Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
14.10.2007 | 10:00
Vinstri græn með Svandísi ynnu stórsigur ef kosið yrði nú

![]() |
Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
13.10.2007 | 08:52
Sjálfstæðisflokkurinn er getulaus í öllum málum

![]() |
Svandís: Valhöll getulaus í erfiðum málum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
12.10.2007 | 11:22
Eitt ár á Moggablogginu, tvær nýjar kannanir og Al Gore
Það er mikill hátíðisdagur hjá mér hér í Berlín. Ekki vegna þess að þvottavélin okkar var rétt í þessu úrskurðuð svo gott sem ónýt heldur vegna þess að í dag er eitt ár frá því að ég flutti mig yfir á Moggabloggkommúnuna eftir stutta byrjun á öðru bloggi. Svo er maður enn í hátíðarskapi yfir nýja meirihlutanum í Borginni og því að vera laus við frjálshyggjuíhaldið. Það á auðvitað ekki að hlakka í manni yfir óförum annarra en hvað er annað hægt þegar maður horfir uppá gamla gengið og félaga þeirra eins og Sigurð Kára, Björn Bjarna, Villa fyrrverandi og Gísla M. og hin fara hamförum í bræði og láta út úr sér hluti sem erum svo vandræðalegir að annað eins hefur ekki heyrst lengi, ekki einu sinni hér á blogginu!
Ég er búinn að setja inn tvær nýjar kannanir á síðuna og í annarri er spurt hvernig fólki lítist á nýju borgarstjórnina? Og í hinni hvort Bjarni Ármannsson eigi að skila hlutabréfunum í REI? Ég hvet alla til að taka þátt og segja sína skoðun. Í síðustu könnun spurði ég hvort Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eigi að segja af sér sem borgarstjóri? Hátt í 300 manns svöruðu á nokkrum dögum og "já" sögðu 86%, 11% sögðu "nei", 1% sagði "kannski", 1% "veit ekki" og 1% var "alveg sama". Afgerandi meirihluti fékk ósk sína uppfyllta þó að Villi hafi sjálfur ekki séð sóma sinn í að segja af sér þá virkaði allavega lýðræðið. Það getur maður svo þakkað Svandísi Svavarsdóttur sem hefur staðið sig eins og hetja og mun gera það áfram. Gömlu könnuninni þar sem spurt er um nafn á Ríkisstjórnina ætla ég að leyfa að vera aðeins lengur því þar eru spennandi hlutir að gerast. Til að byrja með var "Baugsstjórnin" vinsælast með 35% en hefur nú lækkað í 27,2% og "Þingvallastjórn" hefur einnig dalað úr 30% í tæplega 26,7%. Nafngiftin "Viðhaldið" hefur hinsvegar aukist mikið eða úr 10% í 20% og einnig hefur þeim fjölgað sem segja að hún heiti "Ekkert" úr 5% í 13%. "Framfarastjórn" og "Sáttastjórn" hefur aldrei átt miklu fylgi að fagna í þessari könnun.
Maður hefur varla við að óska fólki til hamingju með hitt og þetta hér á síðunni. Þjóðverjar eru afa stoltir af sínum vísindamönnum sem fengu Nóbelsverðlaun sinn hvorn daginn fyrir eðlisfræði og efnafræði. Doris Lessing hlaut bókmenntaverðlaunin verðskuldað og svo núna sjálfur "fyrrverandi næsti forseti Bandaríkjanna" eins og Al Gore kynnti sjálfan sig gjarnan. Til hamingju með það. Þessi úthlutun verður sennilega ekki til að kæta frjálshyggjuliðið sem er á fullu í afneitun á því að við mannfólkið og allur iðnaðurinn höfum eitthvað með hlýnun jarðar að gera. Hannes Hólmsteinn er sennilega miður sín í dag og mun seint jafna sig. En verðlaunin til Al Gore og lofslagsnefndar SÞ eru góðar fréttir fyrir umhverfisverndarsinna. Til hamingju öll!
Það eru komnar næstum 90.000 heimsóknir á bloggsíðuna mína og stóra talan kemur sennilega í dag og sá sem kvittar hérna og bætir við tölunni sem verður næst 90.000 fær afmælisgjöf frá mér senda í pósti (alvörupósti).
![]() |
Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
11.10.2007 | 21:35
Til hamingju Doris Lessing
Það er stórkostlegt að Doris Lessing skuli hljóta hin eftirsóttu Nóbelverðlaun í bókmenntum. Hún á þau svo sannarlega skilið. Þessi frábæra kona hefur verið femínistum fyrirmynd í tugi ára. En fyrst og fremst er hún framúrskarandi rithöfundur. Skemmtilegt að hún skuli vera með myspace síðu. Hér er svo heimsíðan hennar og nánari upplýsingar á Wikipedia. Mbl.is birti lista yfir nóbelsverðlaunahafana í bókmenntum síðustu 106 ár og þar er auðvitað skortur á konum sem hefur þó verið bætt úr að hluta með hörkukonum eins og Elfriede Jelinek (2004) og nú Doris Lessing (2007). Mér finnst eins og mörgum að Nóbelnefndin hefði ekki alltaf þurft að leita langt yfir skammt og auðvitað hefði Astrid Lindgren átt á fá Nóbelinn. Hún var frábær rithöfundur en af því hún skrifaði fyrir börn var hún sennilega ekki með í pottinum. En til hamingju Doris Lessing!
2006: Orhan Pamuk, Tyrklandi
2005: Harold Pinter, Englandi
2004: Elfriede Jelinek, Austurríki
2003: John Maxwell Coetzee, Suður-Afríku
2002: Imre Kertesz, Ungverjalandi
2001: V.S. Naipaul, Breti frá Trinidad
2000: Gao Xingjian, Frakki fæddur í Kína
1999: Günter Grass, Þýskalandi
1998: Jose Saramago, Portúgal
1997: Dario Fo, Ítalíu
1996: Wislawa Szymborska, Póllandi
1995: Seamus Heaney, Írlandi
1994: Kenzaburo Oe, Japan
1993: Toni Morrison, Bandaríkjunum
1992: Derek Walcott, Sankti Lúsíu
1991: Nadine Gordimer, Suður-Afríki
1990: Octavio Paz, Mexíkó
1989: Camilo Jose Cela, Spáni
1988: Naguib Mahfouz, Egyptalandi
1987: Joseph Brodsky, Bandaríkjamaður fæddur í Rússlandi
1986: Wole Soyinka, Nígeríu
1985: Claude Simon, Frakklandi
1984: Jaroslav Seifert, Tékklandi
1983: William Golding, Bretlandi
1982: Gabriel Garcia Marquez, Kólumbíu
1981: Elias Canetti, Breti fæddur í Búlgaríu
1980: Czeslaw Milosz, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
1979: Odysseus Elytis, Grikklandi
1978: Isaac Bashevis Singer, Bandaríkjamaður fæddur í Póllandi
1977: Vicente Aleixandre, Spáni
1976: Saul Bellow, Bandaríkjamaður fæddur í Kanada
1975: Eugenio Montale, Ítalíu
1974: Eyvind Johnson og Harry Martinson, Svíþjóð
1973: Patrick White, Ástrali fæddur á Bretlandi
1972: Heinrich Böll, Þýskalandi
1971: Pablo Neruda, Chile
1970: Alexander Solzhenitsyn, Rússlandi
1969: Samuel Beckett, Írlandi
1968: Yasunari Kawabata, Japan
1967: Miguel A. Asturias, Gvatemala
1966: Shmuel Y. Agnon, Ísraeli fæddur í Póllandi, og Nelly Sachs, Svíi fædd í Þýskalandi
1965: Mikhail Sholokhov, Rússlandi
1964: Jean-Paul Sartre, Frakklandi (afþakkaði verðlaunin)
1963: Giorgos Seferis, Grikki fæddur í Tyrklandi
1962: John Steinbeck, Bandaríkjunum
1961: Ivo Andric, Júgóslavíu
1960: Saint-John Perse, Frakklandi
1959: Salvatore Quasimoto, Ítalíu
1958: Boris Pasternak, Sovétríkjumum
1957: Albert Camus, Frakklandi
1956: Juan Ramón Jiménez, Spáni
1955: Halldór Kiljan Laxness, Íslandi
1954: Ernest Hemingway, Bandaríkjunum
1953: Winston Churchill, Bretlandi
1952: François Mauriac, Frakklandi
1951: Pär Lagerkvist, Svíþjóð
1950: Bertrand Russell, Bretlandi
1949: William Faulkner, Bandaríkjunum
1948: Thomas Stearns Eliot, Bandaríkjunum
1947: André Gide, Frakklandi
1946: Hermann Hesse, Sviss
1945: Gabriela Mistral, Chile
1944: Johannes V. Jensen, Danmörku
1939: Frans Eemil Sillanpää, Finnlandi
1938: Pearl S. Buck, Bandaríkjunum
1937: Roger Martin du Gard, Frakklandi
1936: Eugene O'Neill, Bandaríkjunum
1934: Luigi Pirandello, Ítalíu
1933: Ivan Bunin, Sovétríkjunum
1932: John Galsworthy, Bretlandi
1931: Erik Axel Karlfeldt, Svíþjóð
1930: Sinclair Lewis, Bandaríkjunum
1929: Thomas Mann, Þýskalandi
1928: Sigrid Undset, Noregi
1927: Henri Bergson, Frakklandi
1926: Grazia Deledda, Ítalíu
1925: George Bernard Shaw, Írlandi
1924: Wladyslaw Reymont, Póllandi
1923: William Butler Yeats, Írlandi
1922: Jacinto Benavente, Frakklandi
1921: Anatole France, Frakklandi
1920: Knut Hamsun, Noregi
1919: Carl Spitteler, Sviss
1917: Karl Gjellerup og Henrik Pontoppidan, Danmörku
1916: Verner von Heidenstam, Svíþjóð
1915: Romain Rolland, Frakklandi
1913: Rabindranath Tagore, Indlandi
1912: Gerhart Hauptmann, Þýskalandi
1911: Maurice Maeterlinck, Belgíu
1910: Paul Heyse, Þýskalandi
1909: Selma Lagerlöf, Svíþjóð
1908: Rudolf Eucken, Þýskalandi
1907: Rudyard Kipling, Bretlandi
1906: Giosuè Carducci, Ítalíu
1905: Henryk Sienkiewicz, Póllandi
1904: Frédéric Mistral og José Echegaray, Spáni
1903: Bjørnstjerne Bjørnson, Noregi
1902: Theodor Mommsen, Þýskalandi
1901: Sully Prudhomme, Frakklandi
![]() |
Lessing segist hafa fengið verðlaunalitaröð" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 12.10.2007 kl. 07:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.10.2007 | 17:03
Til hamingju Reykvíkingar!

![]() |
Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 06:35
Reykjavík verði borg friðarins
Til hamingju öll með friðarsúluna hennar Yoko Ono. Þetta er flott jafnvel héðan frá Berlín! Björn Bjarna (herforingi) hefur vonandi séð sóma sinn í að mæta ekki enda svo forhertum hernaðarsinna því miður sennilega ekki við bjargandi. Það var einnig einkennilegt að sjá slatta af fólki sem talaði fyrir innrás í Írak sitja þarna. En batnandi fólki er best að lifa. Það þarf hinsvegar að gera margt áður en Reykjavík verður friðarborg.
Til dæmis að tilkynna herveldum heimsins að þau sé velkomin til borgarinnar en herskip og herþotur geti þau skilið eftir heima hjá sér. Hér er svo flott ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga í tilefni af vígslu friðarsúlu í Viðey:
Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðarbaráttu í heiminum sem felst í því að sérstök friðarsúla listakonunnar Yoko Ono sé afhjúpuð í Viðey. Sömuleiðis fagna SHA vilja borgaryfirvalda til að kynna Reykjavík sem miðstöð friðar.
Til að slík stefnumörkun sé trúverðug verður þó fleira að koma til. Eigi Reykjavík að geta staðið undir nafni sem friðarborg er fráleitt að bjóða þangað hernaðarbandalögum til fundarhalda, þar sem lagt er á ráðin um
vígvæðingu og stríðsrekstur. Fundir á borð við þingmannaráðstefnu NATO geta ekki samrýmst stöðu Reykjavíkur sem friðarmiðstöðvar.
Á sama hátt er fráleitt að finna friðarsúlu af þessu tagi stað nokkur hundruð metra frá þeim stað í Sundahöfn þar sem stærstu og voldugustu herskip NATO liggja við bryggju á hverju sumri. Er ef til vill ætlunin að friðarsúlan í Viðey gegni hlutverki innsiglingarljóss fyrir herskip sem hingað koma?
SHA hvetja borgaryfirvöld til þess að nota tækifærið við vígslu friðarsúlunnar og lýsa því yfir að herskipakomur í Sundahöfn verði ekki heimilaðar í framtíðinni. Þannig gæti Reykjavíkurborg stigið raunverulegt skref í átt til friðar og afvopnunar.
![]() |
Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2007 kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
9.10.2007 | 13:51
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segi af sér sem borgarstjóri - Ný könnun
Ég er búinn að setja upp nýja einfalda skoðanakönnun á síðunni minni og hvet alla til að taka afstöðu og segja sína skoðun. Til fróðleiks má benda á athyglisverða umfjöllun á vísir.is um Villa Vill. Það er reyndar áhugavert hvað allir vinirnir í Sjálfstæðisflokksfrumskóginum eru ósammála. Ég get ekki séð að skoðanir Björns Bjarnasonar og Sigurðar Kára séu samrýmanlegar, annar talar út og hinn suður. 50-100 milljarðar í gjöf frá borgarbúum til Glitnis og félaga er aðeins of rausnarlegt er það ekki Villi, Heimdallur og Sigurður Kári?
![]() |
Segir borgarbúa geta orðið af allt að 50 milljörðum króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.10.2007 | 00:16
Samkomulag Sjálfstæðismanna um áframhaldandi spillingu
Borgarfulltrúar íhaldsins fara úr öskunni í eldinn í REI málinu. Nú eru allir þar á bæ "sáttir" og kátir. Lausnin er að "fara yfir málið" og selja hlut almennings í Reykjavík fyrir slikk sem fyrst. Þáttur Bjarna Ármannssonar er sérstaklega athygliverður (svo ekki sé minnst á þátttöku yfirmanna rúv í því að reyna að hvítþvo manninn í drottningarviðtali). Ég hélt í einfeldni minni fram að þessi að Bjarni væri ágætis náungi og þokkalega heiðarlegur. Hann hefur hinsvegar opinberað sig sem fullkomlega siðspilltan gaur sem situr sem fastast á einhverjum kaupréttarsamningi og það eiga aðrar reglur að gilda um hann sjálfan en alla aðra. Maðurinn er búinn að stimpla sig út hjá mér en ef hann segir af sér og skilar ránsfengnum er ég sennilega til í að fyrirgefa honum.
Það er eitthvað einkennilegt við svipinn á Gísla Marteini á þessari mynd af mbl.is og á annarri mynd af dv.is er Villi gamli að ganga smá línudans (walk the line) eða er hann kannski bara að taka nokkur dansspor? Eða jafnvel að aka sér til í sætinu, eitthvað heitt undir honum?
Fyrir nokkrum árum neyddust borgarfulltrúar Kristilegra demókrata (CDU) hér í Berlín til að segja af sér eftir að þeir voru sokknir svo djúpt í spillingarmál með opinbert fé að þeim var ekki við bjargandi. Þeir hefði hinsvegar aldrei, aldrei, sagt af sér sjálfviljugir því þeim fannst þeir ekkert hafa gert af sér. En þeim var ekki lengur stætt á því að svindla meira og fara illa með opinbert fé og þurftu því að segja af sér. Ef það væri allt í lagi á Íslandi ættu Villi, Björn Ingi og Bjarni Ármanns að segja af sér stöðum sínum og taka sér langt og verðskuldað frí. Það munu þeir hinsvegar ekki gera og það er jú langt í næstu kosningar. Stuttbuxnadeildin í Sjálfstæðisflokknum (Sjálftökuflokknum) kúkar svo í buxurnar í yfirlýsingu í dag með einhverju smjaðursbulli um að gott sé að selja hlut OR í REI til að "lækka álögur á borgarbúa". (Og Sigurður Kári kóar meðvirkur í blekkingunni á blogginu sínu.) En auðvitað vita Heimdellingar að verðið er langt undir raunverulegu virði þeirrar þekkingar og tækifæra sem liggja hjá REI og er allt starfsmönnum Orkuveitunnar að þakka. Þetta er því ljót blekking sem mun kosta borgarbúa milljarða í töpuðum verðmætum. En sumir kunna bara ekki að skammast sín.
![]() |
Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.10.2007 | 00:15
GT verktakar greinilegt glæpafyrirtæki
Það er óhugnanlegt að horfa uppá þessa GT verktaka haga sér eins og verstu mafíubófa. En það er svo sem ekki langt í fyrirmyndirnar. Þessi þrælkun á erlendum verkamönnum hefur viðgengist árum saman upp á Kárahnjúkum og nú einnig í verktakabransanum í Borginni. Starfsmannaleigur er orðið dulnefni fyrir þrælahald. Stjórnvöld hafa lokað augunum og verkalýðshreyfingin er eins og sofandi risaeðla. Gott að einhverjir eru að rumska og vonandi tekst AFLi að fá þessa verktaka dæmda. En hvað um yfirvöld sem hafa horft á og látið þetta viðgangast, samið við verktakana sem lofa bótum og ætla að kippa öllu í liðinn. Við höfum kallað þetta yfir okkur með Kárahnjúkavirkjun Impregilo og nú þessum GT undirverktökum. Sjá einnig frétt á vísir.is.
![]() |
Fleiri starfsmenn GT verktaka leita eftir aðstoð hjá AFLi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.10.2007 | 01:18
Mótmæli í Köben, Reykjavík, Sviss og Svíþjóð en ekki lengur í Búrma
Þessi frétt um handtökur löggunnar í Köben á mbl.is er frekar slöpp eins og nokkrir bloggarar hafa bent réttilega á. Frétt mbl.is af mótmælunum við Laugardalshöllina er ekki heldur sérstaklega ítarleg. Þá er nú fréttin að sömu mótmælum á vísi.is skárri og þaðan er þessi ágæta mynd af yfirlöggunni taka ungann mann og fara með hann á löggustöðina til að sleppa honum eftir smá tíma. Ruv.is er hefur einnig vinninginn yfir mbl með smá frétt af sama atburði og einnig af mótmælunum í Köben. Dv.is skrifar ekkert um mótmælin gegn NATO fundinum en hinsvegar um flott mótmæli Greenpeace í Sviðjóð og segir einnig frá því að Norrænir umhverfisráðherrar mótmæla líka.
Dv.is skrifar einnig mun ítarlegar um mótmælin í Köben heldur en mbl og það gerir vísir.is líka og vísir.is segir einnig frá mótmælum gegn hægri öfgamönnum í Sviss. Engin skrifar hinsvegar lengur um mótmæli í Búrma enda tókst löggunni og hernum þar í landi að berja mótmælin niður. Ég er á leið til Köben, ekki endilega til að mótmæla heldur aðallega til að flytja fyrirlestur í Myndlistarakademíunni um verkin mín en nokkur þeirra verka fjalla samt um mótmæli og mótmæli annarra gegn myndlistinni minni. Ef ég lendi í miðjum mótmælum í henni Köben þá lofa ég að blogga ítarlega um málið.
![]() |
Fjöldahandtökur í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 380009
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?