Færsluflokkur: Vefurinn
27.1.2018 | 17:45
ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
Kunstraum München
Hlynur Hallsson
ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
29.03. 06.05.2018
Eröffnung: 28.03. 19 Uhr
Kuratiert von Alexander Steig
Language and communication play an essential role in Hlynur Hallssons works. But despite this, Þetta er það Das ist es This is it is the first exhibition which he composed solely from textual works. In the conceptual and purposeful multilingualism of his works, he confronts himself not only with the semantic difficulties of communication surrounding the work of art, but also with the cultural preconditions of and multifarious opportunities for interpretation. From the start, the exhibition title betrays the fact that the multi-layering of language and the shifts in transferring language are main foci of interest in his debate with text. This can also be interpreted as an expression of his way of living in a globalised internationality.
The first of his trilingual spray-works arose in the year 2002 for an exhibition in Overgaden/Copenhagen. In these, Hallsson united elements of text, statements and the fleetingness of modern-day art. His reciprocal multilingualism does not represent a mere translation, however, but rather in this case with a discursive entree with a cultural difference: Islandic the artists mother tongue stands for every original human language. German may well be considered vicarious for all elaborated languages of the poet and thinker. And in any case, there is no way round the international lingua franca of English: the global lingua franca per se. The fleetingness of the works is achieved, on the one hand, by using spray paint a material that has been dismissed for quite some time as having no artistic expression whatsoever. And, on the other hand, by the fact that, in every exhibition gallery, space must be found for the New. Nothing really endures in the halls of the art galleries; all works find themselves in a constant flow and drift from one place to another, whilst some pass away, only to be resurrected elsewhere.
When he occupies himself with the subject of the word as image, he shows his exhibition Þetta er það Das ist es This is it, a work that apparently deals with the basis of written language. His alphabet of the Islandic language consists of 32 characters and unites the familiar with the alien. The familiar characters offer the viewer the sense of recognition, while the unknown letters bear within themselves the promise of something new. The work is like an invitation to grasp both the origin and the home of these symbols. It is a return to the very core of things, comparable with his earlier photo-text works, which serve in places as a fragmented diary and, at the same time, as their antithesis. Here, too, Hallsson uses spray paint to emphasise the element of transience.
Jill Leciejewski, Kuckei+Kuckei, Berlin
Kunstraum München
http://kunstraum-muenchen.de
Myndstef/The Icelandic Visual Art Copyright Association
http://www.myndstef.is
///
Kunstraum München
Hlynur Hallsson
ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
Eröffnung mit Performance: Mi. 28.03.2018
Laufzeit: 29.03. 06.05.2018
Es erscheint eine Edition.
Kurator: Alexander Steig
Der isländische Konzeptkünstler Hlynur Hallsson sprüht dreisprachig seine scheinbar einfachen Botschaften für ein besseres gesellschaftliches Miteinander oder Kommentare zum örtlichen Umfeld an alle Wände des Kunstraums. Seit 2002 sind über 20 dieser Textprojekte in Dänemark, Deutschland, Island, Japan,
Kroatien, Schweden und den USA realisiert worden. Geschrieben wird in seiner isländischen Muttersprache, englisch als der beherrschenden Verkehrssprache und der Sprache am Ausstellungsort selbst. Die Hyperautentizität der Versalien, ihr meist farblicher Dreiklang und ihre raumbezogene Anordnung gepaart mit einem Gespür für die jeweiligen semantischen Besonderheiten und Absurditäten, dürfen als aktueller Beitrag konkreter Poesie gelesen werden, deren tragische Erkenntnisse teils humorvoll gestützt werden.
Neben neuen Texten wird Hallsson auch ältere Texte auf die Wände bringen, um zu untersuchen, welche etwaige Beutungsverschiebung sich nicht nur durch deren geografische sondern auch zeitliche Verortung ergeben. Schon 2015 schrieb Jill Leciejewski dazu: Die Flüchtigkeit der Arbeiten wird zum einen durch die Verwendung von Sprühfarbe erreicht einem Material, dem lange abgesprochen wurde überhaupt künstlerischen Ausdruck zuzulassen. Und zum anderen durch die Tatsache, dass in jedem Ausstellungsraum Platz für das Neue gemacht werden muss. Nichts hat wirklich Bestand in den Hallen der Kunst, alle Werke befinden sich im Fluss und wandern von einem Ort zum anderen und manche vergehen nur um an anderem Ort wieder aufzuerstehen.
Allein der Ausstellungstitel Das Ganze zeichnet die Richtung vor, die einen unerfüllbaren Anspruch postuliert; weder lässt sich alles zeigen Hallsson kann immer nur einen Teil des ganzen Geschehens transformieren noch wird er die Rückschau seiner vielen Texte komplettieren können. Dennoch deutet die Behauptung, das Ganze zu präsentieren auf die doppelbödige Lesart hin, spielt mit der Sehnsucht nach Vereinheitlichung und Übersichtlichkeit in einer immer komplexer werdenden Welt, nach einfachen Antworten, wie sie Populisten für sich lautstark in Anspruch nehmen. So findet sich in der Kreation und Aussage der Textarbeiten neben einer eigenständigen literarischen Qualität auch eine handfeste Populismuskritik.
Der Künstler agiert hier als Vermittler, er ist entweder in eigener Sache aktiv oder im Einsatz für die Sache anderer, wie seine vielen kuratierten Projekte belegen, seine parlamentarische Arbeit für die Grünen in Island, die Leitung des kleinen Kunstmuseums in Akureyri. Seine kulturpolitische Arbeit, so man sie so nennen darf, reflektiert sein zutiefst humanistisches Anliegen, durch poetisierte Kommunikation ein respektvolles Aufeinanderzugehen zu ermöglichen, fernab medialer Schlagzeilen und doch nah am Weltgeschehen entlang. Mit der gewitzten Einfalt eines Candid macht er den Betrachter und Leser darauf aufmerksam, dass wir in der besten, aller Welten leben, aber ihren Lauf nicht unkommentiert hinnehmen dürfen und müssen.
Hlynur Hallsson selbst schreibt im Konzept zu dieser Ausstellung: Was relevant vor 10 jahren war, trifft heute nicht mehr zu. Und andere texte haben jetzt eine völlig andere meinung. In den sprüh-text-arbeiten geht es häufig um das, was man versteht und was nicht. Oder wie jeder etwas versteht. Wenn man weiss, dass man etwas nicht versteht oder vermutet, dass man nicht versteht. Es geht auch um übesetzung, direkte oder indirekte übersetzung. Um worte und zusammenhang.
Nach der Ausstellung im Kunstraum sollen Hallssons Textarbeiten der letzten 16 Jahre im icon-verlag München erstmals geschlossen publiziert werden. Diese 50 Textarbeiten umfassen politische und alltägliche, ortsgebundene und gesellschaftskritische Beiträge von 20 internationalen Ausstellungen und Beteiligungen.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2012 | 23:58
CONNECTING THE DOTS
CONNECTING THE DOTS
a project from Frauke Hänke and Claus Kienle.
Connecting the dots reveals a new image.
For some time we've been gathering sounds in different parts of the world. These field recordings are, for example, street sounds, animal calls, conversations, loudspeaker announcements, machine noises, etc.
The idea is to combine these recordings with pictures from other places and to see how the acoustic background has an influence on the perception of the surroundings.
We've been asking artists from different countries to join the project. We gave them sound recordings and asked them to send us a photo of what they saw while they were hearing it.
Here we show the pictures together with the sound.
Picture: Taken at Performace from Anna Richardsdóttir and Ernesto Camilo Aldazábal Valdés at Rýmið, Hafnarstræti 73, Akureyri (Iceland) in December 2012.
Sound: 34°36'14"S 58°21'40"W
Vefurinn | Breytt 21.12.2012 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2010 | 11:07
BLATT BLAÐ númer 58 er komið út
Myndlistartímaritið BLATT BLAÐ númer 58 er komið út.
Að þessu sinni gerir HUGINN ÞÓR ARASON kápu tímaritsins en aðrir sem eiga verk í blaðinu eru ANDRÉ ALDER, JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR, HLYNUR HALLSSON, ÓMAR SMÁRI KRISTINSSON, ALEXANDER STEIG, VOLKER TROCHE og AÐALSTEINN ÞÓRSSON.
Blaðið er 16 síður að stærð í A5 broti. Upplagið er 100 tölusett eintök.
BLATT BLAÐ hefur komið út frá árinu 1994. Upphaflega voru gefin út ný eintök annan hvern mánuð en nú eru gefin út ný tölublöð tvisvar á ári.
Hægt er að kaupa BLATT BLAÐ Á 400 krónur í Útúrdúr/Havarí í Austurstræti 6 í Reykjavík eða fá blaðið sent og hafa samband á hlynur(hjá)gmx.net eða gerast áskrifandi. Næsta tölublað kemur út í mars 2011.
Myndlistarmaðurinn HUGINN ÞÓR ARASON gerir kápuna á BLATT BLAÐ #58 sem endurgerð af kápu tímaritsins I-D frá árinu 1987 númer 54, sem kallað var "The Happy Issue".
Allir geta gert verk fyrir BLATT BLAÐ og senda á efni sem jpg á hlynur(hjá)gmx.net. Útgefandi BLATT BLAÐS er forlag höfundanna og Hlynur Hallsson.
Eldri kápur og upplýsingar er að finna á: http://hallsson.de/Page10084/page10084.html
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2010 | 11:42
Opnun í Þúfubarði 17 002, Hafnarfirði – gallerí og íbúð
Birgir Sigurðsson, myndlistarmaður og rafvirki, opnar laugardaginn 2.október myndlistargallerí í íbúð sinni, 002, að Þúfubarði 17 í Hafnarfirði. Klukkan 14.00 mun Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar, klippa á borða og opna þar með galleríið formlega. Listamennirnir sem taka þátt í fyrstu sýningunni eru Þorvaldur Þorsteinsson, Helena Jónsdóttir, Bjarni Þór Sigurbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Sara Björnsdóttir, Hlynur Hallsson, Anna Sigríður, Elín Anna Þórisdóttir, Helena Hans, Hjördís Frímann og Unnur Óttarsdóttir. Það er mjög spennandi verkefni að leiða allt þetta góða myndlistarfólk saman og verður mjög fróðlegt að sjá hver útkoman verður. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi og er opin frá kl. 14.00 til 17.00 á laugardag og sunnudag.
Á döfinni eru tvær aðrar helgarsýningar á þessu ári. Hugmyndin með galleríinu er að skapa nýtt og skemmtilegt rými til listsköpunar. Sumir listamennirnir munu gera verk beint á veggina og þannig verður íbúðin að listaverki, sem tekur stöðugum breytingum.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010 | 10:30
Áfram með smjörlíkið / Innantóm slagorð
Davíð Oddsson er flúinn á einhverja eyju. Hannes Hólmsteinn fer huldu höfði. Ekkert hefur spurst til Geirs H. Haarde í nokkrar vikur. Árni Matt er sennilega að gefa hestum lyf. Ingibjörg Sólrún segist vera saklaus og flestir reikna með að Björgvin G. Sigurðsson neyðist til að segja af sér aftur.
Eiginlega er ég farinn að sjá eftir því að hafa ekki stungið uppá nafninu "Rannsóknarskýrslan!" á sýningarröð okkar Jónu Hlífar Halldórsdóttur sem hefst í Listasafni ASÍ þann 12. júní og heldur áfram í Verksmiðjunni í Djúpavík 17. júlí og svo í 111 a space for contemporary art í Berlín þann 3. september 2010.
En titillin "Áfram með smjörlíkið" er reyndar einnig góður. Hér er texti sem Hjálmar Brynjólfsson setti saman.
- Áfram með smjörlíkið! Það bakar, það mallar, það snýst. Nýtt Ísland, gamalt Ísland, eldgamalt, glænýtt. Enn smjúga kökur í ofninn. Við bökum í sífellu nýtt, glænýtt brauð, þótt uppskriftin sé eldgömul. Alltaf sama uppskriftin. Alltaf það sama: áfram nýtt. Enn meira nýtt! Áfram með smjörlíkið! Eða til hvers að burðast með lík í lestinni, hver ætlar aftur til gamla Íslands? Hver vill borga með smjöri? Hver vill borga með smjörfjöllum? Veistu hvað ljóminn er? Við viljum líkið, dásamlega dauða eftirlíkingu! Það lifir!
- Áfram með smjörið? Fjandanum fjarri. Áfram með smjörlíkið. Þannig hljóðar hið slagvædda orð: áfram. Áfram. Áfram með smjörlíkið!
Hlynur Hallsson og Jóna Hlíf vinna saman að sýningaröðinni Áfram með smjörlíkið sem sýnd verður á Djúpuvík, í Reykjavík og í Berlín árið 2010. Þetta er í fyrsta sinn sem þau setja upp sýningar í samvinnu. Verk þeirra bera samt með sér skyldleika svo vænta má að samstarfið heppnast ágætlega. Úr eldri verkum Hlyns og Jónu má rýna í fjölmörg einkenni þeirra sem listamenn sem í senn sameinar þau og felur jafnframt í sér nokkur af sérkennum þeirra sem listamenn.
Í verkum beggja er að finna margbrotna en einfalda tjáningu. Verkin virðast á einhvern hátt hrein og bein og eiga greiða leið inn að rótum manns. Einfaldleikinn talar beint til manns, og verkin virðast fela í sér einhverja nánd, kannski falska nánd (hver veit.) Sum verkanna eru lævís, önnur kröftug, og mörg þeirra hafa slagyrðingalegan brag á sér.
Myndir Bilder Photos er yfirskrift myndaseríu Hlyns sem hann hefur nýlega lokið við og kemur bráðlega út í bókarformi. Í seríunni fara saman textir og ljósmyndir. Textinn felur í sér sögu sem hann eða fjölskyldumeðlimir hans hafa upplifað. Ferðalög eru tíð viðfangsefni eða einhverjar uppákomur úr hversdagslega lífinu sem virka ægidjúp undir naífum, þrítyngdum textum. Með hverri mynd í seríunni aukast áhrifin, þar til myndirnar hætta að virka sem einfaldar lýsingar á saklausum viðburðum. Serían verður fyrir vikið hvorki saklaus né einföld og skilur eftir sig epískar ímyndir í hugum áhorfenda.
Fjölskyldan kemur jafnframt fyrir í sumum ljósmyndaverka Jónu, þótt hún vinni úr þeim á annan hátt. Verkin eru gjarnan tengd æskuárum hennar og umbreytingu fullorðinsáranna. Ljósmyndir úr gömlum fjölskyldualbúmum hefur hún stækkað upp ásamt textum sem lýsa uppvexti og varpa ljósi á list hennar eða stöðu í dag. Út úr verkunum má lesa að umbreytingin í lífsferli mannsins sé jafnvel minni en vænta mætti.
Endurtekningar koma fram með sterkum og margvíslegum hætti í verkum Jónu. Í einu hljóðverka hennar endurtók hún setninguna Mér leiðist í sífellu. Í samnefndum vídeóverkum endurtóku málaðir drengir í sífellu orðin Mök og Big. Vídeóverki eru gjarna stutt og keyra á lúppum, t.d. Að standa á eigin höndum, Acclimatization og nýlegt verk á sýningunni Ég er bara skítur. Í einu af vídeóverkum Hlyns, Stars and stripes, dripplar dóttir hans Lóa í sífellu körfubolta. Körfuboltinn er í líki jarðarinnar, og dripplið minnir á leik mannkynsins að jörðinni, sem hýsir hann og gerir honum kleyft að lifa.
Pólitík er ekki langt undan í verkum Hlyns eða Jónu. Hlynur hefur getið sér orðstír fyrir að vinna með pólitík í verkum sínum, fyrst og fremst í spreyverkum þar sem áræðinn texti minnir á graffítí. Á meðal setninga sem hafa farið á vegg með hinni auðþekkjanlegu spreyhönd Hlyns eru:
Bush + Blair Terror + Fear
og
War is terrorism with a bugger budget fight terrorism with all power.
Verk Hlyns eru yfirleitt unnin á ensku, en stöku spreyverk er sett upp á þremur tungumálum: ensku, þýsku og íslensku sem fyrrnefnd ljósmyndasería Hlyns byggir á. Eitt af verkum Jónu Hlífar var útimálverkið Heima er bezt, en það samanstóð af hreindýri, dagsetningunni sem vatninu var hleypt á Kárahnjúkavirkjun og fyrirsögninni Heima er bezt, með þeirri leturgerð sem var að finna á samnefndu tímariti. Það er óþarft að fjölyrða um pólitíska skírskotun verksins.
Verk Hlyns og Jónu eru bæði fjölbreytt og opin. Þau vinna með ólíka og fjölbreytta miðla, hvort fyrir sig. Hlynur hefur fengist við ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar, Jóna hefur fengist ljósmyndir, vídeó, texta, gjörninga og innsetningar. Verk þeirra eru opin fyrir túlkun og þátttaka áhorfandans er þeim mikilvæg. Í verkum Hlyns býr reyndar einhver regla, eitthvert skipulag í framsetningunni sem er formfastara en í verkum Jónu Hlífar. Nálgun Hlyns í textaverkum og Myndir Bilder Photos seríunni minnir jafnvel á þýska konkretljóðlist. Óræðið í verkum Jónu getur orðið svo mikið að túlkun áhorfandans er hreinlega nauðsynleg til að ljúka við þau. Aesþetísk tilfinning virðist í mörgum innsetninganna liggja ein til grundvallar fyrir verkinu, svo sem í hellaverkum hennar eða í nýlegu verki í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Þegar dregin eru fram þessi sameiginlegu sérkenni Hlyns og Jónu svo sem fjölbreytni miðlanna, einföld en hugmyndaauðug verk, endurtekningar, pólitísk ádeila, er hægt að gera sér í hugarlund hver efnistökin verða á sýningum þeirra sumarið 2010. Það, í takt við yfirskriftina Áfram með smjörlíkið, gefur fyrirheit um hvert efni sýninganna þriggja verður.
Hver sýninganna mun bera eigin titil. Fyrsta sýningin verður í Listasafni ASÍ, en sýningin stendur yfir frá 05.06.2010 til 27.06.2010. Titill sýningarinnar er Innantóm slagorð. Á meðal þeirra efna sem drepið er á eru eðli og grundvöllur listar og tengsl listarinnar við hagkerfið. Unnið er útfrá listsögunni og með margvíslegan efnivið, þar á meðal smjörlíki. Á sýningunni munu Hlynur og Jóna gefa út bókverk sem þau skapa í samvinnu. Verkin sem verða sýnd byggja á samspili miðla í tengslum við titil sýningarinnar.
Ör vöxtur bankanna orsökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 13:18
Skýrsla stjórnar SÍM fyrir árið 2009
Hér er skýrsla Sambands íslenskra myndlistarmanna sem gerð var fyrir aðalfund Bandalags íslenskra listamanna sem haldinn var í Iðnó þann 9. janúar síðastliðinn. Hún var birt á vef BÍL og ég birti hana einnig hér til upplýsingar.
SÍM er hagsmuna- og stéttarfélag myndlistarmanna. Aðild að sambandinu eiga Félag íslenskra myndlistarmanna, Myndhöggvarafélagið í Reykjavík, Félagið íslensk grafík, Leirlistafélagið, Textílfélagið, Félag íslenskra samtímaljósmyndara, Myndlistarfélagið og félagar með einstaklingsaðild. Félagsmenn sem greiða félagsgjöld eru 685.
Á aðalfundi SÍM sem haldinn var 26. maí 2009 var kosin stjórn SÍM: Áslaug Thorlacius formaður, Katrín Elvarsdóttir varaformaður, Birta Guðjónsdóttir ritari, Finnbogi Pétursson gjaldkeri og Þuríður Sigurðardóttir meðstjórnandi. Varamenn: Hulda Stefánsdóttir og Ingirafn Steinarsson.
Áslaug Thorlacius sagði af sér formennsku og Finnbogi Pétursson baðst einnig lausnar frá stjórnarstörfum haustið 2009. Á aukaaðalfundi sem haldinn var 15. september 2009 var Hlynur Hallsson kosinn formaður og Ingirafn Steinarsson tók sæti Finnboga í stjórn.
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri félagsins en auk hennar vinnur Kristín Kristjánsdóttir á skrifstofu SÍM í fullu starfi. Kristín er nú í fæðingarorlofi og leysir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir hana af. Ennfremur hafa aðrir unnið tímabundið á skrifstofunni við afleysingar eða í sérverkefnum.
SÍM er til húsa í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16 sem Reykjavíkurborg hefur lagt félaginu til. Nú stendur hinsvegar til að Reykjavíkurborg fari að innheimta leigu fyrir húsnæðið.
SÍM er m.a. aðili að Myndstefi Myndhöfundasjóði Íslands og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar . SÍM er í samstarfi við Borgarbókasafnið í Reykjavík um rekstur Artóteks í aðalsafni safnsins við Tryggvagötu. Félagið á aðild að, Íslensku sjónlistaverðlaununum ásamt Hönnunarmiðstöð Íslands og Akureyrarbæ og Sjónlistamiðstöðinni á Korpúlfsstöðum ásamt Hönnunarmiðstöð Íslands.
Á alþjóðavettvangi starfar SÍM aðallega með BIN, norrænum samtökum myndlistarmanna og IAA, alþjóðlegum samtökum myndlistarmanna og Áslaug Thorlacius gjaldkeri Evrópudeildar IAA.
SÍM veitir Alþingi og opinberum aðilum ýmsa þjónustu. Félagið tilnefnir fulltrúa í ýmsar stjórnir og ráð, annast alþjóðasamskipti fyrir hönd íslenskra myndlistarmanna og veitir umsagnir og er til ráðgjafar í tengslum við lagasetningu og aðrar stjórnsýsluaðgerðir. Félagið veitir einnig sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum sérfræðiþjónustu við undirbúning og framkvæmd samkeppna um listskreytingar. Þegar unnið er eftir samkeppnisreglum SÍM tilnefnir SÍM fulltrúa í valnefndir og dómnefndir og leggur keppninni til trúnaðarmann, auk þess sem félagið fer yfir keppnislýsingar.
SÍM rekur Listskreytingasjóð ríkisins og UMM.IS upplýsingavef um myndlist og myndlistarmenn, Mugg dvalarsjóð og Ferðasjóð Muggs. SÍM hýsir jafnframt skrifstofur Myndstefs og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar í Hafnarstræti 16. SÍM er aðili að Listahátíð í Reykjavík.
SÍM hefur staðið fyrir degi myndlistarinnar í byrjun maí nokkur undanfarin ár. Hugmyndin er að fá myndlistarmenn um land allt til að opna vinnustofur sínar fyrir almenningi og vekja þannig athygli á vinnu myndlistarmanna og efla samskipti við áhugasaman almenning. Stefnt er að því að dagur myndlistarinnar verði í samvinnu við skóla, gallerí og söfn og mun stærri dagur í framtíðinni og hann verðu fluttur á fyrsta laugardag í október og verður því 2. október 2010.
Félagsmaður mánaðarins er dagskrá sem á sér stað í sal SÍM-hússins, en þar er félagsmaður með litla sýningu eða kynningu á verkum sínum í hverjum mánuði. Einnig eru haldnar gestastundir þar sem erlendir gestir SÍM kynna sig og sín verk fyrir félagsmönnum og öðrum áhugamönnum um myndlist í formi fyrirlestra, lítilla sýninga eða gjörninga.
SÍM rekur 3 gestaherbergi í Hafnarstræti 16 en þau eru hagkvæmur kostur fyrir listamenn, sýningarstjóra, gagnrýnendur og aðra sem koma til borgarinnar í erindum sem tengjast myndlist. Þjónustan stendur öllum stofnunum og fyrirtækjum sem starfa við og í kringum myndlist til boða.
Skrifstofa félagsins rekur einnig Sjónlistamiðstöðina á Korpúlfsstöðum fyrir hönd Rekstrarfélags Korpúlfsstaða sem Hönnunarmiðstöð Íslands á aðild að. Á Korpúlfsstöðum eru um 40 vinnustofur fyrir myndlistarmenn og hönnuði og útibú frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Þar hafa verið útbúin stór verkstæði fyrir leir og textíl, sem rekin eru af Leirlistarfélaginu og Textílfélaginu.
SÍM rekur jafnframt listamannahúsið Seljaveg 32 en þar eru um 50 innlendir listamenn með vinnuaðstöðu og fyrirhugað er að taka í notkun nýja vinnustofumiðstöð í Garðabæ á næstu mánuðum.
Undanfarin ár hefur mikill kraftur farið í uppbyggingu SIM-RES, Alþjóðlegrar gestavinnustofumiðstöðvar sem félagið rekur á Seljavegi og á Korpúlfsstöðum og nú hefur SIM-RES 15 herbergi til ráðstöfunar. Á síðasta ári dvöldu hátt í 200 erlendir listamenn í gestavinnustofum SÍM í einn mánuð eða lengur. Herbergin eru í fullri nýtingu mestan hluta árs og gott betur því oft er tvímennt í herbergjunum.
SIM-RES er hluti af gestavinnustofuneti KulturKontaktNord árin 2008-2010 en fyrir tilstilli KKNord getur SÍM boðið um 10 norrænum listamönnum og listamönnum frá baltnesku löndunum til 1-2 mánaða dvalar sér að kostnaðarlausu.
Akureyri, 6. janúar 2010
Hlynur Hallsson, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2010 | 22:33
Fréttabréf SÍM frá því í desember 2009
Af gefnu tilefni birti ég hér fréttabréf SÍM frá því desember.
Kæru myndlistarmenn
Fyrir hönd stjórnar SÍM vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Reyndar eru aðeins tæpir þrír mánuðir frá því að ég tók við sem formaður SÍM, en þetta virkar eins og enn lengri tími enda hefur margt gerst á þessum stutta tíma. Aukaaðalfundur var haldinn í Norrænahúsinu þann 15. september 2009. Þar var Áslaugu Thorlacius þökkuð vel unnin störf sem formaður SÍM til margar ára.
Stjórn SÍM hefur hittst fjórum sinnum frá aukaaðalfundinum en einnig verið í tölvupóst- og símasambandi eftir því sem þurft hefur. Við ætlum að hafa opinn félagsfund þann 17. desember og stefnum að því að hafa reglulega spjallfundi með félagsmönnum þar sem hægt verður að ræða hagsmunamál myndlistarmanna og hvað við getum gert betur.
Mótmæli við Gallerí Fold
Eitt fyrsta verkefni okkar var að efna til mótmæla við Gallerí Fold sem hafði ekki greitt fylgiréttargjöld af sölu á verkum á uppboðum. Lög kveða á um að 10% gjald af sölu höfundarverka í endursölu gangi til listamannsins, eða handhafa höfundaréttar. Mótmælin heppnuðust afar vel og vöktu athygli og galleríið greiddi strax daginn eftir þessi gjöld af síðasta uppboði. Rekstrarfélag Gallerí Foldar var hinsvegar tekið til gjaldþrotameðferðar í ágúst og þar liggja nú skuldir uppá margar milljónir sem reynt verður að fá greiddar. Myndstef er að vinna í þeim málum. Það er því mikilvægt að fylgiréttargjöldin séu greidd strax og reglulega og við munum fylgjast með því að Gallerí Fold og aðrir sem efna til uppboða á listaverkum standi í skilum. Ef ekki þá munum við mótmæla af enn meiri krafti enda er hér um augljós lögbrot að ræða.
Vinnustofur
Margir myndlistarmenn eru á biðlista eftir vinnustofum og skoðaðir hafa verið möguleikar á leigu á húsnæði. Ekki er komin niðurstaða í það mál en nokkrir kostir hafa verið skoðaðir. Rekstur Seljavegarins stendur undir sér og það sama er að segja um Korpúlfsstaði. Á Seljavegi eru 48listamenn með vinnustofur og 44 á Korpúlfsstöðum, en þar fyrir utan hafa fleiri afnot af leirlistaverkstæðinu og textílverkstæðinu.
Gestavinnustofur SÍM og KulturKontakt Nord
Metþátttaka var í umsóknum um dvöl í gestavinnustofum SÍM meðdvalar- og ferðastyrk frá KulturKontakt Nord, alls bárust 147 umsóknir og stærsti hlutinn frá afar hæfum myndlistarmönnum. 12 listamenn munu dvelja hjá okkur á næsta ári með þessum styrk, en þeir eru:
Janúar: Heidi Hove og Jens Axel Beck frá Danmörku
Febrúar: Vigdis Haugtrö frá Noregi
Mars: Voldemars Johansons frá Lettlandi
Apríl: Laura Feldberga frá Lettlandi
Júní: Torgeir Husevaag og Catrine Thorstensson frá Noregi
Júlí: Monica Höll frá Svíþjóð
Ágúst: Sari Lievonen frá Finnlandi
September: Björn Hegardt frá Noregi
Október: Karlin Tampere frá Svíþjóð
Nóvember: Jan Christensen frá Noregi
Alls hafa rúmlega 90 gestalistamenn komið og dvalið í gestvinnustofum á Seljavegi og Korpúlfsstöðum á árinu. Af þessum listamönnum hafa 6 verið með styrk frá KKN, en þeir eru Jukka Korkeila, Maurice Blok og fjórir af meðlimum Ykon hópsins, allir frá Finnlandi. Margir hafa haldið sýningar í lok dvalar sinnar eða fyrirlestra og stefnt er að því að kynna þá enn betur á næsta ári svo að dvölin nýtist þeim meira og einnig að listamenn hér fái að kynnast þeim og verkum þeirra betur.
Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar
Þuríður Sigurðardóttir er fulltrúi BÍL og okkar í Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Eyrúni Sigurðardóttur var valin í fagnefnd Menningar- og ferðamálaráðs fyrir hönd BÍL. Á síðasta ári áttum við ekki fulltrúa í fagnefndinni og því sérstaklega ánægjulegt að Eyrún hafi verið valin.
Listamenn mánaðarins frá janúar - júní 2010
Búið að draga út þá sem verða með kynningu á verkum sínum í SÍM húsinu á fyrrihluta næsta árs. Þau eru: Hafdís Ólafsdóttir, Sigríður Rut Hreinsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Inga Sólveig Friðjónsdóttir, Erna G. Sigurðardóttir og Magnús Helgason.
Listamannalaun
Launasjóður myndlistarmanna stækkar um næstum 10 árslaun eða úr 26 árslaunum og 8 mánaðarlaunum á ári í 36 árslaun og 3 mánaðarlaun. Þetta mun gerast á 3 árum. 40 mánuðir bætast við á næsta ári, aðrir 40 árið 2011 og síðustu 35 árið 2012. Þetta er skref í rétta átt og afar ánægjulegt að stjórnvöld skuli á þrengingartímum sjá að myndlist sé afar atvinnuskapandi og að listamannalaun fara beint út í samfélagið og skapa mun fleiri störf en sem nemur þeim mánuðum sem úthlutað er.
Stefnumótun
Stefnumótunarhópur myndlistarmanna og arkitekta hefur tekið nokkrum breytingum og fulltrúar okkar þar eru Ásmundur Ásmundsson, Haraldur Jónsson og Ragna Sigurðardóttir. Þau munu skila niðurstöðum í byrjun næsta árs.
Muggur
Úthlutanir úr ferðasjóði SÍM og Reykjavíkurborgar fór fram í október og eftirtaldir myndlistarmenn hlutu styrk: Anna Gunnarsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir, Einar Garibaldi, Eirún Sigurðardóttir, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Guðjón Bjarnason, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Haraldur Jónsson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hildur Bjarnadóttir, Hrafnhildur Arnardóttir, Hulda Rós Guðnadóttir, Jóhanna Bogadóttir, Jóní Jónsdóttir, Kristín S. Garðarsdóttir , Laufey Arna Johansen, Margrét Sossa Björnsdóttir, Pétur Thomsen, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Steinunn Þórarinsdóttir, Unnar Örn J. Auðarson og Valgerður Hauksdóttir.
Fundur með menntamálnefnd Alþingis
Ingibjörg og Þuríður áttu fund með menntamálanefnd Alþingis og lögðu þar áherslu á mikilvægi starfs Sambands íslenskra myndlistarmanna og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Góður rómur var gerður að máli þeirra og við vonum að niðurskurður á framlögum til SÍM verði ekki meiri en nauðsyn ber til.
Fundur með mennta- og menningarmálaráðherra
Hlynur, Ingibjörg, Birta og Ingirafn fóru á fund með Katrínu Jakobsdóttur ráðherra og ræddu málefni SÍM, KÍM og Listskreytingarsjóðs og einnig heiðurslaun Alþingis, skattamál og myndlistarkennslu í skólum. Ráðherra tók afar vel í hugmyndir okkar og við munum fylgja okkar baráttumálum eftir á næstu mánuðum.
Fundur með stjórn Félags listfræðinga
Stjórn SÍM fundaði með stjórn Félags listfræðinga, þeim Aðalheiði Lilju Guðmundsdóttur, Gunnari J. Árnasyni og Shauna Laurel Jones. Við fögnum stofnun félagsins og rætt var um samvinnu félaganna og mögulega samstarfsfleti. Með stofnun félagsins mun fagleg umræða um myndlist vonandi aukast og batna.
SÍM og UMM á netinu
Kannaðir hafa verið möguleikar á að gera sim.is síðuna aðgengilegri og betri og bæta útlit og skipulag hennar. Vonandi gerist þetta á næstu mánuðum. Það sama má segja um umm.is síðuna. Hún er mikið notuð og er oft ein fyrsta síðan sem kemur upp í leitarvélum. Útlit hennar er hinsvegar komið til ára sinna og stefnt er að því að gera hana betri án mikils tilkostnaðar. Það byggist svo á myndlistarmönnum hvað þeir vilja uppfæra upplýsingar um sig reglulega.
Aðalfundur í byrjun mars og málþing um myndlist
Stefnt er að því að halda aðalfund SÍM laugardaginn 6. mars og halda málþing um myndlist sama dag. Nýta tækifærið til að fá jákvæða og uppbyggilega umræðu um það sem betur má fara og það sem brennur á myndlistarmönnum og bjóða til þátttöku fjölbreyttum hópi fólks einnig frá fjölmiðlum og ráðamönnum.
Samband íslenskra myndlistarmanna eru hagsmunasamtökin okkar og hugmyndir og ábendingar eru vel þegnar. Best er að hafa samband við skrifstofu SÍM, senda tölvupóst á sim(hjá)sim.is eða á hlynur(hjá)sim.is
Með bestu kveðjum,
Hlynur Hallsson, formaður SÍM
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 10:03
Er ekki kominn tími á að frysta eignir?
Það líður varla sú vika að ekki komi meiri drulla upp úr lánabókum bankanna og fréttir af því hvernig eigendur og stjórnendur þeirra hafa hagað sér á kostnað venjulegs fólks í þessu landi því við þurfum jú að borga brúsann að lokum. Ég er ekkert sérstaklega harðorður en get tekið undir með Agli Helgasyni þar sem hann segir meðal annars:
"Ríkisútvarpið sagði frá lánum Landsbankans til Björgólfsfeðga, eigenda bankans.
Lára Hanna skoðar fréttina í þessari bloggfærslu.
Er kannski komið að því að lánabækur Landsbankans og Glitnis fari að opnast? Að óþverrinn velli þar út líka?
Hingað til hefur lekið mest úr Kaupþingi; lánastarfsemin þar virðist hafa verið með algjörum ólíkindum.
Þetta virðist skiptast alveg í tvennt:
Annars vegar er venjulegt fólk sem fær lán og þarf að borga þau aftur með vöxtum og verðbótum og allt er gjaldfellt ef greiðslur berast ekki með skilum.
Hins vegar eigendur bankanna, stjórnendur og vildarvinir sem fá lán eins og hentar og þurfa varla að borga neitt aftur.
Hvað á að kalla þessa tegund af lánastarfsemi?
Ræningjalán?
Hvers konar lið var þetta sem fékk íslensku bankana nánast gefins?
Voru þetta ótíndir þjófar?"
Og Jónas Kristjánsson er ekki að skafa utan af því frekar en fyrri daginn en hann segir í pistli:
"Hafa má til marks um fákænsku og eymd Geirs H. Haarde, að hann sóttist eftir að hitta Björgólf Thor Björgólfsson. Vildi að eigin sögn alltaf tala við hann, þegar Björgólfur væri á landinu. Á þessum tíma sagði ég, að menn ættu ekki að taka mark á Björgólfi. Hann væri aumingi, sem ekki borgaði skatta til samfélagsins. Árum saman var hann skattlaus og fyrir rest borgaði hann vinnukonuskatta. Fólk á ekki að taka mark á manni, sem ekki sinnir skyldum sínum við samfélagið. Fyrir mörgum árum sagði ég ítrekað, að Björgólfur Thor væri bara ómerkur græðgiskarl. Ég held, að Geir hafi ekki fattað það enn."
Þessar skilanefndir bankanna sem hin vanhæfa ríkisstjórn SjálfstæðisFLokks og Samfylkingar setti á fót eru einnig grunsamlegar. Er ekki kominn tími til að fá nýtt fólk þar til starfa?
Og eftir hverju er verið að bíða? Það eru rúmir 9 mánuðir frá hruninu og enginn hefur verið handtekinn og eignir aðalgauranna ekki frystar. Þeir hafa haft nægan tíma til að koma öllu undan eins og er að koma í ljós. Það er sem betur fer ljós í þessu myrkri og það er að ríkisstjórninni tókst að fá Evu Joly til starfa og er að fara eftir leiðbeiningum hennar. Það er gott.
Skoða lánveitingar Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.6.2009 | 09:44
Frjálsi fjárfestingarbankinn
Frelsið er dásamlegt, ég má gera það sem ég vil. Frjálsi fjárfestingabankinn er öflugur í innheimtunni, sigar lögfræðingum og innheimtufyrirtækjum, sem fitna í kreppunni, á fólk sem á ekki fyrir myntkörfulánunum sínum. Frjálshyggjan er dásamleg, bara ekki nóg af henni segir Hannes Hólmsteinn og sporgöngdrengirnar hans í Heimdalli og SUS.
Örvænting mannsins sem rústaði fyrrverandi húsinu sínu og gróf bílinn á táknrænan hátt á þjóðhátíðardaginn 17. júní er mikil. Hann fer sennilega á sakaskrá fyrir og fær dóm en bankanum er alveg sama um okkur. Sérstaklega "Frjálsa" fjárfestingarbankanum.
Ég mæli með Naomi Klein sem skrifar um aðferðir frjálshyggjunnar við að rústa þjóðfélög.
Nei er besta blaðið!
Bankinn fékk ekki lyklana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.5.2009 | 10:05
Gömlu mennirnir á Alþingi
Fulltrúar gamla tímans á Alþingi eru formenn sinna flokka. Þeir heita Bjarni Ben sem er formaður SjálfstæðisFLokksins (sem ætti að heita "Sjálftökuflokkurinn") og svo Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins (sem réttnefndur væri "Afturhaldsflokkurinn"). Ræður þessara gömlu manna voru ótrúlegar, frekar leiðinlegar og illa fluttar en aðallega ótrúlegar. Reyndar svo ótrúlegar að málflutningur þeirra verður sprenghlægilegur.
Þeir eru varðhundar gamals tíma, kvótaeigenda, útrásarvíkinga og bruðlsins. Við þurfum ekki ung gamalmenni á þing við þurfum skapandi fólk með framtíðarsýn og hugsjónir. Sem betur fer voru þau einnig með ræður á þingi í gær. Guðfríður Lilja, Birgitta, Þór Saari, Margrét og Ásmundur eru dæmi um fólk sem bar af og þau eru ekki föst í fortíðinni. Það er gott að vita af þeim á þingi en bara grátbroslegt að hugsa til Bjarna og Davíðs.
Vara við að spila upp væntingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?