Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Sjómannadagur í skugga kvótakerfis og aflahruns

höfninTil hamingju með daginn sjómenn! Það er sáttatónn í Einari K. í dag. Því ber að fagna. Hann vill jafnvel þverpólitíska samstöðu um aðsteðjandi vanda sjávarútvegsins. Hér á Akureyri var engin formleg dagskrá í tilefni sjómannadagsins. Siglingaklúbburinn Nökkvi stóð samt undir nafni, þó að full hvasst hafi verið fyrir seglbáta á Pollinum.

Sjómannadagurinn á að vera hátíðisdagur og það er til fyrirmyndar hvern staðið er að deginum víða um land: Vestmannaeyjar, Þórshöfn, Ólafsfjörður, Patreksfjörður, Reykjavík, Grindavík, Hafnarfjörður og margir fleiri staðir gera þetta með myndarbrag. En því miður hvorki hér á Akureyri né á Dalvík. Tillögur Hafró ýta vonandi við einhverjum og segja okkur enn og aftur að þetta kvótakerfi er meingallað. Flateyri ætti einnig að vara okkur við. Allt of mörg sjávarplássin hafa liðið vegna stefnu stjórnvalda síðustu áratugi. Vonandi er þessi eyðimerkurganga senn á enda og við getur tekið skynsamleg stjórnun þar sem umhverfi, náttúra og fólk verður fyrirrúmi en ekki aðeins sægreifar.


mbl.is Sjávarútvegsráðherra: Stöndum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunveruleikaþáttur og Sigurður Kári Kristjánsson

429546A Það létti víst mörgum hollendingum í gær þegar í ljós kom að "raunveruleikaþátturinn" um nýrnargjafa var ekki allur þar sem hann var séður. "Raunveruleikaþáttur um dauðvona konu sem átti að ákveða hver fengi úr henni annað nýrað reyndist þegar til kom vera gabb. Þegar þátturinn fór í loftið í kvöld greindi kynnirinn frá því að umrædd kona væri í rauninni leikkona, og væri alls ekki að deyja af völdum heilaæxlis, eins og látið hafði verið í veðri vaka.
Allt hafi þetta verið til þess gert að þrýsta á hollensk stjórnvöld að gera umbætur á líffæragjafakerfinu í landinu og vekja athygli almennings á brýnni þörf fyrir líffæragjafir.
Sjúklingarnir þrír sem áttu að „keppa“ um nýrað úr gjafanum eru í raun sjúklingar sem þurfa á líffæraígræðslum að halda, en þeir tóku þátt í gabbinu.
Sjónvarpsstöðin hefur verið gagnrýnd harðlega undanfarna daga fyrir að þátturinn væri smekklaus og siðlaus."

Það hefur tekist vel að vekja athygli á líffæragjöfum og nauðsynlegum endurbótum sem þarf að gera á kerfinu. 

sigurður.káriSigurður Kári Kristjánsson ræðst á hinn nýja og glæsilega þingmann Atla Gíslason. SKK gerir þetta í vandræðalegum pistli á bloggsíðunni sinni. SKK segir meðal annars: "Fram til þessa hafa alþingismenn séð sóma sinn í því að virða þessar hefðir (innsk. mæta í messu), hvaða álit sem þeir hafa haft á þeirri persónu sem gegnir embætti forseti, hvort sem þeir eru hlynntir eða andsnúnir ríkisstjórninni eða standa innan eða utan þjóðkirkjunnar.  Atli Gíslason ákvað hins vegar að gera það ekki." Í fyrsta lagi er þetta ekki rétt hjá Sigurði Kára. Það eru sem betur fer mörg dæmi um þingmenn sem sáu ekki ástæðu til að mæta í messu við setningu þings. Atli Gíslason á heiður skilinn fyrir að sýna samstöðu með samkynhneigðum og styðja þá í baráttunni um að prestar megi gefa þá saman í hjónaband.

Það myndi heyrast hljóð úr frjálshyggjuhorni ef þingmenn í Tyrklandi mættu allir í moskuna áður en þing væri sett þar í landi! 

Tímarnir breytast sem betur fer og sumar "hefðir" eiga ekki lengur við. Það á ekki að halda í hefðir hefðanna vegna. Jafnvel Sigurður Kári hlýtur að fatta það. 

SKK heldur því svo fram að Atli Gíslason hafi ekki mætt í messuna "til að vekja athygli á sjálfum sér" Þetta er brandari eins og reyndar málflutningur og pistill Sigurðar Kára í heild sinni.

Niðurlaginu í löngum pistli eyðir Sigurður Kári í skítkast í mig vegna þess að ég vildi ekki vera með bindi í þingsal. Það er merkilegt að sjálfskipaðir varðhundar frelsisins skuli vilja segja öðru fólki hvað það á að gera og hvernig það eigi að vera allt í nafni "hefðanna". Sigurður Kári er búinn að stimpla sig endanlega út. 


mbl.is „Raunveruleikaþáttur“ um nýrnagjafa reyndist gabb
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múrinn fallinn

múrinn

"Mér sýnist þeir vera 2698, dagarnir sem Múrinn var uppi. Og þegar best lét voru 13 greinar á Múrnum á viku, allar vikur á ári. Það gera um 670 greinar á ári. Seinna fækkaði þeim en heildarfjöldi greina gæti samt verið í námunda við 4000. Þetta er allgóður skammtur af róttæku lesefni. Við þetta tækifæri er því full ástæða til að vekja athygli lesenda á dálkinum Eldra efni. Á þessari stundu er hægt að skoða allt heila klabbið." Svo skrifar Stefán Pálsson á veftímaritið róttæka og frábæra, Múrinn, í gær. Lokaorðin eru einnig Stefáns:

"Það er engin uppgjöf í Málfundafélagi úngra róttæklínga. Félagar munu áfram tjá sig um heimsmálin og íslensk stjórnmál. Einn félaginn er kominn á alþingi. Aðrir hafa fastan dálk í útbreiddum blöðum. Enn aðrir tjá sig á netinu. Sá er þetta ritar er nú hættur reglulegum skrifum um stjórnmál en engan veginn laus við þá áráttu að vilja breyta heiminum til hins betra. Þeirri áráttu deila allir höfundar Múrsins og traustasti lesendahópur hans.

Því er rétt að sleppa kveðjum, við munum öll hittast í baráttunni. Múrinn heyrir sögunni til en þó aðeins sem kafli í lengri sögu sem ekki er lokið: sögunni um þau áhrif sem venjulegt fólk vill hafa, á að hafa og getur haft."


mbl.is Múrinn lagður niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.