Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Redda þessu NÚNA!

Flott hjá barnshafandi konum að mótmæla! Auðvitað á ríkið pening til að greiða ljósmæðrum hærri laun. Allt annað er bara bull í Árna Matt. Það er til háborinnar skammar að ljósmæður skuli þurfa að fara í verkfall og hóta uppsögnum til að fá augljósa leiðréttingu á sínum kjörum. Það á að semja við þær núna strax og ef Árni Matt getur það ekki þá hefur hann ekkert að gera lengur sem ráðherra, segja honum upp og fá einhverja aðra (konu) í starfið. Allavega einhvern sem hefur snefil af sómatilfinningu.

Ég skrifaði smá pistil um þessi mál áður en allt var komið í óefni en nú er manni nóg boðið. Árni Matt varð sér til ævarandi skammar í gær þegar hann svaraði illa fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur á þinginu í gær.

Áfram ljósmæður og feður og mæður!


mbl.is Þungaðar konur mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri græn stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi

vg_logowebSamkvæmt Gallup könnun yrðu Vinstri græn stærsti flokkurinn í NA-kjördæmi ef kosið væri nú, fengi 26,3%. Sjálfstæðisflokkurinn byði afhroð og færi niður í 25,7%. Þetta eru auðvitað söguleg tíðindi og afar ánægjuleg. Þetta er auðvitað bara könnun en segir heilmikið um að fólki líkar málefnalegur málflutningur VG í efnahagsmálum og umhverfismálum. Álver á Bakka er jú eitt af stóru málunum hér fyrir norðan.

Hér er hægt að hlusta á fréttina í Svæðisútvarpinu.


"Vinstri hreyfingin-grænt framboð hefur nú mest fylgi stjórnmálaflokka í Norðausturkjördæmi, ef marka má nýja könnun Gallup. Flokkurinn hefur bætt við sig tæpum sjö prósentum frá alþingiskosningum vorið 2007. Samfylkingin bætir einnig við sig fylgi í kjördæminu, en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tapa fylgi."
Vinstriflokkurinn í Þýskalandi er einnig á mikilli siglingu um þessar mundir og ein aðalfréttin þar í landi í dag er að Die Linke fengi meira fylgi en Kratarnir í SPD í Saarlandi samkvæmt könnun Forsa. Þar verður kosið á næsta ári. Hér er frétt úr Berliner Zeitung.
lafontaine_660342.jpg

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.