Leita í fréttum mbl.is

Byltingin lengi lifi!

afmalislogo_netstard.jpgÞað er gaman að vera til þessa dagana. Við erum að skrifa söguna og það er tími breytinga. Mitt í svartnætti gjaldþrotastefnu Sjálfstæðisflokksins er að rísa nýtt Ísland þar sem kynjajafnrétti verður í fyrirrúmi og það gefur manni von.

En þetta er ekki búið, byltingin er rétt að byrja og varðhundar Sjálfstæðisflokksins munu gelta og bíta sem aldrei fyrr. Þeir eru hamslausir af bræði og það er dálítið sorglegt. Það er svo auðvitað dæmigert að það séu konur sem þurfa að taka til eftir karlana sem klúðruðu hlutunum fullkomlega. Og óskandi væri að þeir myndu hafa vit á því að þegja meðan það er verið að taka til eftir þá.

Klukkan 14:00 – 17:00 í dag laugardag verður málþing á Grand Hótel um framtíð lýðræðis á Íslandi. Þar er hópur frábærra frummælenda og málþingsstýra er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Stefán Ólafsson: Farsældarsamfélagið - hvaða leið er best?

Margrét Pétursdóttir: Lýðræði frá rótum

Sigtryggur Magnason
: Guð blessi Ísland

Oddný Eir Ævarsdóttir
: Frumspeki lýðræðisins


Í kvöld verður svo kvöldverður og ball með Cc Reykjavík, Súpergrúppu Kalla Tomm bæjarfulltrúa Vg í Mósó og bloggfélega. Ég verð að fara norður og missi því miður af ballinu. Það er fúlt en maður getur víst ekki verið á mörgum stöðum í einu.

Til hamingju öll


mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbyggilegur fundur á Akureyri

logo_200Samtökin Landsbyggðin lifi efna til fundar á Akureyri á laugardaginn. Ég missi því miður af fundinum, verð í 10 ára afmæli Vinstri grænna í höfuðborginni en bendi öllum sem vettlingi geta valdið á að mæta á þennan áhugaverða og uppbyggilega fund. Hellingur af góðu fólki er í pallborði og með framsögur.

Það var heldur fámennt en góðmennt í 18. mótmælagöngunni á Akureyri um síðustu helgi en nú þarf að veita stjórnmálamönnum aðhald og viðhalda búsáhaldabyltingunni. Við megum ekki gleyma eða detta aftur ofan í sama gamla farið. En hér er dagskrá fundarins:

 

Farsæld til framtíðar!


Undir þessu kjörorði skipuleggur Landsbyggðin lifi (LBL) fundi á landsbyggðinni í samvinnu við stofnanir og félagasamtök úr ýmsum greinum atvinnulífsins

Fyrsti fundurinn verður á Akureyri Laugardaginn 7. febrúar 2009 - Kl 12:30- 15:00 í Brekkuskóla v/ Hrafnagilsstræti (fyrir ofan Akureyrarkirkju).

Dagskrá:
Setning 
Ragnar Stefánsson, prófessor og varaformaður LBL setur fundinn og ýtir  fundaherferðinni úr vör.
   
Framsöguerindi 

Framtíð lýðræðis
Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Ný tækifæri í sjávarútvegi
Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri

Framtíð landbúnaðar – lífrænn iðnaður?
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Ný sköpun – Ný framtíð
Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Ferðaþjónusta til farsældar
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,  deildarstjóri ferðamála við Háskólann á Hólum

Pallborðsumræða Í pallborði verða, auk frummælenda:
•    George Hollanders, leikfangasmiður
•    Hreiðar Þór Valtýsson, fiskifræðingur Háskólanum á Akureyri
•    Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Eyjafirði
•    Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi að Hléskógum
•    Sóley Björk Stefánsdóttir, háskólanemi í fjölmiðlafræði
•    Sigurbjörg Árnadóttir, verkefnisstjóri í nýsköpun í ferðamálum
•    Guðrún Þórsdóttir, nemandi við Myndlistaskólann á Akureyri

Stefnt er að því að framsöguerindi verði stutt, þannig að góður tími gefist til almennrar umræðu
Fundarstjóri er Rafn Arnbjörnsson, frjótæknir
          
Veitingasala 10. bekkjar Brekkuskóla verður opin  


Nánari upplýsingar á www.landlif.is


mbl.is Mótmælt eftir stjórnarskiptin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gef kost á mér í 1.-3. sæti í forvali Vinstri grænna

hlynur_hallsson_170105Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs í Norðausturkjördæmi sem fram fer fyrir Alþingiskosningarnar í vor og sækist eftir því að skipa 1.-3. sæti listans.

Alþingiskosningarnar sem væntanlega fara fram þann 25. apríl verða sennilega þær mikilvægustu í sögu Lýðveldisins og vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að hugsjónir Vinstri grænna um aukið lýðræði, jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu nái fram að ganga.

Á síðustu árum hef ég tekið virkan þátt í starfi fyrir Vinstri græn, tók fimm sinnum sæti á Alþingi sem varamaður á árunum 2003-2007. Þar lagð ég meðal annars fram frumvarp um að kosningaaldur verði 16 ár eins gert hefur verið í nokkrum löndum Evrópu og gefist vel, um leið og aukin fræðsla um lýðræði verði veitt í grunn- og framhaldsskólum. Einnig lagði ég fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiðagangna, beitti mér fyrir auknum framlögum til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt. Talaði fyrir lengingu flugvallarins á Akureyri og beinu millilandaflugi og bættri aðstöðu fyrir ferðamenn á Egilsstöðum og Seyðisfirði sem og að bæta aðstöðu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál, beint lýðræði og byggðamál eru mér afar hugleikin.

akureyri_787439.jpgÉg er kvæntur Kristínu Þóru Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum fjögur börn. Við fluttum aftur til Akureyrar árið 2001 eftir átta ára búsetu í Þýskalandi. Ég fæddist á Akureyri árið 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, í byggingarvinnu og einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi.

marfa_787440.jpgÉg hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri og unnið við sýningarstjórn en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leiti um samskipti. Ég er formaður Myndlistarfélagsins og sit í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (cia.is) og hef einnig unnið að uppbyggingu Verksmiðjunnar, menningarmiðstöðvar á Hjalteyri. Ég var formaður svæðisfélags Vg á Akureyri frá 2002 – 2004, kosningastjóri Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2006 og sit nú í stjórn Vg og er formaður kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis.

Frestur til að tilkynna um þátttöku í forvalinu er til 16. febrúar og nánari upplýsingar um framkvæmd forvalsins eru á www.vg.is


Hlynur Hallsson, 2509683379, Ásabyggð 2, 600 Akureyri, sími 6594744, hlynur(hjá)gmx.net


Til hamingju með nýja ríkisstjórn!

Þessi nýja stjórn er merkileg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi tekur hún við skelfilegu búi sem 18 ára stjórnaseta Sjálfstæðisflokksins skilar af sér, gjaldþrota þjóðarbú með svimandi milljarða skuldum, atvinnuleysi sem stefnir í 13% og verðbólgu um 18%, himinháum vöxtum og svo mætti lengi telja. Í öðru lagi er þetta fyrsta stjórnin þar sem ráðherrar eru jafn  margir konur og karlar og í þriðja lagi er í fyrsta skipti í sögu landsins kona forsætisráðherra. Það var fyrir löngu kominn tími til. Í fjórða lagi eru tveir ráðherrar utanþings og í fimmta lagi er þetta í fyrsta skipti sem Vinstri græn setjast í ríkisstjórn. Það var einnig löngu tímabært.

Verkefnin eru risavaxin er aðgerðaráætlunin lofar góðu. Aumingja íhaldið hrökklaðist frá völdum í búsáhaldabyltingunni. Og nú fáum við að kjósa þann 25. apríl. Til hamingju með það!


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur maður í rétt starf

461397AÞað er afar ánægjulegtÖgmundur Jónasson verði heilbrigðisráðherra. Hann er augljóslega besti kosturinn. Umskiptin í þessu mikilvæga ráðuneyti hefðu sennilega ekki getað orðið meiri, frá Guðlaugi Þór niðurskurðar- og einkavinavæðingarráðherra til ráðherra velferðar og heilbrigðrar skinsemi.

Til hamingju Ögmundur og til hamingju Ísland!


mbl.is Ögmundur verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf að taka til

488897A Það er verk að vinna. Eftir 18 ára óstjórn Sjálfstæðisflokksins er þjóðarbúskapurinn í rúst, erlendar skuldir stjarnfræðilegar, fjölda atvinnuleysi er að bresta á og fyrirtæki og heimili að fara á hausinn.
Það er ótrúlegt að hlusta á einhverja Sjálfstæðismenn halda því fram að þeim einum sé treystandi fyrir öllu. Veruleikafirring þessarar manna er algjör, er hægt að fara neðar. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn undir botninn eða er enginn botn hjá þessum flokki?
Og þá þarf að taka til, byggja upp og henda út spillingunni, fara í aðgerðir í stað þess að gera ekki neitt. Vinstri græn eru tilbúinn til að fara í aðgerðir strax, það er auðvitað ekki skemmtilegt hlutverk að þurfa að taka til eftir frjálshyggjusukkið en einhver verður að gera það.
Það var bjartsýnn tónn á fundinum í gær en auðvitað einnig raunsær. Við höfum aðeins sér brot af rústunum og ástandið á eftir að versna. En við getum þó hrósað happi að ráðherrar sjálfstæðisflokksins fá ekki tækifæri til að rústa heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu enn frekar.
Þess vegna verðum við að hafa óbilandi trú á framtíðina og bretta upp ermar. Við erum tilbúin. Þó fyrr hefði verið!
mbl.is Húsfyllir hjá Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til að breyta til hins betra

Það er bylting i loftinu. Friðsamleg bylting þar sem þúsundir hafa farið út á götu til að mótmæla vanhæfri ríkisstjórn. Mótmælin eru að skila árangri því jafnvel Ingibjörg Sólrún er að átta sig á því að fólkið sem hingað til hefur stutt Samfylkinguna er búið að fá nóg af þessari ríkisstjórn og 17 ára setu Sjálfstæðisflokksins við völdin. Fólk er búið að fá nóg af spillingunni.

Ég er stoltur af mótmælendum sem hafa mótmælt af krafti og hafnað ofbeldi og skemmdarverkum. Appelsínugulu mótmælin eru frábær og það er stemning um allt land. Þrátt fyrir slagveður mætti fólk á Ráðhústorgið á Akureyri í gær og söng og barði potta og pönnur. Fólk á öllum aldri.

Það þarf ekki táragas og piparúða. Ríkisstjórnin getur farið frá friðsamlega en það verður að gerast núna.

Ég hvet alla til að skoða síðuna Nýtt lýðveldi og skrifa undir áskorun um stjórnlagaþing. Höldum áfram að mótmæla við Valhöll, á Austurvelli, við stjórnarráðið, á Ráðhústorgi, Egilsstöðum, Ísafirði, Selfossi og um allt land. Tímar breytinga eru runnir upp, breytinga til hins betra!


mbl.is Appelsínugul mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrýmingarbúðir gyðinga á Gaza

487408.jpg

Það er óhugnanlegt að standa í útrýmingarbúðum nasista í Bergen Belsen. Það setur að manni hroll. Að manneskjan geti verið svo ill að framkvæma slíka glæpi á saklausu fólki sem hafði ekkert af sér gert annað en það að vera með trúarskoðanir eða stjórnmálsskoðanir eða kynhneigð sem samræmdust ekki hugmyndum fasistanna.

Það er því enn óhugnanlegra að stjórnvöld í ríkinu sem þolendur ofbeldis nasistanna máttu þola skuli nú vera að leika sama leikinn á íbúum Palestínu. Börn og saklaust fólk sem ekkert hefur af sér gert annað en að vera með trúarskoðanir eða stjórnmálsskoðanir sem samræmast ekki hugmyndum stjórnar Ísraelsríkis eru myrt og limlest dag eftir dag.

Sem betur fer er hluti íbúa Ísraels á móti morðum hermanna Ísraelsstjórnar á Gaza en stjórnvöld eru blind af heift og standa auk þess í kosningabaráttu. Fyrirmyndin þeirra er Bush forseti í BNA. Enda eru þau dyggilega studd með vopnum og eiturefnum frá stjórnvöldum í BNA. 

Og menntamálaráðherra Íslands kemur í fréttirnar eins og blaðafulltrúi Ísraelsstjórnar og jafnar saman börnum sem kasta steinum og fullvopnuðum hermönnum. Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde ljúga bæði því að það sé ekki hefð fyrir því að fordæma svona innrásir en bent hefur verið á tvö nýleg dæmi. Þau biðjast ekki afsökunar á lygunum, þau gera ekki neitt.


mbl.is Mótmælt við stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli skila árangri

485746ATryggvi Jónson hætti í Landsbankanum eftir "óvægin mótmæli" að hans mati. Hann reyndi að leika píslarvott en nú er að koma í ljós hvað hann var að gera í bankanum:

"Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, hafði bein afskipti af sölum á tveimur fyrirtækjum til fyrirtækja tengdum Baugi á meðan hann starfaði í Landsbankanum."

Spillingin heldur greinilega áfram og nú verður bankastjórn Landsbankans að segja Birnu bankastjóra upptörfum án "starfslokasamnings".

Mótmælin eru að magnast og hætta ekki fyrr en spillingarliðið hefur verið hrakið frá völdum. Við krefjumst kosninga og að þessi ömurlega ríkisstjórn fari frá því hún gerir illt verra á hverjum degi. Ég bendi á afar góðan pistil Láru Hönnu bloggvinkonu hér.

Mætum á mótmæli um land allt í dag því öll friðsamleg mótmæli og borgaraleg óhlýðni skila árangri og við gefumst ekki upp!


mbl.is Tryggvi hafði bein afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrími tekst það sem ríkisstjórnin getur ekki gert

sjs.jpg Það er merkilegt að þegar svokölluð "ríkisstjórn" Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar situr aðgerðarlaus og getur ekki gert neitt ekki, einu sinni þrifið skítinn eftir sig, þá er það forystumaður stjórnarandstöðunnar sem gerir það sem gera þarf. Geir H. Gunga segir "við látum ekki kúga okkur!" en lætur Bretana svo kúga okkur.

Það er stórum áfanga náðframkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafi samþykkt í dag beiðni Íslands (Steingríms) um að sú aðgerð breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans í Bretlandi 8. október sl. yrði tekin til meðferðar bæði í laga- og mannréttindanefnd og efnahagsnefnd Evrópuráðsþingsins.

Það er svona sem menn þurfa að vinna.

Mynd: VB MYND/BIG


mbl.is Frysting tekin fyrir hjá Evrópuráðsþinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Hlíf Bjarnadóttir opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á Akureyri

hannahlif.jpg

Sunnudaginn 11. janúar 2009 klukkan 11-13 opnar Hanna Hlíf Bjarnadóttir sýninguna “Heima er best” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Hanna Hlíf hefur gert verk sérstaklega fyrir þessa sýningu og í texta um verkið segir:

Ísland var í efsta sæti ásamt Noregi árið 2007 í lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann.

Sama ár voru 8410 tilkynningar um vanrækslu á börnun til barnaverndunarstofu.



Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2006.  Hún hefur haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Stofnaði hún til að mynda galleríBOX árið 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007, en það er staðsett í Kaupvangstræti 10 á Akureyri.

Meðfylgjandi mynd er af verki Hönnu Hlífar.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í hannahlif(hjá)simnet.is og í síma 8640046


Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Hönnu Hlífar Bjarnadóttur stendur til 1. mars 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.

Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.

 

HANNA HLÍF BJARNADÓTTIR 

HEIMA ER BEST 

11.01. - 01.03.2009 

Opnun sunnudaginn 11. janúar 2009, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir     

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 

hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Mogginn ritskoðar

486730.jpg

Leiðari Moggans í dag er afar aumur. Þar er (enn og aftur nafnlaust!) verið að reyna að réttlæta ritskoðun á Moggablogginu. Tilefnið er að bannað var að blogga um tvær fréttir sem fjölluðu um ofbeldistilburði tveggja manna, Ólafs Klemenssonar hagfræðings hjá Seðlabankanum og bróður hans á gamlársdag. Hér eru fréttirnar: Mótmælendum ógnað á gamlársdag og Taldi sér ógnað

Fjölmörg blogg voru tengd við fréttirnar og á tímabili voru þær teknar út en svo settar inn aftur en síðan var með öllu lokað fyrir athugasemdir við þessar fréttir og tenglarnir fjarlægðir. Bloggarar höfðu þá þegar upplýst um hvaða menn var að ræða og í kjölfarið birti mbl.is seinni fréttina. Þar komu þá einnig athugasemdir frá fólki sem varð vitni að atburðunum og á myndskeiðinu sést vel hver það er sem kallar fólk "kommunistadrullusokka" og er með ógnandi tilburði. Rök ritstjórnar moggans fyrir þessari lokun á tengingar við fréttirnar eru þessi:

"Það sama á við um aðsendar greinar í Morgunblaðinu og bloggið; að ritstjórn blaðsins vill teygja sig langt í þágu málfrelsis. Hún vill hins vegar ekki að blaðið eða vefurinn verði farvegur fyrir svívirðingar, hótanir og hatursfullan málflutning. Þess vegna hefur birtingu greina verið hafnað og bloggum lokað."

Það er sem sagt lokað á allar athugasemdir af því að einhverjir fóru yfir strikið. Þetta er látið bitna á öllum en ekki bara þeim sem við á. Það er einkennilegt.

Grein Össurar er svo alger brandari og dæmir sig sjálf. Og ef einhvertíma hefur verið kastað grjóti úr glerhúsi þá tekst Össuri að gera það. 

Ég tek meira mark á þeim sem skrifa undir nafni en þeim sem gera það nafnlaust (Staksteinar "úr glerhúsi" og riststjórnarpistlar moggans eru þar engin undantekning) og vil að menn vandi mál sitt en fari ekki hamförum. Þessar takmarkanir á moggablogginu flokkast að mínu mati hinsvegar undir ritskoðun og tilraun til að koma í veg fyrir umræðu.

Ég styð einnig friðsamleg mótmæli og hafna ofbeldi. En ráðherrar þessarar ríkisstjórnar svífast hinsvegar einskis í að beita þjóðina ofbeldi og finnst það greinilega allt í lagi. Össur og ritstjórn Moggans ættu ef til vill að hafa meiri áhyggjur af því?

Ég bendi hér einnig á áhugaverðan pistil Baldurs McQeen um málið.


mbl.is Umræðuhættir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnum ráðamönnum skóna

Íraski blaðamaðurinn Muntazer al-Zaidi er hetja. Hann kastaði skónum sínum í átt að einum mesta stríðsglæpamanni aldarinnar George W. Bush. Nú er búið að pynta al-Zaidi, brjóta í honum rifbein og berja hann í sólarhring en glæpamaðurinn Bush flaug heim glottandi. Muntazer al-Zaidi á yfir höfði sér allt að 7 til 15 ára dóm verði hann fundinn sekur. Er eitthvert réttlæti í þessum heimi?

485683


mbl.is Skókastarinn fyrir rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfélagið er gegnsýrt af spillingu og það er kominn tími til að hreinsa út

orduveiting450.jpg

Það eru daglega að koma fram fréttir af spillingu yfirvalda, fjölmiðla og auðmanna. Það er fyrir löngu komið nóg og við verðum að losna við undirrót spillingarinnar sem er auðvaldið sem grasserar í skjóli Sjálfstæðisflokksins og nú með dyggum stuðningi Samfylkingarinnar. Netmiðillinn Nei greinir frá einum anga DV-málsins með fréttum af því hvernig Björgólfur Guðmundsson og blaðafulltrúi þeirra feðga (sem er reyndar fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar) höfðu bein áhrif á það sem Björgúlfur var að "styrkja". Það er kominn tími til að við rísum upp, mótmælum og tökum af okkur skóna (í stað þess að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum) og krefjumst kosninga. Þá verður hægt að hreinsa út úr spillingarbælinu. Engan hvítþvott takk!

9.55 mbl.is segir frá því að ráðherrarnir hafi farið bakdyramegin inn. Sennilega fara þeir svo út um neyðarútganginn!


mbl.is Viðbúnaður vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta "leiðtogi" jafnaðarmanna eða ójafnaðarmanna?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur orðið sér til ævarandi skammar. Svo lengi sem hún púkkar upp á glæpamennina í forystu Sjálfstæðisflokksins hlýtur hún að útnefnist leiðtogi ójafnaðarmanna. Þegar hún heldur því fram að hátekjuskatturinn "...sé þó fyrst og fremst táknrænn." Það er ótrúlegt að hún skuli halda þessu fram flissandi framan í sjónvarpsvélarnar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gera illt verra, þær auka ójöfnuð í samfélaginu. Hækkun á komugjöldum og 4 milljarðar teknir frá þeim sem minnst mega sín væri dropinn sem fyllir mælinn hafi hann ekki löngu verið fullur. Það er komið nóg af þessu liði. Hunskist frá völdum.

Hér er svo myndband frá því þegar Hörðu Torfason leggur fram kæru á hendur ríkisstjórninni:


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband