Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Svanasöngur Tony B-lair´s

tony_blair
Ferlegt hvað völd fara illa með suma. Tony Blair eða Tony B-liar eins og hann hefur einnig verið nefndur er sorglegt dæmi um þetta. Var hann ekki búinn að lofa að segja af sér? Hvenær losnum við við vininn? Það er eins og Bush sé með hann í bandi. Bush pissar upp við staur og svo kemur Tony litli Blair á eftir og gerir eins. Að setja meira fé til hermála er bara að hella olíu á eldinn. Þetta stríð þeirra gegn hryðjuverkum er mistök frá upphafi til enda. Þeir einu sem fagna eru Haukarnir í Washington og hergagnaframleiðendur sem fitna sem aldrei fyrr. Guardian skrifar meira um þetta hér og ég er búinn að setja upp þennan fína tenglalista um fjölmiðla, myndlist, náttúruverndarsamtök og fleira hérna vinstra megin.
Það er komið nóg af slæmum stjórnmálamönnum sem virðast bara gera illt verra. Bless Tony, bless Blair.

tony


mbl.is Blair: Meira fé veitt til hernaðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alcan tilbúið til að gera allt

bladid  logo  

Merkileg sinnaskipti hjá Alcan. Um daginn vildu þeir ekki einu sinni tala við starfsmennina sem fyrirtækið sagði upp, en nú nú er búið að semja, eða allavega leggja fram frábært tilboð um starfslok! Og þessi setning er best: "Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir ljóst að tíma fyrirtækisins sé betur varið á næstunni í annað en að standa í málaferlum." Það var einmitt það. Ímyndarstríðið heldur áfram og þá er ekki gott að hafa málaferli vegna umdeildra uppsagna hangandi yfir sér. Betra að verja tímanum í að villa um fyrir Hafnfirðingum ýmist með gjöfum eða hótunum. Starfsmennirnir fyrrverandi eru heppnir að það á að kjósa um álverið, annars hefði Alcan aldrei viljað semja við þá. En það hljóta allir að sjá í gegnum þetta. Alcan getur ekki breyst í einhver góðmenni á einni nóttu með endalausar gjafir og smjaður. Hafnfirðingar fatta alveg hvað er í gangi og hljóta að hafna þessari stækkun.


mbl.is Samið við þrjá starfsmenn Alcan sem sagt var upp störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokum Guantánamo

berlin usa

Fólk kom saman um allan heim í gær og mótmælti fangabúðum Bandaríkjanna við Gunatanámo-flóa á Kúbu. Það eru fimm ár frá því að þessar fangabúðir voru opnaðar. Amnesty Interntional stóð fyrir mótmælunum hér á Íslandi. Á síðunni þeirra er hægt að fræðast um starfsemi BNA þarna og taka þátt í því að skora á bandarísk stjórnvöld að loka fangelsinu. Þar hefur fólki verið haldið á dóms og laga í fimm ár og fólk pyntað og beitt ofbeldi. Hinn nýji aðalritari Sameinuþjóðanna Ban Ki Moon skorar á stjórnvöld að loka búðunum og hætta mannréttindabrotunum strax. Nokkrir bandarískir mannréttindafrömuðir fóru sérstaklega til Kúbu til að mótmæla fangabúðunum og á það fólk yfir höfði sér ákæru þegar þau koma aftur til Bandaríkjanna.

guantanamo


mbl.is Fangabúðunum við Guantánamo-flóa mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iPhone er skemmtileg græja

AppleiPhone

Apple fyrirtækið hefur sannað enn og aftur að þau eru fyrst með nýjungar og einfalda hlutina og tengja saman. Þessi nýji sími er ótrúlega flottur og verður sennilega bylting eins og iPodinn var, rúllaði yfir MP3 spilarana. Enda hækkað verð á hlutabréfum í Apple um 7% en lækkaði hjá framleiðendum farsíma um leið og iPhone var kynntur. Hugi, sonur minn er afar upptekin af þessum iPhone og búinn að skrifa langa ritgerð um hann. Mér finnst líklegt að Apple semji við Cisco um einkaleyfið á nafninu. Reyndar hefur Apple nú þegar einkaleyfi á "handheld and mobile digital electronic devices for the sending and receiving of telephone calls, faxes, electronic mail, and other digital data..." undir nafninu iPhone. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer og enn meira spennandi að sjá græjuna þegar hún kemur á markað. Þangað til er hægt að skoða kynninguna á netinu.


mbl.is Barist um iPhone-nafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugo Chaves er lang flottastur

hugo

Mér líst alltaf betur og betur á Hugo Chaves. Maðurinn er auðvitað ekki fullkominn en ég held að hann sé á réttri leið. Flott að þjóðnýta olíuvinnsluna því þessir olíurisar hafa verið að arðræna fólk í Venesúela nógu lengi. Þeir geta snúið sér að olíunni í Írak núna, þökk sé Bush og félögum. Það eru fleiri og fleiri í Suður Ameríku að átta sig á að misskiptingin sem BNA hefur leitt yfir álfuna gengur ekki lengur. Hugo Chaves getur breytt þessu.


mbl.is Chavez biður um samþykki á lögum um þjóðnýtingu orku- og fjarskiptaiðnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BNA með yfirþjóðlegt vald?

scandic

Ótrúlegt hvernig bandarísk yfirvöld vaða uppi og nú á skítugum skónum í Noregi. Þetta viðskiptabann þeirra gegn Kúbu er brandari en dálítið þreytandi þegar þetta er farið að virka líka í Evrópu. Er ekki hægt að koma vitinu fyrir þetta gengi? Maður verður bara að vona að Demókratar séu aðeins skárri en últrahægriliðið í kringum Bush sem er búinn að missa meirihlutan i báðum deildum þingsins vestra. Norðmenn eru auðvitað gáttaðir á þessu og flott hjá norska alþýðusambandinu að krefjast þess að norsk stjórnvöld grípi til aðgerða gegn fyrirtækjum sem starfi samkvæmt ólöglegu viðskiptabanni Bandaríkjanna gegn Kúbu en ekki stefnu norskra yfirvalda. Í fréttinni á mbl segir einnig: "Samtök sem berjast gegn kynþáttamisrétti hafa höfðað mál á hendur Edderkoppen, framkvæmdastjóra Hilton-hótelkeðjunnar, sem nú á Scandic-keðjuna, og Scandic í Noregi á grundvelli laga sem banna að þjónustu sé neitað á grundvelli ríkisborgararéttar eða af kynþáttabundnum ástæðum." Hárrétt ákvörðun. Það er komið nóg af yfirgangi bandarískra yfirvalda sem halda að þau geti ráðið öllu allsstaðar. Það var einnig fjallað um málið á morgunvaktinni hjá rúv í morgun og hér hjá Afenposten.


mbl.is Scandic-hótelkeðjan í Noregi neitar að hýsa Kúbumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur lækkar í 37% og Vinstri græn í 28%

könnun1

Hin æsispennandi könnun á síðunni minni hefur heldur betur hlaðið utan á sig og nú hafa 319 svarað hvaða flokk þau ætla að kjósa í vor. Það vekur ef til vill sérstaka athygli að enginn merkir við að hann ætli að kjósa eitthvað annað en flokkana fimm, þrátt fyrir nýja Flokkinn og eldri borgara sem virðast vera í miklum ham. Sjálfstæðisflokkurinn er á góðri niðurleið en að öðru leiti eru nú ekki miklar breytingar sjánlegar. Merkilegt samt hvað fáir sem lesa síðuna mína ætla að kjósa Samfylkinguna.
Þetta er annars gósentími skoðanakannana og úttektin á Gallupkönnuninni hjá rúv er áhugaverð og einnig hjá bloggfélaga mínum Stefáni Fr.
Annars er ferillinn og könnuninni á þessari síðu svona:

Framsókn úr 13% í 11% og núna 12%
Sjálfstæðisflokkur úr 40% í 41% og núna 37%
Frjálslyndir úr 2% í 3% og núna 3%
Samfylkingin úr 8% í 10% og núna 12%
Vinstri græn úr 30% í 29% og núna 28%
Annað 0%
Skila auðu úr 2% í 3% og núna 3%
Vita ekki enn úr 5% í 4% og núna 4%


mbl.is Sjálfstæðismenn fengju meirihluta í borginni samkvæmt nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alcan að klúðra ímyndinni

rist

Gleðilegt ár kæru lesendur!
Gleðilegt ár í herstöðvarlausu landi sem vonandi verður einhverntíman einnig álbræðslulaust land!

Flott hjá enskum íslandsvinum að halda áfram baráttunni fyrir umhverfinu. Halldór Baldursson á einn besta vinkilinn á múturgjafir Alcan með teikningunni sinni í Blaðinu um áramótin. Ég birti myndina hér og fékk hana lánaða af síðunni hans. Bendi einnig á góðan pistil Ögmundar Jónassonar á heimasíðunni hans um vandræðalega "kostun" Alcan á Kryddsíldinni. Alcan á eftir að eyða hundruðum milljóna á næstu vikum í ímyndarhernað sem þeir eru nú þegar búnir að tapa. Ef þetta fyrirtæki hefur einhverntíma átt séns þá er það búið að fyrirgera honum núna. Ég treysti á Hafnfirðinga að þeir hafni stækkun á þessari mengandi verksmiðju svo það verði hægt að byggja upp blómlegt atvinnulíf í bænum í staðinn. Samtökin Sól í Straumi eiga heiður skilinn fyrir málefnalega baráttu gegn álverinu. Tilvalið að skoða heimasíðuna þeirra.
Þetta verður gott ár og við losum okkur loksins við þreytta og leiðinlega ríkisstjórn!


mbl.is Álversframkvæmdum á Íslandi mótmælt í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband