22.5.2007 | 13:59
Beint fraktflug frá Akureyri til Evrópu
Það eru gleðileg tíðindi að Norðanflug sé að hefja beint fraktflug frá Akureyri til Evrópu. Nú þarf ekki að keyra allan fiskinn suður í flug svo þétta léttir á vegakerfinu og er afar umhverfisvænt. Í frétt á mbl.is segir:
"Starfsemi Norðanflugs ehf., félags um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, er formlega hafin. Segir félagið, að fyrsta fraktflugið á vegum félagsins verði þann 3. júní en þá verði flogið með vörur frá Akureyri til Oostende í Belgíu.
Norðanflug mun fljúga þrisvar í viku til að byrja með, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Segir félagið að Oostende í Belgíu hafi orðið fyrir valinu vegna góðrar legu með tilliti til dreifingar á fiski innan Evrópu. Þaðan sé einungis um tveggja stunda akstur til Boulogne sur Mer í Frakklandi, sem sé áfangastaður stærsta hlutar þeirra fersku fiskflaka sem fara með flugi frá Íslandi."
Daginn eftir hefst svo beint flug til Köben á vegum IcelandExpress eftir hlé. Nú þarf að ganga í það að lengja flugbrautina og taka upp flug allt árið til Evrópu því það munar miklu fyrir okkur íbúana hér og einnig fyrir ferðamennskuna á Norðurlandi. Hingað til hefur áhuga skort hjá samgönguráðherra en nú getur maður verioð bjartsýnn því ástandið getur ekki versnað.
![]() |
Norðanflug hefur fraktflug í byrjun júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 00:15
Útskriftarsýning nemenda Myndlistaskólans á Akureyri opnar í dag, laugardag klukkan 14
Þrítugasta og þriðja starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans að Kaupvangsstræti 16. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.
Eftirtaldir nemendur útskrifast úr sérnámsdeildum skólans: Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Charlotta Þorgils, Sigurlín Margrét Grétarsdóttir, Steinn Kristjánsson, Steinunn Ásta Eiríksdóttir, Sveinbjörg Ásgeirsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Hjalti Jónsson, María Hafsteinsdóttir og Petra Sæunn Heimisdóttir.
Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barna- og unglinganámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri um helgina. Sýningin verður opin kl. 14 til 18 laugardaginn 19. maí og sunnudaginn 20. maí.
Hér er svo glæsileg heimasíða skólans. Þar má meðal annars fá allar upplýsingar um skólann, umsóknarblöð og sjá útskriftarverk Eyrúnar Eyjólfsdóttur frá því í fyrra sem var svo tilnefnt til Eddu verðlaunanna 2007.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2007 | 16:25
Ríkisstjórnin steig niður á uppstigningardag
Ríkisstjórnin steig niður á uppstigningardag, Geir og Ingibjörg Sólrún ætla að "ræðast við" og ég er með gubbupest. Þetta er einhvernvegin allt í stíl.
![]() |
Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2007 | 13:14
Besti kosturinn í stöðunni
Það eru blendnar tilfinningar sem maður ber í brjósti eftir þessar kosningar. Vissulega er maður glaður yfir því að Vinstri græn eru ótvíræðir sigurvegarar og bæta við sig 4 þingmönnum. Ég hefði samt viljað að Lilja hefði einnig komst á þing og orðið 10 þingmaður VG. Það að ríkisstjórnin slefist til að halda meirihluta þingmanna með langt undir helmingi atkvæða er náttúrulega skandall. En það verður bara að bíta í þetta súra epli enda eru súr epli holl fyrir mann.
Það er vissulega besti kosturinn í stöðunni að Vinstri græn myndi minnihlutastjórn með Samfylkingunni og með stuðningi Framsóknar. Ég er afar bjartsýnn að eðlisfari en verð samt að segja að mér finnst frekar ósennilegt að Framsókn sé í stuði til að gera þetta góðverk fyrir þjóðfélagið. Ég vona samt að Framsókn gangi ekki á baka orða sinna og hangi áfram í stjórn með íhaldinu. Valgerður, Jón og Guðni lýstu öll yfir fyrir kosningar að það kæmi ekki til greina yrðu úrslitin eins og þau svo urðu: Afhroð Framsóknarflokksins.
Vinstri græn koma tvíefld út úr þessum kosningum og það er gott veganesti inn í framtíðina.
![]() |
Hafa áhuga á myndun minnihlutastjórnar í skjóli Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.5.2007 | 09:07
Góður dagur til að kjósa Vinstri græn
Í dag höfum við tækifæri til að gera upp við ríkisstjórn ójöfnuðar og ólaga og snúa við blaðinu með því að kjósa Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Flokkinn sem hefur staðið í lappirnar í umhverfismálum, jafnréttismálum, velferðarmálum og utanríkismálum. Hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að skipta um ríkisstjórn og gera daginn að V degi:
Lýðræði!
-Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál.
- Eflum grasrótarsamtök og tryggjum aðkomu almennings og frjálsra félagasamtaka að lýðræðislegri ákvarðanatöku.
Samfélag fyrir alla!
- Burt með komugjöld og sjúklingaskatta.
- Tryggjum almenningi lægra orkuverð og nýtum hlut ríkisins í Landsvirkjun í þágu skynsamlegrar orkunýtingar. Afturköllum lög um einkaeign á vatni og tryggjum að aðgangur að vatni verði áfram hluti af grunnréttindum okkar, líkt og andrúmsloftið.
Græn framtíð!
- Stöðvum frekari stóriðjuframkvæmdir og ákveðum hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar.
- Stofnum loftslagsráð sem vinnur markvisst gegn losun gróðurhúsalofttegunda, m.a. með vistvænum samgöngum og fræðslu um umhverfismál.
Kvenfrelsi!
- Afnemum launaleynd strax og eflum Jafnréttisstofu.
- Vinnum að því að tryggja a.m.k. 40% hlut kvenna á þingi og í sveitarstjórnum, t.d. með því að hvetja til að fléttulistum verði beitt.
Ég ætla að mæta snemma á kjörstað (er að leggja af stað) og kjósa X - V
![]() |
Búið að opna kjörstaði um allt land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2007 | 23:19
Ríkisstjórnin kolfallin - Vinstri græn bretta upp ermarnar
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Stöð 2 er stjórnin kolfallin. Það eru góðar fréttir. Sveiflurnar í könnun Capacent eru grunsamlegar. Þó að Framsókn sé með hræðsluáróður þá flykkist fólk sem ætlaði að kjósa íhaldið varla yfir til Valgerðar. Á Vísi.is er sagt frá þessari stóru könnun Stöðvar tvö og spennan magnast. Samkvæmt henni er VG að bæta við sig 6 þingmönnum sem er frábært og Samfó er að hressast. Þetta gætu orðið niðurstöðurnar. Vinstri græn vilja snúa við blaðinu:
Og það getur fólk gert á laugardaginn. Það er kominn tími til:
Árni Þór segir frá heimsókn í Kaupþing þar sem Ögmundur fór á kostum. Ég hvet alla til að lesa þetta og kynna sé málið og dæma svo auglýsingar Framsóknar.
![]() |
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2007 | 22:12
Hannes Hólmsteinn á óbeint þátt í góðverki

![]() |
Mæðrastyrksnefnd fær ágóðann af metsölubók |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2007 | 23:16
Fínn þáttur á rúv
Villi naglbítur spyr frambjóðendur spjörunum úr í fínum þætti í Sjónvarpinu. Mæli með því að fólk kynni sér málið og horfi á þáttinni. Nú er bara að taka þetta á síðustu metrunum og hafa gaman af. Við erum að vinna! Áfram Vinstri græn.
![]() |
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2007 | 16:28
LHÍ í Vatnsmýrina

![]() |
Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2007 | 23:24
Allsbert fólk út um allt
Spencer Tunick er ansi skemmtilegur náungi. Hann fékk lögguna í New York til að æsa sig þegar hann byrjaði að stilla nöktu fólki upp og taka myndir af því, en það mátti ekki vera allsber í NY. En núna má hann sem betur fer allt. Þetta eru flottar myndir og hann sýndi einmitt hér í Listasafninu á Akureyri í fyrra. Um sýninguna sagði: "Verk fárra listamanna hafa vakið meiri athygli á síðastliðnum árum en ljósmyndir bandaríkjamannsins Spencers Tunick af nöktu fólki í þúsundatali í borgum og bæjum um allan heim. Almenningur á jafn ólíkum stöðum og Sviss, Finnlandi, Ástralíu, Brasilíu og Chile hefur svarað kalli listamannsins og þyrpst til að taka þátt í þessum gjörningum hans. Ekki hefur heldur staðið á viðbrögðum: Menn hafa ýmist vænt Tunick um siðleysi og úrkynjun eða lofað verk hans fyrir að ögra siðareglum samtímamenningar okkar og viðteknum skilgreiningum á listsköpun. Með sýningunni, sem ber heitið Bersvæði, gefst landsmönnum tækifæri til að vera með, að minnsta kosti sem áhorfendur, og skoða yfirlit af verkum Tunicks frá 1998-2005. Þetta er stærsta sýning sem haldin hefur verið á verkum listamannsins og eru þau fengin frá I-20 galleríinu í New York og Hales safninu í London." Og nú er hann að fara að opna á Listahátíð sýningu í i8 á laugardaginn (12. maí), sama dag og Roni Horn opnar í Hafnarhúsinu og sama dag og fólk getur kosið Vinstri græn um allt land.
![]() |
20 þúsund naktar manneskjur í Mexíkóborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2007 | 08:31
Viljum við stjórn stöðnunar og afturhalds?
Það er ótrúlegt ef Sjálfstæðisflokkurinn mun fá um 40% atkvæða í kosningunum eftir tæpa viku. Þetta er flokkurinn sem hefur staðið sig hörmulega í öllum málaflokkum og verið dragbítur á framfarir. Heilbrigðiskerfið er orðið amerískara, stóriðjustefnan er keyrð áfram, háskólarnir eru í fjársvelti,í utanríkismálum erum við undirlægjur Bush og félaga og í jafnréttismálum ríkir stöðnun. Heldur fólk að þetta muni batna bara við fagrar yfirlýsingar og falskt bros? Nei auðvitað ekki og þessvegna þarf að gefa þessum íhaldsflokki sem málar sig bleikan og grænan til skiptis rétt fyrir kosningar, langt og verðskuldað frí.
Andrea Hjálmsdóttir, sem er ljúka námi frá Háskólanum á Akureyri gerði könnun á viðhorfi grunnskólanema til jafnréttis og þar koma afar athyglisverðir hlutir fram. BA ritgerð Andreu hefur fengið góða umfjöllun hjá Fréttablaðinu, rúv og Stöð 2 og á N4 en merkilegt að Mogginn og Blaðið hafa ekkert fjallað um málið svoég viti. Anna Ólafsdóttir moggabloggfélagi minn fjallar hinsvegar ýtarlega um könnun Andreau og ég hvet ykkur til að lesa það hér.
Það hefur nefninlega ríkt afturför á mörgum sviðum samfélagsins og það er að stórum hluta Sjálfstæðisflokknum að "þakka", þeð sína launaleynd og hugmyndir um að jafnrétti komist á að sjálfu sér og svo framveigis.
Staðreyndin er hinsvegar sú að ef við viljum breyta einhverrju þá þarf að gera hlutina og Vinstri græn þora, geta og vilja. Ungt hugsandi fólk sér þetta og konur einnig og nú þarf að sannfæra hina!
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eykst samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2007 | 00:46
Bloodgroup er betri
Garðar Thor Cortes er ágætur og þessi þungi kross örugglega líka en ég efast um fjörið hafi verið svipað og þegar hljómsveitin Bloodgroup frá Egilsstöðum tróð upp á Græna hattinum hér á Akureyri á tónleikum Ungra vinstri grænna á þriðjudaginn. Þetta voru frábærir tónleikar og Svavar Knútur hitaði upp og kældi niður. Stúlknabandið Without the Balls var að fara í próf og þær treystu sér ekki allar til að halda uppi stuði í prófunum daginn eftir svo maður heillast bara af þeim seinna. En Bloodgroup er næsta útrásargroup landsins. Myspace síðan þeirra er flott og ég mæli sérstaklega með laginu Try on. Sviðsframkoman var stórkostleg og fólk hoppaði út á gólfið og dansaði af sér slenið. Þau Lilja, Janus, Raggi og Halez voru afar lífleg og flink. Þetta er electrodanstónlist eins og hún gerist best og það fjölgaði um helling í UVG fyrir austan. Meira svona, meira rokk, ról og electrostuð. Myndirnar sem ég fékk lánaðar af síðunni þeirra eru teknar af Siggu.
![]() |
Garðar Thor ber dýran kross |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 12:13
Vatnasafn - Library of Water
Það er stórksotlegt að það sé búið að opna Vatnasafn Roni Horn í Stykkishólmi. Heimasíðan er einnig frábær svo þó að maður komist ekki komist ekki strax vestur er hægt að dvelja lengi við síðurnar og allar myndirnar á síðunni www.libraryofwater.is
Roni Horn er einhver sá listamaður sem unnið hefur á einlægastan og áhugaverðastan hátt með íslenska náttúru. Hún kenndi okkur í MHÍ 1993 og svo þegar ég var að kenna við Listaháskólann kom hún og hreyfði við nemendum því hún var miður sín yfir því hvernig íslensk stjórnvöld væru að fara með landið við Kárahnjúka. Af hverju geta stjórnmálamenn ekki hlustað oftar á listamenn í staðinn fyrir að æða áfram hugsunarlaust?
Það er glæsilegt hve fagmannlega er unnið að öllu í sambandi við Vatnasafnið af Artangel og vonandi getum við hér á Íslandi lært mikið af þessu samstarfi.
![]() |
Vatnasafnið opnað í Stykkishólmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2007 | 08:21
Blóðbaðið í Írak
Það vantar enn herslumuninn að fella þessa ríkisstjórn. Gott að Samfó sé að hressast en meint tap Vinstri grænna er innan skekkjumarka frá síðustu könnun og enn er Vg að tvöfalda fylgið svo það flokkast nú seint undir tap. Það er hinsvegar ótrúlegt að 40% ætli að kjósa flokkin sem enn heldur því fram að það hafi verið réttmæt ákvörðun að styðja Bush í því að gera ólöglega innrás í Írak. Þetta stríð er viðbjóður og 90% íslensku þjóðarinnar voru andvíg ákvörðun formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að gera okkur að meðreiðarsveinum í þessu blóðbaði. Gunna bróður mínum er ofboðið og hann setti nokkrar lesnar auglýsingar í ríkisútvarpið en auglýsingadeildin ritskoðaði aðra þeirra því ekki mátt segja "blóðbað" svo þær eru birtar klukkan sjö á morgnana svona:
Kjósandi, leyfir samviks þín þér að kjósa núverandi stjórnvöld, sem bera ábyrgða á stuðningi Íslendinga við innrásina í Írak?
Gunnar Hallsson
Ég tek ofan af fyir Gunna enda lætur hann ekki bjóða sér hvað sem er og ég ætla rétt að vona að kjósendur geri það ekki heldur og átti sig á því að það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er yfirlýsing um samþykki við blóðbaðinu í Írak.
![]() |
Samfylkingin aftur fram úr VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.5.2007 | 12:15
Hugmyndir fyrir Sjónlistaverðlaunin
Það var ansi gaman í Ketilhúsinu í gær það sem tilkynnt var um tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2007. Það hefði gjarna mátt vera fleiri viðstaddir en það voru ekki allir sem vissu af því að til stæði að tilkynna þetta með formlegum hætti og opnu húsi í gær.
Ljómandi veitingar, óáfengur mysudrykkur frá Friðriki V og smáréttir úr héraði í hádeginu. Ráðherranir voru ekki á staðnum eins og í fyrra enda sennilega mikilvægari fundir á dagskránni hjá þeim en þeirra í stað mættu sponsorarnir.
Þetta eru fínar tilnefningar bæði fyrir hönnun og myndlist eða eins og segir á mbl.is:
Í umsögn dómnefndar um myndlistarmennina segir m.a. að Birgir Andrésson sé tilnefndur "fyrir einstakt framlag til könnunar á íslenskri menningu og sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingu texta. List Birgis er allt í senn, hnitmiðuð, einföld og margslungin, eins og glöggt kemur fram í verkunum Blackout og Build sem voru unnin sérstaklega fyrir afar vandaða yfirlitssýningu Listasafns Íslands á verkum hans á síðasta ári. Black-out er málað í gulum litatónum á kolsvartan grunn. Verkið er eitt af textaverkum Birgis, þar sem hann málar setningar með prentletri á einlitan grunn. Black out er augljóst og beinskeytt og kallar strax fram í huga áhorfandans ákveðna tengingu við íslenska drykkjusiði, þótt merkingin taki á sig flóknari mynd við nánari skoðun. Annað nýtt verk á sýningunni er öllu margræðara við fyrstu sýn, en það er verkið Build, sem samanstendur af sundurskornum pappakössum. Hér liggur alls ekki í augum uppi að verið sé að fjalla um texta, en verkið á sér rætur í persónulegri reynslu Birgis og samskiptum hans við blinda í æsku."
Hrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn sem sýnd var fyrst á sýnungunni Eiland í Gróttu og olíuverkin Afhafnasvæði sem sýnd voru í Gallerí Suðsuðvestur.
Úr umsögn dómnefndar
Ljósmyndaröðina Áhöfn og olíuverkin Afhafnasvæði sem varpa nýju ljósi á íslenska sjómenn og karlmennsku. Í ljósmyndaröðinni Áhöfn sem birtist fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu síðastliðið sumar dregur Hrafnkell fram nýja og ferska sýn á skærlita íslenska sjómannastakka og þar með íslenska karlmennsku. Litsterkar og glansandi ljósmyndirnar eru nánast of fallegar og grípandi í grófleika sínum en fá aðra vídd þegar þær eru skoðaðar í samhengi við Afhafnasvæði. Síðara verkið samanstendur af kolsvörtu óræðu mynstri á pappír unnið með hjálp áhafnarinnar úr olíu úr tunnum sem voru hluti af sýningu á verkunum í Gallerí Suðsuðvestur síðastliðið haust. Saman mynda þessi tvö verk sterkar andstæður sem styrkja hvor aðra."Og Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í skammdegissýnunginni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire. "Fyrir fersk, fínleg og blæbrigðarík verk unnin úr litlum efnum sem er ætlað að lýsa upp umhverfið og skerpa skilningarvitin. Fossinn, röð verka á skammdegissýningunni Ljósaskipti og Fire, Fire, Fire eru dæmi um slík verk. Fossinn er unninn fyrir samnefnda sýningu á Kjavalsstöðum fyrr á þessu ári. Hann er gerður úr fínlegum plaststöngum með útfjólubláum ljósleiðurum sem tengdir eru við víra og snúrur í sambandi við tölvuviftur sem skapa hljóðmynd fossins. Verkið er svo brothætt á að horfa að það virðist geta hrunið niður á hverri stundu og leiðir hugann að þeirri hættu sem hinir náttúrulegu fossar landsins eru í. Samt er það ekki síður birtan, útfjólubláa ljósið sem dregur að sér athygli. Birtingarmyndir birtu og ljóss í skammdeginu hafa verið Heklu hugleiknar undanfarið, ýmist í tengingu við vatn og flæði, eins og á sýningunum Foss og Ljósaskipti í Kling og Bang, eða í tengslum við eld og fljúgandi skrautelda í verkinu Fire, Fire, Fire, sem hún sýndi nýverið í Los Angeles, eftir að hafa sýnt það fyrst á Íslandi. Endurtekningin í titli verksins kallast á við flugeldaskotgleði Íslendinga um áramótin en sjálft verkið virkar eins og raunverulegir flugeldar, þar sem marglit ljósin kvikna og slökkna fyrir áhrif frá upptöku af hljóðum af raunverulegum flugeldum. "
Þetta eru flottir fulltrúar og ég er búinn fyrir mitt leiti að útnefna Bigga Andrésar verðlaunahafa að Heklu og Kela algerlega ólöstuðum.
Fyrir hönnun eru þrjú fyrirtæki tilnefnd; Nikita (Heiða Birgisdóttir) fyrir snjóbrettafatnað, Studio Granda (Margrét Harðardóttir og Steve Christer) fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og íbúðarhús á Hofi á Höfðaströnd og Össur fyrir gervifótinn Proprio Foot.
Á heimasíðu Akureyarbæjar er nánar sagt frá Sjónlistaverðlaununum
Annars er ég með frábæra hugmynd til að hafa aðeins meira fútt í þessum verðlaunum (og til að það séu meiri líkur á að maður verði einhverntíma tilnefndur!) Það er að hafa þetta eins og á Eddunni og Grímunni, tónlistarverðlaununum og öllum þessum verðlaunum. Það eru gerðar ca. þrjár kvikmyndir á ári hérlendis en samt eru veitt verðlaun í helling af flokkum svo allir fái eitthvað og sumir margar Eddur! Í myndlistinni væri hægt að veita fleiri verðlaun eins og:
Fyrir bestu sýninguna á Íslandi
Fyrir bestu sýninguna erlendis
Fyrir bestu einkasýninguna
Fyrir bestu þátttökuna í samsýningu
Fyrir skemmtilegustu sýninguna
Fyrir bestu sýningarskrána
Fyrir besta gjörninginn
Fyrir besta málverkið
Fyrir besta hljóðverkið
Fyrir besta skúlptúrinn
Fyrir besta grafíkverkið
og svo mætti lengi telja og auðvitað einnig:
Fyrir bestu sýningarstjórnina
Fyrir besta safnstjórann
Fyrir bestu fjölmiðlaumfjöllunina
og svo framvegis og framvegis... Ég sé að þetta getur orðið heil verðlaunanótt með lengri sjónvarpsútsendingu en Óskarinn fyrir westan. Er ekki bara að stökkva á þetta?
![]() |
Sex tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna 2007 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 5.5.2007 kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?