Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Næsti forseti Frakklands

segolene Ég ætla rétt að vona að frakkar brjóti blað og kjósi glæsilega konu með hugsjónirnar á hreinu sem næsta forseta. Auðvitað er Segolene Royal ekki fullkomin en hún er miklu miklu frambærilegri en Sarkozy og það væri gæfuspor fyrir Frakkland ef hún yrði kosin forseti í seinni umferðinni. Hún er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hún ávarpaði stuðningsfólk sitt í kvöld og sagði meðal annars: "Mörg okkar, burtséð frá því hvað við kusum í fyrri umferðinni - viljum ekki að Frakklandi sé stjórnað af lögmálum hinna sterkustu eða þeirra ófyrirlitnustu, þeirra samansaumuðustu sem einungis hugsa um fjárhagslegan ávinning og safna valdinu á hendur fárra." og ennfremur: "Ég hvet alla þá sem vilja skipa mannúð ofar verkbréfamarkaðinum, alla þá sem vilja binda enda á óöryggið og forherðinguna til að sameinast." Orð sem eiga einnig við hér á landi.


mbl.is Royal hvetur andstæðinga peningahyggjunnar til að sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri græn klikka ekki

bolir

Vinstri græn klikka ekki á þessu. Auðvitað á að endurbyggja þessi sögufrægu hús. Það er nóg pláss fyrir steinsteypuháhýsi í næsta nágrenni. Það eru gömlu fallegu húsin sem laða að fólk og ferðamenn. Svo eru komnir flottir bolir til að hressa fólk við. Mæli með því að allir fjárfesti í þessum bolum og allar upplýsingar eru hér og svo fá menn gefins frábæra margnota innkaupapoka úr bómull í leiðinni.


mbl.is VG hvetur til samstöðu um endurreisn húsanna sem brunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt vinstra grænt vor og sumar

graentflurlogo

Þvílík blíða, logn og sól á sumardaginn fyrsta. Maður finnur það á sé að það eru bjartir tímar framundan. Vinstra grænt vor og sumar með nýrri ríkisstjórn réttlætis og jöfnuðar með skapandi fólki sem þorir. Þetta verður skemmtilegt og nú þurfa allir að leggja hönd á plóg.


mbl.is Sumrinu fagnað í rólegheitum víðast hvar á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kennitala Árna Sigfússonar

fe7e_1_b

Hvern langar til að eiga nafnspjald Árna Sigfússonar af landsfundi Djélistans? Þótt ég fengi það gefins myndi ég bara senda það í endurvinnsluna. Annars er ebay ágætis endurvinnsla, svona eins og Góði hirðirinn sem er lang flottasta búðin. En af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn að merkja alla landsfundarfulltrúa með kennitölum


mbl.is Landsfundarnafnspjald Árna Sigfússonar til sölu á eBay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ung vinstri græn rokka

rtvnet1

Ung vinstri græn ætla að rokka á Grandrokk annað kvöld. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta. Sá líka að Dóri DNA er á framboðslista Vinstri grænna og það er nú ekki verra. Góða skemmtun.

Næstkomandi miðvikudagskvöld, 18. apríl (síðasta vetrardag) halda Ung vinstri græn tónleikana „Rokkum til vinstri!“ á Grandrokk.

Fram koma:
Bertel
Dóri DNA
Hostile
Paulet du romance
Svavar Knútur


Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00
Frítt inn - 18 ára aldurstakmark


Afnemum launaleynd

forsidubox Það er hið besta mál að votta jöfn laun hjá fyrirtækjum og greinilega eitt og annað að gerast í félagsmálaráðuneytinu þó að það sé ansi seint á ferðinni. Það er líka afar mikilvægt að afnema launaleyndina til að koma á jafnrétti í launum og gott að Samfó er að átta sig á þessu stefnumáli Vinstri grænna. Það er hinsvegar ljóst að innan Sjálfstæðisflokksins eru öfl sem vilja halda í leyndina og misvægið og þar er barist fyrir viðhaldi launaleyndar. Enn ein ástæðan til að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn.

Hér eru svo hnitmiðaðar áherslur VG í kvenfrelsismálum af xv.is

Jöfn staða kynjanna er forsenda fyrir farsælu samfélagi. Það er forgangsmál að afnema kynbundinn launamun og bæta kjör láglaunastétta þar sem konur eru fjölmennar. Styrkjum Jafnréttisstofu og umbunum fyrirtækjum sem ná árangri í jafnréttismálum. Brjótum upp kynjakerfið og leiðréttum kynbundið misrétti. Tryggjum með löggjöf að kynfrelsi kvenna verði virt, kaupendur kynlífsþjónustu sæti ábyrgð og þeir sem beita heimilisofbeldi verði fjarlægðir af heimilum í stað fórnarlambanna. Virkjum karla í kvenfrelsisbaráttunni, því kvenfrelsi er sameiginlegt verkefni beggja kynja.

30.000 heimsóknir og 4 vikur til kosninga

könnun070412Það er vor í lofti, 12 stiga hiti, sól og sunnangola hér á henni Akureyri og þrjátíuþúsundasti gesturinn leit hér inn á bloggið mitt í gær og fjórar vikur til kosninga. Þetta gefur allt tilefni til bjartsýni! Betri tíð með blóm í haga með nýrri ríkisstjórn og sæla sumardaga. Allir að bretta upp ermar eða bara í stuttermabolina.
mbl.is Fylgi Samfylkingar minnkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að gerast

VG-S-1-Atli_Gislason_055VG-S-2-Alma_Lisa_Jott_009VG-S-3-Ragnheidur_Eiriksdottir_050

Það hrúgast inn kannanir þessa dagana og öllum ber þeim saman um að Vinstri græn verða sigurvegarar kosninganna í vor. Atli Gísla stóð sig frábærlega á Stöð 2 áðan og Alma Lísa bloggvinkona er á leið á þing. Gaman væri ef Heiða einnig bloggvinkona færi með Atla og Ölmu inn. Þetta er frábært.


mbl.is Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biskupinn varar við umhverfisvá - Stjórnarsinnar froðufella

biskupinnStundum þegar biskupinn predikar leggja menn við hlustir og nú virðist hann hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann talar um umhverfisvá og það að áherslan á endalausar framfarir sé tál og þá tryllast margir stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna. Maður þarf ekki annað en að lesa bloggfærslur nokkurra froðufellandi stjórnarsinna hér á moggablogginu til að staðfesta þetta. Það skyldi nú ekki felast sannleikskorn í þessum orðum Karls Sigurbjörnssonar? Og það hittir greinilega á veikan blett bloggaranna. Séra Karl segir meðal annars: "Við þurfum að hlusta eftir því og taka mark á, þegar sífellt fleiri upplýsingar benda til að framtíð lífs á jörðu sé ógnað af manna völdum. Við göngum freklega gegn lífríki jarðar með græðgi okkar og yfirgangi og rányrkju. Við erum að uppskera ávexti blindrar og guðlausrar tæknihyggju og manndýrkunar. Engin algild gildi né lögmál virðast lengur virt, allt er falt, rétt og rangt er einungis álitið afstætt. Eða öllu heldur, aðeins aflsmunur. Hinn auðugi og sterki hefur rétt fyrir sér. Þetta er skelfileg lygi sem leiðir til glötunar, upplausnar samfélags og menningar. Boðskapur fagnaðerindisins er köllun til iðrunar og afturhvarfs."

Það er mikið til í þessum orðum og í raun þörf ábending til okkar allra. Séra Karl segir einnig: "Til að hamla gegn aðsteðjandi umhverfisvá þarf samstillt átak hinna mörgu. En umfram allt þurfum við öll að horfa í eigin barm og endurmeta lífsstíl ágengni og sóunar og temja okkur lífsstíl hófsemi og hógværðar. Við verðum að fara að horfast í augu við að draumar okkar og framtíðarsýnir séu ef til vill byggðar á kolröngum forsendum. Að áherslan á endalausar framfarir, sívaxandi auð og velsæld, mátt hins hrausta, sterka og stælta, er tál. Á móti kröfum hátækni og háhraða og hámörkun afkasta og ágóða, þarf að koma vægi alúðar og umhyggju fyrir lífinu, landinu, náunganum, ungviðinu veika og brothætta."

Ég veit ekki af hverju sumir stjórnarsinnar eru svona reiðir yfir þessari ræðu en það er ef til vill skiljanlegt að það sé kominn kosningaskjálfti í menn en samt alger óþarfi að bregðast illa við. Hér er hægt að lesa alla predikun biskupsins og bloggfærslur hinna reiðu bloggara má finna til hægri við fréttina á mbl.is. Gleðilega páska. 


mbl.is Áherslan á endalausar framfarir er tál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

58% þjóðarinnar vill stóriðjustopp og Jón Sig skilur það ekki

ruv.is

Það eru afar ánægjulegar niðustöður úr könnun Gallup eða eins og segir í frétt Ríkisútvarpsins: "58% þjóðarinnar vilja að hlé verði gert á frekari stóriðju næstu 5 árin samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Spurt var hvort fólk væri hlynnt eða andvígt því að hlé verði gert á frekari stóriðju í landinu næstu fimm árin. Tæp 33% þjóðarinnar eru því andvíg." Þetta þýðir að innan við þriðjungur þjóðarinnar styður stefnu stóriðjuflokkanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks en nær 60% styðja stefnu Vinstri grænna og Samfó um að fresta eða leggja á hilluna frekari stóriðjuframkvæmdir. Þannig fær annar iðnaður að blómstra og vextir munu lækka og þenslan í þjóðfélaginu mun minnka. Þetta skilur fólk en því miður skilur Jón Sigurðsson iðnaðaráðherra Framsóknarflokksins þetta alls ekki og hann dregur í efa að "fólk hafi skilið spurninguna". Er það nema von að Framsóknarflokkurinn sé að mælast með 8% fylgi? Það er kominn tími til að losa sig við íhaldið og B-deildina úr ríkisstjórn með sína 19. aldar atvinnustefnu og hleypa ferskum hugmyndum að. Þess vegnamun fólk kjósa X-V í vor.

Könnun: 58% vilja stóriðjustopp 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.