Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ljóð

Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni

8_mars_brot.jpg

HLYNUR HALLSSON
SALT

6. - 7. júní 2014
Opnun föstudaginn 6. júní kl. 21

Geimdósin
Kaupvangsstræti 12 (gengið inn að aftan)
600 Akureyri

Hlynur Hallsson opnar sýninguna SALT í Geimdósinni, Kaupvangsstræti 12 á Akureyri, föstudagskvöldið 6. júní kl. 21. Hlynur setur upp verk út frá ljóði Heklu Bjartar Helgadóttur, ljóðskálds og sýningarstjóra Geimdósarinnar. Sýningin er í röð af sýningum sem haldnar hafa verið í Geimósinni af nokkrum myndlistamönnum sem vinna þar með ljóð Heklu. Hlynur gaf á síðasta ári út bókverkið STAFRÓFIÐ og verkið sem hann gerir nú er unnið út frá þessu stafrófi.

Hlynur hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og hann tók þátt í samsýningum í firstlines gallery og Halle50 í München á síðasta ári og síðasta einkasýning hans var ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í mars á þessu ári.  

Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimasíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is

Sýningin er einnig opin laugardaginn 7. júní kl. 15-17.

Nánari upplýsingar um Geimdósina er að finna á https://www.facebook.com/geimdosin

 

S a l t


Allt er hafið:
sær
andi
saltið
Þúsundir rauðra landakorta
djöfulriðinna heimsríkja
með sundurskornar slagæðar. 
Í milljónum blóðhúsa
aftökur ferfætlinga
sakleysingja
endanna á milli daglegs brauðs.
Afbökun náttúruvalsins
landseyðingar
barnsserðingar
linnulausrar klámvæðingar.
Allt salt yfir vinstri öxl!
Allt er þetta hafið
hafið fyrir löngu.
Upp úr sænum reis andi
með dýrmætt salt.
Salt sem gat nært
salt sem gat sært 
salt sem fór í sárin
í staðinn fyrir grautinn
Allt salt yfir vinstri öxl!
Því slagur blóðsins
býr í æðunum
en ekki á spjótunum.
 
Allt hef ég hafið
hafið upp á nýtt. 
Eftir höggþungar óöldur
við hjarðlendi heiðingjanna
strandaði hugsjón mín. 
Allt salt yfir vinstri öxl! 
Og megi kveðja mín berast
með brimsleggju, salti
til þeirra sem leita mín
 

Hekla Björt Helgadóttir


STAFRÓFIÐ - DAS ALPHABET (IS) - THE ALPHABET (IS) eftir Hlyn Hallsson

alphabet_is.jpg

Út er komið hjá flóru og forlagi höfundanna bókverkið „Stafrófið - Das Alphabet (IS) - The Alphabet (IS)” eftir Hlyn Hallsson.
Hlynur hefur áður gefið út nokkrar bækur og bókverk og þar má nefna „Myndir - Bilder - Pictures” 2011, „Bíó - Kino - Movies” 2003, „Hér - Hier - Here” 2001, „Landamæri – Landesgrenzen – Borderlines” 1998, „Hlynur Hallsson” 1996, „Átta götumyndir frá Akureyri” 1996, „Út frá Ásabyggð" 1992 og „Ljóð Myndir Pappírsflugvélar” 1990. Hlynur hefur einnig gefið út tímaritið „BLATT BLAÐ" frá árinu 1994.
Stafrófið samanstendur af íslensku stöfunum A, Á, B, D, Ð, E, É og svo framvegis, dregnum á hverja síðu bókarinnar.
„Stafrófið - Das Alphabet (IS) - The Alphabet (IS)” er gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum og fæst hjá Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri og hjá Útúrdúr á Hverfisgötu 42 í Reykjavík og kostar aðeins 600 kr.
Nánari upplýsingar má nálgast á http://hlynur.is og um Hlyn á http://hallsson.de

Stafrófið - Das Alphabet (IS) - The Alphabet (IS)
Höfundur: Hlynur Hallsson
Hönnun: Hlynur Hallsson
Pappír: Munken 160 gr.
Stærð: 14,8 x 10,3 cm
32 síður
ISBN 978-9979-9672-2-4
Prentun: Stell
Útgefendur: flóra og forlag höfundanna

isbn.jpg

KIOSK 52

kiosk_52.jpg

KIOSK 52  ONLINE  
       
HLYNUR HALLSSON / SANDRA STERLE

http://www.kiosk.clementineroy.com/KIOSK52.htmlx

NEXT MONTH :      KIOSK53    SHINGO YOSHIDA / LOUIS CYPRIEN RIALS
         
Kiosk is a collaboration of 2 people. A dialogue, a ping-pong by mail. An exchange of data, images, drawings, texts during one month. Every month an artist is invited to propose an exchange with a person of his(er) choice. A paper edition will be created.
www.kiosk.clementineroy.com

If you want to order printed version of  KIOSK, please write to Editions DEL'ART
KIOSK is distributed by Galerie du jour in Paris, Espace d´art concret in Mouans-Sartoux, Útúrdúr in Reykjavik.


http://www.de-lart.org/asso/kiosk.html

KIOSK N20
Michel François & Régis Pinault
KIOSK N26
Jean-Baptiste Bruant & Maria Spangaro
KIOSK N39
Clotilde Viannay, Jacques Barbéri et Yves Ramonet
KIOSK N09
Jan Burmester et Christine de la Garenne
KIOSK N27
Catriona Shaw et Morven Crumlish
KIOSK N38
Arnaud Labelle-Rojoux et Arnaud Maguet
KIOSK N05
Caroline Molusson et Xavier Gautier
KIOSK N30
Daniel Megerle et Marie Rotkopf
KIOSK N30 - Snowball Azur
KIOSK N04
Isabelle Moulin et Nicolas Moulin
KIOSK N03
Gaëlle Boucand et Joan Braun
KIOSK N02
Crystèle Petit et Nathalie Rao
KIOSK N01
Clémentine Roy et Gùstav Geir Bollason
KIOSK N10
Regards from Afar,
Aïcha Hamu, Marion Orel et Isabelle Rey


Tyggjó - Kaugummi - Chewing gum

Tyggjó frá 2007. Lóa lék aðalhlutverkið. Ég notaði verkið fyrir sýningu í DaLí Gallery sama ár og svo fyrir samsýninguna Equivalence í Lazareti - Galerija OTOK í Dubrovnik í Króatíu sumarið 2008 sem Ransu skipulagði.


Snillingur fallinn frá

Hákon Aðalsteinsson, skáld og skógarbóndi er fallinn frá allt of snemma. Hann var snillingur og frábær maður. Sigurður Ingólfsson vinur minn tók við hann eftirminnilegt viðtal og því var útvarpað á Rás 1 á síðasta ári.  Hákon var litríkur hugsjónamaður og baráttumaður fyrir verndun náttúru landsins. Hans verður lengi minnst. Ég votta eiginkonu hans, börnum, vinum og öðrum aðstandendum samúð mína.


mbl.is Hákon Aðalsteinsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FM Belfast rokkar

Frekar fúlt að missa af þessum Innipúka. Vonandi hressist Megas líka. Ég sá á blogginu hennar Helgu Völu frábært myndband með FM Belfast sem er núna uppáhaldshljómsveitin mín. Skelli því hérna inn. Þetta er almennileg stuðgrúppa sem kemur öllum í gott skap. Meira rokk meira stuð!


mbl.is Megas veiktist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan 10,3% og Geir H. Haarde segir okkur að slappa af

med_MF148-GeirHHaarde-IMG_4194 Hagstjórn Sjálftökuflokksins hefur beðið skipsbrot. Þeir eru með sína menn á öllum stöðum og eru búnir að klúðra efnahagsmálunum endanlega. Svo mætir Geir Haarde í enn eitt drottningarviðtalið að þessu sinni á Morgunvaktina á ruv 1 og segir okkur að hægja á neyslunni. Fólk svarar fyrir sig og stendur í biðröðum við allar leikfangasjoppur sem opna á höfuðborgarsvæðinu og kaupir plastdrasl fyrir 70 milljónir á einu bretti og svo annað eins um næstu helgi og þarnæstu. Hverjir hafa talað upp hið "frábæra" efnahagsástand í landinu? Heimilin og fyrirtækin hafa aldrei verið skuldugri og jafnvel Davíð Oddson er farinn að hafa áhyggjur (af sinni eigin arfleyfð) Þetta er einn stór brandari og heimilin blæða. Og svo kýs fólkið bara Sjálftökuflokkinn aftur "til að koma í veg fyrir glundroða". Það er eitthvað rotið "in the state of Iceland".
mbl.is Vísitala neysluverðs hækkar um 0,65%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas Hallgrímsson 200 ára


Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar verður opnuð samsýning 21 myndlistarmanns í Ketilhúsinu í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 25. ágúst kl. 14.00. Ber hún yfirskriftina "Skyldi' ég vera þetta sjálfur".
Jónas er kveikjan að öllum verkum sýningarinnar og verður fjölbreytt flóra myndlistarmanna sem eiga við hann samtal.
Sýningarstjóri er Þórarinn Blöndal.   
Sýninginn mun standa  framyfir afhendingu Sjónlistarverðlaunanna 2007 sem fram fer á Akureyri 21. til 23. september.
Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13:00 og 17.00
    
Eftirtaldir listamenn munu taka þátt í sýningunni:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Arna Valsdóttir
Áslaug Thorlacius
Birgir Snæbjörn Birgisson
Finnur Arnar
Hanna Hlíf Bjarnadóttir
Helgi Þórsson
Hlynur Hallsson
Hulda Hákonardóttir
Ilmur Stefánsdóttir
Jón Garðar Henrysson
Jón Laxdal
Jón Sæmundur Auðarson
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Jónas Viðar
Joris Rademaker
Megas
Margrét Blöndal
Pálína Guðmundsdóttir
Ragnar Kjartansson
Þorvaldur Þorsteinsson

Menningarmiðstöðin Listagili
Akureyri Cultural Center
Sími/Tel: 466 2609
listagil@listagil.is
www.akureyri.is
http://listasumar.blog.is


TAKK FYRIR ALLT ÁLIÐ

bakgrunnur4

Nú er Veggverkið klárt og hægt að skoða nýjar myndir á veggverk.org. Ég gekk frá þessu um hádegið í gær rétt áður en við tókum vél til Eyja með stuttu stoppi í Borginni. Lóa Aðalheiður er 10 ára í dag og mikið fjör hjá ömmu og afa. En semsagt ég er afar ánægður með Vegginn og verkið þó að þetta hafi verið mun meiri vinna en ég átti vona á. Viðbrögðin hafa heldur ekki látið á sér standa! Ef einhver hefur áhuga á að skoða önnur og eldri verk þá er tilvalið að skoða heimasíðuna sem ég þarf reyndar að fara að uppfæra:)


Er ekki tíu ára fangelsi fyrir veggjakrot aðeins of mikið?

bush2881Húlla, vesalings Oliver Jufer að vera dæmdur í hlekkjum í 10 ára fangelsi fyrir það eitt að spreyja yfir nokkrar  myndir af konungi Tælands. Ég sé að ég hef sloppið nokkuð vel hingað til! Löggurnar í Feneyjum voru til dæmis afar sáttar við spreyjið mitt þar um árið. Ef ég hefði skrifað eitthvað um Berlusconi getur verið að annað hljóð hafi komið í strokkinn. Félagar Bush voru ekki alveg eins kátir með nokkrar setningar sem ég skrifaði í Marfa, Texas 2002. Ég bendi hér á afar góða grein Ingólfs Jóhannessonar um "Stóra veggjakrotsvandann". Ég er einmitt að fara að spreyja smá um áliðnaðinn á veggverk.org í dag. Því verður örugglega tekið vel og ég slepp með fjögur ár. Hér eru nokkur verk og meira er á heimasíðunni minni.

artforum2139_001 usa424_001SMALL


mbl.is Tíu ára fangelsi fyrir veggjakrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.