2.5.2007 | 07:10
Minning um Lilju Guðmundsdóttur
Þann 1. maí 2006 lést Lilja Guðmundsdóttir aðeins 21 árs gömul eftir baráttu við krabbamein. Tónleikarnir sem Ung vinstri græn héldu á Græna hattinum voru til minningar um þessa frábæru baráttukonu og vin. Svavar Knútur sló í gegn og stuðbandið Bloodgroup frá Egilsstöðum og Færeyjum var frábær og meiriháttar skemmtileg. Takk fyrir tónleikana. Hér er grein sem ég skrifaði til minningar um Liju Guðmundsdóttur fyrir ári.
Í dag kveðjum við unga baráttukonu, Lilju Guðmundsdóttur. Það eru ekki margar manneskjur sem hafa við fyrstu kynni eins mikil áhrif á mann og Lilja gerði. Og eftir því sem maður kynntist henni meira kom enn betur í ljós þvílkur sólargeisli hún var. Lífsgleði hennar og dugnaður er okkur öllum góð fyrirmynd. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þegar ég hjóla niður í Hafnarstræti þá skuli hún ekki koma inn um dyrnar brosandi með kaffi í hendinni með tillögur um hvernig við getum gert hlutina betri.
Ég kynntist Lilju síðastliðið haust þegar Ung vinstri græn voru formlega stofnuð á Akureyri. Auðvitað hafði ég tekið eftir þessari ungu og glæsilegu konu í bænum því allsstaðar sem Lilja kom geislaði af henni. Lilja var komin í stjórn UVG um leið og farin að hafa jákvæð áhrif. Hún tók þátt í forvali fyrir bæjarstjíornarkosningarnar og sóttist eftir sjötta sætinu á lista vinstri grænna og hlaut auðvitað glæsilega kosningu í það sæti. Hún, ásamt félögum sínum skipulögðu tónleika, prentuðu boli, komu að stefnumótunarvinnu og mætti manna best á alla fundi. Þegar framjóðendarástefna VG var haldin í Reykjavík kom Lilja auðvitað með enda vildi hún taka þátt í baráttunni af krafti og afla sér eins mikilla upplýsinga og hægt var og auðvitað hitta félaga sína. Þannig var Lilja, góður félagi, einlæg og bjartsýn og full af baráttuvilja og krafti. Enda vissi hún hvað það var að þurfa að berjast við krabbamein og það þarf kraft og orku til. Þegar ég spurði hana hvort hún vildi ekki skrifa grein sem gæti birst í Vikudegi eða Morgunblaðinu og svo á Netinu, í Morgunpóstinum, tók hún vel í það og nokkrum dögum seinna var greinin tilbúin. Hún hafði lagt mikla vinnu í hana, farið og aflað sér upplýsinga, talað við konurnar hjá Krabbamenisfélaginu á Akureyri og komist að því að sífellt var verið að skera niður framlög til félagsins þrátt fyrir að hægt væri að sýna fram á að fjármagnið nýttist vel þeim sem á þurftu að halda.
Á föstudegi var Lilja hrókur alls fagnaðar í grilli ungra vinstri grænna fyrir utan kosningamiðstöðina okkar. Um kvöldið hittumst við öll heima hjá Stínu til að klára drög að stefnuskránni og Lilja kom með marga góða og mikilvæga punkta um menningarmál og stuðning við öryrkja. Á laugardagsmorgni var hún mætt á fund til ræða jafnrétti og femínisma og hafði þar margt gott til málanna að leggja og hlustaði á umræðurnar af áhuga. Hún hlakkaði til að að taka þátt í 1. maí og fagna Óla og Svandísi sem ætluðu að gifta sig hjá sýslumanni á þessum baráttudegi verkafólks. Um morguninn var fundur hjá Stefnu, félagi vinstri manna, og þar ætlaði Lilja auðvitað að vera. En á fundinn bárust okkur þær fréttir að hún hefði látist um nóttina. Það var verið að syngja maístörnuna og Lilja var maístjarnan okkar sem skín.
Kæra Lilja þin er sárt saknað en það er gott að vita af því að þú verður með okkur áfram í baráttunni. Fjölskyldu Lilju, vinum og öllum aðstandendum votta ég samúð mína við fráfall bjartsýnnar baráttukonu af lífi og sál.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.5.2007 | 16:41
Þrumuræða Ögmundar á Akureyri

Og þegar við segjum að það eigi að verja trúnaðarmann stéttarfélags vestur á Snæfellsnesi sem sagt var upp störfum - þá gerum við það ekki bara fyrir viðkomandi einstakling konu sem var rekin vegna skoðana sinna - heldur gerðum við það fyrir alla trúnaðarmenn og alla hina sem ekki eru túnaðarmenn og njóta góðs af starfi þeirra sem standa í baráttu fyrir réttlæti og mannréttindum.
Og þegar við verjum erlendu verkamennina við Kárahnjúka þá gerum við það fyrir alla verkamenn svo allir menn geti gengið uppréttir og hnarreistir.
Allir menn.
Nær og fjær.
Á þetta viljum við minna á baráttudegi verkalýðsins, hinn fyrsta maí.
Sterk verkalýðshreyfing er frjáls verkalýðshreyfing.
Og frjáls verkalýðshreyfing eru frjálsir menn.
Til hamingju með daginn."
![]() |
Almannahagsmunir ráði för |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2007 | 07:20
Til hamingju með baráttudag verkafólks 1. maí
Þetta verður góður dagur með þéttri dagskrá. Hér fyrir norðan er Stefna, félag vinstri manna með morgunfund á Mongó með flottri dagskrá og svo er kröfuganga klukkan 13:30 frá Alþýðuhúsinu (Glitnishúsinu!) að Sjallanum þar sem Ögmundur Jónasson verður aðal ræðumaður, kaffi hjá VG í Göngugötunni og svo tónleikar á Græna hattinum hjá UVG klukkan 20 um kvöldið. Ég hlakka til. Tek Unu Móeiði með mér á fundinn hjá Stefnu og kannski kemur Lóa Aaðalheiður með í kröfugönguna en Huga vantar tvö ár uppá að komast með á tónleikana um kvöldið. Það er frítt inn.
Í Þýskalandi er þetta mikill hátíðisdagur sem byrjar reyndar kvöldið áður þar sem fólk dansar inn í maí. Kúrdarnir voru duglegastir í kröfugöngunni í hverfinu þar sem við bjuggum og voru ekkert að skafa utan af því og svo hittust allir í miðborginni þar sem tugþúsundir komu saman og krefjast bættra kjara fyrir þá lægst launuðu. Það gerum við einnig hér og ný ríkisstjórn hefur það markmið að koma fólki úr fátæktargildrunni. Þessi ríkisstjórn neitar að viðurkenna að það sé til fátækt fólk í landinu. Verkafólk: Gleðilegan baráttudag 1. maí.
![]() |
Krafan 1. maí að fátækt verði útrýmt á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2007 | 22:42
Edda Þórey Kristfinnsdóttir opnar sýninguna VISTASKIPTI á Café Karólínu
Frábært að það verði nóg að gera í Borginni á Sjónlistadegi. Ég ætla að nýta morgundaginn í kröfugöngu og rokk með UVG hérna fyrir norðan. Á laugardaginn verður svo myndlistin í fyrirrúmi. Það opnar ný sýning á Listasafninu á Akureyri og mörg galleríin eru með opnanir. Sýningin hans Jónasar Viðars á Karólínu Restaurant hefur verið framlengd vegna fjölda áskoranna en Edda Þórey Kristfinnsdóttir opnar nýja sýningu á Café Karólínu og tekur við af Aðalsteini Þórssyni. Á heimasíðunni hans eru myndir frá sýningunni á Karólínu.
Edda Þórey Kristfinnsdóttir
Vistaskipti
05.05.07 - 08.06.07
Velkomin á opnun laugardaginn 5. maí 2007, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 5. maí klukkan 14 opnar Edda Þórey Kristfinnsdóttir sýninguna VISTASKIPTI á Café Karólínu. Café Karólína opnar nú klukkan 10 alla virka morgna en klukkan 12 á laugardögum og sunnudögum.
VISTASKIPTI er uppspretta verka minna sem ég sýni á Café Karólínu. Við mannfólkið erum á eilífu ferðalagi. Hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg, land úr landi, úr einni vist í aðra. Vistin getur verið frá því að vera góð til þess að vera nöturleg. Við ráðum ekki alltaf för.
Verkin eru skúlptúrar, lágmyndir, vídeo, textavek og ljósmyndir á striga.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýjir hópar í skörðin.
Tómas Guðmundsson
Hægt er að nálgast upplýsingar um verk og feril Eddu ásamt myndum á verkum á síðunni http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/599
Nánari upplýsingar veitir Edda í sima 8994908
Myndin hérna fyrir ofan er af einu verka Eddu sem hún sýnir á Café Karólínu.
Edda verður viðstödd opnunina.
Sýningin á Café Karólínu stendur til 8. júní 2007. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 5. maí 2007, klukkan 14.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
09.06.07-06.07.07 Björg Eiríksdóttir
07.07.07-03.08.07 Elísabet Jónsdóttir
04.08.07-31.08.07 Dagrún Matthíasdóttir
01.09.07-05.10.07 Stefán Jónsson
06.10.07-02.11.07 Marsibil G. Kristjánsdóttir
03.11.07-30.11.07 Birgir Sigurðsson
01.12.07-04.01.08 Steinunn Helga Sigurðardóttir
05.01.08-02.02.08 Guðrún Vaka
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
![]() |
Sjónlistadagur í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 13:30
Without The Balls rokka hjá UVG á 1. maí
Fyrsti maí er á morgun og það er þétt dagskrá, sól og hiti og baráttustemning því við fellum ríkisstjórn ójöfnuðar eftir nokkra daga. Hér á Akureyri byrjar ballið klukkan 11 árdegis hjá Stefnu upp í Kaupangi á Mongó (sjá dagskrá hér neðar) og svo er kröfuganga klukkan 13:30 í miðbænum og að Sjallanum þar sem Ögmundur Jónasson er aðalræðumaður. Kaffi og kökur hjá Vinstri grænum í Kosningamiðstöðinni í Göngugötunni og um kvöldið klukkan 20 hefjast frábærir tónleikar sem Ung vinstri græn á Akureyri og Austurlandi standa fyrir og þar er hellingur af atriðum á dagskránni sem ég á að kynna fyrir þéttsetnum Græna hatti. Spenntastur er ég fyrir stúlknabandinu Without the balls frá Egilsstðum en þær slógu í gegn þegar Rás 2 plokkaði hringinn fyrir nokkrum dögum. Umsögnin um þær á heimasíðu Rásar 2 er:
"Síðastar á svið voru heimasæturnar í hljómsveitinni Without The Balls, sem var gestahljómsveit kvöldsins, en hún er skipuð fimm ungum stúlkum frá Egilstöðum og nærliggjandi sveitum. Í gærkveldi var bassaleikarinn reyndar fjarri góðu gamni. Hinar fjórar sem eftir stóðu létu sig samt hafa það að koma fram og vöktu mikla hrifningu tónlistarfólksins að sunnan sem hafði verið í aðalhlutverki fyrr um kvöldið og heimamenn tók þeim einnig með kostum og kynjum. Þær léku á tvo gítara og trommusett með miklum tilþrifum og sungu af innlifun. Það er því óhætt að segja að stúlkurnar hafi komið, séð, sungið og sigrað."
Hei, nákvæmlega eins og Vinstri græn munu gera! Þetta verður frábært. Hér er svo flott dagskrá Stefnu á Mongó:
Morgunfundur Stefnu 1. maí 2007
Mongo sportbar, Kaupangi kl. 11.00
Stefna félag vinstri manna heldur árlegan morgunfund á baráttudegi verkalýðsins í níunda sinn, á Mongo sportbar, Kaupangi 11.00
Kjörorð Stefnu eru þessi:
Kosningar breyta ekki landslaginu baráttuna út í grasrótina.
Vinnu við hæfi handa öllum.
Gegn markaðsvæðingu og einkavæðingu.
Gegn stóriðjustefnu stjórnvalda.
Gegn sölu lands, vatns og sjálfstæðis.
Höfnum Evrópusambandsaðild.
Gegn félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði.
Jafnrétti kynjanna.
Írak: Hernámsöflin burt. Ísland úr stríðsliðinu.
Ísland úr NATO segjum herstöðvarsamningnum upp.
Ræðumaður dagsins er Björgvin Leifsson, sjávarlíffræðingur á Húsavík.
Ávarp um kynjahlutverk og jafnrétti: Andrea Hjálmsdóttir háskólanemi.
Hjónin Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson syngja.
Framinn verður ýmiss frekari söngur og upplestur í anda dagsins.
Allir velkomnir.
_____________________
Stefna - félag vinstri manna
![]() |
Kröfuganga og útifundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 06:47
Af hverju er verið að kveikja í sinu?

![]() |
Fjölmargar kvartanir vegna sinubruna í Eyjafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2007 | 22:05
Flott útsýni hjá Jónsa og Ingu á Manhattan

![]() |
Fjallað um fasteignakaup Jóns Ásgeirs í New York Times |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.4.2007 | 19:45
Stjórnin hangir
Þó að Vinstri græn meira en tvöfaldi fylgið samkvæmt þessari könnun dugar það ekki til að fella ríkisstjórnina. En Sjálfstæðisflokkurinn er á niðurleið og það er jákvætt. Íslandshreyfingin er ekki alveg að virka þrátt fyrir ágætis málstað. En raunverulegir umhverfisverndarsinar kjósa auðvitað Vinstri græn. Brettum upp ermar og berjumst fyrir réttlæti og jöfnuði. Það eru tvær vikur til stefnu.
![]() |
Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2007 | 14:48
Björk er lang flottust
Björk Guðmundsdóttir er frábær. Bæði sem tónlistarkona og ekki síður sem talsmaður náttúruverndar. Hún er skapandi einstaklingur sem ráðherrar íhaldsins og bjélistans ættu að hlusta á. Þessi orð hennar eru eins og töluð út frá mínu hjarta:
Mér finnst, að ef Ísland vilji græða fullt af peningum og hafa starfsemi um allan heim þá sé það síðasta, sem það eigi að gera, að eyðileggja náttúruna. Það þarf ekki snilling til að átta sig á því. Og samt var það fyrsta sem Íslendingar gerðu, eftir að þeir fengu sjálfstæði og peninga að segja: Við skulum eyðileggja landið!"
Hér er frábært viðtal við hana úr Guardian
Þeir sem einn eru að hugsa um að kjósa stóriðjuflokkana (núverandi ríkisstjórn) ættu að lesa þetta viðtal og átta sig á hlutunum, það er ekki of seint að snúa af rangri braut.
![]() |
Björk gremst stóriðjuframkvæmdir á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2007 | 07:02
Rafael Correa stendur uppí hárinu á Alþjóðabankanum
Rafael Correa er maður að mínu skapi, ekkert aðsafna skuldum heldur hefur hann unnið að því að gera Ekvador skuldlaust frá því að hann var kosinn eða eins og segir í frétt mbl.is:
"Vinstrimaðurinn Correa, sem kosinn var til forseta í nóvember sl. er hagfræðingur, menntaður í Bandaríkjunum. Hann hefur síðan hann var kosinn til starfa greitt upp skuldir landsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og vill að landið sé sem minnst upp á á erlenda lánadrottna komið."
Alþjóðabankinn undir stjórn Wolfowich er hinsvegar ekki ánægtður með þennan vinstrimann og hefur hætt að veita landinu lán til að greiða niður önnur óhagstæð. Kapítalistarnir láta ekki að sér hæða.
![]() |
Fulltrúi Alþjóðabankans rekinn frá Ekvador |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2007 | 22:59
Málþing Möllu
Í tilefni af áttatíu ára afmæli Málmfríðar Sigurðardóttur fyrrverandi alþingiskonu halda Vinstri græn og vinir Möllu málþing um jafnréttismál á kaffistofu Amtsbókasafnsins á Akureyri laugardaginn 28. apríl klukkan 15-17.
Erindi flytja:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: Jafnrétti hvað þarf til?
Valgerður H. Bjarnadóttir: Að skapa nýja veruleika, heim fyrir konur og karla
Tónlist: Björn Valur Gíslason og Jón Kristófer Arnarson
Hólmfríður Jónsdóttir: Ávarp úr Mývatnssveit
Jón Hjaltason og Steingrímur J. Sigfússon flytja ávörp.
Fjöldasöngur og léttar veitingar
Fundarstjóri Þuríður Backman alþingiskona
Ég hvet alla til að mæta á bókasafnið og fagna með Möllu 80 ára afmælinu og skemmta sér saman. Málmfríður skipar heiðurssætið á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 00:19
Ómar R. Valdimarsson ætlar að kæra Gauk Úlfarsson
Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo hefur mörg járn í eldinum þessa dagana. Ekki bara að hann sé að hamast uppá Kárahnjúkum heldur er hann einnig afkastamikill bloggari. Síðustu daga hefur hann einbeitt sér með skítkasti að Vinstri Grænum og tekið Paul Nikolov og Sóleyju Tómasdóttur sérstaklega fyrir. Gaukur Úlfarsson skrifaði athugasemd á síðu Ómars sem hann riskoðaði smá og henti út. Gaukur skrifaði þá um málið og Ómar tók upp símann og hringdi í Gauk og hótaði honum málshöfðun. Þetta fer að verða spennandi og dálítið einkennilegt hvað sumir eru hörundsárir þessa dagana. En það er jú mikið að gera hjá Ómari í vinnunni með allt draslið meira en þrjá mánuði á eftir áætlun og ekkert rafmagn komið og borarnir hjakka á sama stað undir Þrælahálsi og svo er líka eitthvert óloft í göngunum og erlendu verkamennirnir alltaf að kvarta. Þetta getur verið erfitt líf.
![]() |
Beðið eftir sérfræðingum til að meta loftmengunina í aðrennslisgöngunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
23.4.2007 | 22:36
Krúttlegasta álver í heimi

![]() |
Hitaveita Suðurnesja og Norðurál undirrita orkusamning vegna álvers í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 22:17
Næsti forseti Frakklands
Ég ætla rétt að vona að frakkar brjóti blað og kjósi glæsilega konu með hugsjónirnar á hreinu sem næsta forseta. Auðvitað er Segolene Royal ekki fullkomin en hún er miklu miklu frambærilegri en Sarkozy og það væri gæfuspor fyrir Frakkland ef hún yrði kosin forseti í seinni umferðinni. Hún er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hún ávarpaði stuðningsfólk sitt í kvöld og sagði meðal annars: "Mörg okkar, burtséð frá því hvað við kusum í fyrri umferðinni - viljum ekki að Frakklandi sé stjórnað af lögmálum hinna sterkustu eða þeirra ófyrirlitnustu, þeirra samansaumuðustu sem einungis hugsa um fjárhagslegan ávinning og safna valdinu á hendur fárra." og ennfremur: "Ég hvet alla þá sem vilja skipa mannúð ofar verkbréfamarkaðinum, alla þá sem vilja binda enda á óöryggið og forherðinguna til að sameinast." Orð sem eiga einnig við hér á landi.
![]() |
Royal hvetur andstæðinga peningahyggjunnar til að sameinast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2007 | 19:17
Vinstri græn klikka ekki
Vinstri græn klikka ekki á þessu. Auðvitað á að endurbyggja þessi sögufrægu hús. Það er nóg pláss fyrir steinsteypuháhýsi í næsta nágrenni. Það eru gömlu fallegu húsin sem laða að fólk og ferðamenn. Svo eru komnir flottir bolir til að hressa fólk við. Mæli með því að allir fjárfesti í þessum bolum og allar upplýsingar eru hér og svo fá menn gefins frábæra margnota innkaupapoka úr bómull í leiðinni.
![]() |
VG hvetur til samstöðu um endurreisn húsanna sem brunnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2007 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
-
Agnar Freyr Helgason
-
Agný
-
Aldís Gunnarsdóttir
-
Alfreð Símonarson
-
Alma Lísa Jóhannsdóttir
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Jónsson
-
Andrés Rúnar Ingason
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Anna Lilja
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Anna Pála Sverrisdóttir
-
Anna Þorbjörg Jónasdóttir
-
Ari Matthíasson
-
Arinbjörn Kúld
-
arnar valgeirsson
-
Arnljótur Bjarki Bergsson
-
Atli Fannar Bjarkason
-
Auðun Gíslason
-
Árni Árnason
-
Árni "Gamli" Einarsson
-
Árni Gunnarsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ása Richardsdóttir
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Ásta Möller
-
Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
-
Ásta Svavarsdóttir
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Bandalag atvinnuleikhópa - SL
-
Barði Bárðarson
-
Berglind Steinsdóttir
-
Bergur Sigurðsson
-
Bergur Thorberg
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Bergþóra Jónsdóttir
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Bjarkey Gunnarsdóttir
-
Bjarni Harðarson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Björn Ingi Hrafnsson
-
Bleika Eldingin
-
BookIceland
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
-
Brynjar Davíðsson
-
Dagbjört Hákonardóttir
-
Davíð
-
Dofri Hermannsson
-
DÓNAS
-
Edda Agnarsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Egill Helgason
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Ólafsson
-
Eiríkur Bergmann Einarsson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Elín Sigurðardóttir
-
Ellý Ármannsdóttir
-
E.R Gunnlaugs
-
erlahlyns.blogspot.com
-
ESB og almannahagur
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eva G. S.
-
Eva Kamilla Einarsdóttir
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Eyþór Ingi Jónsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Forvitna blaðakonan
-
FreedomFries
-
Friðrik Dagur Arnarson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Fríða Eyland
-
Gammur drils
-
Gaukur Úlfarsson
-
Geiri glaði
-
Georg P Sveinbjörnsson
-
Gísli Aðalsteinsson
-
Gísli Tryggvason
-
Goggi
-
gudni.is
-
Guðbergur Egill Eyjólfsson
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðfinnur Sveinsson
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Helmut Kerchner
-
Guðjón Sigþór Jensson
-
Guðmundur Auðunsson
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðmundur Örn Jónsson
-
Guðni Már Henningsson
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Guðrún Magnea Helgadóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gunnar Björnsson
-
Gunnar Páll Gunnarsson
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Gunnlaugur B Ólafsson
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
halkatla
-
Halla Gunnarsdóttir
-
Halldór Baldursson
-
Halldór Kristinn Haraldsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannibal Garcia Lorca
-
Haraldur Bjarnason
-
Haraldur Davíðsson
-
Haukur Már Helgason
-
Haukur Nikulásson
-
Haukur Vilhjálmsson
-
Heidi Strand
-
Heiða
-
Helgi Guðmundsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Helgi Már Barðason
-
Helgi Seljan
-
Helgi Vilberg
-
Hildur Sif Kristborgardóttir
-
Hilmar Björgvinsson
-
Hilmar Dúi Björgvinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
Hjalti Már Björnsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlekkur
-
Hlédís
-
Hlynur Sigurðsson
-
Hlynur Snæbjörnsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Hrafn Jökulsson
-
Hreiðar Eiríksson
-
hreinsamviska
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Ibba Sig.
-
Indriði Haukur Þorláksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Ingimar Björn Davíðsson
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Ingólfur Þór Guðmundsson
-
íd
-
Ísleifur Egill Hjaltason
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Johann Trast Palmason
-
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
-
Jóhann Björnsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Jónas Tryggvi Jóhannsson
-
Jónas Viðar
-
Jón Bjarnason
-
Jón Hafsteinn Ragnarsson
-
Jón Hrói Finnsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
Jórunn Sigurbergsdóttir
-
Júlíus Garðar Júlíusson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Karl Tómasson
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Ketilás
-
Killer Joe
-
Kjartan Jónsson
-
Kolbrún Kolbeinsdóttir
-
Kolgrima
-
kona
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristbergur O Pétursson
-
Kristín Ástgeirsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján B. Jónasson
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Kristján Pétursson
-
Kristlaug M Sigurðardóttir
-
Krummi
-
Landvernd
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Linda Rós Jóhannsdóttir
-
Listasumar á Akureyri
-
LKS - hvunndagshetja
-
Logi Már Einarsson
-
Magnús Bergsson
-
Magnús Geir Guðmundsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Margrét Lóa Jónsdóttir
-
Marinó Már Marinósson
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morten Lange
-
Myndlistarfélagið
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur fannberg
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Ólöf Ýrr Atladóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Paul Nikolov
-
Páll Helgi Hannesson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Páll Thayer
-
Pálmi Freyr Óskarsson
-
Pálmi Guðmundsson
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Björgvin
-
Pétur Þorleifsson
-
Pollurinn
-
Ragnar Bjarnason
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Ransu
-
Rauður vettvangur
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Haukur Ingimarsson
-
Rúnar Sveinbjörnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sara Dögg
-
SeeingRed
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigmar Guðmundsson
-
Sigrún Dóra
-
Sigtryggur Magnason
-
Sigurður Á. Friðþjófsson
-
Sigurður G. Tómasson
-
Sigurður Hólm Gunnarsson
-
Sigurður Hrellir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurjón M. Egilsson
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sól á Suðurnesjum
-
Sóley Björk Stefánsdóttir
-
Sóley Tómasdóttir
-
Sólveig Klara Káradóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Jón Hafstein
-
Stefán Stefánsson
-
Stefán Þórsson
-
Steinarr Bjarni Guðmundsson
-
Steindór Grétar Jónsson
-
Steinunn Helga Sigurðardóttir
-
Stjórnmál
-
Svansson
-
Svanur Jóhannesson
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
SVB
-
Sveinn Arnarsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Sveinn Ólafsson
-
Sverrir Páll Erlendsson
-
Sverrir Þorleifsson
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sævar Már Sævarsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sölvi Breiðfjörð
-
Thelma Ásdísardóttir
-
Theódór Norðkvist
-
Tinna Eik Rakelardóttir
-
Tíðarandinn.is
-
Torfusamtökin
-
Toshiki Toma
-
TómasHa
-
Trúnó
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Tryggvi H.
-
Ugla Egilsdóttir
-
Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
-
Úrsúla Jünemann
-
Valgeir Bjarnason
-
Valgeir Skagfjörð
-
Valgerður Halldórsdóttir
-
Varðhundar frelsisins
-
Varmársamtökin
-
Vefritid
-
Vér Morðingjar
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Viðar Eggertsson
-
Vika símenntunar
-
Vilberg Helgason
-
Vinir Tíbets
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þórbergur Torfason
-
Þórdís tinna
-
Þór Gíslason
-
Þór Jóhannesson
-
Þórólfur S. Finnsson
-
Þór Saari
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Öll lífsins gæði?