrunni og eyðileggjum hana.
Það væri óskandi að þeir sem stjórna landinu hugsuðu lengra en fjögur ár fram í tímann, fram að næstu kosningum og ekki lengra. Hvernig væri að líta hundrað ár fram í tímann? Þó að við verðum sennilega farin héðan, þá munu komandi kynslóðir njóta góðs af því. Ef við tökum okkur til og sköpuðum heim þar sem byggt er á hugviti með umhyggju fyrir verðmætum í huga en ekki græðgi. Værum við ekki sáttari við okkur sjálf og fortíðina? Og þetta er ekki eins flókið og það lítur út fyrir að vera. Auðvitað ekki auðveldasta leiðin en örugglega sú skynsamlegasta. Vilji er allt sem þarf, smá bjartsýni og jákvæðni og okkur mun takast það saman. Byrjum strax í dag og hættum ekki fyrr en markmiðinu er náð, að hafa látið eitthvað gott af okkur leiða og gert þennan heim aðeins betri, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur einnig fyrir alla aðra. Okkur tekst það ekki á morgun en enhvertíma mun sá dagur koma að við getum litið um öxl og verið stolt af því að hafa gert hlutina saman og gert þá betri.
Greinin birtist í Norðurstjörnunni, málgagni Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi 14.12.2006
Greinar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2006 | 14:08
Góði hirðirinn er flottasta búð í landinu
þetta er ein besta fréttin á mbl.is í langan tíma. Góði hirðirinn er til fyrirmyndar og langflottasta búðin í landinu. Jólagjafirnar verða keyptar þar og endurnýttar öllum til hagsældar.
"Góði hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu, hefur á þessu ári úthlutað tíu milljónum króna til líknarfélaga. Allur hagnaður af rekstrinum fer til styrktar þeim líknarfélögum sem Góði hirðirinn er í samstarfi við. Í fyrra var fimm milljónum úthlutað.
Anna Jakobsdóttir, verslunarstjóri Góða hirðisins, segir að á hverjum morgni séu tæmdir tveir til þrír stórir gámar af nytjahlutum sem safnast hafa í stöðvum Sorpu. Á mánudaginn voru gámarnir reyndar hvorki fleiri né færri en sex, og hafa aldrei verið fleiri á einum degi.
Líknarfélögin sem Góði hirðirinn er í samstarfi við eru Rauði krossinn, Hjálpræðisherinn, Hjálparstofnun kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd. Fleiri félög hafa fengið úthlutað frá Góða hirðinum: Umhyggja, sem eru regnhlífarsamtök til styrktar langveikum börnum, og mæðrastyrksnefndir á höfuðborgarsvæðinu."
Tíu milljónir til líknarfélaga á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2006 | 08:14
Kristinn Björnsson og félagar í fangelsi
Það var kominn tími til að gefin væri út ákæra á hendur þessum forstjórum. Davíð Oddsson var að vísu búinn að veita þeim syndaaflausn fyrir nokkrum árum. Hann sagði að það ætti ekki að refsa forstjórunum eða olíufélögunum því það myndi aðeins bitna á almenningi! Nú er Davíð kominn í Seðlabankann en skoðanabróðir hans Andrés Magnússon skrifar enn einn undarlega pistilinn á bloggið sitt og tekur upp að hluta til sömu sjónarmið og DO. Maður spyr sig hinsvegar hvenær eigi þá að refsa fyrirtækjum sem svindla ef ekki í þessum tilfellum? Rök Davíðs og Andrésar eru út í hött.
Ég er sammála því að það dugar ekki að sekta þessa olíufursta sem höfðu samráð um að svindla á fólki og fyrirtækjum. Þeir eiga nóg af peningum og munar ekkert um að borga nokkrar milljónir í sekt úr rassvasanum. Auðvitað á að senda þessa menn í fangelsi. Fjögur ár með reynslulausn eftir tvö ár væri hæfilegt. Og ekkert sumarfrí á Kvíjabryggju eins og Árni Johnsen fékk heldur bara Litlahraun. Þeir fá þá að kynnast aðbúnaði fanga og það verður vonandi til þess að vinur þeirra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, tekur við sér og bætir aðbúnað fanga.
En "enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð" er oft sagt en þessir þremenningar eru búnir að viðurkenna sviksamlegt samráð um okur svo lélegar afsakanir eða lögmannaher ættu ekki að duga hér.
Sjá einnig frétt hjá Ríkisútvarpinu.
