Leita í fréttum mbl.is

Arna Valsdóttir ræðir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag

arna_kw.jpg

ARNA VALSDÓTTIR 

HEIMILISVERK 

21.09. - 14.12.2008 

Listamannaspjall sunnudaginn 14. desember 2008, klukkan 11:00 

KUNSTRAUM WOHNRAUM            

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir    

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri •  +354 4623744 • hlynur(hjá)gmx.net • www.hallsson.de 


Sunnudaginn 14. desember 2008 klukkan 11-13 ræðir Arna Valsdóttir Heimilisverk og önnur verk í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Arna mun setja upp lífræna kviksjá í stofu Hlyns og Kristínar þar sem gestir og gangandi geta skapað myndir á veggi stofunnar.

Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.

Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.

Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.

Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net

Meðfylgjandi mynd er af verki Örnu í Kunstraum Wohnraum.

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462  3744.

Hér er að finna nánar upplýsingar Kunstraum Wohnraum


Ráðamenn hlusti og boði til kosninga

Þúsundir fólks ganga út á götur og mótmæla friðsamlega í hverri viku en ráðamenn tala um skríl og að við séum ekki þjóðin! Er ekki kominn tími til að boðað verði til kosninga og gert verði upp við óstjórn síðustu mánaða og ára? Það verður aldrei hægt að rannsaka hlutina ef þeir sem brutu af sér ætla að stjórna rannsókninni. Fólk krefst lýðræðis og breytinga og er búið að fá nóg af rugli í ráðmönnum. Ég hvet alla til að mæta í Háskólabíó í kvöld og á Austurvöll og Ráðhústorg á Akureyri á laugardag. Mótmæli hafa áhrif!


mbl.is Meirihluti telur mótmæli endurspegla viðhorf þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ákvörðun

n59715967952_7599Það er ánægjulegt þegar menn sjá að sér. Þetta var ekki fyrsta atlagan sem gerð er að Svæðisútvarpinu og sem betur fer hefur þeim öllum verið hrundið. Mikilvægi staðbundinna fjölmiðla er mikið en oft vanmetið. Gott að það er búið að bjarga þessu máli, það er til fyrirmyndar. Það hefur greinilega áhrif að mótmæla. Til hamingju með það.


mbl.is Svæðissendingar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um svæðisútvarpið

Niðurskurðurinn hjá Ríkisútvarpinu ohf er einkennilegur. Í stað þess að efla það sem vel er gert á að leggja niður Svæðisútvörpin. Alltaf skal skorið niður fyrst á landbyggðinni. Yfirmenn hjá ruv hækkuðu um 100% í launum við það að gera útvarpið að hlutafélagi og nú þykir þeim það mikil fórn að ætla að lækka við sig launin um 10%. Ríkisútvarpinu er greinilega illa stjórnað en almennt starfsfólk hefur staðið sig vel. Oft hafa starfsmenn þar staðið saman þegar yfirmennirnir klikkuðu og vonandi verður það einnig nú.

Það er kominn hópur á Facebook sem vill standa vörð um Svæðisútvarpið og það hafa meira en 800 manns skráð sig á nokkrum dögum. Ekki leggja niður útvarpið okkar!

Og til hamingju með 25 árin Rás 2.


mbl.is Starfsmenn Rúv boða til funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdaklíkan herðir tökin

Þrátt fyrir að augljóst sé að Geir H. Haarde sé fullkomlega óhæfur til að stjórna þessu landi ætlar ríkisstjórnin að hanga á völdunum eins lengi og hún getur. Samfylkingin er hækjan sem sem styður valdaklíkuna. Það er hinsvegar aðeins spurning um hvenær þessi ríkisstjórn hrökklast frá völdum.

G. Pétur Matthíasson fyrrverandi fréttamaður hjá Sjónvarpinu setti á föstudaginn viðtal á bloggsíðuna sína. Þar má sjá hvernig núverandi forsætisráðherra hellir sér yfir fréttamanninn og sakar hann um að spyrja ekki réttra spurninga. Svo ætlar hann að útiloka fréttamanninn frá frekara viðtali. Þetta viðtal var aldrei birt í Sjónvarpinu heldur annað viðtal sem tekið var upp aftur. Björn Þorláksson fréttamaður á Stöð 2 hér fyrir norðan sagði frá svipaðri þöggunaraðferð sem hann var beittur mánuðum saman af öðrum stjórnmálamanni. Og nú er handbendi valdstjórnarinnar, Páll Magnússon sendur af stað og hann hótar G. Pétri málsókn ef hann skilar ekki viðtalinu.

Lýðræðið er tímafrekt og til trafala að mati Þorgarðar Katrínar, Ingibjargar Sólrúnar og Geir H. Haarde er lafhræddur við kosningar. Þau vilja heldur halda áfram að skrökva að þjóðinni úr valdastólunum.

En fólkið í þessu landi er búið að fá nóg.


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný og öflug Smuga

Vefritið Smugan er komið á netið undir stjórn Bjargar Evu Erlendsdóttur. Það er mikill fengur í því að fá nýjan öflugan miðil sem gefur okkur annað sjónarhorn á það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Lilja Mósesdóttir og Kristjana Guðbrandsdóttir skrifa hörkupistla í dag og það er langur listi af fréttum og fréttaskýringum. Þessi Smuga lofar góðu. Til hamingju með það.


mbl.is smugan.is hefur göngu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnema eftirlaunalögin strax!

Þessum eftirlaunalögum var þröngvað í gengum þingið að skipun Davíðs Oddssonar á sínum tíma. Og Framsókn var með. Nú er tækifæri fyrir forseta þingsins að taka frumvarp þingmanna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir og eins og Ögmundur bendir réttilega á: „Við getum náð þessu fyrir hádegi á fimmtudag, ef það er vilji til þess".

Þetta er ekki flókið þó að þetta velkist fyrir Samfylkingunni og sennilega er stór hluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins enn á því að sérréttindi eigi að gilda fyrir ráðherra og þingmenn. En nú er tími til að greiða atkvæði um málið og afnema þessi ólög strax.


mbl.is Má strax afnema eftirlaunalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni, Guðni, Geir, Árni, Björgvin, Ingibjörg Sólrún, Valgerður...

Það er farin af stað hrina afsagna sem hingað til hefur einskorðast við Framsóknarflokkinn. Spurningin er hvenær Geir H. Haarde stígur niður úr fílabeinsturninum og segir af sér? Og svo ríkisstjórnin öll. Það er komið nóg af lygum, hálfsannleik, yfirhylmingum, aftölum og bulli. Við þurfum þjóðstjórn strax og kosningar við fyrts tækifæri. Það sjá allir sem vilja eitthvað sjá.


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullkomin uppgjöf fyrir Gordon Brown

Þetta "samkomulag" lítur út sem fullkomin uppgjöf en ekki samkomulag! Hafa þau umboð þjóðarinnar til að semja svona af sér? Ég efast um það. Við og börnin okkar eigum svo að borga reikninginn fyrir Geir, Davíð og Sollu!

Davíð og Árni Matt tala af sér, Björgvin G. gerir ekkert nema að segja að allt sé í góðu lagi á milli þess sem hann mærir Gordon Brown. Og Geir Haarde gerir illt verra. Ingibjörg Sólrún horfir á og kinkar kolli. Hvað er í gangi hjá þessu liði? Sjálfstæðisflokkurinn enn við völd er í boði Samfylkingarinnar. Takk fyrir það eða þannig!


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsamleg mótmæli á Akureyri

Reiði fólks er að aukast og það er ekki einkennilegt þegar ráðamenn ljúga að okkur á hverjum degi og alltaf er að koma betur og betur í ljós á þeir vissu mun meira og fyrr en þeir sögðu. Það er skandall að Geir H. Haarde, einn aðal brennuvargurinn, skuli enn sitja sem forsætisráðherra og gera illt verra á hverjum degi. Hann og Davíð Oddsson sitja í skjóli Samfylkingarinnar sem getur átt það við sína samvisku sem ég vona að enn sé til staðar hjá sumum þar innanbúðar.

Ég mæli ekki með skemmdarverkum eða ofbeldi en hvet fólk til að mæta og mótmæla friðsamlega. Hér er tilkynning um mótmæli sem fara fram hér á Akureyri laugardag, á sama tíma og mótmæli í höfuðborginni:

 

Göngum til lýðræðis á Akureyri

Laugardaginn 15. nóvember kl. 15.00 verður farin samstöðuganga á Akureyri vegna efnahagsástandsins í landinu frá Samkomuhúsinu inn á Ráðhústorg. Tilgangurinn með göngunni er að bæjarbúar sýni samstöðu og samhug, láti í ljós skoðun sína á ástandinu og láti rödd sína heyrast. Talsmenn göngunnar leggja áherslu á að hér sé um óflokkspólitíska uppákomu að ræða, aðeins andsvar við því hvernig komið er fyrir íslensku samfélagi og áskorun um að hafist verði handa við að byggja upp nýtt samfélag þar sem mannauður verði í fyrirrúmi. Einnig er verið að sýna samstöðu með friðsælum mótmælum sem haldin verða á sama tíma í Reykjavík.
 
Látið boðin berast!

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þórs í síma 663 2949


mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný vefmiðill væntanlegur

Það eru góðar fréttir að Björg Eva Erlendsdóttir sé orðinn ritstýra á nýjum vefmiðli. Hún hefur staðið sig afar vel hjá útvarpinu og 24 stundum og er ein okkar besta fréttakona, gagnrýnin og með fagmennsku í fyrirrúmi. Það veitir heldur ekki af að fá nýjan miðil sem bendir á lausnir og tillögur um breytingar á þessum tímum og veitir aðhald. Ég vænti mikils af þessum nýja vefmiðli sem vonandi fer á netið sem fyrst.

Svo eru allir velkomnir á opnunina mína í Hafnarhúsinu í dag, fimmtudag klukkan 17 eða þá bara að koma seinna ef það hentar betur. Það er alltaf ókeypis í Listasafn Reykjavíkur. Hér er hægt að lesa meira um sýninguna og hér er síða Listasafnsins.


mbl.is Smuga á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorsteinn Gíslason opnar sýninguna "Virði - Worth" á Café Karólínu

img_0525.jpg

Þorsteinn Gíslason

Virði - Wort

01.11.08 - 05.12.08   
 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

Þorsteinn Gíslason opnar sýninguna "Virði - Worth" á Café Karólínu laugardaginn 1. nóvember 2008 klukkan 14.

Um verkið: Verkið ”Virði” er klisjuverk. Leiðinlegt og óspennandi en í leiðinlegheitum sínum spyr það okkur um mikilvægi hlutanna. Hvað má glatast? Hvað ekki?

Um listamanninn: Þorsteinn Gíslason, Steini, útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Hann er annar eigandi gallerís Víð8ttu601.

Sýningin stendur til 5. desember 2008.
Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn í steini66@nett.is og í síma 846 1314

Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.12.08 - 02.01.09    Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09    Herdís Björk Þórðardóttir
07.03.09 - 03.04.09    Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09    Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09    Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09    Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Þjóðin hefur ekki efni á Sjálfstæðisflokknum

480705.jpg

Það er fullkomin hræsni að fulltrúar flokksins sem er búinn að draga þjóðina með sér ofan í skuldafen og gjaldþrot skuli koma með einhverjar "ráðleggingar" um hvað beri að gera til að "koma þessu í lag". Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru búnir að kasta okkur aftur um 40 ár of "lausnirnar" sem þeir bjóða svo uppá eru: að sleppa umverfismati, stækka álverin og byggja fleiri, virkja meira án þess að fram fari umhverfismat!

Og þeir eru ekki að djóka þessir karlar frá þarsíðustu öld. Þeir koma upp um fávisku sína og þröngsýni á ræðupöllum Alþingis og tala um að þjóðin hafi ekki efni á því að þingið "sé að flækjast fyrir" því að mengað verði meira og ekkert hugsað um náttúruna og framtíðina. Málið er að þessir karlar ættu að hafa vit á því að þegja og skammast sín fyrir sína gjaldþrota frjálshyggjustefnu. En það gera þeir auðvitað ekki.

Það er furðulegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli enn vera við völd eftir allt og það með stuðningi Samfylkingarinnar þegar staðreyndin er sú að þjóðin hefur ekki efni á þeirra gjaldþrota frjálshyggjustefnu. Það er komið nóg!


mbl.is Allt í fína á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar bjarga Íslandi!

glitnir.png

Einkennilegt ástand í þessu landi okkar. Þegar útrásardrengirnir eru að verða búnir að setja bankana (sem þeir fengu gefins fyrir nokkrum árum) á hausinn og hafa dregið þjóðina með þá eru það Rússar sem eru þeir einu sem vilja lána okkur pening og redda okkur þar með (í bili).


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband