Færsluflokkur: Menntun og skóli
5.12.2010 | 01:22
Styðjum ákærða mótmælendur
Næstkomandi miðvikudag, þann 8. desember, verða liðin tvö ár frá því að hópur fólks heimsótti Alþingi, með það fyrir augum að halda upp á þingpalla og lesa yfirlýsingu fyrir þingheim. Eins og kunnugt er eru afleiðingarnar m.a. þær að níu manneskjur úr þessum u.þ.b. þrjátíu manna hópi hafa verið ákærðar á grundvelli 100. greinar hegningarlaganna, sem lýtur að árásum á sjálfræði Alþingis, og eiga nú yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Það er ekki ofmælt að kalla ákærurnar pólitískar ofsóknir og við þeim hefur verið brugðist á ýmsan hátt. Meðal annars fór af stað undirskriftalisti þar sem þú, við og rúmlega sjöhundruð aðrir, skrifuðum undir samsekt okkar og kröfðumst þess að vera ákærð ásamt nímenningunum. Listinn var svo afhentur Ástu Ragnheiði forseta Alþingis í sumar, og hefur ekki spurst til hans síðan.
Við sem undir þetta bréf ritum myndum, ásamt fleirum, n.k. óformlegan stuðningsmannahóp við nímenningana, og höfum á prjónunum að boða til samstöðuaðgerða með þeim, nú þegar tvö ár eru liðin frá inngöngunni, og styttist í að aðalmálsmeðferðin hefjist loks.
Tvennskonar aðgerðir eru fyrirhugaðar:
Nú um helgina verður hrint af stað ljósmyndaverkefni þar sem fólki gefst kostur á að lýsa yfir stuðningi við nímenningana með því að sitja fyrir á myndum með skilti sem á er ritað eigin stuðningsyfirlýsing. Myndirnar verða settar á stuðningsvefsíðuna www.rvk9.org og fólk er jafnframt hvatt til að dreifa sinni mynd sem víðast, til að mynda með því að nota hana sem prófílmynd á Facebook. Dæmi um stuðningsyfirlýsingar sem fólk hefur þegar notað í þessu verkefni eru: Ég styð níumenningana, Kærðu mig líka Ásta Ragnheiður og Við réðumst öll á Alþingi.
Þau sem vilja taka þátt og sýna samstöðu með þessu móti geta sent inn sína eigin mynd á netfangið samstada.rvk9 (hjá)gmail.com, eða mætt í myndatöku á Kjarvalsstöðum milli kl. 14 og 17 næstkomandi sunnudag 5. desember, eða á Hressó mánudagskvöldið 6. desember frá 19-21. Á staðnum verður pappír og efni til að rita eigin skilaboð, ásamt plakötum sem aðrir hafa þegar gert.
Þann 8. desember næstkomandi verður svo blásið til samstöðuaðgerðar í Alþingi við Austurvöll. Þennan dag, kl. 14:30, fyllum við þingpallana og nýtum stjórnarskrárbundinn rétt til viðveru á Alþingi, sýnum að við sættum okkur ekki við ávirðingarnar sem nímenningarnir eru bornir. Mætum öll og gefum skýr skilaboð, níu manneskjur geta ekki tekið skellin fyrir heila hreyfingu. Styðjum nímenningana, þau eru níu af okkur.
Vinsamlegast látið orðið berast sem víðast.
Anna Þórsdóttir, Eyrún Sigurðardóttir, Guðjón Idir, Jórunn Edda Helgadóttir, Saga Ásgeirsdóttir.
Stuðningsmenn níumenninganna boða aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.12.2009 | 10:43
Af hverju er Svafa að hætta?
Það sem vantar í þessa frétt er svarið við spurningunni af hverju Svafa sé að hætta eftir aðeins þrjú ár í starfi rektors HR? Þessi fréttatilkynning frá HR er eins og tilkynningarnar þegar Baldur forstjóri Eimskips hætti "í mesta bróðerni því hann hafði unnið svo gott starf". Er Svafa búin að fá nóg af þessu starfi? Kom hún sínum áherslum ekki að? ER hún að fara í annað og miklu betra starf? Hvað er málið? Af hverju ber þetta svona brátt að? Svör óskast.
Rektorsskipti í HR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.5.2009 | 00:41
Huginn Þór Arason opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á Akureyri
HUGINN ÞÓR ARASON
ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AÐ VERA SATT)
17.05. - 21.06.2009
Opnun sunnudaginn 17. maí 2009, klukkan 11-13
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744 hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 17. maí 2009 klukkan 11-13 opnar Huginn Þór Arason sýninguna ALLT Í KÚK OG KANIL (OF GOTT TIL AÐ VERA SATT) í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
Á sýningunni í KW er hugmyndin að útfæra skissu af Evrópusambandsfána þar sem stendur "ALLT Í KÚK OG KANIL" í stað stjarnanna. Hún var upphaflega gerð af tilefni bókverks Lortsins (óformlegur félagsskapur ýmissa listamanna og skapandi einstaklinga) sem sett var saman af tilefni samsýningar hópsins í Kling & Bang í október 2008. Skissan birtist í hrárri mynd í bókinni. Hugmyndin er semsagt að útfæra þessa skissu í hvítt bómullarefni í stofuglugga . Hægt verður svo að panta fánann í sinn eigin glugga yfir sýningartímabilið gegnum KW. Fáninn verður skjannahvítur. Á sýningunni verða einnig tvær pappírsklippimyndir og kveðjur sem sendar hafa verið fjölskyldunni að Ásabyggð 2; aðstandendum KW, frá Ástralíu.
Huginn Þór Arason stundaði nám við Listaháskóla Íslands og framhaldsnám við Akademie der Bildenden Künste í Wien. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum og unnið að nokkrum samstarfsverkefnum. Nýlega tók hann þátt í sýningunni ID-LAB í Listasafni Reykjavíkur og North Star/Dark Star í The Narrows Gallery í Melbourne. Hann hefur einnig unnið að sýningarstjórn og starfar í stjórn Nýlistasafnsins og Gallerí Suðsuðvesturs í Reykjanesbæ. Hann býr og starfar í Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir Huginn í njappnjapp(hjá)yahoo.com og í síma 692 9817
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Hugins Þórs Arasonar stendur til 21. júní 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
24.4.2009 | 11:53
SjálfstæðisFLokkurinn á barmi taugaáfalls
Það stefnir allt í verðskuldaðan stórsigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kosningunum á morgun. Enda veitir ekki af eftir 18 ára valdatíma frjálshyggju með tilheyrandi ójöfnuði, óréttlæti, græðgivæðingu, sóun og umhverfisspjöllum. Það er þörf fyrir jöfnuð í samfélaginu og áherslu á fólkið og umhverfið okkar. Það þarf að koma heimilunum til bjargar og efnahagslífinu. Það geta Vinstri græn gert.
SjálfstæðisFLokkurinn er hinsvegar óstjórntækur flokkur á kafi í spillingu og ætlar að halda áfram á sömu braut stóriðjuvæðingar og afneitunar. Þar á bæ beita menn nú öllum ráðum, blekkingum og lygum í örvæntingu sinni. En sem betur fer sér meirihluti þjóðarinnar í gegnum ránfuglinn að þessu sinni. Það er samt einkennilegt að um 20% ætli að kjósa SjálfstæðisFLokkinn.
Það eru erfiðir tímar framundan en með ábyrgri stefnu með áherslu á menntun og velferð er vegurinn til framtíðar bjartur.
Stjórnin heldur enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 11:11
Gef kost á mér í 1.-3. sæti í forvali Vinstri grænna
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns-framboðs í Norðausturkjördæmi sem fram fer fyrir Alþingiskosningarnar í vor og sækist eftir því að skipa 1.-3. sæti listans.
Alþingiskosningarnar sem væntanlega fara fram þann 25. apríl verða sennilega þær mikilvægustu í sögu Lýðveldisins og vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að hugsjónir Vinstri grænna um aukið lýðræði, jöfnuð, kvenfrelsi, umhverfisvernd og sjálfstæða utanríkisstefnu nái fram að ganga.
Á síðustu árum hef ég tekið virkan þátt í starfi fyrir Vinstri græn, tók fimm sinnum sæti á Alþingi sem varamaður á árunum 2003-2007. Þar lagð ég meðal annars fram frumvarp um að kosningaaldur verði 16 ár eins gert hefur verið í nokkrum löndum Evrópu og gefist vel, um leið og aukin fræðsla um lýðræði verði veitt í grunn- og framhaldsskólum. Einnig lagði ég fram þingsályktunartillögu um gerð Vaðlaheiðagangna, beitti mér fyrir auknum framlögum til Háskólans á Akureyri og til menntamála almennt. Talaði fyrir lengingu flugvallarins á Akureyri og beinu millilandaflugi og bættri aðstöðu fyrir ferðamenn á Egilsstöðum og Seyðisfirði sem og að bæta aðstöðu ferðaþjónustunnar á Norður- og Austurlandi. Umhverfismál, atvinnumál, menningarmál, beint lýðræði og byggðamál eru mér afar hugleikin.
Ég er kvæntur Kristínu Þóru Kjartansdóttur félags- og sagnfræðingi og við eigum fjögur börn. Við fluttum aftur til Akureyrar árið 2001 eftir átta ára búsetu í Þýskalandi. Ég fæddist á Akureyri árið 1968, yngstur sjö systkina. Foreldrar mínir eru Aðalheiður Gunnarsdóttir húsmóðir og fyrrverandi verkakona og Hallur Sigurbjörnsson fyrrverandi skattstjóri. Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og vann sem leiðbeinandi og á leikskóla, í byggingarvinnu og einnig við Ríkisútvarpið á Akureyri og á Rás 2. Stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í myndlist í Þýskalandi.
Ég hef kennt við Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólann á Akureyri og unnið við sýningarstjórn en fyrst og fremst starfað sjálfstætt sem myndlistamaður. Í starfi mínu hef ég öðlast víðtæka reynslu af félagsmálum, menntamálum og menningarmálum og kynnst fjölda fólks enda snýst myndlist mín að verulegu leiti um samskipti. Ég er formaður Myndlistarfélagsins og sit í stjórn Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (cia.is) og hef einnig unnið að uppbyggingu Verksmiðjunnar, menningarmiðstöðvar á Hjalteyri. Ég var formaður svæðisfélags Vg á Akureyri frá 2002 2004, kosningastjóri Vinstri grænna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2006 og sit nú í stjórn Vg og er formaður kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis.
Frestur til að tilkynna um þátttöku í forvalinu er til 16. febrúar og nánari upplýsingar um framkvæmd forvalsins eru á www.vg.is
Hlynur Hallsson, 2509683379, Ásabyggð 2, 600 Akureyri, sími 6594744, hlynur(hjá)gmx.net
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Sunnudaginn 11. janúar 2009 klukkan 11-13 opnar Hanna Hlíf Bjarnadóttir sýninguna Heima er best í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.
Hanna Hlíf hefur gert verk sérstaklega fyrir þessa sýningu og í texta um verkið segir:
Ísland var í efsta sæti ásamt Noregi árið 2007 í lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann.
Sama ár voru 8410 tilkynningar um vanrækslu á börnun til barnaverndunarstofu.
Hanna Hlíf Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1. nóvember 1965, fór 17 ára til London og lærði þar snyrtifræði, fór síðan í Húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík en söðlaði síðan um stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar sýningar eftir útskrift og staðið að ýmsum menningarviðburðum á Akureyri. Stofnaði hún til að mynda galleríBOX árið 2005 ásamt öðrum og rak það til 2007, en það er staðsett í Kaupvangstræti 10 á Akureyri.
Meðfylgjandi mynd er af verki Hönnu Hlífar.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Hlíf í hannahlif(hjá)simnet.is og í síma 8640046
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Hönnu Hlífar Bjarnadóttur stendur til 1. mars 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.
Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
HANNA HLÍF BJARNADÓTTIR
HEIMA ER BEST
11.01. - 01.03.2009
Opnun sunnudaginn 11. janúar 2009, klukkan 11-13
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744
hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 13:24
Arna Valsdóttir ræðir um verk sín í Kunstraum Wohnraum á sunnudag
ARNA VALSDÓTTIR
HEIMILISVERK
21.09. - 14.12.2008
Listamannaspjall sunnudaginn 14. desember 2008, klukkan 11:00
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744 hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 14. desember 2008 klukkan 11-13 ræðir Arna Valsdóttir Heimilisverk og önnur verk í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Arna mun setja upp lífræna kviksjá í stofu Hlyns og Kristínar þar sem gestir og gangandi geta skapað myndir á veggi stofunnar.
Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.
Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.
Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.
Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net
Meðfylgjandi mynd er af verki Örnu í Kunstraum Wohnraum.
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Hér er að finna nánar upplýsingar Kunstraum Wohnraum
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2008 | 15:59
Góð ákvörðun
Það er ánægjulegt þegar menn sjá að sér. Þetta var ekki fyrsta atlagan sem gerð er að Svæðisútvarpinu og sem betur fer hefur þeim öllum verið hrundið. Mikilvægi staðbundinna fjölmiðla er mikið en oft vanmetið. Gott að það er búið að bjarga þessu máli, það er til fyrirmyndar. Það hefur greinilega áhrif að mótmæla. Til hamingju með það.
Svæðissendingar halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 12:35
Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýningu á Café Karólínu
Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
Línan - ferð án fyrirheits
04.10.08 - 31.10.08
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Ingunn St. Svavarsdóttir Yst opnar sýninguna "Línan - ferð án fyrirheits" á Café Karólínu laugardaginn 4. október 2008 klukkan 14.
Sýningin samanstendur af 19 römmuðum teikningum, sem unnar voru snemma á árunum 2007 og 2008 í New York og Newcastle. Um er að ræða spuna eða hugarflug, sem á sér stað í afslöppuðu leiðsluástandi, þar sem viðkomandi leitast við að þvælast sem minnst fyrir verknaðinum.
Ingunn St. Svavarsdóttir Yst, sálfræðingur og fagurlista-verka-kona er nýskriðin úr skóla, var að ljúka 2ja ára námi sínu í Master of Fine Art frá Newcastle University á Bretlandi nú í september 2008. Hún nam áður við Myndlistaskólann á Akureyri og útskrifaðist af Fagurlistabraut 2002.
Yst vinnur ýmist tví- eða þrívíð verk; teikningar, málverk, skúlptúra, lágmyndir og innsetningar. Þetta er 9. einkasýning Ystar, sem hefur helgað sig myndlistinni alfarið í heilan áratug og sýnt bæði hérlendis og erlendis.
Sýningin stendur til 31. október 2008.
Nánari upplýsingar á www.yst.is og yst(hjá)yst.is og í síma 659 6005
Næstu sýningar á Café Karólínu:
01.11.08 - 05.12.08 Þorsteinn Gíslason
06.12.08 - 02.01.09 Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09 Herdís Björk Þórðardóttir
07.03.09 - 03.04.09 Inga Björk Harðardóttir
04.04.09 - 01.05.09 Helga Sigríður Valdemarsdóttir
02.05.09 - 05.06.09 Hertha Richardt
06.06.09 - 03.07.09 Georg Óskar Manúelsson
04.07.09 - 31.07.09 Lind Völundardóttir
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 10:16
Arna Valsdóttir opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á sunnudag
ARNA VALSDÓTTIR
BROT ÚR VERKUM
21.09. - 14.12.2008
Opnun sunnudaginn 21. september 2008, klukkan 11-13
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744 hlynur@gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 21. september 2008 klukkan 11-13 opnar Arna Valsdóttir sýninguna Brot úr verkum í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Hún sýnir að þessu sinni vídeómálverk, kyrrmyndir úr hreyfimyndum og innsetningum, teikningar, ljósmyndir og fleiri brot úr fyrri verkum.
Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.
Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.
Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og nú síðast í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.
Sýninguna í Kunstraum Wohnraum hugsar hún sem einskonar yfirlitssýningu þar sem litið er yfir farinn veg og það skoðað sem hennar fyrri sýningar hafa skilið eftir sig.
Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net
Meðfylgjandi mynd er af verki sem Arna setti upp á opnunarsýningu Verksmiðjunnar á Hjalteyri.
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 379726
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?