Leita í fréttum mbl.is

Tími til kominn að gera eitthvað

loft

Það er gott að Ólafur Ragnar Grímsson forseti skuli bjóða samtökum ungra forystumanna á heimsvísu, Young Global Leaders til sín að funda um aðgerðir í umhverfismálum. Fundurinn er víst hinn fyrsti sinnar tegundar og er ætlunin að þróa raunhæfar leiðir í umhverfismálum með því að tengja saman fjármagn og nýsköpun. Það er líka kominn tími til. Mér skilst að þarna sé samankomið fólk úr alþjóðlegu viðskiptalífi, fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum en hann Ólafur Elíasson myndlistarmaður er einnig í hópnum og ekki tilheyrir hann neinum af þessum hópum en það er afar jákvætt að listamenn séu líka með. Ólafur er líka snillingur og kemur örugglega með góðar hugmyndir. Björgólfur Thor Björgólfsson splæsir og það er fínt að setja peningana sína í svona framtak. Enda er fyrir löngu kominn tími til að gera eitthvað róttækt í loftslagsmálum. Gamla aðferðin að hækka bara strompana (eins og Alcoa gerir) dugar nefninlega skammt.


mbl.is Fundað á Bessastöðum um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarstofnun er fín hugmynd

wasp

En skýtur ekki skökku við að á sama tíma og þessi gleðilega ákvörðun er tekin að þá skuli ráðamenn taka á móti risaherskipi með pomp og pragt í Reykjavík! Annars er einkennileg þessi aðdáun sumra á drápstólum, byssum, sprengjum og hermönnum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir: „Ísland er herlaust land og engin hefð er hér fyrir hernaðaruppbyggingu né herrekstri." Það er er ánægjulegt að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru farnir að fagna því að við erum loksins herlaust land. Það væri mun betra að Ísland væri einnig hlutlaust land sem stendur utan hernaðarbandalaga, því þá fyrst er: "Reykjavík einstakur vettvangur til viðræðna um friðsamlega úrlausn margvíslegra alþjóðlegra deilumála.” svo vitnað sé aftur í Vilhjálm borgarstjóra. Og auðvitað er stuðningur Ríkisstjórnarinnar við ólöglegt innrásarstríð í Írak svartur blettur á þessari sögu okkar.
Markmið Friðarstofnunar Reykjavíkur á að vera að fjalla um friðarmál á alþjóðlegum vettvangi og að bjóða deiluaðilum víðs vegar um heim til viðræðna um friðsamlega nálgun og niðurstöðu deilumála. Það er einnig ánægjulegt að þetta verður gert í nánu sambandi við Háskólana og það var gott að heyra í Silju Báru Ómarsdóttur sem er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands.

silja

Það er góðs viti að Rudolph Schuster, fyrrverandi forseti Slóvakíu ætli að taka að sér að leiða Friðarstofnunina og að jafnvel Gorbatsjov verði með til ráðgjafar.
Á netinu er haldið úti afar góðri vefsíðu: friður.is þar sem hægt er að fræðast um starfsemi íslenskra friðarhreyfinga og það sem er að gerast á þeim vettvangi á alþjóðavísu.
Við getum komið á fót glæsilegri Friðarstofnun Reykjavíkur sem getur skipt máli í heiminum en þá verðum við líka að vera sjálfum okkur samkvæm.


mbl.is Friðarstofnun Reykjavíkur stofnuð í Höfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarverðlaunin á réttan stað

yunus

Það er frábært að Muhammad Yunus, stofnandi Grameen Bankans og bankinn sjálfur hljóti friðarverðlaun Nóbels í ár. Hugmyndafræði bankans er hrein og bein og ekki ekki byggð á því að græða sem mest af peningum heldur að hjálpa þeim sem fengu ekki lán hjá venjulegum bönkum því þeir voru of fátækir. Þetta hefur gefið fjölda fólks í Bangladesh og um allan heim tækifæri til að koma undir sig fótunum og hefja allskonar smáiðnað. Það er einnig athyglisvert að konur eru í meirihluta þeirra sem njóta aðstoðar Grameen Bankans enda skilvísar og ábyrgar. Það væri óskandi að fleiri hagfræðingar væru eins og Muhammad Yunus en hann sýnir okkur gott fordæmi. Friðarverðlaunin fara að þessu sinni til grasrótarstarfs sem hefur kollvarpað viðteknum hugmyndum um bankastarfsemi og það er gott. Muhammad Yunus hefur verið kallaður "bankastjóri fátæka fólksins" og það er réttnefni í jákvæðri merkingu. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og Nóbelsverðlaunin verða vonandi til þess að enn fleiri taki eftir þessu mikilsverða framtaki.


mbl.is Grameen Bank og stofnandi hans fá friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott ályktun frá félagi um verndun hálendis Austurlands

Þetta er tímabær ályktun að austan og gott til þess að vita að þar er fólk sem ekki er búið að buga af álverssinnum. Og þeim fjölgar, einnig á Austurlandi sem þora að segja skoðun sína á virkjanabrjálæðinu. Það voru einnig afar misvísandi fréttir af því hvaða áhrif tillögur auðlindanefndarinnar hefðu á fyrirhugaðar álversframkvæmdir á Húsavík, Helguvík og í Hafnarfirði. Orkustjóri Húsvíkur sagði í ríkisútvarpinu að þetta tefði framkvæmdir fyrir sunnan en hefði engin áhrif hjá sér. En á vísir.is er hinu þveröfuga haldið fram. Semsagt enginn ætlar að stoppa, bara vaða áfram. Þessvegna er ályktun aðalfundar félags um verndun hálendis Austurlands tímabær og fullkomlega réttmæt. alver
mbl.is Félags um verndun hálendis Austurlands samþykkir ályktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært að Atlantsskip vilji sigla frá Akureyri

Loksins er eitthvað að gerast í strandsiglingum. Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Atlantsskipa segir að fyrirtækið sé að skoða arðsemi þess að sigla milli Reykjavíkur og Akureyrar, jafnvel með viðkomu á Ísafirði. Þetta er það sem þarf til að létta á vegunum og hefði auðvitað aldrei átt að leggja strandsiglingar niður. Það er nefninlega hellingur af hlutum sem mun skynsamlegra er að flytja með skipum heldur en að fara með alla þessa gáma upp á vegina. Ég er bjartsýnn á að strandsiglingar komist aftur á og stjórnvöld eiga að stuðla að þvi að svo geti orðið sem fyrst. Svo er Atlantsolía einnig að koma norður og það er ánægjulegt enda heldur fyrirtækið verðlagningu á bensíni í niðri. Sem er gott fyrir neytendur, þó að enn betra væri ef við myndum einbeita okkur að orkugjöfum sem menga ekki.
mbl.is Atlantsskip kanna arðsemi strandsiglinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin á mbl bloggið mitt!

Der Pool

Annars er tilvalið að skoða heimasíðuna mína hlynur.is

eða síðuna þar sem myndistin mín er.

Ef þessir tenglar virka ekki hérna, þá er bara hægt að slá þetta beint inn: www.hlynur.is og www.hallsson.de 

Bestu kveðjur,

Hlynur 

 


Kraftmikið fólk í forval VG

Það er ánægjulegt að nú þegar hefur kraftmikið fólk gefið kost á sér í forval Vg á höfuðborgarsvæðinu eins og Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG og Auður Lilja Erlingsdóttir formaður UVG. Ég vona líka að Kolbrún og Ögmundur gefi kost á sér áfram og hellingur af fólki bætist í hópinn. Gott að það er líka hægt að stinga uppá fólki við kjörstjórnina. Það er nægur tími til stefnu og þetta verður glæsilegt.
mbl.is Auglýst eftir framboðum í forvali VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.