Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2007

Krossfestur súkkulađi Jesú

cosimo.cavallaroMyndlistin getur greinilega ýtt viđ fólki enn í dag og gjarnan eru ţađ fréttir af vettvangi myndlistar í Bandaríkjunum ţar sem einhverjar sýningar eru bannađar sem komast í fréttirnar. Ţannig var ţađ međ verk myndlistarmannsins Cosimo Cavallaro af súkkulađi líkneski af hangandi manni sem auđvitađ er tilvísun í hann Jesú hangandi á krossinum. Í frétt á mbl.is segir: "Í New York varđ sýningarhús ađ hćtta viđ ađ sýna styttu af Jesús úr súkkulađi, sem ber nafniđ My Sweet Lord. Er ţar leikur ađ orđum, ţar sem titillinn getur bćđi útlagst sem „Minn ljúfi herra“ eđa „Minn sćti herra“. Höfundur verksins, Cosimo Cavallaro, sagđi laugardaginn síđastliđinn ađ honum hefđu borist hótanir vegna verksins. Á hinn bóginn hefđu ţúsundir tölvupósta borist honum frá fólki sem vildi veita honum stuđning međ einum eđa öđrum hćtti."

Og svo er ţađ myndlistarneminn David Cordero sem heldur betur hefur slegiđ í gegn međ verkinu "Blessing". Ţetta er víst stytta úr pappamassa af bandaríska öldungadeildarţingmanninum og forsetaframbjóđandanum Barak Obama, í kufli međ bláan geislabaug. Obama er sallarólegur yfir verkinu en talskona Obama, Jen Psaki, segist halda ađ listamađurinn hafi ekki ćtlađ ađ móđga neinn međ verkinu. Obama sé ekki hrifinn af ţeirri list yfirleitt sem feli í sér móđgun í garđ trúarbragđa. Ţar höfum viđ ţađ á föstudaginn langa.


mbl.is Umdeild pappastytta af Barak Obama í kufli međ geislabaug
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Carsten Höller er flottur

carsten.höllerMyndlistarmađurinn (og íslandsvinurinn) Carsten Höller er lang skemmtilegastur. Ţessar rennibrautir eru frábćrar og listrćn upplifun ađ taka salíbunu í ţeim. Tvćr eru í Kunstwerke í Berlín og önnur fer út úr húsinu og aftur inn og ţađ er ansi skemmtilegt ađ renna sér niđur af annarri hćđ og enda á jarđhćđ í bókasafninu. Mćli eindregiđ međ ţví ađ allir sem eru á leiđ til London komi viđ í Tate Modern og renni sér nokkrar ferđir. Myndlist getur veriđ svo skemmtileg.
mbl.is Listrćnar rennibrautir í London
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stóriđjuflokkarnir halda meirihluta međ minnihluta kjósenda

gallup070405 Ţćr eru ansi misvísandi kannanirnar sem birtast nú daglega. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöđ 2 í gćr sýnir t.d. Framsóknarflokkinn í Norđausturkjördćmi međ ađeins 12,3% en í könnun Capacent Gallup fyrir Moggann og RÚV í dag er Framsóknarflokknum reiknuđ 19% í Norđaustri. Ţarna munar miklu. Hversu mikiđ mark er á ţessum könnunum takandi? Eru sveiflurnar svona miklar eđa svara fólk bara út í hött? Merkilegast viđ könnun Capacent er ađ ríkisstjórnarflokkarnir halda eins manns meirihluta á Ţingi ef úrslit kosninganna yrđu ţessi og ţađ ţrátt fyrir ađ hafa ađeins minnihluta kjósenda á bak viđ sig.

könnun.naVinstri grćn meiga vel viđ una ađ vera enn ađ mćlast nćst stćrsti flokkurinn og ađ ţrefalda ţingmannafjölda sinn. Framsókn er föst undir 10% og Frjálslyndir og Íslandshreyfing eru rétt viđ 5% mörkin og aldrađir undir 1%. Samfó ennţá međ 19% og Sjálfstćđisflokkurinn alltof stór. Ţađ er verk ađ vinna fram ađ kosningum ţví viđ viljum mynda velferđarstjórn án stóriđju- og verđbólgu-, vaxtaokursflokkanna sem kenna sig viđ "framsókn og sjálfstćđi"


mbl.is Sjálfstćđisflokkur međ rúm 40% og VG međ 21%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

TAKK FYRIR ALLT ÁLIĐ

bakgrunnur4

Nú er Veggverkiđ klárt og hćgt ađ skođa nýjar myndir á veggverk.org. Ég gekk frá ţessu um hádegiđ í gćr rétt áđur en viđ tókum vél til Eyja međ stuttu stoppi í Borginni. Lóa Ađalheiđur er 10 ára í dag og mikiđ fjör hjá ömmu og afa. En semsagt ég er afar ánćgđur međ Vegginn og verkiđ ţó ađ ţetta hafi veriđ mun meiri vinna en ég átti vona á. Viđbrögđin hafa heldur ekki látiđ á sér standa! Ef einhver hefur áhuga á ađ skođa önnur og eldri verk ţá er tilvaliđ ađ skođa heimasíđuna sem ég ţarf reyndar ađ fara ađ uppfćra:)


Veggverk ađ verđa klárt - spreyjađ í dag

 bakgrunnur3

Ţrátt fyrir hávađa rok hér fyrir norđan ţá mjakast álklćđningin á (og reyndar einnig smá partur af) og í dag ćtla ég ađ spreyja nokkrar vel valdar ţakkir til álrisanna á vegginn.  Hallur Gunnarsson er búinn ađ uppfćra síđuna veggverk.org og hann tók ansi fína mynd í sólinni í gćr. 

hljómskálinnŢaĐ er ekki fallegt ađ sjá Hljómskálann svona útkrassađann og ég legg til ađ lausn verđi fundin á málinu og rćtt viđ flottustu graffity listamenn borgarinnar og ţau fengin til ađ koma međ hugmyndir. Lúđrasveitin hlýtur ađ geta fengiđ smá hluta af ţessum 300 milljónum sem Vilhjálmur borgarstjóri ćtlađi ađ setja í "herferđ gegn veggjakroti". Bendi á góđa grein Ingólfs Jóhannessonar um "stóra veggjakrotsvandann.


mbl.is „Höfum varla efni á ađ mála“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ađalsteinn Ţórsson opnar sýninguna Mána málverkin á Café Karólínu

malari-pressa

Laugardaginn 7. apríl klukkan 14 opnar Ađalsteinn Ţórsson sýninguna Mána málverkin á Café Karólínu.
Café Karólína opnar nú klukkan 10 alla virka morgna međ morgunmat en klukkan 12 á laugardögum og sunnudögum.

Mána málverkin eru góđar og fallegar myndir eftir myndlistamanninn Ađalstein Ţórsson. "Sem međ ţessari seríu telur sig hafa unniđ sigur í hinu eilífa stríđi, í höfđi sér um listrćn gildi og kreddur, sem hefur plagađ hann um hríđ."

Ađalsteinn er starfandi myndlistamađur. Búsettur í Hollandi, fćddur og uppalinn í Eyjafirđinum. Hann stundađi myndlistanám viđ Myndlistaskólann á Akureyri, í Finnlandi og Hollandi. Hann sýnir reglulega, Ţetta er í ţriđja sinn sem  Ađalsteinn sýnir á Café Karólínu.
Um list sína segir Steini “list mín snýst alltaf um samband hinns skapandi einstaklings, gagnvart umhverfi sem hefur ekki ţörf fyrir sköpunarverkiđ”.  

Vefsíđa Ađalsteins er http://steiniart.com

Nánari upplýsingar veitir Ađalsteinn: kristnes(hjá)hotmail.com


Ađalsteinn verđur viđstaddur opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. maí 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 10. mars 2007, klukkan 14.

Á sama tíma stendur yfir sýning Jónasar Viđars á Karólínu Restaurant.

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

05.05.07-08.06.07        Edda Ţórey Kristfinnsdóttir
09.06.07-06.07.07        Björg Eiríksdóttir
07.07.07-03.08.07        Elísabet Jónsdóttir
04.08.07-31.08.07        Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07        Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07        Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07        Birgir Sigurđsson
01.12.07-04.01.08        Steinunn Helga Sigurđardóttir
05.01.08-02.02.08        Guđrún Vaka  

Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson


Af hverju gefur Alcan ekki upp kostnađinn?

logo top_logo_alcoa

Ţá er ţađ komiđ fram ađ Sól í Straumi setti 3,5 millur í heildarkostnađ viđ kosningabaráttuna. Nú vćri fróđlegt ađ fá samanburđartölur frá Alcan. En, nei ţar á bć verđa ekki gefna upp neinar tölur. Af hverju ekki? Spyr sá sem ekki veit (tilvitnun í bloggara sem er hćttur.) Ţađ vćri nú einnig gaman ađ fá ađ vita hvađ Alcoa hefur sett í auglýsingar til fá fólk til starfa! Sá kostnađur nemur sennilega nokkrum hundruđum milljóna en hvert starf í álbrćđslu er nú hvort sem er svo dýrt ađ ţađ skiptir Alcoa ekki öllu máli. Ég hćtti ađ telja ţegar ég var kominn uppí 50 heilsíđuauglýsingar til ađ fá 7 rafvirkja til starfa hjá Alcoa. Já, dýr verđur Hafliđi ALLUR.


mbl.is Kostnađur Sólar í Straumi um 3,5 milljón króna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veggverkiđ ađ verđa klárt, áliđ svínvirkar!

bakgrunnur2

10 stiga hiti, sól og blíđa hér á Akureyri í morgunsáriđ og vonandi ekki of hvasst í Glerárgötunni ţví ég ćtla loksins ađ klára Veggverkiđ.Viđ ćtluđum ađ klára ţetta í gćrkvöldi en ţá var hávađarok og ekkert hćgt ađ gera. Hér er samt ein mynd sem Hallur tók í gćr og seinna í dag verđur vonandi komin endanleg mynd á ţetta og allir geta skođađ á veggverk.org.


Veđurspámađurinn Grímur

veđurspámađurinn Grímur Gíslason, fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi er látinn. Hann varđ 95 ára og var ern og hress mađur. Margir munu sakna veiđipistlanna hans međ tölununum úr Blöndu og ánum í Austur-Húnavatnssýslu ásamt öllum skemmtilegu fréttapistlunum. Grímur starfađi sem veđurathugunarmađur í 25 ár og lét af starfinu áriđ 2003. Hann var fréttaritari Ríkisútvarpsins til síđast dags og lokaorđ hans voru ćtíđ: "Ţetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi". Á síđasta ári var honum til heiđurs reist afsteypa af veđurspámanninum eftir Ásmund Sveinsson í miđbć Blönduósbćjar. Ég kynntist Grími ţegar ég vann hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri fyrir 15 árum og hann var skemmtilegur heim ađ sćkja. Myndina af veđurathugunarmönnunum fékk ég lánađa af síđu Jóns Sigurđssonar sem er fréttaritari Morgunblađsins á Blönduósi.


mbl.is Grímur Gíslason á Blönduósi látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sól yfir Hafnarfirđi - upphafiđ á sigri umhverfisverndar

landverndTil hamingju Hafnarfjörđur! Ţađ munađi um hvert atkvćđi í ţágu skynseminnar og umhverfisverndar. Stóriđjuflokkarnir hafa beđiđ sinn fyrsta stóra ósigur og ţann 12. maí losnum viđ viđ ţá úr ríkisstjórn og kjósum nýja stjórn velferđar um umhverfisverndar. Einn flokkur sem á sćti á Alţingi stóđ heill ađ baki ţeim hafnfirđingum sem vildu ekki stćkkun álvers Alcoa og ţađ er jafnframt sá framsýnasti, nefninlega Vinstrihreyfingin grćnt frambođ. Áfram svona! Ţetta er hćgt og nú skulum viđ bretta upp ermar fyrir bjartari tíma ţví meirihluti hafnfirđinga hefur markađ tímamót.
mbl.is Hafnfirđingar höfnuđu stćkkun álversins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síđur

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.