Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Borgarastríð og kjarnorkuvopn

olmert
tal.afar

Nú er það endanlega ljóst að Ísrael hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða. Menn hafa að vísu verið handteknir þar í landi fyrir að halda þessu fram en nú missti forsætisráðherrann Ehud Olmert þetta út úr sér í samtali við þýsku sjónvarpsstöðina N24. Samkvæmt kenningum bandaríkjamanna um "ógnarjafnvægi" væri því eðlilegt að fleiri lönd á svæðinu hefðu yfir þessum "frábæru" gereyðingarvopnum að ráða! En með borgarastyrjöld í Írak og ekki beint áreiðanlegt lið í Íran er ekki víst að ógnarjafnvægiskenningin sé svo frábær!


mbl.is Olmert sagði Ísrael í hópi kjarnorkuþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flaggað í hálfa stöng?

santiago

Sem betur fer verður ekki lýst yfir þjóðarsorg í Chile og Pinochet (hér eftir kallaður "Pino") fær enga viðhafnarútför. Það er nógu slæmt að það sé flaggað í hálfa stöng hjá chilenska hernum við dauða þessa pyntara og morðingja. Í síðustu færslu sagði ég frá bloggfærslu félaga míns Stefáns Friðriks en hann tengir ógnarstjórn Pinos við þekktar kvikmyndir sem gerðar hafa verið um ógnarstjórn Pinos og um fórnarlömb hans eins og "Missing". Það er því við hæfi að ég tengi dauða hans við tónlistarmaninn Sting sem samdi og söng hið frábæra lag "They dance alone" og ánafnaði lagið baráttu mannréttindasamtanna Amnesty International og heiðri mæðra þeirra 3000 manna og kvenna sem Pino lét myrða og pynta og "hurfu" svo á tímum herforingjastjórnarinnar. Mæðurnar hittust reglulega með myndir af sonum sínum og dætrum og kröfðust þess að réttlætinu yrði fullnægt. Það gerðist aldrei, en nú geta þessar konur þó dansað af gleði yfir því að þessi glæpamaður er kominn undir torfu. Núverandi forseti Chile Michelle Bachelet, fyrsta konan sem er kosin forseti í landinu, var meðal þeirra sem var pyntuð í fangelsi á valdatíma Pinos og faðir hennar Alberto Bachelet Martinez flugliðsforingi var meðal þeirra sem Pino lét pynta og myrða. Það er óskyljanlegt að einhverjir séu til sem syrgi illmennið Pinochet.

Sjá einnig nánar á ruv.is 


mbl.is Átök í Santiago í kjölfar andláts Pinochet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dautt Illmenni

pinochet pino

Ég get vel skilið að fólk dansi á götum úti í Santiago, höfuðborgar Chile til að fagna dauða manns sem sá til þess að meira en 3000 manns voru pyntuð og drepin í hans eigin landi. Hann var harðstjóri sem komst til valda með stuðningi bandaríkjastjórnar og CIA og kvaldi þjóð sína alltof lengi eða frá 1973-1990. Hann þurfti aldrei að svara fyrir glæpi sína og lifði í ríkidæmi sem hann hafði stolið af þjóðinni. Hann lét drepa réttkjörinn forseta landsins sósíalistann Salvador Allende. Það var tákrænt að Augusto Pinochet dó á alþjóðlegum degi mannréttinda og stuttu áður dó vinur hans Milton Friedmann. "Guð elskar þá sem deyja ungir" á væntanlega við um þá báða.
Hér er tilvitnun í fréttina á mbl.is "Fólk þeytti bílflautur og safnaðist saman á Plaza Italia í miðborg Santiago eftir að fréttir bárust af láti Pinochets. Sumir veifuðu fánum Chile og dönsuðu af gleði. Sögðu margir, að þeir litu þannig á, að landið væri frelsað undan því oki, sem arfleifð Pinochets væri.
Pinochet var einræðisherra í landinu á árunum 1973 til 1990 og á þeim tíma voru þúsundir manna pyntaðar og myrtar. Mannréttindasamtökin Amnesty International sögðu í kvöld, að Chile mætti ekki hætta rannsókn á myrkasta kafla sögu landsins, þar sem mannréttindi hefðu verið fótum troðin, þótt Pinochet væri allur." Ég tek heilshugar undir þessi orð frá Amnesty.
Teikninguna af Pino fékk ég lánaða af síðu bloggvinar míns Stefáns Friðriks.


mbl.is Íbúar í Santiago dansa á götum úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin með 8% en Vinstri græn 30%

þingmenn
Nú hafa 143 svarað þessar frábæru skoðanakönnun á síðunni minni. Það er auðvitað ekki stórt hlutfall þjóðarinnar og sennilega ekki alveg marktækt úrtak. En spurningin er einföld: Hvaða flokk ætlar þú að kjósa í vor? Og staðan núna er þannig:
Framsókn 13%
Sjálfstæðisflokkur 40%
Frjálslyndir 2%
Samfylkingin 8%
Vinstri græn 30%
Annað 0%
Skila auðu 2%
Vita ekki enn 5%

Furðulega margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins virðast semsagt skoða bloggið mitt og svara en einkennilega fáir kjósendur Samfylkingarinnar. Það kemur svo sennilega ekki á óvart að Vinstri græn eru með heil 30% í þessari vísindalegu könnun. Hún fær að vera nokkrar daga í viðbót og af því að allir hafa svo gaman að svona könnunum þá bæti ég einni við og hvet alla til að taka þátt í henni. Spurningin er: Á að stækka og byggja fleiri álver á Íslandi? Svarmöguleikarnir eru svo hérna uppi í horninu. Hún fær að vera í mánuð eða fram í janúar 2007.


mbl.is Þingfundum á Alþingi frestað til 15. janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sögðu þingmenn stjórnarflokkanna?

palestina

Þuríður Backman á heiður skilinn fyrir að taka málefni Palestínu upp við upphaf þingfundar í dag. Í þessari stuttu frétt á mbl.is segir: "Hvatt var til þess á Alþingi í morgun, að íslensk stjórnvöld leggi Palestínumönnum lið. Þuríður Backman, þingmaður VG, hóf máls á þessu í upphafi þingfundar og vísaði til þess, að hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna hefðu sent út neyðarkall og beðið þjóðir heims um jafnvirði 30 milljarða króna vegna matarskorts og fátæktar á heimastjórnarsvæðunum.
Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku undir orð Þuríðar og sögðu að það væri viðeigandi á síðasta fundi Alþingis fyrir jól að stjórnvöld veittu málstað Palestínumanna stuðning."
Fyrst hélt ég að þingmenn stjórnarflokkanna hefðu alls ekki tekið til máls í þessari umræðu. Ég skoðaði umræðurnar á althingi.is en þar eru ræðurnar ekki enn komnar inn en þó sést að tveir þingmenn framsóknar og einn sjálfstæðismaður hafa tekið til máls. En af frétt mbl.is að dæma tóku þau ekki undir málflutning Þuríðar um stuðning við íbúa í Palestínu heldur voru þau að tala um Sundabraut! Ríkisstjórnin ætti að taka sig til og hlýða kalli hjálparstofnanna Sameinuðu þjóðanna og senda 50 milljónir til íbúa Palestínu nú strax fyrir jólin.


mbl.is Hvatt til stuðnings við Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarlegt Hrútaspil

hrútaspil

Þetta hrútaspil er algjör snilld. Ég mæli með þessu spili og það er jólagjöfin í ár (ásamt ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar eftir Óttar Martin Norðfjörð)  Hérna er smá lýsing af heimasíðunni: "Hrútaspilið byggist á því að keppa um eiginleika íslenska hrútsins. Á hverju spili er mynd af hrút, nafn hans og ýmsar upplýsingar sem varða útlit, líkamsburði og aðra eiginleika hans.  Hverjum þykir sinn fugl fagur og það á líka við um hrúta, en þeir geta verið hyrndir, kollóttir, stuttfættir, langir, gulir, kubbslaga, með útstæð horn og svona mætti lengi telja." Ódýrt og gott spil og þeir Stefán Pétur og Sverrir eiga heiður skilinn fyrir að koma þessu ljómandi spili á markað. Til hamingju með það!


mbl.is Spil um hrúta á leið í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján Þór á þreföldum launum

kristján.þór

Er þetta ekki eitthvað einkennilegt? Var það semsagt Samfylkingin sem sagði bæjarstjóranum upp? En nú er Kristján Þór ekkert að hætta, hann verður forseti bæjarstjórnar. Verður hann þá á tvöföldum launum? Og svo verður hann væntanlega þingmaður eftir þann 12. maí í vor og þá einnig á þingmannslaunum. Verður hann þá á þreföldum launum í maí og júni. Er þetta ekki einum of... eða jafnvel tveimur of.... eða bara þremur of? Talandi um löglegt en siðlaust.


mbl.is Kristján Þór þiggur biðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fjárlög

alþingi

Þessi kosningafjárlög stjórnarflokkanna sem betur fer verða að öllum líkindum þau síðustu eru alveg dásamleg. Mikill velferðarpakki þar á ferð í pakkaflóðinu fyrir jólin. Ég er nú þegar næstum búinn að fyrirgefa dé- og bélista allt.
Það er til dæmis alltaf gott að hækka barnabæturnar sem búið var að skerða fyrir mörgum árum. Framsókn og íhaldi verður þakkað sérstaklega fyrir að skera fyrst niður og taka af fólki en skila svo hluta af því rétt fyrir kosningar og þykjast vera góðu gæjarnir.
Það á líka að bæta kjör aldraðra þó að tillögur stjórnarandstöðunnar um aukinn stuðning þeim til handa hafi verið felldar! Skattalækkanir sem koma þeim best sem hafa það ágætt eru einnig frábærar. Og þó að láglaunafólk kvarti þá tekur því ekki að hlusta á svoleiðis nöldur. Gaman að því að forskeytið "stór-" í sambandinu "stórhækkað og  stóraukið" virðist vera á topp tíu yfir uppáhalds forskeyti hjá stórmenninu Birki Jóni. Og lækka skuldir..., bíðum nú við, var ekki verið að taka stærsta lán íslandsögunnar um daginn.
Gott að stjórnin fái samt að kveðja með svona góðverkum.


mbl.is Fjárlög samþykkt með rúmlega 9 milljarða afgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bilaður bor undir Þrælahálsi

bor

Dálítið sorglegt að allir boðsgestirnir sem ætluðu að skála á kampavíni undir Þrælahálsi þurftu frá að hverfa eftir þriggja tíma bið. Borinn bilaði. Það rigndi víst ótæpilega ofan í hálsmálið á gestunum í míglekum göngunum. Líka dálítið sorglegt. En nú er þessi risbor búnn að hjakka sig í gegnum síðasta meterinn en þá voru gestirnir farnir heim. Pínu sorglegt. Þrælalháls hefur hlotið alveg nýja merkingu og það er eins og menn hafi verið forspáir þegar nafn var fundið á staðinn. Einhvernveginn sorglegt líka. Eins og öll þessi Kárahnjúkavirkjun. Bara sorgleg.


mbl.is Borað í gegn um aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berlingske sýknað - Dönsk stjórnvöld fá á baukinn

berlingske

Það eru góðar fréttir frá danaveldi að aðalritstjóri og tveir blaðamenn blaðsins Berlingske Tidende voru sýknaðir af ákæru vegna skrifa blaðsins um skýrslur öryggisþjónustu danska hersins. Skýrslunum var lekið til blaðsins og fréttir upp úr þeim þóttu grafa undan stefnu danskra stjórnvalda um þátttöku í Íraksstríðinu.
Í fréttinni á mbl.is segir:  "Í skýrslunni, sem skrifuð var áður en innrásin í Írak hófst 2003, komst Grevil (leyniþjónustumaður) að þeirri niðurstöðu að engin gereyðingarvopn væru í Írak.  Grevil var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa lekið upplýsingunum til blaðamannanna.
Í niðurstöðu dómsins í dag segir, að hagsmunir almennings, að fá upplýsingar um málið hafi vegið þyngra en hagsmunir stjórnvalda."
Það er því ljóst að dönsk stjórnvöld lugu að fólki og þau vissu vel að það voru engin gjöreyðingavopn í Írak. Það sama má segja um íslensk stjórnvöld. Upplýsingarnar lágu fyrir löngu fyrir innrásina. Dönsk stjórnvöld reyndu svo að fá blaðamenn dæmda fyrir að segja sannleikann. En nú hafa þau sem betur fer fengið á baukinn.

Nánar um þessa frétt "Sigur fyrir lýðræðið" á vefsíðu Berlingske Tidende.


mbl.is Berlingske Tidende sýknað af ákæru vegna Íraksfrétta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband