Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
15.4.2008 | 13:04
Heilbrigðisráðuneytið í rugli
Það grafalvarlegt ef 96 hjúkrunarfræðingar af gjörgæslu,- skurð- og svæfingasviði eru að hætta eftir nokkra daga. En er einkavæðingarnefnd sjúkrahússins kannski alveg sama og hvött dyggilega af heilbrigðisráherra? Fyrst er skorið niður þangað til allt er komið í rugl og þá eru stofnuð einkafyrirtæki til að sjá um reksturinn eða bara allt saman einkavætt eins og Vilhjálmur formaður einhverrar nefndar finnst svo tilvalið að gera. Jafnvel þó að dæmin sýni að það kostar mun meira fyrir þjóðfélagið.
Starfsfólkið á betra skilið og sjúklingarnir einnig. Það mun ekki taka langan tíma að koma öllu á annan endann með heilbrigðisráðherra frá Sjálfstæðisflokknum. En þetta þarf ekki að vera svona, það er hægt að semja við hjúkrunarfræðinga og það þarf að gera það strax áður en í algert óefni er komið.
Algjör pattstaða – engir fundir og uppsagnir standa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.4.2008 | 10:52
Hætta á að bloggari sæti pyndingum og konu nauðgað af löggunni í Mexíkó
Amnesty International vekur sérstaka athygli á þremur mannréttindamálum í apríl. Allir geta lagt lið og beðið stjórnvöld í viðkomandi löndum um að virða mannréttindi.
Bárbara Italia Méndez bíður enn eftir réttlæti, tveimur árum eftir að lögreglumenn nauðguðu henni. Hér er hægt að lesa um málið og prenta út bréf til að senda yfirvöldum í Mexíkó og fara fram á réttlæti.
Fouad Ahmad al-Farhan gagnrýndi stefnu stjórnvalda í Saudi Arabíu með friðsamlegum hætti, bloggaði þar á meðal um varðhaldsvist samviskufanga án ákæru eða réttarhalda. Hann var sjálfur tekin fastur í kjölfarið og hefur verið í einangrun. Hér er hægt að lesa meira um málið prenta út bréf og senda áfram.
Samviskufangarnir Ronak Safarzadeh og Hana Abdi eru enn í fangelsi vegna friðsamlegrar baráttu sinnar fyrir kvenréttindum í Íran. Hér er hægt að lesa meira um málið og prenta út bréf til að senda yfirvöldum í Íran.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 09:45
Spekin kemur einnig að utan
Hér er ef til vill komin skýringin á því af hverju ráðherraliðið er allt í útlöndum. Allir að safna pening enda ekkert að gera á hinu strjálbýla Íslandi lengur. Fréttin af vísi.is af utanríkisráðherranum okkar smellpassar inn í það hvernig þar á bæ eigi að bjarga málunum:
"Segir bankana geta reiknað með stuðningi ríkisvaldsins
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra slær því föstu í samtali við danska blaðið Berlingske Tidende að allir bankar landsins geti reiknað með stuðning frá ríkisvaldinu ef þeir lenda í vandræðum.
Hún er tilbúin til þess að styðja þá beint með framlögum úr ríkissjóði og einnig til þess að auka gjaldeyrisvarasjóð landsins.
Á sama tíma hafnar hún því að bankarnir muni komast í þrot áður en að lausafjárkreppunni á alþjóðamarkaðinum lýkur. Ingibjörg segir að stjórnvöld muni ekki láta það líðast að bankarnir verði gjaldþrota eins og staðan er í dag."
Semsagt, einkavæða gróðann og þjóðnýta svo tapið! Ekki alveg það sem okkur vantaði núna.
Auðurinn kemur að utan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2008 | 16:02
Missti af þessari keppni
Verslósigur í söngkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2008 | 09:36
Rotnar nautakjöt í formaldehýði?
Það vantar nú eitthvað á þessa frétt af kúariðu og tollskoðunum. Síðast þegar ég vissi rotnaði kjöt ekki í formaldehýði. Það er reyndar einmitt ástæðan fyrir því að líkamspartar eru settir í þennan eitraða vökva, til þess að þeir rotni ekki. Varla hafa japönsku tollverðirnir fiskað kusuna og kálfinn hans Damiens Hirst upp úr formaldehýðbaðinu og eyðilagt þar með verkið? Tja, en annað eins hefur nú gerst.
"Kýr í formaldehýði, úr einu frægasta verki breska listamannsins Damiens Hirst, lenti í ógöngum nýverið á leið sinni á safn í Tókýó. Verkið heitir Mother and Child Divided, og sýnir hálfa kú og hálfan kálf. Fyrir verkið var hann tilnefndur til Turner-verðlaunanna árið 1995.
Japanir lögðu á sínum tíma blátt bann við innflutningi á bresku nautakjöti vegna hættu á útbreiðslu kúrariðu, og því var verk Hirst samviskusamlega stöðvað af japönskum tollvörðum. Það var talsverð þolraun fyrir safnstjóra Mori safnins að sannfæra tollverði um að jafnvel harðsvíruðustu matgæðingar myndu ekki leggja sér listaverkið til munns.
Þegar leyfið var fengið, kom upp annað vandamál, kýrin og kálfurinn voru farin að rotna eftir tollskoðunina, og á endanum þurftu Japanir að útvega nýja gerð verksins."
Listkýr í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.4.2008 | 09:37
Finanzkrise gefährdet ganz Island
Fyrirsögnin á grein í þýsku útgáfunni af Financial Times er ekki beint upplífgandi "Finanzkrise gefährdet ganz Island". Greinina er hægt að lesa hér og þar segir meðal annars að aðalástæðan fyrir þessari fjármálakreppu sem heltekið hefir Ísland sé gríðarlegar erlendar skuldir, einkum bankanna. Greinin er byggð á greininni sem var í bresku útgáfunni af Financial Times um daginn en tekur enn dýpra í árinni. Greinin í Financial Times Deutschland er skrifuð af David Ibison í Reykjavík og Yasmin Osman í Frankfurt.
Og áfram hækka vextirnir og hafa ekki verið hærri í meira en fjögur ár! Ég minni á fundi Vinstri grænna um lausnir vandans á Ísafirði og Reykjavík í kvöld.
Seðlabankinn hækkar stýrivexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.4.2008 | 10:47
Rosie gangandi hetja
Rosie Swale Pope er greinilega ekki af baki dottin þrátt fyrir að hafa brotið fjögur rifbein í hálku í Mývatnssveit. Og af því að læknirinn á Húsavík sagði henni að taka því rólega næstu vikurnar ætlar hún að hvíla sig í tjaldi í Mývatnssveitinni. Mér finnst að það eigi að gefa henni mánaðarkort í Jarðböðin svo hún geti haft það notalegt í vorkuldanum. Þessi kona er greinilega hetja og ekkert að pæla í því að leigja sér einkaþotu á kostnað almennings til að skreppa á milli staða, gengur bara í staðinn.
Reyndar þurfti Ingibjörg Sólrún einnig að fá sér göngutúr í gær því trukkarnir voru búnir að loka ráðherrabílinn hennar af þar sem hann stóð víst ólöglega við Hafnarhúsið. Þessi mótmæli trukkanna eru greinlega að taka breytingum til góðs. Knýja ráðherrana til að spara bensínið. Þetta lýst mér vel á. Bara verst hvað Geir H. Haarde er eitthvað úrillur þessa dagana, með allt á hornum sér í viðtali í útvarpinu í gær. Ætli flug með einkaþotum fari svona í skapið á manninum? Ég mæli með því að ganga.
Fall á Íslandi seinkaði heimshlaupi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.4.2008 | 12:14
Hitler, Göbbels og Ólympíueldurinn
Það var lögreglan sjálf sem slökkti víst á eldinum í París og hoppaði með hann upp í rútu. Það þurfti því ekki slökkvitæki til eins og tveir mótmælendur í London beittu í gær án árangurs. Þessi mótmæli eru að bera árangur því augu vesturlandabúa eru að opnast fyrir mannréttindabrotum í Kína og gagnvart íbúum Tíbets. Hér á landi hefur Birgitta Jónsdóttir verið í farabroddi andófs gegn ofbeldinu í Tíbet. Á sunnudaginn var hún kosinn formaður nýrra samtaka, Vina Tíbets.
Annars þótti mér fréttin í Ríkisútvarpinu um Ólympíueldinn athyglisverð. Þar kemur fram að þessi siður að hlaupa með eldinn um borgir hinna ýmsu landa var fundin upp af nasistum í áróðursskyni fyrir Ólympíuleikana í Berlín 1936. Það vori því þeir félagar Hitler og Göbbels sem komu þessari hefð af stað og það er kaldhæðnislegt að Kínverjar skuli vera að feta í fótspor þeirra. Hér er fréttin af ruv.is
Fólk fer fram á friðsamlega lausn í Tíbet og að kínversk stjórnvöld virði mannréttindi.
Slökkt á ólympíueldi í París | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.4.2008 | 09:39
Eru sveitarfélögin að standa sig í jafnréttismálum?
Jafnréttisstofa stendur fyrir áhugaverðu málþingi um stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélögum, miðvikudaginn 9. apríl kl. 12-13.15 á Hótel KEA. Þar verða kynntar íslenskar niðurstöður Jafnréttisvogarinnar, Evrópuverkefnis sem er nýlokið, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveitarfélögum í fimm löndum. Á fundinum verður meðal annars skýrt frá því hvaða sveitarfélög eru að standa sig best í jafnréttismálum, miðað við mælikvarða verkefnisins.
Tæki til að mæla jafnrétti
Tilgangur verkefnisins var að gera stöðu jafnréttismála sýnilega og aðgengilega almenningi. Spurningar sem varða hlutfall kvenna og karla í stjórnunarstöðum, atvinnuþátttöku kynjanna og þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku voru sendar til sveitarfélaga. Þátttakendur í verkefninu voru, auk Íslands, Búlgaría, Finnland, Grikkland og Noregur. Auk samanburðar á milli sveitarfélaga innanlands er því hægt að bera saman niðurstöður á milli landanna. Niðurstöðurnar eru birtar á myndrænan hátt á heimasíðu verkefnisins.
Dagskrá málþingsins
12:00 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, setur fundinn
12:05 Hvernig mælum við jafnrétti?
Kjartan Ólafsson, lektor í félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri
12:20 Staða jafnréttismála í íslenskum sveitarfélögum. Kynntar helstu niðurstöður
Svala Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Jafnréttisstofu
12:35 Jafnréttisvogin frá sjónarhóli sveitarfélags
Halla Margrét Tryggvadóttir, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar
12:50 Samantekt og umræður
Léttar hádegisveitingar í boði.
Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.
http://www.jafnretti.is
http://www.tft.gender.is
5.4.2008 | 10:55
Fundarröð Vinstri grænna: Tökumst á við efnahagsvandann
Það er gott ef kreppan er strax á undanhaldi. En er botninum náð eins og forsætisráðherrann sem flaug með einkaþotu úr landi vill halda fram? Sem betur fer eru ekki allir sem ætla að flýja eða standa hjá og horfa á heldur koma með jákvæðar og uppbyggilegra tillögur til lausnar vandans.
Í dag verður fundaröð Vinstri grænna um efnahagsmál hleypt af stokkunum á Akureyri. Yfirskrift fundaraðarinnar er „Tökumst á við efnahagsvandann –tillögur Vinstri grænna“ og er tilgangurinn að kynna og ræða þær tillögur sem Vinstri græn hafa lagt til á þingi til að taka á aðkallandi vanda í efnahagsmálum. Meginmarkmið tillagnanna er að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, verja stöðu heimilanna og kaupmátt launa.
14.00 Blaðamannafundur þar sem fundaröðin og tillögur VG í efnahagsmálum verða kynntar.
15.00 –Fyrsti fundurinn í fundaröðinni „Tökumst á við efnahagsvandann, –tillögur Vinstri grænna“, frummælendur eru Steingrímur J. Sigfússon og Svandís Svavarsdóttir.
Allir að mæta!
Íslensku bankarnir að koma inn úr kuldanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 379814
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?