Þrír einstaklingar ákærðir vegna samráðs olíufélaganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2006 | 08:03
Írak er annað Víetnam
Það er nú loks að renna upp fyrir Bandaríkjamönnum að þeir geta ekki unnið stríðið í Írak. Bush lýsti yfir sigri nokkrum dögum eftir innrásina 2003 en þar með var stríðið rétt að byrja. Nýliðinn nóvembermánuður var sá blóðugasti frá því Bandaríkjamenn réðust inn í landið 2003! Að minnsta kosti 10 létust og 25 særðust þegar bílsprengja sprakk í úthverfi Bagdad í morgun og í gær dóu í það minnst 70 í tveimur sjálfsvígsárásum í borginni. Það er fyrir löngu hægt að sjá að það geysar blóðugt og viðbjóðslegt borgarastríð í Írak og það eru bara þverhausar sem neita að viðurkenna það.
En þetta á ekki að þurfa að koma á óvart. Stríð leysir aldrei neinn vanda og það er ekki hægt að þröngva "lýðræði" upp á þjóðir. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson studdir af Sjálfstæðisflokknum eins og hann lagði og Framsóknarflokknum einnig, bera ábyrgð á þessari slátrun í Írak. Þeir gripu til þess ráðs að segja að ástandið væri nú allavega betra núna þegar það var búið að koma harðstjóranum Saddam Hussein frá völdum. En það er einnig blekking og lygi. Alveg eins og fullyrðingarnar um gereyðingarvopn og sinnepsgas voru. Allt blekking. Þessir menn hljóta ævarandi skömm fyrir að setja land Íslands á lista yfir hina gráðugu og viljugu.
Bandaríkjamenn sökkva dýpra og dýpra í fenið í Írak alveg eins og þeir gerðu í Vietnam fyrir rúmum 30 árum. Meirihluti bandarísku þjóðarinnar er búinn að átta sig á því að það er ekki hægt að vinna þetta viðbjóðslega stríð. Það er bara hægt að tapa enn meira. Og nú frestar Bush ákvörðunum því hann veit ekkert hvað hann á að gera! Þetta er ömurlegt.
10 féllu og 25 særðust í sprengingu í Bagdad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 16:30
Flottar myndir af Condolezzu og Bússa
Reuters hefur safnað saman þeim ljósmyndum sem fréttastofunni þykja bestar það sem af er árinu 2006. Þarna eru margar flottar myndir og mér finnst þessi mynd af Condolezzu "með afró hárgreiðslu" snilld og svo kemur annað gáfumenni sterkt inn, nefninlega Bush sjálfur með góðan svip, hendandi frá sér barni sem ekki er sátt við kallinn. Það er hægt að skoða fleiri Reutersmyndir hér.
Reuters velur fréttamyndir ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2006 | 14:53
Svar við pistli Andrésar Magnússonar
Andrés Magnússon blaðamaður á Blaðinu skrifar pistil um fátæktina á bloggið sitt og ég ákvað að gera smá athugasemd við pistilinn hans sem varð svo aðeins lengri en ég ætlaði. Ég birti svarið því einnig hér á mínu bloggi. Pistil Andrésar er hægt að lesa hér. Og svo kemur athugasemdin mín:
Sæll Andrés,
mér finnst þessi pistill þinn ekki sérlega góður. Byrjar á frekar slöppum og ósmekklegum brandara um "útrýmingu fátækra barna" og svo kemur rullan "það verða alltaf einhverjir fátækir, það er innbyggt í kerfið". Dálítið hártog um aðferðir og skilgreiningar. Aðalatriðið finnst mér hinsvegar vera að fátækt er að aukast þrátt fyrir alla velmegunina. Það á ekki að gera lítið úr því að fólk er fátækt (og þá er ég ekki að meina miðað við einhverja aðra) og það er hlutur sem við ættum að ganga í breyta. Auðvitað er ekki hægt að "útrýma" fátækt miðað við allar skilgreiningar en þegar misskipting eykst hröðum skrefum meðal annars vegna skattaafsláttar til hátekjumanna og fjármagnseigenda á meðan álögur á sjúka og aldraða aukast (komugjöld hækka og verðbólgan étur upp lífeyri, verðlagið er á hraðri uppleið) þá er eitthvað að. Og það sem er að er stefna þessarar ríkisstjórnar. Mín börn eru ekki fátæk en samt eru tekjur fjölskyldunnar ekki háar. Ég skammast mín ekki fyrir það að ganga í fötum sem eru notuð og af öðrum. Það er frekar spurning um viðhorf. En það er staðreynd að sumir í þessu velferðarsamfélagi okkar hafa það mjög skítt og eru í raun fátækir. Ég vil biðja þig að gera ekki lítið úr því. Og að lokum þetta: tal þitt, Andrés, um kommúnisma að kambódískri fyrirmynd er frekar þreytt.
Bestu kveðjur,
Hlynur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?