Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
21.6.2007 | 07:41
Aukin útgjöld til hermála og áfram tryggustu bandamenn Bush
Utanríkisráðherrann Ingibjörg Sólrún er í heimsókn hjá vinum okkar í austrinu (Norðmönnum) og er að spjalla um "varnarmál" og hvað það muni kosta okkur að hafa norskar herþotur yfir hausunum á okkur: "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að Íslendingar þurfi að horfast í augu við verulega aukningu í útgjöldum vegna varnarmála en sá útgjaldaliður verður í fyrsta sinn í næstu fjárlögum."
Ögmundur Jónasson skrifar góðan pistil um annan "varnarfund" Ingibjargar Sólrúnar og Geirs H. Haarde með Nicolas nokkrum Burns aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pistill Ögmundar er þrusugóður og yfirskriftin er: STÓÐ EKKI TIL AÐ NÝ RÍKISSTJÓRN MÓTMÆLTI ÍRAKSSTRÍÐINU?
![]() |
Utanríkisráðherra ræddi varnarmálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.6.2007 | 10:13
Bömmer fyrir Repúblikana
Michael R. Bloomberg, borgarstjóri í New York, sagði sig úr Repúblikanaflokknum í gær til að bjóða sig fram sem óháður fulltrúi í forsetakosningunum á næsta ári. Bloomberg er fullkominn tækifærissinni því árið 2000 sagði hann sig úr Demókrataflokknum til að vera fulltrúi Repúblikana í borgarstjórakosningunum í New York. Þetta er mikill bömmer fyrir Repúblikana því það er augljóst að hann mun aðallega taka atkvæði frá forsetaframbjóðenda þeirra. Þetta eykur því líkurnar á því að Hillary Clinton eða Barak Obama verði forseti. Michael Moore sagðist í viðtali ennþá vona að Al Gore verði frambjóðandi Demókrata en það þykir flestum ósennilegt. En þetta skref Bloombergs eykur líkurnar á því að það séu skárri tímar framundan í BNA og var kominn tími til eftir hið svarta Bush tímabil.
![]() |
Bloomberg segir sig úr Repúblikanaflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.6.2007 | 08:59
Biðlistana burt og málum bæinn bleikan
Könnunin á áhrifum biðlista á eldra fólk er þarft innlegg í umræðuna um stöðu aldraðra og kemur ekki á óvart. Að hverju er Samfylkingin hætt að hrópa "biðlistana burt"? Og var Ingibjörg Sólrún ekki strax farin að draga í land með að útrýma biðlistum og farin að halda því fram að það verði alltaf til biðlistar? En er ekki allavega málið að stytta þá eins og kostur er eða á að halda áfram að búa til fleiri sjúklinga með þessum bilistum? Steinunn Arna Þorsteinsdóttir og Díana Dröfn Heiðarsdóttir eiga þakkir skildar fyrir að vekja áthygli á tengslum þunglyndis og biðlist. Nú þarf bara að vinna í málunum en ekki yppta öxlum.
Til hamingju með daginn konur og karlar. Ég ætla að fá lánaðan bleik/hvítan arabaklút sem Lóa Aðalheiður skilur helst ekki við sig. Hún á nóg af bleikum flíkum en ég ekki. Þá get ég sagt fólki hér í Berlín að það sé hátíðisdagur á Fróni og allir í bleiku.
![]() |
Aldraðir á biðlistum þjást af þunglyndi og kvíða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2007 kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2007 | 13:34
Veisla í Berlín
Ég veit ekki betur en að 17. júní hátíðarhöldin hafi farið vel fram einnig hér í Berlín. Það voru allavega flestir í sólskinsskapi í veislu í sendiherrabústaðnum og Ólafur Davíðsson ásamt konu sinni Helgu og tveim sonum tóku á móti gestum. Það var fjöldi fólks, íslendinga og þjóðverja og fleiri sem gæddu sér á pylsum og kóki. Svanir, endur og fólk synti framhjá og stemningin var fín. Húsið er flott og á frábærum stað svo það er ekkert skrítið að það hafi kostað eitthvað. En mér sýnist þeim peningum hafi verið vel varið og húsið kemur að góðum notum. Hugi tók mynd af sendiherrabústaðnum og veislugestum og svo er hægt að skoða fleiri myndir sem hann tók í Feneyjum og á tvíæringnum hér.
Egill Helga missti semsagt af góðri 17. júní veislu hér í Berlín og flaug í staðinn til Grikklands ennþá með einhverjar ranghugmyndir um DIE LINKE og Vinstri græn. En það verður bara að hafa það.
