Leita í fréttum mbl.is

Leiðindaveður

Það hefur verið frekar leiðinlegt veður í dag. En samkvæmt ömmu Einars Áskels þá getur þetta bara batnað og hægt að hlakka til...
mbl.is Bíll fauk út af undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti forseti BNA og tilgangur lífsins

444944AÞað er mikið fjör í BNA um þessar mundir. Er þetta samt ekki aðeins og langur aðdragandi fyrir forsetakosningar sem eru í nóvember á næsta ári! Frambjóðendur eru búnir að vera að hamast frá því í sumar. Skammur undirbúningur fyrir þingkosningar í Danmörku á dögunum eru hinar öfgarnar, 19 dagar eða 519. Annars er bara að vona að skárri kosturinn, það er að segja Demókratar vinni þetta og þar á bær er hún Hillary sennilega einnig skást. Kominn tími til að forseti BNA sé kona með skoðanir en ekki einhverjir trúðar með glæpamenn sem rágjafa, sem sífellt valda vonbrigðum. Annars hlakka ég til sunnudagsins þar sem fólk ætlar að velta fyrir sér grundvallarspurningum. Þórgnýr Dýrfjörð ætla nefnilega að spyrja sjálfan sig og aðra um það hver tilgangur lífsins sé? Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör kynni einhver að segja enda býst nú sennilega enginn við því að Þórgnýr sé kominn með svarið eða svörin en ef marka má síðustu tvo sunnudagsmorgna á Bláu könnunni þá verður ekki fátt um svör eða öllu heldur umræður. Þetta er skemmtilegt og hér er tilkynningin: 

Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri heldur áfram með “heimspekikaffihús” á sunnudögum. Fyrstu tveir viðburður félagsins hafa tekist frábærlega en mikill fjöldi fólks hefur mætt á þá.

Næsta “heimspekikaffihús” vetrarins verður haldið næstkomandi sunnudag, 18. nóvember, á Bláu könnunni kl. 11 og lýkur kl. 12.  Fyrirkomulagið er þannig að fyrirlesari heldur stutta inngangstölu, u.þ.b. 10 mínútur, og að henni lokinni verða umræður. Að loknum umræðum tekur fyrirlesari efni þeirra saman.

Fyrirlesari í þetta skipti er Þorgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, og ætlar hann einfaldlega að fjalla um: "Hver er tilgangur lífsins?".

Dagskráin fram að jólum er sem hér segir (á sama stað og sama tíma):

Sunnudaginn 25.nóv. Páll Skúlason

Sunnudaginn 2.des. Hjalti Hugason

Félagið vill hvetja alla áhugamenn og konur til að fjölmenna og eiga notalega og fræðandi stund á Bláu Könnunni.

Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri


mbl.is Clinton þótti standa sig vel í kappræðum í Las Vegas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafstuðbyssur verði bannaðar

444887AÞað eru óhugnanlegar fréttir sem berast úr fyrirmyndarlandinu Kanada: Maður lætur lífið eftir að lögreglan skýtur hann með rafstuðbyssu og 15 ára unglingur tekur atvikið upp á myndband. Í fréttinni á mbl.is segir svo:

"Frá árinu 2003 hafa 18 látist í Kanada eftir að hafa verið skotnir með rafstuðbyssum samkvæmt upplýsingum frá kanadíska ríkisútvarpinu. Byssurnar skjóta tveimur pílum út sem eru tengdar byssunni með tveimur þráðum. Sá sem fær pílurnar í sig fær um leið 50.000 volta rafstraum, en það er nægilega mikið magn til þess að lama manneskju um stundarsakir. Drægni vopnsins er um sex metrar."

Þetta eru viðbjóðsleg vopn. 18 manns liggja í valnum og það ætti að duga til að þessar byssur verði teknar úr notkun. Ég vorkenni aðstandendum mannsins sem var drepinn og einnig lögreglumanninum sem hefur mannslíf á samviskunni. Þetta er sorglegt. 

Kristín M. Jóhannsdóttir í Vancouver skrifar hér um málið.

Og hér er myndbandið 


mbl.is Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin á Akureyri klikkar

big-AkureyrijpgFulltrúar Vinstri grænna í bæjarstjórn Akureyrar þau Baldvin H. Sigurðsson og Kristín Sigfúsdóttir lögðu fram mjög tímabæra bókun á fundi bæjarstjórnar í gær. Málið snýst um að Sparisjóður Norðurlands er að verða útibú frá Reykjavík og verður gleyptur af BYR. Það vekur sérstaklega athygli mína að tveir fulltrúar Samfylkingarinnar greiða atkvæði gegn bókuninni ásamt þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, restin situr hjá. Þetta er enn eitt dæmið um að Samfylkingin á Akureyri er úr takt við það sem er að gerast í bænum og ber ekki hagsmuni fólksins hér fyrir brjósti heldur aðeins fjármagnseigendanna, það er sorgleg staðreynd. En hrós til fulltrúa VG í þessu máli. Hér er frétt af dv.is um málið. 

logo7Hér er ályktunin:  ,,Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar lýsir yfir áhyggjum af fyrirhuguðum samruna Sparisjóðs Norðlendinga við BYR. Mikil eftirsjá er í því þegar svo öflug fjármálastofnun sem er á forræði heimamanna er lögð inn í stóra samsteypu á höfuðborgarsvæðinu. Við það glatast yfirráð heimamanna yfir gríðarmiklum sjóðum sem hafa um árabil verið nýttir til að styrkja nærsvæði Sparisjóðs Norðlendinga  í samræmi við markmið og tilgang Sparisjóða.  Í stað þess verður Sparisjóður Norðlendinga að útibúi frá BYR sem veikir stöðu og sjálfstæði hans. Bæjarstjórn Akureyrar lýsir einnig vonbrigðum yfir því að stjórn Sparisjóðs Norðlendinga hafi ekki skoðað möguleika sem önnur fjármálafyrirtæki, svo sem eins og KEA og Saga Capital, höfðu bent á til að styrkja sjálfstæði og stöðu sjóðsins í heimabyggð."  


mbl.is Sparisjóðsmál til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju SF!

2002929513_f46fa491c8

Sósialíski þjóðarflokkurinn systurflokkur Vinstri grænna er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Danmörku. Meira en tvöfaldar fylgið og þingmannafjöldann. Nú er búið að telja megnið af greiddum atkvæðum svo það er hægt að halda uppá þetta! Ég er líka ánægður með að Einingarlistinn nær inn á þing, það stóð tæpt. Svo er líka hægt að vera kátur yfir því að Anders Fogh tapar atkvæðum og sex mönnum en það hefði gjarnan mátt vera meira. Hefðu kratarnir unnið í staðinn fyrir að tapa 2 fulltrúum þá hefði stjórnin fallið. Ég væri alveg til í að vera í Köben að fagna með SF núna en Steingrímur er í góðum hópi i Pumpehuset.

DR.dk

Politiken.dk 


mbl.is Sósialíski þjóðarflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fokk!

En ég trúi því ekki fyrr en á reynir. Það er hvortsemer ekkert að marka svona spár, hehe...
mbl.is Útgönguspár benda til sigurs dönsku stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju húsverndunarfólk!

kaupvangstorg

Þetta eru frábærar fréttir! "Menntamálaráðherra hefur að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar ákveðið að friða þrjú hús á Akureyri. Húsin sem um ræðir eru Hafnarstræti 94, Hafnarstræti 96 og Hafnarstræti 98 og nær friðunin til ytra borðs húsanna. Húsin eru öll talin hafa mikið gildi fyrir umhverfi sitt, ýmist sem hornhús eða áberandi kennileiti í miðbæ Akureyrar." 

Myndin er frá Minjasafninu og ég fann hana á bloggsíðu Helga Vilberg og þar má sjá Hamborg, París og svo glittir í Hótel Akureyri vinstra megin við París. Ég skrifaði um málið snemma í sumar sem má lesa hér. Nýja myndin er af vísi.is.

bilde?Site=XZ&Date=20071113&Category=FRETTIR01&ArtNo=71113031&Ref=AR&NoBorder


mbl.is Þrjú hús friðuð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hasarspenna í Danmörku en SF búin að vinna kosningarnar

3d5ff769d3534e4d8c1f685ae7f4ef25_sf_LOGOÞað hefur svona aðeins slegið á bjartsýnina með að þessi leiðinda hægristjórn muni hrökklast frá völdum í kosningunum í dag. Eitt er samt á hreinu: Sigurvegari kosninganna er systurflokkur Vinstri grænna, Sósíalíski þjóðarflokkurinn sem kemur sennilega til með að tvöfalda fylgið og vel það. Það eru útaf fyrir sig tíðindi.

Anders Fogh Rasmussen sem boðaði til kosninga með þriggja vikna fyrirvara og hélt að hann myndi rúlla þessu upp gerði sennilega afdrifarík mistök og flokkurinn hans mun standa í stað eða jafnvel tapa atkvæðum, vonandi mörgum. (Ég vek athygli á því að þetta er ekki alveg hlutlaus fréttaskýring hjá mér:) Það eru einnig góðar fréttir að Einingarlistinn muni ná lágmarkinu til að komast á þing. Rödd þeirra er mikilvæg og þar er upp til hópa ungt og hresst fólk sem hristir upp í stöðnuðum hlutunum á danska þinginu. Við þurfum á þessu fólki að halda. Ég vona innilega að Danir beri gæfu til þess að kjósa til vinstri og þar verði mynduð velferðarstjórn með áherslu á umhverfisvernd og með hag fólksins í huga, manneskjuleg stjórn í stað stríðsherra.


mbl.is Kjörstaðir opnaðir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur fulltrúi nýrra Íslendinga á Alþingi, til hamingju Paul Nikolov

paulfnikolov Það er afar gleðilegt að Paul Nikolov skuli vera kominn á þing. Mbl.is gleymir að benda á að hann er einnig duglegur bloggari hér á moggabloggkommúnunni og þar segir Paul: "Takmark mitt er að koma með rödd innflytjendasamfélagsins beint inn í sali alþingis, að auka flæði hugmynda milli þingsins og fólksins, og að aðstoða við að skapa Ísland framtíðarinnar sem verður betra fordæmi fyrir aðrar þjóðir með hverri kynslóð." Þetta eru glæsileg markmið og eins og hann sagði í Sjónvarpinu í kvöld þá verðu eitt af hans fyrstu málum að beita sér fyrir því að atvinnuleyfi verði afhent einstaklingum í stað fyrirtækjum. Þetta er mikið hagmunamál og í raun mannréttindamál. Ég er pínu ánægður með Paul og skrifaði einmitt þegar ég var að byrja að blogga hér á mogga um framboð hans í forvali VG. Til hamingju Paul!

mbl.is Fyrsti innflytjandinn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan 10,3% og Geir H. Haarde segir okkur að slappa af

med_MF148-GeirHHaarde-IMG_4194 Hagstjórn Sjálftökuflokksins hefur beðið skipsbrot. Þeir eru með sína menn á öllum stöðum og eru búnir að klúðra efnahagsmálunum endanlega. Svo mætir Geir Haarde í enn eitt drottningarviðtalið að þessu sinni á Morgunvaktina á ruv 1 og segir okkur að hægja á neyslunni. Fólk svarar fyrir sig og stendur í biðröðum við allar leikfangasjoppur sem opna á höfuðborgarsvæðinu og kaupir plastdrasl fyrir 70 milljónir á einu bretti og svo annað eins um næstu helgi og þarnæstu. Hverjir hafa talað upp hið "frábæra" efnahagsástand í landinu? Heimilin og fyrirtækin hafa aldrei verið skuldugri og jafnvel Davíð Oddson er farinn að hafa áhyggjur (af sinni eigin arfleyfð) Þetta er einn stór brandari og heimilin blæða. Og svo kýs fólkið bara Sjálftökuflokkinn aftur "til að koma í veg fyrir glundroða". Það er eitthvað rotið "in the state of Iceland".
mbl.is Vísitala neysluverðs hækkar um 0,65%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helga "sjónvarpsmaður ársins", eruði ekki að djóka?

egill_helgason ...og "bókmenntaþátturinn Kiljan" Menningar- og/eða lífsstílsþáttur ársins. Múhhaahhaaa... þetta er fullkominn brandari. Fyrsti bömmerinn af þessari Eddu var náttúrulega að Astrópía skildi varla fá eina einustu tilnefningu og svo sá næsti að Veðramót fengu bara eina Eddu af ellefu tilnefningum. Til hamingju Ragnar Bragason fyrir fjórar og flott að Foreldrar hafi fengið verðskulduð verðlaun. En hverjir eru annars í þessari akademíu sem er að velja? Þetta er bráðskemmtilegt...
mbl.is Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár opnanir á Akureyri í dag

Gunnar-Kr-Svart-webÞað verða þrjár myndlistarsýningar opnaðar hér á Akureyri í dag. Ein opnunin er reyndar hafin svo það er best að fara að drífa sig! Klukkan 14 opnaði Gunnar Kr. Jónasson myndlistarsýninguna "Svart" í Populus tremula. Á sýningunni eru splunkunýir skúlptúrar eftir Gunnar Kr. sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir þrívíða myndlist, auk málverka og teikninga. Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 11. 11. kl. 14:00 - 17:00.

IMG_2943Klukkan 15 opnar Lína í Jónas Viðar galleríinu, einnig í Gilinu og svo klukkan 17 opnar Karen Dúa Kristjánsdóttir sýninguna ,,Klippimynd" í DaLí Gallery laugardaginn 10. nóvember. Verk Karenar Dúu er eins og titillinn segir, tilraun með klippimynd á vegg.
Karen Dúa er fædd á Akureyri árið 1982. Hún tók stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri árið 2002 og lauk myndlistarnámi frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2006. Karen Dúa rekur Gallery BOX ásamt fleirum og er vinnustofa hennar staðsett þar á sama stað. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en sýningin klippimynd í DaLí gallery er þriðja einkasýning hennar að námi loknu. Hún er einnig með sýningu á VeggVerk á sama tíma og ættu sýningargestir að rölta þangað og virða fyrir sér verk hennar þar í leiðinni. 

Auk þessa eru ljómandi sýningar í Listasafninu á Akureyri, í Gallerí + og á Kaffi Karólínu. Semsagt hægt að slá margar flugur í einu höggi í myndlistinni á Akureyri í dag. 


Viðbjóðsleg meðferð á manneskjum

431202A Maður skilur ekki alveg hvað er í gangi hjá bandaríkjastjórn að halda úti þessu fangelsi sem líkist einna mest útrýmingarbúðum nasista. Myndin sem sýnd var í Sjónvarpinu í gær "The road to Guantanamo" var óhugnanleg og hlýtur að hreyfa við öllum þeim sem horfðu. Þegar blásaklausir strákar sem staddir voru á röngum stað á röngum tíma fyrir algera tilviljun eru teknir og meðhöndlaðir eins og skepnur, pyntaðir og hafðir í einangrun mánuðum saman og "yfirheyrðir" á ómannúðlegan hátt, fengu aldrei að tala við lögfræðing eða koma fyrir dómstóla. Og þetta viðgengst enn, sex árum síðar! Eða eins og segir í þessari frétt mbl. "Enn eru um 340 fangar í búðunum grunaðir um að tengjast al-Qaida hryðjuverkasamtökunum eða talibönum. Fæstir þeirra hafa nokkurn tíma verið ákærðir."
mbl.is 15 Sádi-Arabar lausir úr haldi í Guantanamo-fangabúðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins, Landsvirkjun

