Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Réttur maður í rétt starf

461397AÞað er afar ánægjulegtÖgmundur Jónasson verði heilbrigðisráðherra. Hann er augljóslega besti kosturinn. Umskiptin í þessu mikilvæga ráðuneyti hefðu sennilega ekki getað orðið meiri, frá Guðlaugi Þór niðurskurðar- og einkavinavæðingarráðherra til ráðherra velferðar og heilbrigðrar skinsemi.

Til hamingju Ögmundur og til hamingju Ísland!


mbl.is Ögmundur verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að taka til

488897A Það er verk að vinna. Eftir 18 ára óstjórn Sjálfstæðisflokksins er þjóðarbúskapurinn í rúst, erlendar skuldir stjarnfræðilegar, fjölda atvinnuleysi er að bresta á og fyrirtæki og heimili að fara á hausinn.
Það er ótrúlegt að hlusta á einhverja Sjálfstæðismenn halda því fram að þeim einum sé treystandi fyrir öllu. Veruleikafirring þessarar manna er algjör, er hægt að fara neðar. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn undir botninn eða er enginn botn hjá þessum flokki?
Og þá þarf að taka til, byggja upp og henda út spillingunni, fara í aðgerðir í stað þess að gera ekki neitt. Vinstri græn eru tilbúinn til að fara í aðgerðir strax, það er auðvitað ekki skemmtilegt hlutverk að þurfa að taka til eftir frjálshyggjusukkið en einhver verður að gera það.
Það var bjartsýnn tónn á fundinum í gær en auðvitað einnig raunsær. Við höfum aðeins sér brot af rústunum og ástandið á eftir að versna. En við getum þó hrósað happi að ráðherrar sjálfstæðisflokksins fá ekki tækifæri til að rústa heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu enn frekar.
Þess vegna verðum við að hafa óbilandi trú á framtíðina og bretta upp ermar. Við erum tilbúin. Þó fyrr hefði verið!
mbl.is Húsfyllir hjá Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til að breyta til hins betra

Það er bylting i loftinu. Friðsamleg bylting þar sem þúsundir hafa farið út á götu til að mótmæla vanhæfri ríkisstjórn. Mótmælin eru að skila árangri því jafnvel Ingibjörg Sólrún er að átta sig á því að fólkið sem hingað til hefur stutt Samfylkinguna er búið að fá nóg af þessari ríkisstjórn og 17 ára setu Sjálfstæðisflokksins við völdin. Fólk er búið að fá nóg af spillingunni.

Ég er stoltur af mótmælendum sem hafa mótmælt af krafti og hafnað ofbeldi og skemmdarverkum. Appelsínugulu mótmælin eru frábær og það er stemning um allt land. Þrátt fyrir slagveður mætti fólk á Ráðhústorgið á Akureyri í gær og söng og barði potta og pönnur. Fólk á öllum aldri.

Það þarf ekki táragas og piparúða. Ríkisstjórnin getur farið frá friðsamlega en það verður að gerast núna.

Ég hvet alla til að skoða síðuna Nýtt lýðveldi og skrifa undir áskorun um stjórnlagaþing. Höldum áfram að mótmæla við Valhöll, á Austurvelli, við stjórnarráðið, á Ráðhústorgi, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og um allt land. Tímar breytinga eru runnir upp, breytinga til hins betra!


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrýmingarbúðir gyðinga á Gaza

487408.jpg

Það er óhugnanlegt að standa í útrýmingarbúðum nasista í Bergen Belsen. Það setur að manni hroll. Að manneskjan geti verið svo ill að framkvæma slíka glæpi á saklausu fólki sem hafði ekkert af sér gert annað en það að vera með trúarskoðanir eða stjórnmálsskoðanir eða kynhneigð sem samræmdust ekki hugmyndum fasistanna.

Það er því enn óhugnanlegra að stjórnvöld í ríkinu sem þolendur ofbeldis nasistanna máttu þola skuli nú vera að leika sama leikinn á íbúum Palestínu. Börn og saklaust fólk sem ekkert hefur af sér gert annað en að vera með trúarskoðanir eða stjórnmálsskoðanir sem samræmast ekki hugmyndum stjórnar Ísraelsríkis eru myrt og limlest dag eftir dag.

Sem betur fer er hluti íbúa Ísraels á móti morðum hermanna Ísraelsstjórnar á Gaza en stjórnvöld eru blind af heift og standa auk þess í kosningabaráttu. Fyrirmyndin þeirra er Bush forseti í BNA. Enda eru þau dyggilega studd með vopnum og eiturefnum frá stjórnvöldum í BNA. 

Og menntamálaráðherra Íslands kemur í fréttirnar eins og blaðafulltrúi Ísraelsstjórnar og jafnar saman börnum sem kasta steinum og fullvopnuðum hermönnum. Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde ljúga bæði því að það sé ekki hefð fyrir því að fordæma svona innrásir en bent hefur verið á tvö nýleg dæmi. Þau biðjast ekki afsökunar á lygunum, þau gera ekki neitt.


mbl.is Mótmælt við stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli skila árangri

485746ATryggvi Jónson hætti í Landsbankanum eftir "óvægin mótmæli" að hans mati. Hann reyndi að leika píslarvott en nú er að koma í ljós hvað hann var að gera í bankanum:

"Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hafði bein afskipti af sölum á tveimur fyrirtækjum til fyrirtækja tengdum Baugi á meðan hann starfaði í Landsbankanum."

Spillingin heldur greinilega áfram og nú verður bankastjórn Landsbankans að segja Birnu bankastjóra upptörfum án "starfslokasamnings".

Mótmælin eru að magnast og hætta ekki fyrr en spillingarliðið hefur verið hrakið frá völdum. Við krefjumst kosninga og að þessi ömurlega ríkisstjórn fari frá því hún gerir illt verra á hverjum degi. Ég bendi á afar góðan pistil Láru Hönnu bloggvinkonu hér.

Mætum á mótmæli um land allt í dag því öll friðsamleg mótmæli og borgaraleg óhlýðni skila árangri og við gefumst ekki upp!


mbl.is Tryggvi hafði bein afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrími tekst það sem ríkisstjórnin getur ekki gert

sjs.jpg Það er merkilegt að þegar svokölluð "ríkisstjórn" Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar situr aðgerðarlaus og getur ekki gert neitt ekki, einu sinni þrifið skítinn eftir sig, þá er það forystumaður stjórnarandstöðunnar sem gerir það sem gera þarf. Geir H. Gunga segir "við látum ekki kúga okkur!" en lætur Bretana svo kúga okkur.

Það er stórum áfanga náðframkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafi samþykkt í dag beiðni Íslands (Steingríms) um að sú aðgerð breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans í Bretlandi 8. október sl. yrði tekin til meðferðar bæði í laga- og mannréttindanefnd og efnahagsnefnd Evrópuráðsþingsins.

Það er svona sem menn þurfa að vinna.

Mynd: VB MYND/BIG


mbl.is Frysting tekin fyrir hjá Evrópuráðsþinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á Akureyri

hannahlif.jpg

Sunnudaginn 11. janúar 2009 klukkan 11-13 opnar Hanna Hlíf Bjarnadóttir sýninguna “Heima er best” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Hanna Hlíf hefur gert verk sérstaklega fyrir þessa sýningu og í texta um verkið segir:

Ísland var í efsta sæti ásamt Noregi árið 2007 í lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann.

Sama ár voru 8410 tilkynningar um vanrækslu á börnun til barnaverndunarstofu.



Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2006.  Hún hefur haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Stofnaði hún til að mynda galleríBOX árið 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007, en það er staðsett í Kaupvangstræti 10 á Akureyri.

Meðfylgjandi mynd er af verki Hönnu Hlífar.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í hannahlif(hjá)simnet.is og í síma 8640046


Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Hönnu Hlífar Bjarnadóttur stendur til 1. mars 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.

 

HANNA HLÍF BJARNADÓTTIR 

HEIMA ER BEST 

11.01. - 01.03.2009 

Opnun sunnudaginn 11. janúar 2009, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Mogginn ritskoðar

486730.jpg

Leiðari Moggans í dag er afar aumur. Þar er (enn og aftur nafnlaust!) verið að reyna að réttlæta ritskoðun á Moggablogginu. Tilefnið er að bannað var að blogga um tvær fréttir sem fjölluðu um ofbeldistilburði tveggja manna, Ólafs Klemenssonar hagfræðings hjá Seðlabankanum og bróður hans á gamlársdag. Hér eru fréttirnar: Mótmælendum ógnað á gamlársdag og Taldi sér ógnað

Fjölmörg blogg voru tengd við fréttirnar og á tímabili voru þær teknar út en svo settar inn aftur en síðan var með öllu lokað fyrir athugasemdir við þessar fréttir og tenglarnir fjarlægðir. Bloggarar höfðu þá þegar upplýst um hvaða menn var að ræða og í kjölfarið birti mbl.is seinni fréttina. Þar komu þá einnig athugasemdir frá fólki sem varð vitni að atburðunum og á myndskeiðinu sést vel hver það er sem kallar fólk "kommunistadrullusokka" og er með ógnandi tilburði. Rök ritstjórnar moggans fyrir þessari lokun á tengingar við fréttirnar eru þessi:

"Það sama á við um aðsendar greinar í Morgunblaðinu og bloggið; að ritstjórn blaðsins vill teygja sig langt í þágu málfrelsis. Hún vill hins vegar ekki að blaðið eða vefurinn verði farvegur fyrir svívirðingar, hótanir og hatursfullan málflutning. Þess vegna hefur birtingu greina verið hafnað og bloggum lokað."

Það er sem sagt lokað á allar athugasemdir af því að einhverjir fóru yfir strikið. Þetta er látið bitna á öllum en ekki bara þeim sem við á. Það er einkennilegt.

Grein Össurar er svo alger brandari og dæmir sig sjálf. Og ef einhvertíma hefur verið kastað grjóti úr glerhúsi þá tekst Össuri að gera það. 

Ég tek meira mark á þeim sem skrifa undir nafni en þeim sem gera það nafnlaust (Staksteinar "úr glerhúsi" og riststjórnarpistlar moggans eru þar engin undantekning) og vil að menn vandi mál sitt en fari ekki hamförum. Þessar takmarkanir á moggablogginu flokkast að mínu mati hinsvegar undir ritskoðun og tilraun til að koma í veg fyrir umræðu.

Ég styð einnig friðsamleg mótmæli og hafna ofbeldi. En ráðherrar þessarar ríkisstjórnar svífast hinsvegar einskis í að beita þjóðina ofbeldi og finnst það greinilega allt í lagi. Össur og ritstjórn Moggans ættu ef til vill að hafa meiri áhyggjur af því?

Ég bendi hér einnig á áhugaverðan pistil Baldurs McQeen um málið.


mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband