Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Upphaf og endir þjóðvegar 1 á Akureyri

476932A Mér finnst það afar gott að hringvegurinn verði ekki lengur hringvegur heldur endi og byrji á henni Akureyri. Reyndar var ein tillagan í hinni ljómandi samkeppni "Akureyri í öndvegi" einmitt þannig að hluti af þjóðvegi 1 var gerður að vistgötu.

En það verður að minnsta kosti mikið fjör á Akureyrarvöku á morgun og hellingur af myndlistarsýningum opnaðar eins og sjá má á síðu Myndlistarfélagsins.


mbl.is Hringveginum lokað vegna Akureyrarvöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höldum áfram í ruglinu

Lengi getur vont versnað. Valdaklíkan í Sjálfstæðisflokkunum er búin að ná nýjum hæðum, á botninum. Þessi farsi sem borgarfulltrúar flokksins bjóða uppá með dyggum stuðningi Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde er fyrir löngu kominn yfir það að vera broslegur og er bara sorglegur. Og nú er það þriðji maðurinn sem er hækjan. En það þýðir ekkert að fara á bömmer yfir endalausum mistökum annarra og það er jú vont en það venst. Hallgrímur Helgason skrifar skemmtilegan pistil í Fréttablaðið í dag. Kemur manni aftur í gott skap.


mbl.is Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin á opnun í Nýlistasafninu á laugardaginn

Á laugardaginn klukkan 17 opna ég sýningu í Nýlistasafninu á Laugarveginum. Það eru auðvitað allir velkomnir á opnunina eða að koma seinna ef það hentar betur. Það er enginn aðgangseyrir að Nýlistsafninu og hefur aldrei verið! Á síðu myndlistarfélagsins mynd.blog.is er hægt að lesa meira um sýninguna og á síðu Nýlistasafnsins nylo.is eru einnig upplýsingar. Á heimasíðunni minni er einnig hellingur af myndum og textum. Ég hef að vísu ekki getað uppfært síðuna nýlega vegna vesens en það stendur til bóta. Svo bendi ég einnig á síður Kuckie+Kuckei í Berlín og Galerie Robert Drees í Hannover með allskonar upplýsingum. 

Þorvaldur Þorsteinsson tók myndina fyrir veggspjaldið/boðskortið af mér að fremja gjörninginn Sund á sýningunni Equivalence í Lazareti, Galerija OTOK í Dubrovnik í Króatíu í júlí 2008.


Borgum umönnunarstéttum mannsæmandi laun

Hvað er málið í þessu landi? Af hverju þurfa kennarar, hjúkrunarfræðingar og nú ljósmæður alltaf að berjast fyrir því að fá smá hækkun á skammarlega lág laun? Á sama tíma eru einhverjir forstjórar og bankastjórar að skammta sjálfum sér stjarnfræðilega há laun, fyrir ekki neitt. Bera einhverja meinta ábyrgð en þegar þeir eru búnir að setja allt klabbið á hausinn eða svo gott sem þá semja þeir bara um "starfslok" og fá einhverjar hundruðir milljóna fyrir að drífa sig.

Þetta er náttúrulega rugl. Það er fyrir löngu kominn tími til að umönnunarstéttir (í flestum tilfellum þar sem konur eru í miklum meirihluta) fái almennileg laun. Ljósmæður bera raunverulega ábyrgð á lífi og velferð barna og fjölskyldna (en ekki innistæðulausum pappírum). Þær eiga að fá laun á við bankastjórana

Það að ítrekað þurfi starfsfólk að hóta uppsögnum eða fara í verkfall til að knýja á um hærri laun er smánarblettur á okkar samfélagi. Ríkisstjórnin var með fagurgala um að leiðrétta laun kvennastétta og nú er komið að því að efna loforðin en... það var ekkert á bakvið þessi loforð Samfylkingarinnar og íhalds frekar en fyrri daginn. Bara plat og lygi.

Myndin er fengin af wimmer-hebamme.at


mbl.is Heimaþjónusta en engin mæðravernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi fótum troðin í Kína

Og Þorgerður Katrín og Ólafur Ragnar mæta til að taka þátt í veislunni í boði böðlanna. Það er svartur blettur á utanríkisstefnu Íslands. Birgitta Jónsdóttir hefur staðið vaktina til að benda á óréttlætið sem á sér stað í Kína. Skoðanakúgun, pyntingar, aftökur eftir sýndarréttarhöld. Allt þetta er hluti af ástandinu í Kína þar sem eru stjórnvöld sem kenna sig við kommúnisma en eru í raun svartasta myndin á kapítalisma. Við eigum að mótmæla þessu og það er tækifæri í kvöld fyrir hvert og eitt okkar að gera það úr því að stjórnvöld hafa ekki dug í sér til að gera neitt og taka jafnvel þátt í veislunum. Setjum kerti út í glugga eins og milljónir manna um allan heim, til stuðnings frjálsu Tíbet. Og hér á Akureyri mun fara fram kertafleyting á tjörninni við Minjasafnið til minningar um fórnarlömb kjarnorkusprengja bandaríkjastjórnar. Mætum þar einnig.


mbl.is Tíbetar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumalandið komið á YouTube

Kynningin (Trailerinn) af mynd Andra Snæs Magnasonar og Þorfinns Guðnasonar Draumalandið er kominn á YouTube og hér er hægt að sjá hann. Björk flytur kynningarlagið og þessi mynd lofar góðu. Það fer hrollur um mann þegar myndirnar af Alcoa genginu ásamt mestu hryðjuverkamönnum gegn íslenskri náttúru (Geir H. Haarde, Friðrik Sófussyni, Valgerði Sverrisdóttur og félögum) birtast á skjánum, takast í hendur og óska hvort öðru til hamingju yfir því að hafa samþykkt að sökkva landi og fremja óafturkræf náttúruspjöll fyrir risavirkjun sem framleiðir rafmagn fyrir glæpafyrirtækið Alcoa.


FM Belfast rokkar

Frekar fúlt að missa af þessum Innipúka. Vonandi hressist Megas líka. Ég sá á blogginu hennar Helgu Völu frábært myndband með FM Belfast sem er núna uppáhaldshljómsveitin mín. Skelli því hérna inn. Þetta er almennileg stuðgrúppa sem kemur öllum í gott skap. Meira rokk meira stuð!


mbl.is Megas veiktist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Magga Blöndal

Það er stórkostlegt hvað hægt er skapa góða stemningu með jákvæðni og bjartsýni. Margrét Blöndal tók verkefnið að sér og stendur uppi sem hetja. Það var allt annar bragur á þessari Verslunarmannahelgi en þeim síðustu hér á Akureyri og það sannaðist að aldurstakmörk á tjaldstæðin voru ekki leiðin til að laga hlutina. Það er hægt að gera kraftaverk með góðu skipulagi, bjartsýni og með því að skapa góða stemningu. Vissulega var fyllirí og einhverjir með læti en sem betur fer var það ekki yfirgnæfandi. Karlahópur femínistafélagsins var áberandi hér á Akureyri og stóð sig afar vel og það var gott að sjá ungt fólk með barmmerkin þeirra. Takk Magga, fyrir að redda heiðri Akureyringa.


mbl.is Fjölmenni á flugeldasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verksmiðjan á Hjalteyri opnar laugardaginn 2. ágúst 2008

verksmidjan_uti_1.jpg

Verksmiðjan
Menningarmiðstöð á Hjalteyri

Neðst á Hjalteyri // 601 Akureyri // verksmidjan.blogspot.com // 461 1450 // 865 5091


START

02.08. – 23.08.2008

Alexander Steig, Þýskalandi
Arna Valsdóttir, Íslandi
Boekie Woekie, Hollandi
Kristján Guðmundsson, Íslandi
Magnús Pálsson, Íslandi/Bretlandi
Nicolas Moulins, Frakklandi/Þýskalandi
Sigga Björg Sigurðardóttir, Íslandi/Skotlandi

Opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14:00 - 17:00

Nánari upplýsingar á http://www.verksmidjan.blogspot.com

---
Myndlistarsýningin START opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri, laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14:00.
Sýningin stendur til 23. ágúst.
Opið frá fimmtudegi til sunnudags klukkan 14:00 - 17:00

Dagsskrá:

Laugardagurinn 2. ágúst
14:00 Opnun. Þátttakendur eru Sigga Björg Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Alexander Steig, Boekie Woekie, Nicolas Moulin og Arna Valsdóttir.

15:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
17:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
18:00 Ghazi Barakat, tónlistaratriði

Sunnudagurinn 3. ágúst
14:00 - 17:00 Listasmiðja
fyrir börn og foreldra. Opið öllum.

Laugardagurinn 9. ágúst
10:00 - 15:00 Listasmiðja fyrir börn
15:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
18:00 Kammerkórinn Hymnodia

Sunnudagurinn 10. ágúst
10:00 - 15:00 Listasmiðja fyrir börn
Listasmiðjurnar eru fyrir 10 til 14 ára krakka, ekkert þátttökugjald.
Umsjónarmenn: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Gústav Geir Bollason og Þórarinn Blöndal.
Skráning hjá Aðalheiði í síma 865 5091

Sunnudagurinn 17. ágúst
15:00 Ljóðadagskrá
í umsjón Jóns Laxdal

Sýningin stendur til 23. ágúst.

Stuðningsaðilar eru Menningarráð Eyþings, Impra, Nýsköpunarmiðstöð, Þýska sendiráðið og BYKO.

Nýtt upphaf í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Fyrsta sýningin í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri er samansett af ólíkum myndlistarmönnum af þremur kynslóðum sem vinna í sex löndum. Þau vinna með innsetningar, kvikmyndir, myndbönd, hljóð, málverk, teikningar og gjörninga, svo eitthvað sé nefnt. Verksmiðjan sjálf er spennandi útgangspunktur og umgjörð fyrir verkin sem sum eru gerð sérstaklaga fyrir þessar aðstæður en önnur fá nýja merkingu í þessu hráa umhverfi.

Menningarhátíð á Hjalteyri í ágústmánuði

Von okkar listamannanna sem standa að Verksmiðjunni er að Hjalteyrarverksmiðjan og umhverfi hennar verði framtíðarstaður listamanna og þá væri sérstaða hennar í listheiminum veruleg. Hún yrði nokkurs konar frumbýli - listin nemur land - og brúaði með því bil á milli þéttbýlis og landsbyggðar en einnig landsbyggðar og umheims. Hún yrði hvortveggja í senn; svæðisbundin og næði jafnframt til stærri heildar, þar sem hún myndi bæði taka mið af þörfum og áhuga íbúa næsta nágrennis en um leið opna gáttir til umheimsins fyrir tengsl sín og samstarf við erlenda aðila. Umhverfið og húsakynni Hjalteyrar-verksmiðjunnar vekur athygli, hefur áhrif á sköpun og mótar starfsemina. Unnið hefur verið að grunnendurbótum á Verksmiðjunni en tekið tillit til umhverfisins og þess hvernig húsakynni eru í raun. Samspil náttúruafla og mannvirkja hefur verið haft í huga og að leiðarljósi. Verksmiðjan er eitt listaverk út af fyrir sig.
 

Aðstandendur Verksmiðjunnar eru:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Arna Valsdóttir
Arnar Ómarsson
Gústav Geir Bollason
Hlynur Hallsson
Jón Laxdal Halldórsson
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Lene Zachariassen
Véronique Legros
Þórarinn Blöndal

Clémentine Roy
Henriette van Egten
Kristján Guðmundsson
Jan Voss
Nicolas Moulin
Rúna Þorkelsdóttir


Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband