Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
15.3.2008 | 11:47
Kolsvört skýrsla frá greiningardeild Listasafnsins á Akureyri
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI KYNNIR
Bæ bæ Ísland
Uppgjör við gamalt konsept
Laugardaginn 15. mars nk. verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin BÆ BÆ ÍSLAND sem er átaksverkefni tuttugu og þriggja myndlistamanna og fjölmargra annarra sem vilja ræða landsins gagn og nauðsynjar með einum eða öðrum hætti. Höfundur verkefnisins og sýningarstjóri er Hannes Sigurðsson.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni í Listasafninu eru Ásmundur Ásmundsson, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Erling Þ. V. Klingenberg, Hallgrímur Helgason, Hannes Lárusson, Hlynur Hallsson, Inga Svala Þórðardóttir & Wu Shan Zhuan, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Libia Pérez de Siles de Castro & Ólafur Árni Ólafsson, Magnús Sigurðarson, Ólafur Sveinn Gíslason, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Rúrí, Steingrímur Eyfjörð, Unnar Örn Auðarson & Huginn Þór Arason, Þorvaldur Þorsteinsson og Þórdís Alda Sigurðardóttir.
Sem sjá má er hér smalað saman í öflugan her fólks sem er allt annað en skoðanalaust um verkefnið Ísland og hvernig því hefur verið umturnað á síðustu tveimur áratugum. Því Íslandi hefur verið umbylt og í þeirri byltingu eru lykilorðin einkavæðing, kvótakerfi, misskipting, útrás, græðgi, þrælsótti, innflytjendur og stóriðja. Allt gott og blessað en afleiðingin er að nú má segja að landið byggi þrjár þjóðir, þ.e. milljarðamæringar, íslenskt alþýðufólk og innflytjendur.
Heiti verkefnisins, Bæ bæ Ísland, vísar í fyrsta lagi til kveðjuhófs eða útfarar um 19. og 20. aldar hugmyndarinnar um Ísland. Það sem í gær var unga Ísland er nú tákn hins liðna. Bless bless (hin kristilega blessun) víkur fyrir hinu ennþá óformlegra bæ bæ og vitnar um leið um það hvernig íslenskan er farin á límingunum. Í öðru lagi hljómar bæ eins og sögnin að kaupa (buy) á ensku og verður því til eins konar undiráróður: Kaupum kaupum Ísland! Bæ bæ Ísland er þannig uppgjör við hugmyndina um tunguna sem upphaf og endi sögulegrar tilvistar þjóðarinnar, sem og möguleika hennar til að lifa af menningarlega útjöfnun hnattvæðingarinnar.
Verkefninu Bæ bæ Ísland tengist fólk sem er óhrætt við að segja meiningu sína í salarkynnum tjáningarfrelsisins. Þetta er fólk sem getur skilgreint sig á báðum vígstöðvum, í hinu gamla sem og hinu nýja, staðbundið og heimsvætt, hvort heldur sem er á sjó eða landi, á leikskólum eða í bönkum. Alvarleiki, sem dottinn er úr tísku, er hér settur á oddinn.
Bæ bæ Ísland er einnig uppgjör við atlögu auðmagnsins að landi þjóðarinnar. Ýmsir nútímavæddir víkingahöfðingjar virðast hafa sagt bæ bæ við landið í áþreifanlegri merkingu og fjarstýra nú að miklu leyti efnahagsmálum þjóðarskútunnar utan úr heimi líkt og Danakonungur gerði á sínum tíma. En þegar öllu er á botninn hvolft var það samt ekki kana- eða kommagull sem asninn bar yfir borgarmúrana. Gullið kom úr hirslum okkar sjálfra. Sýningin er eins konar hugmyndafræðileg úför og kveðjuhóf í formi myndlistarsýningar.
Á opnunardegi sýningarinnar kl. 14 verður frumflutt tónverkið Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands í Ketishúsinu á Akureyri, en verkið var unnið í samstarfi myndlistardúósins Libiu Castro og Ólafs Ólafsson og tónskáldsins Karólínu Eiríksdóttur. Libia og Ólafur fóru þess á leit við Karólínu að hún semdi tónverk þar sem allar 81 greinar stjórnarskrárinnar væru sungnar. Verkið er skrifað fyrir tvo einsöngvara, píanó, kontrabassa og blandaðan kór og flytjendur verksins eru: Ingibjörg Guðjónsdóttir (sópran), Bergþór Pálsson (baritón) Tinna Þorsteinsdóttir (píanóleikari), Gunnlaugur Torfi Stefánsson (kontrabassaleikari) og kammerkórinn Hymnódía frá Akureyri undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
Föstudaginn 14. mars kl. 15 verður haldið opið málþing um konseptið Ísland í Ketilhúsinu. Ágúst Þór Árnason, Þorvaldur Þorsteinsson og Ósk Vilhjálmsdóttir halda framsöguerindi, en fundarstjóri er Birgir Guðmundsson lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri.
