Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Paul F. Nikolov talar íslensku

paul.f.nikolov xv

Það hefur verið mikil umræða um það í bloggheimum að einn af hinum glæsilegu sigurvegurum í forvali Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðnu, Paul F. Nikolov, tali ekki íslensku. Og að það sé voða bömmer að hafa þingmann sem tali ekki íslensku. Þessi orðrómur er ef til vill kominn frá Össuri Skarphéðinssyni þar sem hann er eitthvað að leggja úf af forvalinu á heimasíðunni sinni. Þetta er hinsvegar á misskilningi byggt því Paul talar ágæta íslensku. Hann velur hinsvegar gjarnan að tala ensku enda er hann þar á heimavelli. Ég fagnaði einmitt framboði Pauls á blogginu mínu í október. Guðmundur Magnússon byggir hinsvegar á þessum misskilningi pistli á blogginu sínu og er búinn að gera vísindalega leit að því hvort að einhverjar reglur eða lög segja til um hvort maður verði endilega að tala Íslensku á Alþingi og hann hefur fundið út að svo er ekki. Ég hvet alla til að skoða síðuna hans Pauls því það eru ljómandi pistlar, skrifaðir hvorutveggja á íslensku og ensku og það er til fyrirmyndar.


mbl.is „Öflugur hópur að koma fram á sjónarsviðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi forval - Ungt fólk áberandi

forval.vg

Það er frábært hversu vel hefur gengið með forval Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Ég bloggaði einmitt um hversu margt frambærilegt fólk ákvað að gefa kost á sér og nú eru fyrstu tölur komnar og þetta lítur vel út. Ármann Jakobsson skrifar ljómandi pistil í Fréttablaðið í dag um "það sem átti ekki að vera hægt" og það er hægt að lesa hann á vísi. Ármann segir meðal annars: "Litprentuðu bæklingarnir hafa fengið frí. Vissulega hefur fólk reynt að vekja athygli á sér og sínum málum, en ekki með fjáraustri eins og tíðkaðist meðal annarra flokka. Samt var engum beinlínis bannað að auglýsa; frambjóðendur gerðu einfaldlega með sér heiðursmannasamkomulag um að gera það ekki." Ég mæli með því að fólk lesi þenna pistil.
Það er ljóst að nýtt og ungt fólk verður ofarlega á listunum þremur og það er afar jákvætt. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er til dæmis að fá glæsilega kosningu í annað sætið sem er öruggt þingsæti samkvæmt nýustu Gallupkönnuninni. Þetta er frábært.


mbl.is Ögmundur með flest atkvæði í fyrsta sæti hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin kolfallin - Margréti sagt upp

gallup.könnun

Það athyglisverðasta við nýja könnun Gallup á fylgi flokkanna er hrun Sjálfstæðisflokksins og fylgisaukning Frjálslyndra. En niðurstaðan er sú að þessi ríkisstjórn er kolfallin. Það er spurning hvort það sé Árna Johnsen að þakka að fylgi Sjálfstæðisflokksins hrynur eða hvort þjóðernissinnar innan flokksins halla sér til Frjálslyndra. Annars bendir allt til þess að ólgan innan raða Frjálslyndra eigi eftir að halda áfram samkvæmt nýustu fréttum af uppsögn Margrétar Sverrisdóttur. Ríkisútvarpið er með betri fréttir af þessari könnun. Það er ánægjulegt að fylgi Vinstri grænna virðist vera nokkuð stöðugt um 20%.


mbl.is Margréti Sverrisdóttur sagt upp hjá Frjálslyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband