Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 22:03
Steingrímur klikkar ekki
Maður er nú kannski ekki alveg hlutlaus en þegar langt er liðið á umræður um "stefnuræðu" Gers H. Haarde þá getur maður ekki annað en verið ánægður með þrjár frábærar ræður sem bera auðvitað af. Steingrímur kom strax á eftir Geir og tók Samfylkinguna í bakaríið og þessa ríkisstjórn yfirleitt. Þetta voru orð í tíma töluð eftir að reynt hefur verið að klína því á Steingrím að það hafi verið hann sem "klúðraði" því að hér yrði mynduð vinstristjórn. Auðvitað var það Samfylkingin með Ingibjörgu og Össur svo á hælum hennar, sem klikkaði. Samfó er jú í stjórn með íhaldinu og gaf aldrei kost á stjórn með Vg og Framsókn. Sorgleg staðreynd sem sumir innan Samfylkingarinnar eiga erfitt með að sætta sig við.
Hinar tvær frábæru ræðurnar komu frá glæsilegum nýliðum á Þingi: Katrínu Jakobsdóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur. Til hamingju með þessar upphafsræður sem lofa svo sannarlega góðu.
Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.6.2007 kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.5.2007 | 09:50
Odd Nerdrum með skandal
Árið 2002 lýsti norski (íslenski) kitschmálarinn Odd Nerdrum því yfir að hann ætlaði aldrei að veita norskum fjölmiðlum viðtöl framar. Í kjölfarið flutti hann til Íslands og er nú með íslenskan ríkisborgarétt. Nú hefur hann hinsvegar sagt að hann verði viðstaddur blaðamannafund, sem boðað hefur verið til í Ósló í dag í tilefni af bók, sem verið er að gefa út um verk Nerdrums. Semsagt enginn skandall heldur bara ný bók:)
Nerdrum tekur þátt í blaðamannafundi í Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2007 | 22:07
En hvað með kynferðislega áreitni?
Það tók Ómar R. Valdimarsson og félaga hjá Impregilo tvo daga að hamra saman þessari ítarlegu fréttatilkynningu. Þetta kemur í kjölfar ítrekaðra ásakanna um slæman aðbúnað erlendra verkamanna, núna Portúgala, á Kárahnjúkum. En Ómar gleymir að minnast á að engin kynferðisleg áreitni eigi sér stað undir Þrælahálsi. Úr frétt á mbl.is:
"Hrafndís Bára Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður öryggisdeildar Impregilo, sagði í fréttum Útvarpsins, að illa hafi verið komið fram við portúgalska starfsmenn við Kárahnjúka. Einnig séu dæmi um að konur á vinnusvæðinu sæti alvarlegu kynferðislegu áreiti yfirmanna.
Og af ruv.is: "Fyrrverandi starfsmenn við virkjunina hafa líkt vinnuaðstæðum þar við þrælahald, þeir séu látnir vinna í vatni sem nái þeim upp að hnjám í göngum þar sem skyggni sé örfáir metrar vegna mengunar. Þá sé maturinn í göngunum nánast óætur og Portúgalar séu látnir vinna lengur en aðrir starfsmenn og fái minna borgað."
Ef ég kallaði Ómar og félaga hjá Imregilo "þrælahaldara" þá myndi hann sennilega kæra mig fyrir meiðyrði svo það hvarflar ekki að mér að gera það.
Impregilo segist ekki mismuna fólki í launum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
29.5.2007 | 12:19
Svíar sýna fordæmi: sleppum þessum "fegurðarsamkeppnum"
Enn og aftur ganga Svíar á undan með gott fordæmi. Sleppa því að senda fulltrúa á þessa hallæris "keppni" kennda við fegurð. Annar vinkill á málið er keppnin sem haldin var á Ísafirði með raunverulega fallegu fólki. Þar sem allt snérist ekki bara um útlit og að ganga á palli í bikini. Í frétt á ruv.is segir:
"Svíar hafa ákveðið að senda ekki fegurðardrottningu sína í keppnina um fegurstu konu heims, Miss Universe, sem fer fram í kvöld i Mexíkó. Ástæðan er sú að Svíar telja að keppnin lítillækki konur.
Umboðsmaður sænsku keppninnar hefur einnig breytt um aðferð til að hafa uppi á fegurstu konu landsins. Hin hefðbundna sýning þar sem keppendur ganga um á sviði í baðfötum og kvöldkjólum heyrir sögunni til. Þess í stað geta stúlkur sótt um að verða fegurðardrottning, rétt eins og hvert annað starf. Þar af leiðandi þykir það ekki hæfa fyrir ungfrú Svíþjóð, Isabel Lestapier Winqvist, að taka þátt í keppninni í kvöld, þar sem þeir mælikvarðar sem þar er notast við séu ekki lengur í gildi í heimalandi hennar."
Til hamingju með þetta Svíar! Vona að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið t.d. við Íslendingar. Ég læt svo fylgja mynd af einhverjum voða fallegum sterabolta.
Ungfrú Alheimur krýnd í Mexíkó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2007 | 07:46
Snjóflóð og menningarflóð
Það má teljast mesta mildi að enginn sjömenninganna skyldi hafa slasast eða eitthvað þaðan af verra hent þau í snjóflóðinu. Ég var nýbúinn að ná í Huga og félaga hans aftur úr Fjallinu þegar þetta gerðist. Það hljómar dálítið spennandi af fá far niður af toppnum á snjóbreiðu en sennilega skemmtilegra eftir á heldur en að lenda í því.
Í Morgunblaðinu á föstudaginn skrifaði Anna Jóa svo um annarskonar flóð nefnilega myndlistarflóðið á Akureyri undir fyrirsögninni "Kraumandi listalíf". Þetta er áhugaverð grein og ég stal henni af síðunni hans Jónasar Viðars félaga míns og birti hér með nokkrum tenglum.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 2007 BLS. 19
Kraumandi listalíf
Athafnasemi á myndlistarsviðinu á Akureyri takmarkast ekki viðviðburði á Listasumri, heldur ríkir þar í bæ mikill myndlistaráhugi og gróska í sýningarhaldi allan ársins hring. Listasafnið á Akureyri hefur fyrir löngu sannað gildi sitt meðmetnaðarfullu sýningarhaldi, líkt og hið einstæða Safnasafn við Svalbarðsströnd.
Gróskuna í listalífi bæjarins má ekki síst rekja til starfsemi Myndlistaskólans á Akureyri sem nýlega fagnaði 33. starfs ári sínu með árlegri útskriftarsýningu. Skólinn býður upp á nám á háskólastigi í myndlist og listhönnun og er sem slíkur valkostur við höfuðborgarsvæðið. Skólinn stendur einnig fyrir námskeiðum fyrir börn, unglinga og fullorðna og þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þeirrar starfsemi í samfélaginu. Myndlistaskólinn á Akureyri er viðurkenndur afmenntamálaráðuneytinu og styrktur af ríki og bæ en tryggja þyrfti fjárhagslegan rekstrargrundvöll hans til framtíðar.
Á Akureyri eru starfrækt fjölmörg sýningarrými og gallerí. Pistilhöfundur brá sér norður á dögunum og heimsótti sýningarrýmið galleriBox sem Menningarmiðstöðin Listagil við Kaupvangsstræti hefur umsjón með og rekið er af hópi myndlistarmanna sem hafa þar vinnustofur. Á sýningu Þórunnar Eymundardóttur Hornberi hafði Boxinu verið pakkað inn og sviðsett þar nokkurs konar gægjusýning með hreindýraívafi. Næsti sýnandi er Margrét H.Blöndal sem tilnefnd var til íslensku sjónlistaverðlaunanna á síðasta ári en stofnað var til þeirra að frumkvæði Listasafnsins á Akureyri.
Listalífið er sérstaklega blómlegt við Kaupvangsstrætið. Í Jónas Viðar Gallery sýnir nú Þorvaldur Þorsteinsson en hann er Akureyringur að uppruna og hóf einmitt myndlistarnám sitt í Myndlistaskólanum. Áhugaverðar myndlistarsýningar hafa verið í Populus Tremula, menningarsmiðju í Listagilinu. Í Deiglunni í Listagilinu sýnir um þessar mundir Pétur Örn Friðriksson verk sem lúta m.a. að ferðalögum og farartækjum.
Brekkugatan státar af tveimur galleríum. Þar er Gallerí DaLí rekið, ásamt vinnuaðstöðu, af tveimur nemendum Myndlistaskólans, þeim Sigurlínu M. Sveinbjörnsdóttur eða Línu, sem nú sýnir í galleríinu í tengslum við útskrift sína, og Dagrúnu Matthíasdóttur. Framtak þeirra endurspeglar þann myndlistaráhuga sem starfsemi skólans hefur í för með sér.
Gallerí + við Brekkugötu 35 hefur verið starfrækt frá 1996 af hjónunum Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur og Joris Rademaker af löngun til að skapa viðbót (samanber +) í listaflóru bæjarins. Nú er þar sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, sem framlengd hefur verið þrisvar sinnum vegna mikillar aðsóknar. Vel heppnuð sýning Aðalheiðar samanstendur af skúlptúrum og lágmyndum auk blárrar birtu úr lofti og er byggð inn í rýmið. Í sumar verður þarna sýning Guðrúnar Pálínu sem fjallar um sjálfsmynd hennar út frá stjörnukorti. Gallerí +er rekið í sjálfboðavinnu og nýtur lítilla sem engra styrkja og virðist sú vera raunin með ýmis önnur sýningarrými á Akureyri þau virðast ekki rekin með hagnað að leiðarljósi. Mikilvægt er að styðja við bakið á slíkri hugsjónastarfsemi sem er mikilvægur þáttur í aðdráttarafli bæjarins.
Anna Jóa
Sjö manns lentu í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 00:21
Gullpálminn til Rúmeníu
Það mætti halda að þetta væri samsæri austurblokkarinnar. Allt svindl og svanárí...? Reyndar ekki, frekar en annarsstaðar, heldur er myndin 4 Luni, 3 Saptamini si 2 Zile (4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar) sennilega bara afar góð mynd og á þennan Gullpálma fyllilega skilinn. Til hamingju Cristian Mungi með myndina og pálmann. Myndin gerist í Rúmeníu seint á níunda áratugnum segir frá tveimur vinkonum sem leita allra leiða til að koma annarri þeirra í ólöglega fóstureyðingu. Löng skot einkenna víst myndina og eru hennar aðal sjarmi auk aðalleikkonunnar, Anamaria Marinca, sem heldur myndinni uppi með mögnuðum en hófstilltum leik samkvæmt lýsingum Birtu Björnsdóttur í Cannes. Aðdráttarafl myndarinnar felst ekki síður í þeirri yfirvofandi eymd sem áhorfandinn skynjar allan tímann án þess að verið sé að velta sér uppúr því dapurlega. Umsögn tyrkneska rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Orhan Pamu lofar góðu en hann segir Þetta er alveg ótrúlega falleg mynd og maður naut hverrar sekúndu við að horfa á hana. Við vorum næstum öll á einu máli um, að þetta væri besta mynd hátíðarinnar.
Vonandi fáum við að sjá myndina hér uppfrá fljótlega sem kærkomna hvíld frá Hollywoodvellunni. Mig langar auðvitað líka til að sjá myndina No Country For Old Men þeirra Coen bræðra en mér fannst ansi slappt af þeim að mæta ekki á lokaathöfnina þó að þeir hafi ekki hlotið gullið að þessu sinni. En kannski komust þeir bara ekki eða vissu ekki að Jane Fonda myndi mæta til að afhenda verlaunin og fara í smá leikfimi. Synd að missa af þessu.
Fagnað þegar tilkynnt var að gullpálminn færi til Rúmeníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2007 | 10:45
Kúkað á Bush
Bush fékk óvænta flugsendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2007 | 12:15
Akureyringar taka af skarið
Strandsiglingar hefjast aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2007 | 08:28
Til hamingju með það
Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2007 | 16:51
Brengluð siðferðiskennd
Það er eitthvað að siðferðiskennd þeirra sem hafa gaman að því að spila svona nauðgunarleiki eins og líst er í frétt mbl.is. Þetta er hreinn viðbjóður af lýsingum að dæma. Maður verður ekki nauðgari af því að spila leikinn, ekki frekar en maður verður morðingi af því að spila morðleiki," segir náunginn sem stendur fyrir síðunni þar sem hægt er að spila "leikinn". Þetta gerir hinsvegar nauðganir að "leik" og fá einhverja til að finnast nauðgun ekki vera alvarlegur glæpur. Það er málið.
"Afar ósmekklegur leikur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?