![]() |
Hátíðarhöld fóru vel fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2007 | 10:37
17. júní, DIE LINKE og Sendiherrabústaðurinn í Berlín
17. júni heilsar með sól og blíðu hér í Berlín. Þetta er einnig hátíðisdagur hér því þess er minnst að þennan dag fyrir rímlega 50 árum gerðu verkamenn í austurhluta Þýskalands uppreisn sem var barin niður. Í gær var svo sögulegur dagur þegar stjórnmálaflokkurinn DIE LINKE var formlega stofnaður og Oskar Lafontaine kosinn formaður með meira ein 80% atkvæða og einnig Lothar Bisky. Framtíðarformaðurinn hlýtur svo að vera Katja Kipping, ung og hress baráttukona sem setið hefur á þinginu frá 2005 og lagt áherslu á umhverfismál, alþjóðavæðingu og femínisma. Hún fékk glæsilega kosningu sem varaformaður og hefur verið gagnrýnin á gömlu karlana í forystunni. Í gærkvöldi lauk glæsilegum fundi sem blés baráttukrafti í brjóst og bjartsýni á komandi tíma með nýjum fe´lögum sem gengu til liðs við DIE LINKE einnig frá Sósíaldemókrötum og Græningjum.
Við ætlum að skreppa í Grunewalds og heilsa uppá sendiherrahjónin sem bjóða til grillveislu og það verður spennandi að sjá þennan rándýra sendiherrabústað sem olli miklu fjaðrafoki á Íslandi fyrir nokkrum árum. Það verður einnig gaman að hitta þær systur Bjarnheiði og Líneyju Höllu sem eru hér við nám og störf. Þetta verður vonandi góður dagur í góðum hópi og mikill hátíðisdagur.
![]() |
Dagskrá hátíðarhalda þjóðhátíðardaginn 17. júní á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2007 | 12:12
Vinstriflokkurinn formlega stofnaður á morgun
Ég er staddur á landsfundi Die Linke.PDS í Berlín sem fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Það er mikið stuð því það stendur heldur betur mikið til: á morgun verður Vinstriflokkurinn formlega stofnaður og það eru söguleg tíðindi að fólk úr vestri og austri myndar öfluga hreyfingu sem mun hafa mikil áhrif á stjórnmál og þjóðmál í Þýskalandi og í Evrópu.
Die Linke mun hafa öflugan stuðning í austurhluta Þýskalands þar sem flokkurinn myndar meirihluta í mörgum sambandslöndum og borgum með 130 bæjar- og borgarstjóra og um 6500 fulltrúa í bæjar- og borgarstjórnum. Hingað til hefur landið verið erfiðara í vesturhlutanum en það er að breytast til dæmis með tilkomu vinsælla og öflugra stjórnmálamanna á borð við Oskar Lafontain sem er formaður WASG sem kemur til liðs við Vinstriflokkinn.
Formaður DieLinke.PDS Lothar Bisky var að halda þrumuræðu og kveðja PDS nafnið formlega og hefja nýja sókn með nýju fólki og nýjum hugmyndum en sömu hugsjónum um félagslegt réttlæti, frið og velferð fyrir alla.
Aðeins of mikið klappað inní ræðuna hans Lothars en stemningin er þannig að fólk ræður sér ekki fyrir kæti. Það er mikill heiður að fá að vera fulltrúi Vinstri grænna á þessum sögulega landsfundi og verða viðstaddur stofnun Vinstriflokksins hér í Berlín.
Ég hef auðvitað fylgst náið með þýskum stjórnmálum síðustu 15 árin og hallaðist í upphafi mjög að Græningjum en er nú sannfærður um að nýtt upphaf Die Linke og vinstrifólks með áherslu á umhyggju fyrir umhverfinu, og félagslegt réttlæti, kvenfrelsi og friði sé rétt skref.
Það eru mikilvæg verkefni framundan. Barátta gegn uppgangi hægri öfgamanna, nýnasista. Barátta gegn eyðileggingu velferðarkerfisins sem stóra samsteypustjórn krata og íhaldsmanna stendur fyrir. Það er fjöldi landsþingskosninga á næsta ári þar sem Vinstriflokkurinn ætlar að stimpla sig rækilega inn, í Hamborg, neðra-Saxlandi, Hessen og Bæjarlandi sem verður sennilega erfiðasta verkefnið því Bæjaralandi ert kaþólskt og íhaldsamt en sem betur fer er þar einnig skapandi fólk og bjartsýnt sem styður félagslegt réttlæti og því fólki fer fjölgandi og þau munu kjósa Vinstriflokkinn.
Það eru því bjartir tímar framundan og næg verkefni fyrir Vinstriflokkinn "Die Linke" hér í Þýskalandi.
14.6.2007 | 09:31
Endurbyggjum Hótel Akureyri
Íbúaþingið "Akureyri í öndvegi" er eitthvað það best heppnaða og jákvæðasta sem gert hefur verið í skipulagsmálum á Akureyri á síðustu árum. Það ber fyrst og fremst að þakka dugnaði og atorku Ragnars Sverrissonar kaupmanns í miðbænum sem hefur óbilandi áhuga á því að auka líf og endurreisa virðingu Miðbæjarins á Akureyri. Það gladdi mig mikið að í þeim gögnum sem stuðst var við i tillögugerð fyrir hönnun Miðbæjarins var húsið við Hafnarstræti 98 (oftast kallað Hótel Akureyri) með í nýrri miðbæjarmynd. Það var afar rökrétt enda síðasta húsið í röð fallegra húsa í heildstæðri götumynd Hafnarstrætisins eða "Göngugötunnar" eins og hún er gjarnan kölluð. Götumynd sem enn er til staðar og sem betur fer hafa nokkur þeirra húsa sem standa austan megin í Hafnarstræti verið gerð glæsilega upp af Hólmsteini Snædal listasmiði og félögum á síðustu árum og hlotið nýtt og verðugt hlutverk.
Hamborg, París og "Kaupmannahöfn"
Endurbyggingin var gerð fyrir tilstuðlan hjónanna Ingu og Sigmundar. Það er ekki langt síðan húsið Hamborg var endurbyggt og þar er nú rekin ljómandi matvöruverslun og norðan við Hamborg er húsið París sem var endurbyggt fyrir allnokkru og þar er nú rekið blómlegt kaffihús, tónleikastaður og falleg blómabúð. Síðasta húsið í röðinni er Hótel Akureyri (sem Hólmsteinn Snædal hefur gert tillögu um að nefnt verði "Kaupmannahöfn"). Húsið má muna sinn fífil fegurri rétt eins og París og Hamborg áður en húsin voru gerð upp. Hótel Akureyri á sér merka sögu en hefur verið látið drabbast niður í áratugi. Þar er nú rekin falleg lítil kaffibúð, bakarí miðbæjarins, skrifstofa Vinstri grænna og fyrir skömmu var einnig barnafataverslun í húsinu. Efri hæðir og kjallari hafa lengi verið ónotuð og yfirgefin. Hótel Akureyri (Kaupmannahöfn) er perla sem þarf að pússa ærlega og þá mun hún skína sem aldrei fyrr. Auðvelt væri að koma fyrir íbúðum á efri hæðunum og hafa skrifstofu, bakarí og kaffihús eða verslanir á jarðhæð. Jafnvel væri hægt að byggja við húsið að aftan og nýtt stigahús til að auka notagildi hússins. Úrtölumenn hafa haldið því fram að húsið sé ónýtt og að of dýrt sé að endurbyggja það, þetta sé auk þess ekki fallegt hús. Þessum fullyrðingum vísa ég til föðurhúsanna enda hafa þeir sem best þekkja sagt að vel sé hægt að endurbyggja húsið á skynsamlegan hátt og fegurð hússins og notagildi mun koma í ljós þegar endurgerðinni er lokið.
Stoppum niðurrifið
Það er því í hæsta máta einkennilegt að nú eigi að rífa húsið og byggja steinsteypuglerhýsi á sama stað. Það er ömurleg skammsýni. Þegar þetta er skrifað er einmitt verið að endurbyggja síðustu perluna í Listagilinu, "Bögglageymsluna" og þar verður opnaður glæsilegur veitingastaður í sumar. KEA á heiður skilinn fyrir að ráðast í þessar endurbætur og óskandi væri að Akureyrarbær sem á stærstan hluta í Hafnarstræti 98 sýndi sömu framsýni og gæfi athafnamönnum kost á því að endurbyggja húsið í stað þessa að rífa það niður. Og vonandi verður það gert því nægilega mörg slysin höfum við þurft að horfa uppá þegar gömul hús eru rifin niður og steypuklumpum komið fyrir í staðinn.
Greinin birtist í Vikudegi 7.júní 2007
Greinar | Breytt 15.6.2007 kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.6.2007 | 15:12
Þarft framtak hjá Framtíðarlandinu
Framtíðarlandið stóð fyrir áhugaverðum morgunfundi í dag þar sem arðsemi Kárahnjúkavirkjunar var til umræðu frá mörgum sjónarhornum. Afar ítarleg og faglega unnin skýrsla með afdráttarlausri niðurstöðu hefur verið gefin út. Eins og við var að búast er fulltrúi Landsvirkjunar á fundinum henni afar ósammála en Landsvirkjun verður nú að gefa skýringar á mismuni sinna útreikninga og Framtíðarlandsins. Ég fagna því að slappast niður eins og sumir aðrir hjá Samfó í þessu máli. Hrós til Þórunnar. Hér er svo skýrslan öll og lokaorðin hljóma svo:
"Hlutverk hins opinbera er ekki að velja út einstakar atvinnugreinar og leggja almannafé í þær til að fjölga störfum í einstökum byggðarlögum. Hlutverk hins opinbera er að efla grunngerð samfélagsins og beita almennum aðgerðum til þess að hver einstaklingur fái notið sín og einkaframtakið geti blómstrað. Bestu stjórnarhættir voru ekki hafðir að leiðarljósi við undirbúning og ákvarðanatöku tengda Kárhnjúkavirkjun. Viðhorf minnihlutans voru ekki virt né krafa um réttlæti á milli kynslóða. Auk þess fer því fjarri að sýnt hafi verið fram á að Kárahnjúkavirkjun standist arðsemiskröfur sem gera ber til fjárfestinga í atvinnulífi. Verulegt tap verður á framkvæmdinni ef reiknað er með lágmarks afgjaldi fyrir landnotkun og hóflegar bætur greiddar fyrir umhverfisspjöll. Í samningum við hið erlenda álfyrirtæki var ekki litið til þeirra verðmæta sem felast í gjaldi fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Áliðnaður er frumframleiðsla sem skilar tiltölulega litlum virðisauka inn í hagkerfið miðað við hinn mikla umhverfis- og virkjanakostnað sem leggja þarf í. Svarið við spurningunni sem lögð var fyrir í upphafi, um það hvort bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði hafi verið rétt og skynsamleg, er án alls vafa nei."
![]() |
Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.6.2007 | 23:08
Frá Feneyjum til Berlínar
Afsakið þetta langa blogghlé en það er einmitt tilkomið vegna langdvalar í Feneyjum og án netsambands! Sýningin hans Steingríms Eyfjörð er frábær og vonandi að sem flestir sem koma á tvíæringinn fari einnig á sýninguna hans þó að íslenski skálinn sé að þessu sinni ekki inni á Giardini heldur niður í bæ rétt hjá Rialto-brúnni. Hér eru upplýsingar um staðsetningu og þessháttar af síðu Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.
Nú er ég kominn í þetta fína netsamband hér í Berlín þar sem við verðum öll fram í byrjun ágúst og get því bloggað aftur af krafti!
![]() |
Mikil aðsókn að íslenska skálanum á Feneyjartvíæringnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2007 | 00:26
Björg Eiríksdóttir opnar sýninguna "Myndir á vegg" á Café Karólínu laugardaginn 9. júní, 2007, klukkan 14
Björg Eiríksdóttir
Myndir á vegg
09.06.07 - 06.07.07
Velkomin á opnun laugardaginn 9. júní 2007, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Laugardaginn 9. júní klukkan 14 opnar Björg Eiríksdóttir sýninguna "Myndir á vegg" á Café Karólínu. Café Karólína opnar nú klukkan 10 alla virka morgna en klukkan 12 á laugardögum og sunnudögum.
Björg segir um verkin: "Hugmyndirnar að verkunum á sýningunni koma úr mínu nánasta umhverfi. Hljóð í prófi í grunnteikningu, birta sem fellur í gegnum trjágreinar og gardínur á vegg og frímínútur. Þetta eru myndbönd, málverk, teikning og texti."
Björg tók B.ed próf frá KÍ árið 1991 og útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2003. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og er þetta þriðja einkasýning hennar.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verk og feril Bjargar ásamt myndum af verkum á síðunni http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/615
Nánari upplýsingar veitir Björg í sima 6916681 og netfangið er bjorg(hjá)vma.is
Meðfylgjandi er myndir af verkum Bjargar sem hún sýnir á Café Karólínu.
Björg verður viðstödd opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 7. júlí 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 9. júní 2007, klukkan 14.
Sýning Jónasar Viðars á Karólínu Restaurant stendur til loka ágúst 2007.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
07.07.07-03.08.07 Elísabet Jónsdóttir
04.08.07-31.08.07 Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07 Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07 Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07 Birgir Sigurðsson
01.12.07-04.01.08 Steinunn Helga Sigurðardóttir
05.01.08-02.02.08 Guðrún Vaka
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 380009
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?