Unnið er að því að gefa út viðamikla bók síðar á árinu þar sem tugir ef ekki hundruð Íslendinga gera upp við gamla konseptið Ísland og fyrirhugað er að halda ráðstefnu undir sama nafni. Bókin er hugsuð sem safnrit og jafnframt nokkurs konar leiðarvísir. Í henni verður m.a. tekið á bankakerfinu, þjóðarímyndinni, útlendingum á Íslandi, fjölmiðlum, stóriðju- og náttúruverndarsjónarmiðum og siðferði í stjórnmálum, auk þess sem þar verður einnig að finna umfjöllun um framlag listamannanna á sýningunni og myndir af verkum þeirra.
Ítarlegar upplýsingar um listamennina og inntak sýningarinnar er að finna á vefsíðu Listasafnsins: www.listasafn.akureyri.is. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður safnsins, Hannes Sigurðsson, í síma 899-3386 (netfang: hannes@art.is).
Þess má að lokum geta að ekkert fyrirtæki treysti sér til að styrkja verkefnið, sem segir ef til vill sína sögu. Sýningunni lýkur 11. maí og er safnið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
14.3.2008 | 10:47
Alþjóðleg mótmæli gegn stríðinu í Írak verða þann 15. mars
Næstkomandi laugardag, 15. mars, kl. 13, verður útifundur á Ingólfstorgi til að mótmæla stríðinu í Írak og krefjast friðar þar og um heim allan.
Þann 20. mars verða liðin fimm ár frá innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak með stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar. Mótmælaaðgerðir verða víða um heim á laugardaginn og í næstu viku undir kjörorðinu „Allur heimurinn gegn stríðinu”!
Ávörp:
Hjalti Hugason prófessor
Steinunn Rögnvaldsdóttir nemi
Tónlistarflutningur:
Hörður Torfason
Tökum höndum saman við almenning um allan heim.
Mótmælum stríðinu!
Krefjumst friðar!
Stríðinu verður að linna!
Látið þetta berast. Segið vinum, vinnufélögum, nágrönnum.
Fjölmennum!
Nánari upplýsingar á Friðarvefnum, www.fridur.is. Fylgist með honum.
Í dag, 13. mars, munu SHA afhenda utanríkisráðherra og utanríkisnefnd tillögur um leiðir til að benda endi á hernámið og stríðið Írak. Þessar tillögur verða birtar innan skamms á Friðarvefnum.
Laugardaginn 15. mars, kl. 14.00, verða svo kaffiveitingar á Múltikúlti, Ingólfsstræti 8. Tilefnið er að 5 ár eru liðin frá innrásinni í Írak og hvetjum við alla til að mæta fyrst, kl. 13.00 og taka þátt í útifundi af því tilefni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2008 | 18:40
Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar
Fimmtudagshlaðborð AkureyrarAkademíunnar
Valkyrjur, hórur og heilagar meyjar
- Ímyndir og hlutverk írskra yfirnáttúrlegra kvenna
Helga Einarsdóttir, þjóðfræðingur
Fimmtudaginn 13. mars kl. 17:00
Fyrirlesturinn fjallar um breyttar ímyndir írskra yfirnáttúrlegra kvenna frá heiðnum tíma til nútíma kaþólsks samfélags. Þróun og breytingar þessara kvenímynda verða ræddar í menningar- og trúarlegu samhengi með áherslu á breytt kynhlutverk við kristnitöku. Áframhaldandi mikilvægi og áhrif yfirnáttúrlegra kvenna verða sérstaklega skoðuð í ljósi vinsælda Maríu meyjar í daglegu lífi og trúariðkun Íra.
Helga Einarsdóttir er með MA í þjóðfræði frá University College Cork, Írlandi, auk kennslufræði til kennsluréttinda og BA í þjóðfræði með íslensku sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Helga starfar sem safnfræðslufulltrúi við Þjóðminjasafn Íslands.
Fyrirlesturinn er í AkureyrarAkademíunni,
Húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99, Akureyri og er opinn öllum
AkureyrarAkademían - Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi
Þórunnarstræti 99 (gamli Húsmæðraskólinn)
600 Akureyri
sími: 461 4006
www.akureyrarakademian.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.3.2008 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2008 | 10:00
Ragnar Kjartansson opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á sunnudag
Sunnudaginn 16. mars 2008 klukkan 11-13 opnar sýning Ragnars Kjartanssonar Allt er gott að frétta af póesíunni í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
Sýning Ragnars Kjartanssonar í Kunstraum Wohnraum byggist á ljósmyndum sem Ragnar tók á símann sinn í Parísarborg af þremur listakonunum. Þessi verk eru sönnunargögn fyrir ljóðrænu tilverunnar. Þrjú guðdómleg móment úr hversdagsleikanum. Þetta eru heldur ekki hversdagslegar konur á myndunum.
Úr bréfi til vinar:
"Jæja allt er gott að frétta af póesíunni...Í dag var ég eithvað að skoða myndirnar sem ég tók á ferðalaginu, fann og prentaði út þrjár myndir sem ég tók af Ásdísi, Heklu og Laufey um helgina.... þú sagðir mér að vera duglegur að taka myndir á símann ... er eithvað að spá í að sýna þær hjá Hlyni Hallssyni und Familie (er með sýningu þar í mars) Finnst þér þetta ekki elegant portrett af listakonum í parís... músurnar þrjár ... ein í monumental augnablikinu klædd gulum sari í barrokkeyðimörkinni, önnur sofandi í módernismanum, ekki alveg að meika heiminn og sú þriðja alveg kreisí í hvirfilvindinum.... allar eru þær að hugleiða mismunandi krystalkúlur... eru í einhverju trans ástandi"
Ragnar Kjartansson
---
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Ragnars Kjartanssonar stendur til 22. júní 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.
Nánari upplýsingar um Ragnar Kjartansson er að finna á http://www.i8.is og http://this.is/rassi
Kunstraum Wohnraum er að finna á: http://www.hallsson.de/projects/projects.html
RAGNAR KJARTANSSON
ALLT ER GOTT AÐ FRÉTTA AF PÓESÍUNNI
16.03. - 22.06.2008
Opnun sunnudaginn 16. mars 2008, klukkan 11-13
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 10:29
Vinstriflokkarnir sigra í Frakklandi og á Spáni
Það eru góð tíðindi að Sósíalistar á Spáni hafi sigrað þingkosningarnar þar í landi svo Spánverjar sleppa við afturhaldssama stefnu hægriflokksins næstu árin. Og sömu sögu er að segja frá fyrrihluta bæjarstjórnakosninganna í Frakklandi. Þar bæta Sósíalistar við sig en hægriflokkurinn tapar. Seinni umferðin verður um næstu helgi og aðal baráttan stendur um borgirnar Marseille, Toulouse og Strassborg. Þar ráða hægri menn nú en Sósíalistar virðast líklegir til að ná völdum.
Nánar um þetta á ruv.is:
Frakkland: Hægriflokkar töpuðu
Sarkozy spáð tapi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2008 | 17:48
Til hamingju með daginn, konur og karlar!
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Til hamingju með það, öll!
Brjóst fyrir eina milljón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.3.2008 | 19:03
Góðar tillögur
Flott hjá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að koma með almennilegar tillögur í efnahagsmálum því ekki gerir ríkisstjórnin það. Hér má lesa um helstu tillögurnar sem Vinstri græn (ekki "Vinstri grænir" eins og missagt er í fréttinni) koma með:
Tillögur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í efnahagsmálum lúta að styrkingu Seðlabankans, auknum sparnaði, stuðningi við nýsköpun og jöfnunaraðgerðum. Fljótlega verður frumvarpi í þessum anda dreift á Alþingi en helstu tillögurnar eru:
Styrking Seðlabankans, skuldabréfamarkaður og aukinn sparnaður
- Að styrkja Seðlabanka Íslands með því að auka gjaldeyrisvaraforðann um allt að 80 milljarða og styrkja eigið fé hans til viðbótar um allt að 40 milljarða með innlendu skuldafjárútboði.
- Að ríkisstjórnin geti boðið út á innlendum markaði sérstök sparnaðarskuldabréf til almennrar sölu að hámarki 2 milljónir króna á hvern einstakling til minnst 5 ára í senn og verði vaxtatekjur undanþegnar fjármagnstekjuskatti.
Bætt fjárhagsstaða sveitarfélaganna og aðgerðir til að draga úr innri ójöfnuði
- Að bæta fjárhagsstöðu illa settra sveitarfélaga með því að verja til þeirra allt að 5 milljörðum króna gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga verði einnig endurskoðuð.
- Að verja allt að 5 milljörðum króna til jöfnunaraðgerða sem beinast einkum að þeim byggðarlögum sem glíma við samdrátt. Sérstaklega verði hugað að aðgerðum sem skapa konum störf, vinna gegn kynbundnum launamun og kyngreindum búferlaflutningum.
Nýsköpun í atvinnumálum og frestun stóriðjuframkvæmda
- Að verja allt að einum milljarði króna til Nýsköpunarsjóðs, einum milljarði til Tækniþróunarsjóðs, allt að 500 milljónum til atvinnuþróunarfélaga, allt að 250 milljónum til aukins markaðsstarfs á sviði ferðamála og allt að 250 milljónum til umhverfisaðgerða og uppbyggingar þjóðgarða.
- Að stöðva um sinn og stjórna síðan tímasetningu stóriðju- og stórframkvæmda með því að kaupa rannsóknarniðurstöður og greiða fyrirtækjum útlagðan undirbúningskostnað. Einnig verði heimilt að stöðva leyfisveitingar innan tilgreindra tímamarka sé það nauðsynlegt til að ná efnahagslegum stöðugleika og varðveita hann. Aðgerðir á svið umhverfismála fái 200 m.kr viðbótarfjármagn.
Þjóðhagsráð og efling fjármálaeftirlitsins
- Að setja á stofn sérstakt Þjóðhagsráð, skipað fulltrúum þingflokka og hagsmunaaðila, sem veitir stjórnvöldum ráðgjöf, metur framvindu og horfur í þjóðarbúskapnum og gefur mánaðarlega álit um stöðu mála. Þjóðhagsráð skoði hvort ástæða sé til að endurreisa Þjóðhagsstofnun eða hliðstæðri fagstofnun og hvernig styrkur lífeyrissjóðanna megi best nýtast innan hagkerfisins, t.d. í samhengi við framtíðarskipan húsnæðismála, þó þannig að lífeyrissparnaður landsmanna sé ætíð tryggður eins og best er mögulegt.
- Að verja allt að 100 milljónum króna til að efla starfsemi Fjármálaeftirlitsins, einkum á sviði áhættugreiningar og áhættuprófana fjármálafyrirtækja.
VG vilja styrkja Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2008 | 11:53
Fátækir indverjar... eða ríkir
Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan lista yfir einhverja milljarðamæringa. Vona bara að þeir séu ekki mjög óhamingjusamir eða hræddir um aurana sína. En margur verður jú af aurunum api hvað þá af milljörðum. Þeir ríkustu verða ríkari og þeir fátæku fátækari.
Það er annars merkilegt að í löndum þar sem þjóðartekjur eru ekki tiltakanlega háar og almenningur hefur það skítt séu hellingur af gaurum sem vita ekki aura sinna tal. Hvernig væri nú að vera aðeins gjafmildari og hjálpa meðbræðrum og systrum sínum sem eiga ekki til hnífs og skeiðar? Og það sem verra er: eiga ekki möguleika á að afla sér matar. Bill gamli Gates hefur að vísu stofnað sjóð ásamt eiginkonu sinni sem gefur til góðra málefna og er því í dýrlingatölu hjá sumum. Heimurinn væri samt skárri ef þessu auðæfum skiptust með réttlátari hætti á milli fólks.
Sjálfur þarf ég ekki að kvarta, tilheyri sennilega þeim hópi sem hefur það hvað best í heiminum, svona miðað við allt. Í raun hefur maður það allt of gott. Best að fara og gefa í gott málefni.
Warren Buffet ríkastur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2008 | 10:13
Bush tekinn fastur fyrir stríðsglæpi
Gefa út handtökuskipun á Bush | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.3.2008 | 12:37
Joris Rademaker ræðir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag
Sunnudaginn 9. mars 2008 klukkan 11:00 ræðir Joris Rademaker um verk sín á sýningunni Mannleg tilvist í Kunstraum Wohnraum í Ásabyggð 2 á Akureyri. Joris er Hollendingur en hefur fengist við myndlist síðan 1983. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Akureyrar árið 2006.
Joris Rademaker vinnur með blandaða tækni og oft með mismunandi þema í lengri tíma í senn. Mannleg tilvist er einskonar yfirlitssýning inni á heimili þar sem verkin samræmast alvöru og leik heimilisfólksins. Þau eru unnin út frá pússluspilskubbi, og í mismunandi tækni, vatnsliti, veggfóður, sprey, þrykk, málverk, ljósrit, klippimyndir og sem objekt eða hluti.
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sunnudagurinn 9. mars 2008 er lokadagur sýningar Jorisar Rademakers en þann 16. mars opnar Ragnar Kjartansson nýja sýningu í Kunstraum Wohnraum.
JORIS RADEMAKER
MANNLEG TILVIST
06.01. - 09.03.2008
Listamannaspjall sunnudaginn 9. mars 2008, klukkan 11:00
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Mannleg tilvist
Joris Rademaker flutti 1991 til Íslands og varð skömmu síðar faðir. Hann kom í haustmyrkrinu og reyndi að fóta sig í nýju umhverfi og í föðurhlutverkinu. Þessi mikla breyting á lífinu kom fljótt fram í hans list. Í Hollandi hafði allt hans líf snúist eingöngu um myndlist. Á Íslandi varð hún að víkja fyrir launavinnu og varð frístundaiðja. Viðbrigðin að verða allt í einu faðir og í framandi landi var samblanda af gleði og einsemd. Hinu þéttbýla, frjósama og velræktaða Hollandi með aldagamla þróaða evrópska menningu var skipt út fyrir hrjóstrugt, fremur harðbýlt, kalt, einangrað land með fáum en kraftmiklum einstaklingum og unga listmenningu, fyrir utan fornbókmenntir.
Fyrir tilviljun rakst Joris dag nokkurn á barnaleikföng frá því um 1960 sem tengdamóðir hans hafði fundið undir rúmi á hótelherbergi sem hún þreif í sumarvinnu. Þetta voru marglit plastleikföng ódýr og fjöldaframleidd sem bæði gátu verið gestaþraut og púsluspil. Joris heillaðist af margbreytileika fígúranna og valdi sér eina rauða á litinn og fór að þróa hana áfram í mismunandi myndform og í margvísleg efni. Hún minnti hann á teikningu Leonardós daVinci sem stendur eins og fimmarma stjarna þar sem höfuð og útlimir vísa í mismunandi áttir. Myndverk Jorisar með þessari fígúru fjalla um einstaklinginn í alheiminum - stundum aleinan og stundum í félagslegu samhengi, mis nánu. Stundum í skipulögðum munstrum - eins og samfélagsstrúktúrinn. Í þessari fígúru tjáir Joris alvöru og gleði lífsins - einstaklingsins og heildarinnar.
Joris sýndi mismunandi seríur af þessari fígúru á árunum 1994-97 en er núna að nýju að endurbæta og loka þessu þema. Þetta er því einskonar yfirlitssýning - inni á heimili þar sem verkin samræmast alvöru og leik heimilisfólksins.
Skrifað á nýjársdag 2008 á Akureyri af G. Pálínu Guðmundsdóttur
Joris Rademaker
1977-1983 Myndmenntakennaranám í Tilburg í Hollandi
1983-1986 AKI: Myndlistaskólinn í Enschede í Hollandi
2006 Bæjarlistamaður Akureyrar
Sýningar
1987 Gallery Hooghuis, Arnhem, Holland
1988 Markt 17, Enschede, Noordkunst, Holland
1995 Listasafnið á Akureyri
1995 Slunkaríki, Ísafjörður
1997 Nýlistasafnið í Reykjavík
1997 Deiglan Akureyri, Listasumar 95 á Akureyri
1998 Gallerí+, Akureyri
2002 Slunkaríki, Ísafjörður
2002 Gallerí Skuggi, Reykjavík
2004 Safnasafnið, Svalbarðsströnd
2005 Bókasafn Háskólans á Akureyri
2005 Gallarí gangur, Reykjavík
2005 Gallerí+, Akureyri
2006 Populus Tremula, Akureyri
2006 Karólína Restaurant, Akureyri
2008 Kunstarum Wohnraum, Akureyri
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 379808
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Fjöldi staura brotnaði og línur slitnuðu
- Tveir bílar og rúta skullu saman: 16 um borð í rútunni
- Hljóp í útkall með slökkvitæki í hendi
- Við teljum dóminn í meginatriðum rangan
- Ekki góð áferð á þessu máli
- Hækka hættumat um mánaðamótin
- Hlaupi úr Grímsvötnum lokið
- Verklok við snjóflóðavarnir áætluð 2029
- Veitir átta fjölskyldum húsaskjól
- Ásthildur kynnti sér undirbúning strákanna okkar
Erlent
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
- Bindur vonir við að koma syni sínum aftur heim
- Átta látnir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimli
- Trump sver embættiseið í dag
- Létust vera fjórtán ára
- Úr fjötrum og til frelsis
- Rafmagnað andrúmsloft í Washington D.C.
- TikTok aðgengilegt á ný í Bandaríkjunum
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?