297508A Halló! Það er greinilega eitthvað að gerast hjá Landsvirkjun. Einhver að átta sig þar á bæ. Eða er maður að fagna of snemma? Er þetta bara eitthvert aumt PR trikk? Netþjónabú er mun skynsamlegra en enn ein álbræðslan hvort sem hún er á aðal þenslusvæðinu á Reykjanesi eða á svæði framtíðarinnar á Húsavík. Netþjónabúið getur til dæmis verið staðsett á Húsavík, mengar sáralítið og skapar störf. Kísilhreinsun fyrir sólarrafala hljómar einnig mjög vel. Það á hinsvegar að mínu mati ekki að virkja meira í Þjórsá fyrir þetta. Ég leyfi mér að vona að það sér virkilega eitthvað að gerast hjá þessu fyrirtæki sem upp á síðkastið til hefur hagað sér skelfilega og átt titilinn Illvirkjun sannarlega skilinn. En vonandi ekki lengur.
mbl.is Landsvirkjun vill selja raforku til netþjónabúa en ekki nýrra álvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í stórsigur SF, systurflokks Vinstri grænna í Danmörku

176x208Fréttaflutningur hér á Íslandi af aðdraganda þingkosninga í Danmörku er dálítið furðulegur. Rétt áðan var ég að hlusta á hið ágæta morgunútvarp á rás 1 og þar var ljómandi pistill frá kosningunum í Danmörku þar til kom að því að fréttmaðurinn (sem ég náði ekki hvað heitir) kallaði Einingarlistann "Vinstri græna" en Socialistik folkeparti sem er opinber systurflokkur Vinstri grænna kallaði hann bara Sósíalista. Einingarlistinn er vissulega lengst til vinstri í dönsku flokkaflórunni og ágætis flokkur með ungu, hressu og róttæku fólki í forystu en rétt skal vera rétt og ef fréttamaðurinn vill allt í einu ekki lengur nefna flokka með sínum réttu nöfnum þá ætti hann allavega að kalla SF "Vinstri græn". SF hefur reyndar nálgast mjög stefnu VG til dæmis í umhverfismálum og er í raun sá flokkur sem getur talist græni flokkurinn í Danmörku. Það er reyndar ekkert nýtt að nöfnum skuli ruglað af íslenskum fréttamönnum því í einhverjum pistli var nýi flokkurinn hans Nasers Khaders Ny Alliance kallaður Einingarlistinn!

Í þessari frétt á mbl.is er fullyrt: "Í könnunum Jyllands-Posten undanfarið hafa stjórnarflokkarnir mælst með 86 þingmenn en andstaðan 79 þingmenn. Það nýi flokkurinn Ny Alliance og formaður hans Naser Khader sem er í oddastöðu og er það fyrst og fremst fylgi hans sem veldur því að danska stjórnin riðar til falls." Þetta er merkileg fréttaskýring sem ef til vill má teygja og toga þannig að hún passar einhvernvegin en ég myndi nú segja að flokkurinn sem er að tvöfalda fylgið sitt úr 6% í 12,5% sé sá flokkur sem leiðir til þess að stjórnin sé að falla en ekki flokkurinn hans Kahders sem mælist með aðeins 4,1% og er langt undir væntingum. Hér er hægt að sjá þessar kannanir og bera þær saman, flott grafík hjá Politiken. Socialistisk folkeparti færi úr því að vera sjötti stærsti flokkurinn á danska þinginu í það að verða þriðji stærsti flokkurinn (hljómar kunnuglega) og ef það er ekki afgerandi stórsigur þá veit ég ekki hvað er sigur.

graentflurlogoOg burtséð frá þessum misskilningi íslenskra fréttmanna þá stefnir í stórsigur Socialistisk folkeparti (F) sem er jú systurflokkur Vinstri grænna og með góðum lokaspretti sjáum við vinstristjórn í Danmörku eftir kosningarnar á þriðjudag. Vinstri græn í Reykjavík eru að skipuleggja kosningavöku til að fagna félögum okkar í Danmörku og mér finnst að einhver sem er með danskar stöðvar í sjónvarpinu hjá sér hér á Akureyri eigi að skrifa hér í athugasemdalistann hjá mér og bjóðast til að halda fögnuð á þriðjudaginn milli 18 og 22 því þá verður þetta komið á hreint. Reyndar væri ég alveg til að skreppa til Köben á þriðjudag til að fagna og myndi örugglega gera það ef IcelandExpress væri byrjað að fljúga beint frá Akureyri til Köben. Koma svo!


mbl.is Litlu munar á kosningafylkingum í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband