Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
31.7.2007 | 22:56
Brynhildur Kristinsdóttir opnar sýningu á Karólínu Restaurant laugardaginn 4. ágúst 2007, klukkan 14
Brynhildur Kristinsdóttir
Einfaldir hlutir, höfuð, stóll og samskipti
04.08.2007 - 02.02.2008
Velkomin á opnun laugardaginn 4. ágúst 2007, klukkan 14
Karólína Restaurant // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 4. ágúst klukkan 14 opnar Brynhildur Kristinsdóttir sýninguna "Einfaldir hlutir, höfuð, stóll og samskipti" á Karólínu Restaurant í Listagilinu á Akureyri. Allir eru velkomnir á opnunina.
Brynhildur segir um sýninguna: "Í þessari sýningu mætast gömul og ný verk. Með litum, línum og formum langar mig að segja frá en einnig að spyrja, leita og rannsaka. Þetta ferli frá því að maður fær ákveðna hugmynd að verki þangað til hugmyndin fær efnislegt form er í sjálfu sér áhugavert, að fylgja góðum hugmyndum út í samfélagið og skapa eitthvað sem heimurinn raunverulega þarfnast er svolítið magnað. Að fanga tilfinningar og hughrif áður en þær hverfa úr minninu og setja það í form og liti. Og hvað er það sem fær mann til að setja eitthvað af sjálfum sér í efni og form? Ef til vill þörfin fyrir það að vera sýnilegur? Og að vilja hafa áhrif á tíðarandann, sýnilegt og ósýnilegt umhverfi okkar. Mig langar að enda þessa hugleiðingu mína með orðum Gunnlaugs Schevings um listina: Ég hef gaman af því að vinna og hugsa um verkið, það er mér nóg. Listin er mér ekki andleg plága, með dramatík og stórmennskubrjálæði. Ég hef sem sagt ánægju af verkinu, hljóðlátu verki án reginátaka og fellibylja hinna útvöldu stóru anda.."
Brynhildur Kristinsdóttir (f.1965) nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir útskrift úr myndmótunardeild fór Brynhildur til Ítalíu þar sem hún vann með myndhöggvurum en síðan lá leið hennar í Iðnskólann í Reykjavik þar sem hún lærði smíðar. Auk þess að starfa við eigin myndsköpun hefur hún kennt myndlist, átt í samstarfi við ýmsa listamenn og gert leikmynd fyrir dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hún starfar nú hjá Fjölmennt fullorðinsfræðslu fatlaðra.
Brynhildur verður viðstödd opnunina. Sýning Brynhildar á Karólínu Restaurant stendur í sex mánuði eða til 2. febrúar 2008.
Nánari upplýsingar veitir Brynhildur í netfangi bilda(hjá)simnet.is
Meðfylgjandi myndir er af verkum Brynhildar sem hún sýnir á Karólínu Restaurant.
Laugardaginn 4. ágúst klukkan 14 opnar einnig sýning Dagrúnar Matthíasdóttur á Café Karólínu.
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.7.2007 | 22:04
Dagrún Matthíasdóttir opnar sýninguna "Súpur" á Café Karólínu laugardaginn 4. ágúst, 2007, klukkan 14
Dagrún Matthíasdóttir
Súpur
04.08.07-31.08.07
Velkomin á opnun laugardaginn 4. ágúst 2007, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 4. ágúst klukkan 14 opnar Dagrún Matthíasdóttir sýninguna "Súpur" á Café Karólínu.
Á sýningunni verða málverk og myndband. Dagrún segir um sýninguna: ,"Mín fyrstu kynni af kaffi Karólínu voru súpurnar góðu í hádeginu fyrsta árið mitt í Myndlistaskólanum. Minningin um súpu sem aðalmáltíð dagsins varð til þess að ég ákvað að mála súpur í tilefni minnar fyrstu sýningu á Café Karólínu."
Dagrún er ísfirðingur og er búsett á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti af myndlista og handíðabraut og útskrifuð frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2006. Í dag stundar hún nám í nútímafræði við Háskólann á Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir Dagrún í netfangi dagrunm(hjá)snerpa.is
Meðfylgjandi mynd er af einu verka Dagrúnar sem hún sýnir á Café Karólínu.
Dagrún verður viðstödd opnunina. Sýningin á Café Karólínu stendur til 31. ágúst 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 4. ágúst 2007, klukkan 14.
Á sama tíma opnar Brynhildur Kristinsdóttir sýningu á Karólínu Restaurant, fréttatilkynningu um þá sýningu verður birt morgun.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
01.09.07-05.10.07 Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07 Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07 Birgir Sigurðsson
01.12.07-04.01.08 Steinunn Helga Sigurðardóttir
05.01.08-02.02.08 Guðrún Vaka
28.7.2007 | 14:40
Tvinbíll frá Toyota og gasbílar frá Fiat minnst skaðlegir umhverfinu
Það er ef til vill einkennilegt að að tala um "græna bíla" eða "umhverfisvæna bíla" en gott hjá Svisslendingum og mbl.is að benda á lista yfir þá bíla sem hafa minnst umhverfisáhrif í akstri. 6000 bílar eru teknir fyrir og niðurstaðan er sú að tvinnbíllinn (gengur fyrir bensíni og rafmagni) Toyota Prius er sá minnst skaðlegi umhverfinu. Fast á hæla honum koma bílar sem knúnir eru gasi frá Fiat, Fiat Panda og Fiat Punto. Skásti díselbíllinn er VW Polo en hann lendir í 12. sæti. Á svarta listanum eru svo bílar sem íslendingar kannast vel við: Nissan Patrol, Ford Transit og fleiri díselhákar. Nú geta þeir sem neyðast til að aka um á bíl allavega valið skárri bíla en þassa jeppa sem ekkert gera annað en að taka of mikð pláss og menga allt of mikið. Góð auglýsing fyrir Toyota Prius og ætti að vera öðrum bílaframleiðendum hvatnig til að gera enn betur.
Greinin í Neue Züricher Zeitung
Hér er svo tengill í töflu yfir skástu bílana og þá verstu.
Prius grænasti bíllinn á lista Svisslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.7.2007 | 21:57
Rúmlega 17 þúsund Akureyringar
Það er afar ánægjulegt að Akureyringar skuli loksins vera orðnir 17.000. Ég var síðast í gær að segja nokkrum þjóðverjum frá því að það byggju 16 þúsund manns á Akureyri en samt væri þar háskóli, listasafn og myndlistarskóli en færri veitingastaðir og við litla torgið hér í Austurhluta Berlínar sem við sátum á. Nú er semsagt hægt að uppfæra þessar upplýsingar. En hvað eru Íslendingar orðnir margir? Ég segi venjulega bara rúmlega 300.000. Þegar ég var að vinna í íslenska skálanum á EXPO 2000 í Hannover sagði maður alltaf 280.000 sem var ekki fjarri lagi en nú erum við sennilega orðin 215.000 eða hvað? Til hamingju Gabríel Óskar Dziubinski og til hamningu Ivona Dziubinska eð litla bróður og til hamingju Krzysztof Dziubinski og Beatu Mieczyslawa Dziubinska með drenginn fína.
Svo er bara að vona að Akureyri verði barnvænni bær í framtíðinni og að Gabríel geti valið úr frábærum leikvöllum til að leika á en þar stenst Akureyri því miður engan samanburð. Og þegar hann og stóra systir fara að hjóla að þá verði komnir hjólastígar við allar götur og milli hverfa og að það verði ekki hættulegt að hjóla eins og nú er. Flott hjá Sigrúnu Björk bæjarstjóra að afhenda fjölskyldunni glæsilegan blómvönd og bókina Barnið okkar. Það er gott að koma aftur til bæjar þar sem fjölbreitt og gott fólk býr og gleðilegt að við séum orðin rúmlega 17 þúsund.
Hér eru umfjallanir staðarmiðlanna um 17.000 Akureyringinn:
Akureyringar orðnir ríflega 17.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.7.2007 | 08:34
Þrýstingur á fjölmiðla um ritskoðun aukinn
Mbl.is og fleiri fjölmiðlar eiga heiður skilinn fyrir að upplýsa okkur um mótmælaaðgerðir. Oft mætti fara dýpra í hlutina og skoða allar hliðar betur en nú eykst þrýstingur á ritstjórnir um að hætta fréttaflutningi af mótmælum. Gestur nokkur Guðjónsson fer einna fremstur í flokki þeirra sem vilja draga úr fréttaflutningi og vitað er að stjórnvöld og leppar þeirra beita nú áhrifum sínum til að hætta fréttaflutningi af mótmælum gegn mengun, virkjunum og stóriðju. Þetta er alvarlegt mál. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að birta fréttatilkynningar frá Saving Iceland hér á blogginu og mun auðvitað halda því áfram enda óeðlilegt að reynt sé að þagga niður í fólki.
Fréttatilkynning
Saving Iceland
26. júní 2006
SAVING ICELAND LOKAR UMFERÐ AÐ HELLISHEIÐARVIRKJUN
HELLISHEIÐI Mótmælendur frá Saving Iceland hafa lokað umferð til og frá Hellisheiðarvirkjunar með því að hlekkja sig saman og við bíla. Saving Iceland mótmælir stækkun virkjunarinnar, óheiðarlegum viðskiptaháttum Orkuveitu Reykjavíkur og tengslum hennar við stríðsrekstur, en 30% af framleiddu áli er selt til hergagnaframleiðslu.(1)
Nú er unnið að stækkun jarðvarmavirkjunarinnar við Hengil, en tilgangurinn er fyrst og fremst að fullnægja kröfu stóriðjufyrirtækja um frekari raforkuframleiðslu, en þá er aðallega átt við um álfyrirtæki.(2, 3) Raforkan er aðallega ætluð stækkuðu álveri Century í Hvalfirði, en einnig verksmiðju þeirra í Helguvík og fleiri álverum. Samningar liggja þó ekki fyrir, en samt heldur stækkunin áfram, án þess að nokkur útskýring fylgi.
Svona er náttúra Íslands eyðilögð, aftur og aftur, með framkvæmdum sem kosta hundruð milljónir dollara(3), án þess að nokkuð sé ljóst um nýtingu raforkunnar. Þegar verkinu lýkur verður að selja orkuna, til að borga upp framkvæmdirnar, og þá verður fleiri álverum þvingað upp á okkur.
Þessi hegðun er óheiðarleg og ekki með nokkru móti fyrirgefanleg. Jörðin og íbúar hennar eiga ekki að þurfa að gjalda fyrir eiginhagsmuni nokkurra peninga- og valdagráðugra einstaklinga. segir Haukur Hilmarsson, talsmaður Saving Iceland. Náttúra og menn þurfa að losna undan því tangarhaldi sem stórfyrirtækin hafa á þeim.
Saving Iceland sendi í síðustu viku beiðni til Orkuveitu Reykjavíkur um að fá að hengja fána utan á höfuðstöðvar þeirra á Bæjarhálsi og bauð fulltrúum fyrirtækisins að taka þátt í opinberum umræðum um sigðæði þess að selja orku sem fer m. a. í vopnaframleiðslu. Beiðnin var send í kjölfar ummæla Páls Erlands frá Orkuveitu Reykjavíkur, eftir að hann fullyrti í viðtali við Vísi að mótmælendur frá Saving Iceland hafi verið velkomnir í húsnæði O.R. þann 20. júlí s.l. og ekkert hefði verið gert til þess að reyna að hindra það að fáni með áletruninni Vopnaveita Reykjavíkur? væri hengdur þar upp.(4) Enn hefur Saving Iceland ekki borist svar frá O.R.. Því er augljóst að fyrirtækið vill ekki tjá sig opinberlega um þetta mál. Gunguhátturinn í þessu fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar er með ólíkindum.
Eins og Saving Iceland hefur áður bent á eru umhverfisáhrif Hellisheiðarvirkjunar langt frá því að vera eins lítilvæg og Orkuveita Reykjavíkur vill láta í veðri vaka. Heitu og eitruðu afgangsvatni er oft dælt aftur í borholurnar (líkt og á Nesjavöllum), sem eykur líkur á jarðskjálftum á þessu virka svæði. Eða þá að afgangsvatninu er veitt í læki og vötn, en það kann að gjöreyða mikilvægum vistkerfum. Orkuveita Reykjavíkur leikur sér í rússneskri rúllettu með jarðhitasvæði landsins. Hluti Þingvallavatns er þegar líffræðilega dauður vegna samskonar framkvæmda og kallar það á að vatnið verði verndað tafarlaust. Röskun á neðanjarðarflæði leiðir til breytinga á hreyfingu grunnvatns. Það hefur í för með sér uppþornun heitra hvera og mengun yfirborðsvatns. (12,13) Einnig munu fjórar fuglategundir af válista Náttúrufræðistofnunnar Íslands verða fyrir neikvæðum áhrifum af völdum virkjunarinnar; fálki, grágæs, straumönd og hrafn (14). Þá dylst engum sem fer um Hengilssvæðið hvað Orkuveita Reykjavíkur hefur þegar valdið gríðarlegri sjónmengun með óvæginni röskun sinni á svæðinu. Ósannindin um svokallaða græna orku jarðvarmavirkjanna verða gegnsærri með hverjum degi sem líður. Þetta verður að stöðva, áður en verður um seinan. segir Haukur.
--- ENDAR ---
Nánari upplýsingar:
www.savingiceland.org
Haukur Hilmarsson (s. 868 5891)
Heimildir:
(1) Bauxite and Aluminous Laterite. (2nd edition), London: Technical Press. R. Graham, 1982, p. 250.
(2) VGK, Environmental Impact Assesment for Helisheidarvirkjun, http://www.vgk.is/hs/Skjol/UES/SH_matsskyrsla.pdf, blaðsíða 2 og aðrar síður.
(3) European Investment Bank, http://www.eib.org/projects/pipeline/2007/20070057.htm
(4) Grein á Vísi http://visir.is/article/20070720/FRETTIR01/70720058&SearchID=7328834937994
(5). Kristmannsdóttir, H, and Armannsson. H, 2003. Environmental aspects of geothermal energy utilization. in Geothermics vol.32, p.451-461.
(6). Rybach, L, 2003. Geothermal energy: sustainability and the environment. Geothermics. vol.32, p.463-470.
(7). VGK, Environmental Impact Assesment for Helisheidarvirkjun, http://www.vgk.is/hs/Skjol/UES/SH_matsskyrsla.pdf, blaðsíða 24.
Mótmælendur loka fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.7.2007 | 14:28
TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU OG BOTNLAUS SAKASKRÁ RIO TINTO
Hér er afar athyglisverð fréttatilkynning frá Saving Iceland um mál sem ættu að koma okkur íslendingum við:
Saving Iceland
Fréttatilkynning
24. júlí 2007
SAVING ICELAND STÖÐVAR UMFERÐ AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í HAFNARFIRÐI
LANDSVIRKJUN Á AÐILD AÐ ÁLVERI RIO TINTO-ALCAN Í SUÐUR AFRÍKU, SEM ER KEYRT ÁFRAM MEÐ KOLUM OG KJARNORKU
HAFNARFJÖRÐUR Saving Iceland hefur lokað aðgangi að álveri Rio Tinto-ALCAN í Straumsvík. Um það bil 20 mótmælendur hafa læst sig saman og klifrað upp í krana á vinnusvæðinu. Saving Iceland mótmælir fyrirhuguðu álveri Rio Tinto-ALCAN á Keilisnesi eða Þorlákshöfn, stækkun álversins í Hafnarfirði og nýju álveri í Suður-Afríku sem verður keyrt áfram af kolum og kjarnorku.
Mótmæli gegn Alcan hafa skilað sínu. Hafnfirðingar höfnuðu að sjálfsögðu fyrirhugaðri stækkun í Straumsvík og nýlega varð fyrirtækið að hætta þáttöku sinni í báxítgreftri í Kashipur, Norðaustur Indlandi, vegna mótmæla gegn mannréttindabrotum þeirra og umhverfiseyðingu. Alcan hefur verið ásakað fyrir menningarútrýmingu í Kashipur , þar sem námur og stíflur hafa þegar neytt 150.000 manns til þess að yfirgefa heimkynni sín, mest megnis innfædda . Norsk Hydro hætti þáttöku sinni í verkefninu eftir að lögreglan pyntaði og kveikti í mótmælendum, og þá kom Alcan inn í málið. segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.
Þetta mál og önnur svipuð, sem og þáttaka Alcan í hergagnaframleiðslu sýnir hversu miskunnarlaust fyrirtækið er. Yfirtaka Rio Tinto eykur alls ekki líkurnar á því að framkoma Alcan batni.
Rio Tinto-ALCAN hefur alls ekki misst áhugann á byggingu nýs álvers á Íslandi. Hafnarfjörður er enn inni í myndinni, þrátt fyrir niðurstöðu íbúakosningarinnar í vor og nýtt álver verður mögulega reist í Þorlákshöfn eða á Keilisnesi. Saving Iceland hafnar þessum framkvæmdum og lýsir yfir fullum stuðningi við íbúa Suður-Afríku, sem berjast gegn álveri Rio Tinto-ALCAN, sem keyrt verður áfram á kolum og kjarnorku. Landsvirkjun er einnig viðriðin verkefnið , því er mjög nauðsynlegt að Íslendingar hafni þessari síð-nýlendustefnu sem gjöreyðileggur bæði umhverfi og samfélög. segir Snorri
Heimildir um tengsl Alcan við stríðsrekstur og hergagnaframleiðslu, samning Landsvirkjunnar í Suður-Afríku , og sögu Rio Tinto eru meðfylgjandi þessari tilkynningu.
--- ENDIR ---
Frekari upplýsingar:
www.savingiceland.org
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson (s. 848 0373)
TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU
Málmur frá Rio Tinto-ALCAN er seldur til margvíslegra nota í stríðsrekstri. ALCAN framleiðir t.d. ál fyrir EADS (European Aerospace and Defense and Space), sem framleiðir herþyrlur, orrustuþoturnar Euorofighter Tycoon, Mirage F1, EF18 Hornet og aðrar þotur . EADS er einnig leiðandi framleiðandi flugskeyta . Samningar milli EADS og ALCAN eru kynntir sem samningar milli Airbus og ALCAN, til þess að hylma yfir aðild ALCAN að stríðsrekstri , en það er þekkt leið álfyrirtækja að fela hergagnaframleiðslu sína undir heitinu eldflaugaframleiðsla. Á sama tíma verður að markaðssetja hergögnin og þess vegna eru myndir af orrustuflugvélum birtar á eldflaugahluta heimasíðu ALCAN .
EADS fullyrðir á heimasíðu sinni að vörur fyrirtækisins séu seldar til landa þar sem sala á hátækni flughernaðartólum fer fram á ábyrgan hátt Fyrirtækið byggi á áratuga reynslu í herflugvélaiðnaði En er fyrirtæki trúverðugt sem er svo siðblint að það birtir á sömu heimasíðu myndir frá Þýskalandi á tímum nasismans, þar sem bæði Fyrri Heimstyrjaöldin og flugvélar Nasista eru lofaðar hástöfum?
RIO TINTO-ALCAN: ÁL TIL ÍRAKS
ALCAN sér Boeing fyrir úrvals, afkastamiklum álafurðum . Boeing framleiðir herþyrlurnar Apache og Chinook sem eru notaðar í Írak, en einnig minna þekktar vörur t.d. Small Diameter Bomb og Joint Direct Attack Munition . Einnig eru samningar milli Alcan og Dassault , fransks hergagnaframleiðanda, sem framleiðir margskonar orrustuflugvélar úr áli . Þar að auki hefur ALCAN lagt sig sérstaklega fram við að kynna fyrirtækið fyrir sjóhernaðarstofnunum .
RIO TINTO-ALCAN: PLÖN FYRIR AFRÍKU
Rio Tinto-ALCAN hefur skrifað undir samning við Ríkisstjórn Kamerún um að stækka Alucam álverið um 150.000 tonn á ári, auk þess að reisa nýtt 150.000 tonna álver. Lom Pangar stíflan, sem er við það að verða reist, mun sjá um orkuframleiðslu fyrir álverin . Alcan er með mörg önnur verkefni á teikniborðinu í Afríku Greenfield verkefnið þeirra inniheldur Kamerún, Ghana, Guinea, Madagascar og Suður-Afríku. Greenfield stendur fyrir það þegar ósnert náttúra er eyðilögð fyrir námugröft, grunngerð, álbræðslur og stíflur.
AÐSKILNAÐARSTEFNAN Í SUÐUR AFRÍKU, ESKOM OG LANDSVIRKJUN
ALCAN var virkur þáttakandi hinni illræmdu aðskilnaðarstefnu í Suður Afríku á árunum 1949-1986 . Nú vill fyrirtækið snúa aftur og reisa álver á nærri því skattfrjálsu svæði, Coega Development Zone, nálægt Port Elizabeth. Álverið verður keyrt áfram á kolum og kjarnorku frá Eskom, en fyrirtækið er eitt stærsta raforkufyrirtæki í heiminum. 30% fátækra samfélaga í Suður Afríku hafa ekki aðgang að rafmagni, en samt sem áður er til nóg rafmagn til að reka álver segir Lerato Maragele, aðgerðasinni frá Suður Afríku sem heimsótti Ísland á vegum Saving Iceland .
Elkom er systurfyrirtæki Landsvirkjunnar , en Landsvirkjun stefnir á að taka þátt í álversframkvæmdunum í Suður Afríku og færa svo út kvíarnar í Afríku. Því er líklegt að Landsvirkjun muni reyna að selja sérfræðikunnáttu sína til ýmisa verkefna tengdum vatnsafls
raforkuframleiðslu Eskom í Mósambík, Úganda og Kongó . Einnig er líklegt að fyrirtækið muni reyna að vinna að gerð stíflu í Kongó ánni, en hún verður tvisvar sinnum stærri en Three Gorges stíflan í Kína, og mun leggja regnskóa Mið Afríku í rúst.
BOTNLAUS SAKASKRÁ RIO TINTO
Við getum auðveldlega sýnt fram á að ALCAN tekur virkan þátt í hergagnaframleiðslu og stefnir á innrás í Afríku, jafnt sem á Íslandi. Núna hefur fyrirtækið verið keypt af Rio Tinto, sem er stærsta einkarekna námufyrirtæki í heiminum, og hefur lengi verið gagnrýnt fyrir gróf mannréttindabrot sem ná aftur til þáttöku þeirra í aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku.
Nokkur dæmi um mannréttindabrot Rio Tinto.
Rio Tinto hefur vitandi neytt starfsmenn sína til að starfa í banvænum gullnámum sínum í Brasilíu, og njósnað um og rekið meðlimi verkalýðsfélaga. Einnig eru dæmi um að fátækir heimamenn í leit að gulli í námum Rio Tinto hafi verið skotnir af öryggisvörðum Rio Tinto .
Rio Tinto hefur haft aðild að málaliðahneykslum. Ríkisstjórn Papúa Nýju Guineu réði í samstarfi við ALCAN, fyrirtækið Sandline International, sem er einkarekinn, óháður málaliðaher, til að berjast gegn íbúum eyjunnar Bougainville. Herinn er mest megnis skipaður fyrrum breskum og suður afrískum sérsveitarmönnum, en herinn hafði aðild að borgarastyrjöldunum í Angóla og Sierra Leone. Íbúar Bougainville höfðu lokað námu vegna hrikalegra umhverfisskemmda og hafa nú farið í mál gegn Rio Tinto fyrir skemmdirnar og stríðsglæpina sem málaliðaherinn fyrirtækisins framdi. Í ágúst 2006 hafnaði áfrýjunnardómstóll Bandaríkjanna beiðni Rio Tinto um að málinu yrði vísað frá .
--------------------------------------------------------------------------
S. Das & F. Padel, Double Death - Aluminiums Links with Genocide, Economic and Political Weekly, Des. 2005, sjá einnig á http://www.savingiceland.org/doubledeath
Chandra Siddan, Blood and Bauxite, Montreal Mirror, Nov 20-26, 2003, Vol. 19 No. 23.
Smelter Expansion on Landfill?, Iceland Review, June 20th 2007.
RUV News, 26-02-2007, http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item145391/. Athugið að RUV
hafa ruglað saman Alcoa og Alcan.
EADS vefsíða, http://www.eads.com/1024/en/businet/defence/mas/combat_aircraft/combat_aircraft.html
EADS auglýsingamynd, A Brief Glance at EADS, http://www.eads.com/xml/content/OF00000000400004/1/10/41434101.mov
AFX News, 13 júní, 2007, http://www.abcmoney.co.uk/news/13200786914.htm
Alcan Press Release, Company To Provide Critical Aluminum Materials For Full Range Of Aircraft Including A380, 13. Júní, 2007,
http://www.decisionplus.com/fr/fintools/stock_news.asp?Market=TSE&Symbol=AL&NewsID=20070613/021501
http://www.alcanaerospace.com/Aerospace/aerospace.nsf/html/FWFGHOME?Open&LG=1,
dd. 22-7-2007.
EADS auglýsingamynd, 90 years of aircraft history in Augsburg, http://www.eads.com/1024/en/businet/defence/mas/mas.html and http://www.eads.com/xml/content/OF00000000400004/0/64/41488640.asx
US Geological Survey, Minerals Yearbook 2005, September 2006, p. 5.2.
Boeing Website Image Gallery of Small Diameter Bomb: http://www.boeing.com/companyoffices/gallery/images/missiles/sdb/sdb.html
Boeing Image Gallery: http://www.boeing.com/companyoffices/gallery/images/missiles/sdb/sdb.html
Alcan Press Release, Alcan Contributes to Success of Eighth Ariane 5 ECA Launch, Dec 13th, 2006.
http://www.dassault-aviation.com/
Pacific 2004, International Naval and Maritime Exposition for the Southern Pacific, Aerospace Maritime and Defence Conference, http://www.ideea.com/pacific2004/embassy/smithbriefing.pdf
US Geological Survey, Minerals Yearbook 2005, September 2006, p. 5.5.
Alcan Press Release, Alcan to Explore Development of Bauxite Mine and
Alumina Refinery in Madagascar, September 11th 2006.
Alcant website, http://www.alcant.co.za/history.html
Grapevine, Issue 10, July 13, 2007. Viðtal einnig á http://www.savingiceland.org/node/870
RUV News, 26-02-2007, http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item145391/. Note that RUV has Alcoa and Alcan confused.
International Rivers Network & EarthLife Africa, Eskoms Expanding Empire The Social and Ecological Footprint of Africas Largest Power Utility, June 2003, http://www.irn.org/programs/safrica/index.php?id=030601eskomfactsheet.html
Asia-Pacific Human Rights Network, Rio Tintos Record and the Global Compact, July 13th 2001, http://www.corpwatch.org/article.php?id=623.
SBS Australias television program Dateline in a report on Rio Tinto, August 2000.
Wikipedia Germany (22-7-2007), http://de.wikipedia.org/wiki/Sandline-Affäre
Contract between PNG Government and Sandline:
http://coombs.anu.edu.au/SpecialProj/PNG/htmls/Sandline.html.
Sarei v Rio Tinto, 456 F.3d 1069 (9th Cir. 2006), USA
Tveir mótmælendur handteknir í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.7.2007 | 10:53
Gott framtak hjá Umhverfisráði, áfram strætó!
Fyrsta strætóstöðin nefnd Verzló" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2007 | 20:42
Orkuveitan tekin á beinið
Það er greinilega nóg að gera hjá dugnaðarforkunum í Saving Iceland. Þau benda á óhugnanlegar staðreyndir um álfyrirtækin Century-RUSAL og ALCAN-Rio Tinto sem tengjast hernaðar- og vopnaframleiðslu í heiminum. Þessi mótmæli fara mikið í taugarnar á sumum en Jóhann Björnsson skrifar skemmtilegan pistil um málið. Hér eru svo upplýsandi fréttatilkynningar frá Saving Iceland:
Fréttatilkynning
20. júlí, 2007
MÓTMÆLENDUR HEIMSÆKJA ORKUVEITU REYKJAVÍKUR SAVING ICELAND: STÖÐVIÐ ORKUFRAMLEIÐSLU FYRIR STRÍÐ
REYKJAVÍK Í dag heimsótti trúðarher Saving Iceland höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1. Stuttu seinna fóru nokkrir mótmælendur hengdu þeir upp borða sem á stóð Vopnaveita Reykjavíkur. Saving Iceland krefst þess að O.R. stöðvi orkusölu til álfyrirtækjanna Century-RUSAL og ALCAN-Rio Tinto, en 30% framleidds áls fer til hernaðar- og vopnaframleiðslu (1).
Í morgun var ræðismannsskrifstofu Íslands í Edinborg lokað, þegar lásar voru límdir og rauðri málningu var hent á húsið með yfirskriftinni Íslandi blæðir. Á miðvikudag lokaði Saving Iceland veginum að álveri Century á Grundartanga.
Sem stendur er O.R. að stækka jarðvarmavirkjun sína við Hengil á Hellisheiði. Í umhverfismati vegna stækkunarinnar kemur fram að markmið stækkunnarinnar sé að koma til móts við kröfur stóriðjufyrirtækja með aukinni raforkuframleiðslu. Orkan sé aðallega ætluð stækkuðu álveri Century á Grundartanga og mögulega stækkuðu álveri ALCAN í Hafnarfirði og nýju álveri Century í Helguvík (2,3).
Stækkun álversins í Straumsvík hefur þegar verið hafnað í atkvæðagreiðslu og aðrar álversframkvæmdir á suðvestur horninu hafa ekki verið staðfestar. Sitjandi ríkisstjórn Íslands segist mæla gegn frekari álversframkvæmdum en samt sem áður er stækkun Hellisheiðarvirkjunnar í fullum gangi, verkefni sem mun kosta 379.06 milljónir dollara (2). Íslenska þjóðin hefur enn á ný verið blekkt. Þegar stækkuninni er lokið, verður fleiri álverum troðið upp á Íslendinga. Rafmagnið verður að selja til þess að borga upp lánin fyrir framkvæmdunum. Á sama tíma borga garðyrkjubændur tvisvar sinnum hærra gjald fyrir rafmagn en Century greiðir (4).
Stór hluti framleidds áls fer beint til hernaðarstarfsemi Bandaríkjanna, Rússlands og annara landa. Ál er mikilvægasti undirstöðumálmur nútíma hernaðar, til framleiðslu t.d. skotvopna, skriðdreka, orrustuflugvéla og kjarnorkuvopna (5). Það er eins og hér á landi sé í gangi keppni um hvert af eftirfarandi fyrirtækum ALCOA, ALCAN-Rio Tinto eða Century-RUSAL hafi framið flest og stærst mannréttindabrot og umhverfisglæpi. Verðlaunin er ódýr íslensk orka. Enginn þessara böðla ætti að fá orku frá O.R. segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.
Century er undirfyrirtæki Glencore, sem er þekkt fyrir vafasama samninga sína í tengslum við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, Sovétríkin og Írak undir stjórn Saddams Hussein (6,7). Glencore hefur sameinast RUSAL (8), sem gerir fyrirtækið að stærsta álfyrirtæki í heiminum. RUSAL, sem sér rússneska hernum fyrir áli, tekur á beinan hátt þátt í stríðinu í Tjetsetníu, með framleiðslu á sprengjum og skotvopnum úr áli. Að minnsta kosti 35 þúsund óbreyttir borgarar hafa látið lífið vegna þeirra átaka (9,10). Wayuu indjánar og bændur í Kólumbíu voru nýlega stráfelldir vegna námustækkanna Glencore (11).
Umhverfisáhrif Hellisheiðarvirkjunnar.
Stækkun Hellisheiðarvirkjunnar er langt í frá eins umhverfisvæn og O.R. heldur fram. Heitu og eitruðu, afgangsvatni er annað hvort dælt aftur í borholurnar (líkt og á Nesjavöllum), sem eykur líkur á jarðskjálftum á þessu virka svæði. Eða því er veitt í læki og vötn, en það kann að gjöreyða mikilvægum vistkerfum.
Norðurhluti Þingvallavatns er þegar líffræðilega dauður vegna samskonar framkvæmda og kallar það á að vatnið verði verndað strax. Ferðamannaiðnaður mun einnig skaðast á framkvæmdunum því röskun á neðanjarðarflæði leiðir til breytinga á hreyfingu grunnvatns. Það hefur í oft för með sér uppþornun heitra hvera og mengun yfirborðsvatns. (12,13)
Fjórar fuglategundir af válista Náttúrufræðistofnunnar Íslands verða fyrir neikvæðum áhrifum; fálki, grágæs, straumönd og hrafn (14).
ENDIR
Nánari upplýsingar:
http://www.savingiceland.org
Phone: Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, (+354) 8480373
Heimildir:
1. Bauxite and Aluminous Laterite. (2nd edition), London: Technical Press. R. Graham, 1982, p. 250.
2. European Investment Bank, http://www.eib.org/projects/pipeline/2007/20070057.htm
3. VGK, Environmental Impact Assesment fot Helisheidarvirkjun, http://www.vgk.is/hs/Skjol/UES/SH_matsskyrsla.pdf, page 2 and other pages.
4. Iceland Review, June 7th, 20007, http://www.savingiceland.org/node/821.
5.. S. Das & F. Padel, Double Death - Aluminiums Links with Genocide, Economic and Political Weekly, Dec. 2005, also available at http://www.savingiceland.org/doubledeath
6. Peter Koenig. "Secretive Swiss trader links City to Iraq oil scam", The Sunday Times, September 25, 2005.
7. Stephen Long. "Swiss link undermines Xstrata's bid for WMC", ABC Radio, February 11, 2005.
8. UC RUSAL, http://www.aluminiumleader.com/index.php?&lang=eng
9. Amnesty International, What Justice for Chechnyas disappeared?, May 23rd 2007.
10. Tens of thousands were killed in the first Tchechen war, 25.000 in the second (since 1999). Many of these were killed during the aerial bombardments of towns and villages in the first months of the conflict.
11. Frank Garbely, Mauro Losa. "Paradis fiscal, enfer social", Télévision Suisse Romande, 29 June 2006.
12. Kristmannsdóttir, H, and Armannsson. H, 2003. Environmental aspects of geothermal energy utilization. in Geothermics vol.32, p.451-461.
13. Rybach, L, 2003. Geothermal energy: sustainability and the environment. Geothermics. vol.32, p.463-470.
14. Idem 3, p.24.
Fréttatilkynning
20 júlí , 2007
Í framhaldi af fyrri tilkynningu í dag
(http://www.savingiceland.org/node/857).
SAVING ICELAND BÝÐUR ORKUVEITU REYKJAVÍKUR TIL OPINNA VIÐRÆÐNA UM SIÐGÆÐI FYRIRTÆKISINS
Í dag fóru 25 mótmælendur frá Saving Iceland inn í höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur (O.R.) og hengdu upp borða sem á var letrað VOPNAVEITA REYKJAVÍKUR. Borðinn var ekki hengdur upp úti á húsinu vegna veðurs. Mótmælendur stöldruðu við í húsinu frá kl. 15.15 til kl. 16.00.
Talsmaður O.R., Páll Erland, staðhæfir að starfsmenn O.R. hafi veitt mótmælendum jarðarber og boðið Saving Iceland að hengja upp borðann inni í húsinu. Páll Erland kann að vera umhugað um að ræða um jarðaber við gesti O.R., en það er hins vegar ekki rétt að O. R. hafi boðið mótmælendum að hengja upp borða sem bendir á þá staðreynd að fyrirtækið selur orku til aðila sem eru viðriðnir vopnaframleiðslu og alvarleg brot á mannréttindum (eins og sjá má í fyrri fréttatilkynningu okkar sem hægt er að lesa á http://www.savingiceland.org/node/857.)
Saving Iceland hafa haft samband við Orkuveitu Reykjavíkur og beðið um heimild til þess að hengja upp umræddan borða utan á höfuðstöðvar O.R..
Auk þess að við æskjum þess að fulltrúar O.R. taki þátt í opnum umræðum við okkur um siðgæði þess að selja orku til fyrirtækja sem stunda glæpsamlega iðju, eins og bæði Century-Rusal og Alcan-Rio Tinto gera.
-- ENDIR
Frekari upplýsingar:
http://www.savingiceland.org
Sími: Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, 8480373.
Ljósmyndir og myndskeið: 8578625
Aðgerðasinnar hengdu borða á Ráðhús Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.7.2007 | 23:47
Góð yfirlýsing frá VG + hrós til löggunnar og mótmælenda
Yfirlýsing þingflokks Vinstri grænna er tímabær og kemur af gefnu tilefni. Það er ótrúlegt hvernig virðist eiga að vaða áfram á skítugum skónum með álver um allt og nú er farið að halda því fram að álver geti verið hluti af grænu samfélagi! Öfugmælavísur ætla engan endi að taka. Yfirlýsingin frá VG er birt á mbl.is:
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lýsir miklum áhyggjum vegna þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að heimila að áfram sé haldið undirbúningi álverksmiðja í Helguvík, í Straumsvík, á Húsavík og víðar í skjóli útgefinna rannsóknaleyfa til orkuöflunar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VG.
Yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar breytir að mati talsmanna orkufyrirtækjanna engu um þessi framkvæmdaáform, þótt annað hafi verið gefið í skyn af iðnaðarráðherra.
Þingflokkur VG krefst þess að hvorki verði gerðir samningar við stóriðjufyrirtæki né úthlutað rannsóknaleyfum til orkufyrirtækja á meðan unnið er að náttúruverndaráætlun fyrir tímabilið 20082012 og lokið við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Sá tími sem ætlaður er til þess verks fyrir árslok 2009 er augljóslega of knappur, ljóst er að Alþingi þarf meira ráðrúm til úrvinnslu og ákvarðana en ríkisstjórnin gerir ráð fyrir.
Fjölmörg atriði styðja þá skoðun að nú beri að staldra við með alla frekari stóriðjuuppbyggingu hérlendis:
- Kyótóbókunin um samdrátt í mengun andrúmsloftsins er til endurskoðunar og fullkomið óráð að heimila frekari losun frá stóriðju áður en stefnumótun fyrir tímabilið eftir 2012 liggur fyrir.
- Vaxandi óvissa er um þróun orkuverðs á heimsmarkaði, bæði vegna styrjaldarátaka og að olíuframleiðsla heldur ekki í við sívaxandi eftirspurn.
- Barátta álhringanna um markaðsyfirráð og gróða hvetur til mikillar varfærni í samskiptum við þá, hvað þá um frekari samninga um orkusölu til langs tíma.
Þingflokkur VG leggur áherslu á nauðsyn þess að horfið verði frá stóriðjustefnunni og telur mikilvægt að þeir sem taka undir þau sjónarmið tali skýrt og láti verkin tala í þeim efnum. Tryggja þarf með lögum heildstæð tök löggjafar- og framkvæmdavalds á orkumálum og að skipulagsákvarðanir um uppbyggingu meiriháttar iðnaðar og orkuframkvæmda séu teknar á landsvísu en ekki af handahófi og vegna skammtímasjónarmiða. Brýnt er jafnframt að Íslendingar móti sér vistvæna og sjálfbæra orkustefnu til langs tíma litið eins og VG hefur lengi talað fyrir og ítrekað lagt fram tillögur um, síðast í stefnuritinu Græn framtíð."
Hér er svo yfirlýsing frá Svandís Svavarsdóttur um málefni OR.
Svo verð ég hrósa löggunni á Akranesi fyrir að sína stillingu og rétt viðbrögð við mótmælum Saving Iceland við Grundartanga. Lögreglan hefur greinilega séð frá Snorrabrautinni hvernig ekki á að bregðast við friðsömum mótmælum og tekið sig á. Mótmælendurnir eiga einnig hrós skilið fyrir lipurð og að koma tímabærum boðskap til skila. Hér er yfirlýsing frá Saving Iceland:
Umhverfi / Mótmæli
Fréttatilkynning
18. júlí, 2007.
SAVING ICELAND LOKA VEGINUM AÐ VERKSMIÐJUM CENTURY / NORÐURÁLS OG ELKEM / ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGSINS
GRUNDARTANGA Í dag hafa samtökin Saving Iceland lokað eina aðfangaveginum frá þjóðvegi 1. að verksmiðjum Century / Norðuráls og ELKEM / Íslenska járnblendifélagsins. Saving Iceland samtökin eru andsnúin áformum um nýja álbræðslu Century í Helguvík og stækkun á verksmiðju Járnblendifélags Íslands. Aðgerðafólk hafa hlekkjað sig saman í málmrörum og myndað þannig mannlegan tálma á veginum um leið og nokkrir hafa tekið yfir byggingakrana á svæðinu.
Century Aluminum, sem er hluti af nýrri rússnesk-svissneskri samsteypu fyrirtækjanna á RUSAL / Glencore / SUAL, ætla að reisa annað álver í Helguvík með 250.000 tonna árlegri framleiðslugetu. Álver þeirra á Grundartanga hefur þegar verið stækkað í 260.000 tonn.
Um þessar mundir er verið að fara yfir unhverfismat á Helguvíkur bræðslunni. (1) Þetta mat var gert af verkfræðisamsteypunni HRV (Hönnun/Rafhönnun/VST).
Það er fáránlegt að verkfræðifyrirtæki sem hefur mikla hagsmuni af byggingu álversins sé ætlað að skila hlutlægu mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í mati fyrirtækisins koma fram fáránlægar staðhæfingar eins og t.d. sú að mengun af verksmiðjunni verði ekkert vandmál vegna þess að Helguvík sé svo vindasamur staður að öll mengunin mun hverfa með vindinum segir Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson frá Saving Iceland.
Þessi álbræðsla mun kalla á nýjar jarðhitaboranir í Seltúni, Sandfelli, Austurengjum og Trölladyngju, auk þess sem Hengilssvæðinu hefur þegar verið raskað stórlega hennar vegna af Orkuveitu Reykjavíkur. Í umhverfismatinu hefur alveg láðst að nefna þessi jarðhitasvæði eða hinar gífurlegu rafmagnslínur og rafmöstur sem fylgja munu framkvæmdinni. Þessar jarðvarmavirkjanir munu gersamlega eyðileggja ásýnd og vistfræðilegt gildi alls Reykjanesskagans. Orkuþörf verksmiðjunnar, um 400 mw, mun fara fram úr náttúrulegri orkugetu þessara jarðhitasvæða auk þess sem þau munu kólna á þremur til fjórum áratugum. (2) Century hafa viðurkennt að það er ætlun þeirra að stækka verksmiðjuna á næstu áratugum. Það er því augljóst að þessi álbræðsla mun ekki aðeins eyðileggja Reykjanesið heldur einnig útheimta frekari virkjanir jökuláa.
Matsferlið virðist vera algjört aukaatriði, fyrirtækið hefur þegar reiknað með útgjöldum upp á 360 milljónir dollara sem að hluta til verður varið til byggingar álbræðslu í Helguvík. (3) Þetta gefur til kynna að Century hafa fengið fullvissun frá íslenskum yfirvöldum um að verkefnið mun sleppa í gegn hvað sem í skerst.
Þetta stangast algerlega á við stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkistjórnar Íslands, og þá sérstaklega nýlega yfirlýsingu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra, að hún sé á móti frekari álverksmiðjum á landinu.
Íslenska járnblendifélagið vill auka getu sína til framleiðslu á ferrosilicon fyrir stáliðnaðinn. Þetta fyrirtæki ber ábyrgð á einu mesta magni gróðuhúsalofttegunda og annarrar mengunar á Íslandi. (4)
Stækkun á verksmiðjum Íslenska járnblendifélagsins og Century mun auka stórlega útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Ef ekkert bætist við þá stóriðju sem þegar er á Grundartanga og hjá ALCOA Fjarðaáli mun Ísland samt auka við útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 38% miðað við ástandið árið 1990. Með áframhaldandi uppbyggingu stóriðju á Íslandi mun útstreymið nema um 63% yfir viðmiðun mörkum ársins 1990. (5) Slíkt ber vitni um algjört ábyrgðarleysi og ótrúverðugleika íslenskra stjórnvalda.
Allt tal um græna orku frá jarðvarma og vatnsorku er í raun hreinar lygar. Íslendingar verða að rísa gegn þessum erlendu fyrirtækjum sagði Snorri Páll.
VG lýsir yfir áhyggjum vegna undirbúnings við álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.7.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.7.2007 | 11:21
1234 slasaðir, Michael Moore og Hreinn Friðfinnsson
Einn, tveir, þrir, fjórir slösuðust í umferðinni í Reykjavík á einu ári! Flott tala en óhugnanlega há: eittþúsundtvöhundruð-þrjátíuogfjórir. Hvernig væri að sýna meiri tillitssemi, aka rólegar, slappa af, ganga og hjóla, taka strætó og hætta stressi og rugli? Meira en 40% þeirra sem slösuðust lentu í aftanákeyrslum, það er rosalegt. Þetta er engum að kenna nema okkur sjálfum (og ökuníðingunum) Þessi slys auka örugglega hagvöxtinn en þau eru þjáning og vesen sem hægt væri að draga úr stórlega.
Það er hinsvegar frábært að Hreinn Friðfinnsson sé að sýna í einu virtasta galleríi í heimi, Serpentine. "Í mínum huga fjalla verk hans um tíma sem líður hægt. Allt fer fram með hægð. Verk Hreins fjalla um allar litlu uppgötvanirnar sem þú gerir ef þú tekur eftir umhverfi þínu," segir Kitty Scott, sýningarstjóri gallerísins. Hreinn er flottur og verkin hans líka.
Annar snillingur er Michael Moore. Steina vinkona mín sendi mér skemmtilega grein um kappan sem ég læt fylgja hér:
The one man revolution, Michael Moore, has done it again! Check this one out, it's almost as good as Sicko.
Published on Wednesday, July 11, 2007 by The Nation
Michael Moore Takes On CNN
by John Nichols
The frequently ridiculous Dr. Sanjay Gupta and the always ridiculous Wolf Blitzer tried to take apart filmmaker Michael Moore case against the failed U.S. health care system this week on CNN's "The Situation Room."
They lost.
Badly.
After airing Gupta's four-minute attack on Moore's new documentary, "Sicko," which sounded at times more like an insurance-industry advertisement than journalism, Blitzer introduced a live appearance by Moore.
"That report was so biased, I can't imagine what pharmaceutical company's ads are coming up right after our break here," Moore immediately declared. "Why don't you tell the truth to the American people? I wish that CNN and the other mainstream media would just for once tell the truth about what's going on in this country."
Focusing on CNN's on-bended-knee coverage of the Bush administration's pre-war arguments for attacking Iraq, Moore suggested that viewers might have their doubts about the willingness of the network to speak truth to power in the Oval Office or in the boardrooms of insurance and pharmaceutical corporations.
"You're the ones who are fudging the facts," Moore told Blitzer. "You've fudged the facts to the American people now for I don't know how long about this issue, about the war, and I'm just curious, when are you going to just stand there and apologize to the American people for not bringing the truth to them that isn't sponsored by some major corporation?"
Moore did not back down and, to their credit, CNN's producers invited him to stick around an tape a longer segment in which the filmmaker ripped apart the network's attempts to discredit his reporting on health care systems in foreign countries that are dramatically superior to the U.S. system.
"Our own government admits that because of the 47 million who aren't insured, we now have about 18,000 people a year that die in this country, simply because they don't have health insurance. That's six 9/11s every single year," said Moore, who argued that the U.S. needs "universal health care that's free for everyone who lives in this country, it'll cost us less than what we're spending now lining the pockets of these private health insurance companies, or these pharmaceutical companies."
It's all at www.michaelmoore.com
Check it out. This is almost as good as "Sicko."
Yfir 1.200 manns slösuðust í umferðaróhöppum í Reykjavík í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 379814
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?