Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Heilbrigðisráðuneytið í rugli

441585AÞað grafalvarlegt ef 96 hjúkrunarfræðingar af gjörgæslu,- skurð- og svæfingasviði eru að hætta eftir nokkra daga. En er einkavæðingarnefnd sjúkrahússins kannski alveg sama og hvött dyggilega af heilbrigðisráherra? Fyrst er skorið niður þangað til allt er komið í rugl og þá eru stofnuð einkafyrirtæki til að sjá um reksturinn eða bara allt saman einkavætt eins og Vilhjálmur formaður einhverrar nefndar finnst svo tilvalið að gera. Jafnvel þó að dæmin sýni að það kostar mun meira fyrir þjóðfélagið.

Starfsfólkið á betra skilið og sjúklingarnir einnig. Það mun ekki taka langan tíma að koma öllu á annan endann með heilbrigðisráðherra frá Sjálfstæðisflokknum. En þetta þarf ekki að vera svona, það er hægt að semja við hjúkrunarfræðinga og það þarf að gera það strax áður en í algert óefni er komið.


mbl.is Algjör pattstaða – engir fundir og uppsagnir standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hætta á að bloggari sæti pyndingum og konu nauðgað af löggunni í Mexíkó

Barbara_Italia_MendezAmnesty International vekur sérstaka athygli á þremur mannréttindamálum í apríl. Allir geta lagt lið og beðið stjórnvöld í viðkomandi löndum um að virða mannréttindi.

Bárbara Italia Méndez bíður enn eftir réttlæti, tveimur árum eftir að lögreglumenn nauðguðu henni. Hér er hægt að lesa um málið og prenta út bréf til að senda yfirvöldum í Mexíkó og fara fram á réttlæti.

Fouad Ahmad al-Farhan gagnrýndi stefnu stjórnvalda í Saudi Arabíu með friðsamlegum hætti, bloggaði þar á meðal um varðhaldsvist samviskufanga án ákæru eða réttarhalda. Hann var sjálfur tekin fastur í kjölfarið og hefur verið í einangrun. Hér er hægt að lesa meira um málið prenta út bréf og senda áfram.

Samviskufangarnir Ronak Safarzadeh og Hana Abdi eru enn í fangelsi vegna friðsamlegrar baráttu sinnar fyrir kvenréttindum í Íran. Hér er hægt að lesa meira um málið og prenta út bréf til að senda yfirvöldum í Íran.


Spekin kemur einnig að utan

nato Hér er ef til vill komin skýringin á því af hverju ráðherraliðið er allt í útlöndum. Allir að safna pening enda ekkert að gera á hinu strjálbýla Íslandi lengur. Fréttin af vísi.is af utanríkisráðherranum okkar smellpassar inn í það hvernig þar á bæ eigi að bjarga málunum:

"Segir bankana geta reiknað með stuðningi ríkisvaldsins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra slær því föstu í samtali við danska blaðið Berlingske Tidende að allir bankar landsins geti reiknað með stuðning frá ríkisvaldinu ef þeir lenda í vandræðum.

Hún er tilbúin til þess að styðja þá beint með framlögum úr ríkissjóði og einnig til þess að auka gjaldeyrisvarasjóð landsins.

Á sama tíma hafnar hún því að bankarnir muni komast í þrot áður en að lausafjárkreppunni á alþjóðamarkaðinum lýkur. Ingibjörg segir að stjórnvöld muni ekki láta það líðast að bankarnir verði gjaldþrota eins og staðan er í dag."

Semsagt, einkavæða gróðann og þjóðnýta svo tapið! Ekki alveg það sem okkur vantaði núna.


mbl.is Auðurinn kemur að utan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missti af þessari keppni

90e28e219a513e71 ...þó að hún hafi verið í næsta húsi, semsagt íþróttahöllinni. Við fórum á gjörning hjá Önnu Richards og félögum og þar var ansi gaman og hellingur af fólki. Svo ætlaði ég að sjá allavega úrslitin í söngkeppninni en þá var ég sendur út í búð að kaupa nammi. Ég held að ungmennin hafi verið til fyrirmyndar, þau sem voru í búðinni voru allavega stillt og prúð. Alltaf nóg að gera á henni Akureyri.
mbl.is Verslósigur í söngkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rotnar nautakjöt í formaldehýði?

tpwin_divided_large

Það vantar nú eitthvað á þessa frétt af kúariðu og tollskoðunum. Síðast þegar ég vissi rotnaði kjöt ekki í formaldehýði. Það er reyndar einmitt ástæðan fyrir því að líkamspartar eru settir í þennan eitraða vökva, til þess að þeir rotni ekki. Varla hafa japönsku tollverðirnir fiskað kusuna og kálfinn hans Damiens Hirst upp úr formaldehýðbaðinu og eyðilagt þar með verkið? Tja, en annað eins hefur nú gerst.

"Kýr í formaldehýði, úr einu frægasta verki breska listamannsins Damiens Hirst, lenti í ógöngum nýverið á leið sinni á safn í Tókýó. Verkið heitir Mother and Child Divided, og sýnir hálfa kú og hálfan kálf. Fyrir verkið var hann tilnefndur til Turner-verðlaunanna árið 1995.

Japanir lögðu á sínum tíma blátt bann við innflutningi á bresku nautakjöti vegna hættu á útbreiðslu kúrariðu, og því var verk Hirst samviskusamlega stöðvað af japönskum tollvörðum. Það var talsverð þolraun fyrir safnstjóra Mori safnins að sannfæra tollverði um að jafnvel harðsvíruðustu matgæðingar myndu ekki leggja sér listaverkið til munns.

Þegar leyfið var fengið, kom upp annað vandamál, kýrin og kálfurinn voru farin að rotna eftir tollskoðunina, og á endanum þurftu Japanir að útvega „nýja gerð“ verksins."


mbl.is Listkýr í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finanzkrise gefährdet ganz Island

Island-SwapsFyrirsögnin á grein í þýsku útgáfunni af Financial Times er ekki beint upplífgandi "Finanzkrise gefährdet ganz Island". Greinina er hægt að lesa hér og þar segir meðal annars að aðalástæðan fyrir þessari fjármálakreppu sem heltekið hefir Ísland sé gríðarlegar erlendar skuldir, einkum bankanna. Greinin er byggð á greininni sem var í bresku útgáfunni af Financial Times um daginn en tekur enn dýpra í árinni. Greinin í Financial Times Deutschland er skrifuð af David Ibison í Reykjavík og Yasmin Osman í Frankfurt.

Og áfram hækka vextirnir og hafa ekki verið hærri í meira en fjögur ár! Ég minni á fundi Vinstri grænna um lausnir vandans á Ísafirði og Reykjavík í kvöld


mbl.is Seðlabankinn hækkar stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosie gangandi hetja

456867A Rosie Swale Pope er greinilega ekki af baki dottin þrátt fyrir að hafa brotið fjögur rifbein í hálku í Mývatnssveit. Og af því að læknirinn á Húsavík sagði henni að taka því rólega næstu vikurnar ætlar hún að hvíla sig í tjaldi í Mývatnssveitinni. Mér finnst að það eigi að gefa henni mánaðarkort í Jarðböðin svo hún geti haft það notalegt í vorkuldanum. Þessi kona er greinilega hetja og ekkert að pæla í því að leigja sér einkaþotu á kostnað almennings til að skreppa á milli staða, gengur bara í staðinn.

Reyndar þurfti Ingibjörg Sólrún einnig að fá sér göngutúr í gær því trukkarnir voru búnir að loka ráðherrabílinn hennar af þar sem hann stóð víst ólöglega við Hafnarhúsið. Þessi mótmæli trukkanna eru greinlega að taka breytingum til góðs. Knýja ráðherrana til að spara bensínið. Þetta lýst mér vel á. Bara verst hvað Geir H. Haarde er eitthvað úrillur þessa dagana, með allt á hornum sér í viðtali í útvarpinu í gær. Ætli flug með einkaþotum fari svona í skapið á manninum? Ég mæli með því að ganga.


mbl.is Fall á Íslandi seinkaði heimshlaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitler, Göbbels og Ólympíueldurinn

456781AÞað var lögreglan sjálf sem slökkti víst á eldinum í París og hoppaði með hann upp í rútu. Það þurfti því ekki slökkvitæki til eins og tveir mótmælendur í London beittu í gær án árangurs. Þessi mótmæli eru að bera árangur því augu vesturlandabúa eru að opnast fyrir mannréttindabrotum í Kína og gagnvart íbúum Tíbets. Hér á landi hefur Birgitta Jónsdóttir verið í farabroddi andófs gegn ofbeldinu í Tíbet. Á sunnudaginn var hún kosinn formaður nýrra samtaka, Vina Tíbets.

Annars þótti mér fréttin í Ríkisútvarpinu um Ólympíueldinn athyglisverð. Þar kemur fram að þessi siður að hlaupa með eldinn um borgir hinna ýmsu landa var fundin upp af nasistum í áróðursskyni fyrir Ólympíuleikana í Berlín 1936. Það vori því þeir félagar Hitler og Göbbels sem komu þessari hefð af stað og það er kaldhæðnislegt að Kínverjar skuli vera að feta í fótspor þeirra. Hér er fréttin af ruv.is

Fólk fer fram á friðsamlega lausn í Tíbet og að kínversk stjórnvöld virði mannréttindi.


mbl.is Slökkt á ólympíueldi í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru sveitarfélögin að standa sig í jafnréttismálum?

Jafnréttisstofa stendur fyrir áhugaverðu málþingi um stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélögum, miðvikudaginn 9. apríl kl. 12-13.15 á Hótel KEA. Þar verða kynntar íslenskar niðurstöður Jafnréttisvogarinnar, Evrópuverkefnis sem er nýlokið, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveitarfélögum í fimm löndum. Á fundinum verður meðal annars skýrt frá því hvaða sveitarfélög eru að standa sig best í jafnréttismálum, miðað við mælikvarða verkefnisins.

Tæki til að mæla jafnrétti

Tilgangur verkefnisins var að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega almenningi. Spurningar sem varða hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum, atvinnuþátttöku kynjanna og þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku voru sendar til sveitarfélaga. Þátttakendur í verkefninu voru, auk Íslands, Búlgaría, Finnland, Grikkland og Noregur. Auk samanburðar á milli sveitarfélaga innanlands er því hægt að bera saman niðurstöður á milli landanna. Niðurstöðurnar eru birtar á myndrænan hátt á heimasíðu verkefnisins.

Dagskrá málþingsins


12:00 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, setur fundinn

12:05 Hvernig mælum við jafnrétti?

     Kjartan Ólafsson, lektor í félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri

12:20 Staða jafnréttismála í íslenskum sveitarfélögum. Kynntar helstu niðurstöður

     Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu

12:35 Jafnréttisvogin frá sjónarhóli sveitarfélags

     Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar

12:50 Samantekt og umræður

 

Léttar hádegisveitingar í boði.

Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.

 
http://www.jafnretti.is

http://www.tft.gender.is


Fundarröð Vinstri grænna: Tökumst á við efnahagsvandann

vg_logowebÞað er gott ef kreppan er strax á undanhaldi. En er botninum náð eins og forsætisráðherrann sem flaug með einkaþotu úr landi vill halda fram? Sem betur fer eru ekki allir sem ætla að flýja eða standa hjá og horfa á heldur koma með jákvæðar og uppbyggilegra tillögur til lausnar vandans.

Í dag verður fundaröð Vinstri grænna um efnahagsmál hleypt af stokkunum á Akureyri. Yfirskrift fundaraðarinnar er „Tökumst á við efnahagsvandann –tillögur Vinstri grænna“ og er tilgangurinn að kynna og ræða þær tillögur sem Vinstri græn hafa lagt til á þingi til að taka á aðkallandi vanda í efnahagsmálum. Meginmarkmið tillagnanna er að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, verja stöðu heimilanna og kaupmátt launa.

14.00 Blaðamannafundur þar sem fundaröðin og tillögur VG í efnahagsmálum verða kynntar.

15.00 –Fyrsti fundurinn í fundaröðinni „Tökumst á við efnahagsvandann, –tillögur Vinstri grænna“, frummælendur eru Steingrímur J. Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir.

Allir að mæta! 


mbl.is Íslensku bankarnir að koma inn úr kuldanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband