Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Áfram Halla því fótbolti er fyrir alla!

halla.gunnarsdóttir ksí

Halla Gunnarsdóttir er frábær dugnaðarforkur, góður blaðamaður og femínisti og ég vona innilega að hún verði næsti formaður KSÍ.  Ræðan sem hún flutti þegar hún tilkynnti um framboð sitt var snjöll. Hér smá kafli úr henni sem ég tek heilshugar undir: "

Undanfarin ár hefur verið unnið mikið starf í þágu knattspyrnu barna. Ber þá hæst uppbygging sparkvalla um allt land sem gefa börnum tækifæri á að leika sér í fótbolta, án þess að það þurfi allaf að vera bundið við skipulagðar æfingar. En enn kemur það þó fyrir að börn hrökklist út úr íþróttinni með lítið sjálfstraust. Þarna skiptir menntun þjálfara höfuðmáli. Annað er þó verra og það er hvernig staðið hefur verið að kvennaknattspyrnu á landinu undanfarin ár. Kvennalandsliðið, sem hefur staðið sig með sóma á alþjóðavettvangi, hefur fengið skammarlega lítinn stuðning. Sama má segja um úrvaldsdeild kvenna en skemmst er að minnast umræðu um skiptingu verðlaunafjár milli kvenna- og karladeildarinnar. Meðan ástandið er svona hjá bestu knattspyrnukonum landsins er augljóst að ekki er vel hlúð að þeim sem yngri eru.
Í þessum efnum þarf eina allsherjar tiltekt.
"

Þetta eru orð í tíma töluð og því hvet ég Höllu Gunnarsdóttur til dáða: ÁFRAM HALLA!!!


mbl.is Halla gefur kost á sér í formannskjöri KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maóistar afvopnast

maoistar friður 

Gott mál að hersveitir Maóista í Nepal séu byrjaðar af afvopnast undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Vonandi helst friður í landinu og vonandi kemst alvöru lýðræði á í landinu. Í frétt mbl.is segir: "Að sögn embættismanns hjá SÞ eru Maóistarnir ekki að afsala sér vopnunum heldur eru SÞ aðeins að geyma vopn þeirra." Ég vona svo einnig að SÞ fái að geyma vopnin vel og lengi og að þau verði aldrei notuð aftur.


mbl.is Maóistar í Nepal byrjaðir að afvopnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama er maðurinn

obama

Mér líst vel á Barack Obama sem næsta forseta Bandaríkjanna. Kominn tími til að fá ferskt blóð í þetta embætti. Að vísu er Hillary Clinton einnig hörku kona og ég væri til í að kjósa hana í starfið. Bara einn hængur á: ég er ekki með kosningarétt í BNA og auðvitað ekki heldur hjá Demókrötum. Ef ég hefði kosningarétt í "ríki hinna frjálsu" myndi ég svo sennilega styðja fulltrúa Græningja. Bara frekar ólíklegt að sá fulltrúi fengi mörg atkvæði í þessu tveggja flokka kerfi í BNA. En eins og ég segi þá ræð ég engu. En segi samt áfram Barack Obama!


mbl.is Obama stígur fram í forsetaframboðsslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntamálaráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn stjórna Þinginu

alþingi070116 

Sú mæta kona Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra virðist vera að fara af límingunum. Hún varð sér til skammar í Kastljósinu í kvöld. Greip aftur og aftur fram í fyrir Steingrími sem tókst að vera rólegur og yfirvegaður. Menntamálaráðherra er í mikilli geðshræringu þessa dagana og Sólveig Pétursdóttir þorir ekki annað en að fara eftir öllu sem varaformaður Flokksins segir. Sjálfstæðisflokkurinn heldur Þinginu í gíslingu vegna einkavæðingarkrossferðar sinnar, sem að þessu sinni bitnar á Ríkisútvarpinu. Það er sorglegt. Við sem berum mikla virðingu fyrir Alþingi þykir þetta miður og í raun ótækt. Alveg eins og málið um Ríkisútvarpið OHF. Það er ótækt mál. Og best væri að vísa því frá. Málamiðlun væri að fresta gildistöku þess ekki bara til 1. apríl eins og ríkisstjórnin vill heldur til dæmis til 1. júlí. Þá getur ný ríkisstjórn afnumið lögin í vor áður en þau eiga að taka gildi. Þá geta kjósendur kosið um þetta mikilvæga málefni. Við ættum þess í stað að sameinast um að efla Ríkisútvarpið í raun. Efla innlenda dagskrárgerð, minnka pólitísk ítök og svo framvegis. Væri það ekki heillavænlegra fyrir þjóðina, Þorgerður Katrín?


mbl.is Enn deilt um Ríkisútvarpsfrumvarp í upphafi þingfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ohf-ið

alþingi070115.jpg rúv 

Það verður enginn rændur nætursvefni því Jón Þingforseti var að fresta þingfundi rétt í þessu. Ég kemst ekki að fyrr en á morgun og það er allt í fína lagi. Hlakka samt smá til að fá tækifæri til að tæta þessa frumvarpsómynd í mig. Er þetta ekki vandræðalegt: Fyrst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með Ríkisútvarpið sf. svo er það Ríkisútvarpið hf. og nú er það Ríkisútvarpið ohf. Það verður vonandi ekkert næst sem bætist við því það verður komin ný ríkisstjórn von bráðar. Sú ríkisstjórn getur snúið sér að því að efla Ríkisútvarpix í raun. Og koma því úr þessum raunum núverandi ríkisstjórnarflokka. Það er málið.

Ögmundur og Össur skrifa um þátt "útvarpsstjóra ríkisstjórnarinnar" í málinu. Lesið það.


mbl.is Umræða um Ríkisútvarpið ohf. stendur enn á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjartan Ólafsson í stríð við Sturlu?

 kjartan sturla

vegur.jpg 

Þetta er nú eitthvað einkennilegt. Ætlar Kjartan sem aldrei heyrist neitt í, að fara í stríð við Sturlu sem aldrei kemur neinu til leiðar?

Sjáiði þessa brosmildu samflokksmenn fyrir ykkur í stríði? Og það rétt fyrir kosningar! Ég spái því að þetta stríð verði jafn broslegt og þessir fornkappar Smile.


mbl.is Þingmaður krefst tvöföldunar Suðurlandsvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írak, fátækt og Alþingi í dag

barzan awad alþingi

Ég hélt í einhverri bjartsýni að þessu svokölluðu stjórnvöld í Írak hefðu lært eitthvað eftir að hafa tekið Saddam Hussein af lífi. En það var greinilega til of mikils mælast og nú er drepa tvo í viðbót eða þá Barzan al-Tikriti og Awad Hamad al-Bandar. Þeir voru glæpamenn en áttu samt ekki skilið að vera drepnir. Írakskaþjóðin á það heldur ekki skilið að skálmöldin haldi áfram.
Og hingað heim. Ragnar Árnason ætlar að fjalla um fátækt á Morgunvakt Ríkisútvarpsins á eftir og eg ætla að hlusta af athygli. Og talandi um Ríkisútvarpið sem ríkisstjórnin vill gjarnan að verði ohf! eins og "Flugstoðir ohf". Ég fæ að taka þátt í að koma í veg fyrir það rugl því ég kem inn á Alþingi í dag og næstu tvær vikur  til að leysa Þuríð Backman af.
Ég mun gera mitt besta.


mbl.is Hálfbróðir Saddams Husseins tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerður með 79% og Höskuldur reykvíkingur með 34%

valgerdur fransókn

Valgerður Sverris sem var ein í framboði í fyrsta sætið hjá Framsókn en hafði samt fyrir því að opna kosningaskrifstofu á besta stað á Akureyri með stanslausa dagskrá en fámenni, vinnur nú ekki stórsigur með 79% fylgi. Slatti kaus ekki og enn fleiri hafa skilað auðu eða kosið einhvern sem var ekki í framboði eða bara gert ógilt! Gaman væri auðvitað að fá hlutföllin á þessu og allar tölur uppá borðið en á því er nú varla von frá Framsóknarflokknum:)
Þá stendur Birkir Jón sig betur. Það var allavega einhver sem bauð sig fram á móti honum! Höskuldur var svo í hörku baráttu um þriðja sætið sem verður vara-varasæti Framsóknar samkvæmt nýjustu spá Gallup. Hann fær heldur ekki nema 34% og 39% greiddra atkvæða. Menn vilja gjarnan vita hversu afgerandi þessi sigur er úr því að ekki er kosið aftur milli tveggja hæstu manna. Hvað fékk Hlörleifur Hallgríms t.d. mörg atkvæði? Höskuldur Þór er hörkuduglegur og halar örugglega inn nokkur atkvæði sem koma ef til vill til með að nýtast Birki Jóni til að slefast inn sem uppbótarmaður en því miður varla Höskuldi sjálfum. Höskuldur er annars fyrrverandi akureyringur og möðruvellingur og núverandi reykvíkingur í 104 Reykjavík, samkvæmt símaskrá og þjóðskrá. Nokkur ár síðan hann flutti suður og ekkert á leiðinn norður skilst mér. óþarfi af Mogganum og Framsókn að hamast á því að hann sé "akureyringur".
Austfirðingar ríða ekki feitum hesti hjá Framsókn í þessu stóra kjördæmi því Huld (ekki Hulda eins og mbl skrifar) frá Kópaskeri er í fjórða sætinu með aðeins fleiri atkvæði en Hössi en samt langt frá því að ná helmingi atkvæða. Til hamingju með það fyrrverandi bekkjarfélagi úr MA.


mbl.is Valgerður í fyrsta sæti á lista framsóknar í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að spila körfu uppá þetta?

framsókn

Ég sé að "Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi" er haldið í íþróttasal í Mývatnssveit. Er ekki bara hægt að spila körfu uppá sætin: "one on one" til dæmis. Ekki víst að Valgerður sé til í það því þá hjólaði Hjörleifur Hallgríms bara í hana í fyrsta sætið og splæsti í endurbætur á húsi dómarans. Það væri nú mun framsóknarlegra. Alltaf í bullandi sókn!


mbl.is Raðað á lista Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulagsmál í ólestri á Akureyri

sundlaug

Sundfélagið Óðinn er eitt öflugasta íþróttafélagið á Akureyri og var nýlega valið fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Félagið barðist af krafti gegn því að skipulagi við Akureyrarsundlaug væri skyndilega breytt þannig að leyft yrði að stækka enn eina líkamsræktarstöðina í bænum. Og það á kostnað sundlaugargarðsins sem er afar vinsæll meðal barna og foreldra sem og ferðafólks. Um 1400 bæjarbúar skrifuðu undir mótmælin og eru þetta einhver fjölmennustu mótmæli sem borist hafa bæjarstjórninni. En hvað gerir meirihluti Sjáflstæðisflokks og SamfylkyngarHunsar réttmætar ábendingar og kröfur íbúanna!
Fyrrverandi bæjastjóri, Kristján Þór Júlísson var líka búinn að semja við líkamsræktareigandann Sigurð Gestsson nokkrum dögum fyrir kosningar í vor. Hann sagði bara engum frá því. Fréttir herma að Samfylkingin hafi átt erfitt með að kyngja þessu máli og einn bæjarfulltrúi þeirra hafi kallað inn varamann til að samþykkja breytinguna fyrir sig.
Sundfélagið Óðinn benti á ótal málefnaleg rök gegn því að skipulaginu væri breytt og hægt er að sjá það hér. Og hér er einnig ályktun stjórnarinnar þar sem meirihlutinn í bæjarsjórn er harðlega gagnrýndur.

sigurður.gestsson
Nú á að byggja húsið sem verið er að hanna með hraði og taka það í notkun í árslok! Furðuleg er einnig fullyrðing vaxtarræktarmannsins í Mogganum í dag: "Sigurður kveðst ósáttur við gagnrýni sem fram hefur komið, m.a. í bæjarstjórn, að einkaaðila sé færð svo dýrmæt lóð. "Ég er ekki hver sem er í bænum; mér finnst ég hafa unnið mér rétt umfram aðra. Ég hef verið með íþróttafélögin í bænum meira og minna inni á gafli hjá mér í 20 ár – að mestu leyti endurgjaldslaust – og mér finnst að forráðamenn þeirra hefðu átt að styðja mig í þessu máli. Þeir hafa þagað þunnu hljóði og ég er mjög ósáttur við þá," sagði Sigurður í gær. "
Þetta eru enn eitt skipulagsslysið hér í bænum og svo á ekki einu sinni að fara eftir vilja fólksins sem kom fram á glæsilega íbúaþinginu Akureyri í öndvegi. Samfylkingin hefur sannað sig sem hækja Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.


mbl.is Stefnir að því að taka heilsuræktarhúsið í notkun fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.