Færsluflokkur: Lífstíll
8.8.2008 | 09:36
Borgum umönnunarstéttum mannsæmandi laun
Hvað er málið í þessu landi? Af hverju þurfa kennarar, hjúkrunarfræðingar og nú ljósmæður alltaf að berjast fyrir því að fá smá hækkun á skammarlega lág laun? Á sama tíma eru einhverjir forstjórar og bankastjórar að skammta sjálfum sér stjarnfræðilega há laun, fyrir ekki neitt. Bera einhverja meinta ábyrgð en þegar þeir eru búnir að setja allt klabbið á hausinn eða svo gott sem þá semja þeir bara um "starfslok" og fá einhverjar hundruðir milljóna fyrir að drífa sig.
Þetta er náttúrulega rugl. Það er fyrir löngu kominn tími til að umönnunarstéttir (í flestum tilfellum þar sem konur eru í miklum meirihluta) fái almennileg laun. Ljósmæður bera raunverulega ábyrgð á lífi og velferð barna og fjölskyldna (en ekki innistæðulausum pappírum). Þær eiga að fá laun á við bankastjórana.
Það að ítrekað þurfi starfsfólk að hóta uppsögnum eða fara í verkfall til að knýja á um hærri laun er smánarblettur á okkar samfélagi. Ríkisstjórnin var með fagurgala um að leiðrétta laun kvennastétta og nú er komið að því að efna loforðin en... það var ekkert á bakvið þessi loforð Samfylkingarinnar og íhalds frekar en fyrri daginn. Bara plat og lygi.
Myndin er fengin af wimmer-hebamme.at
Heimaþjónusta en engin mæðravernd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
31.7.2008 | 17:29
Margeir "Dire" Sigurðarson opnar sýninguna "Út á lífið / Party n´ bullshit" á Café Karólínu laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14
Margeir "Dire" Sigurðarson
Út á lífið / Party n´ bullshit
02.08.08 - 05.09.08
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Margeir "Dire" Sigurðarson opnar sýninguna "Út á lífið / Party n´ bullshit" á Café Karólínu laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14.
Verkin sem Margeir sýnir á Cafe Karólínu hafa sinn innblástur að sækja til skemmtanalífs. Hann segir um verkin: Oftar en ekki hef ég fundið sjálfan mig úti á lífinu að stara yfir allan dýragarðinn, öll æðislega vitleysan er svo skiljanleg en samt á sama tíma svo langt frá því. Hvert móment hefur sögu að bera. Hver og einn í mismunandi ástandi en öll eru þau í leit af einhverju nýju og jucy sem virðist vera rétt handann við hornið.
Verkin eru spreyjuð og máluð með acryl á striga og á blaðgull.
Margeir útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri í vor en hefur nú þegar tekið þátt í samsýningum og sett um nokkrar einkasýningar.
Nánari upplýsingar veitir Margeir í evoldire(hjá)yahoo.com og í síma 8479303
Sýningin á Café Karólínu stendur til 5. september 2008.
Meðfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hann sýnir á Café Karólínu.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.09.08 - 03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08 - 31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08 - 05.12.08 Þorsteinn Gíslason
06.12.08 - 02.01.09 Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09 Herdís Björk Þórðardóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2008 | 00:58
Vilhelm Anton Jónsson opnar sýninguna
Vilhelm Anton Jónsson
Samfélag í svörtu bleki
05.07.08 - 01.08.08
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Vilhelm Anton Jónsson opnar sýninguna "Samfélag í svörtu bleki" á Café Karólínu laugardaginn 5. júlí 2008 klukkan 14.
Vilhelm sýnir að þessu sinni teikningar á Café Karólínu. Myndirnar eru hlaðnar svörtum húmor og fjalla um atburði og aðstæður sem snerta fólk misjafnlega. Stíll myndanna snertir á "Macabre" stíl, sem listamenn á borð við Edward Gorey og Tim Burton vinna gjarnan í.
Lítil saga eða aðstöðu-lýsing er skrifuð inná hverja mynd. Í myndunum lýsir Vilhelm gráum raunveruleikanum og flestar myndir gerast í kring um aldamótin 1800 þó að efnið eigi við í dag. Með því færir hann okkur frá samtímanum og gefur okkur færi á að skoða hann úr fjarlægð, meta hann og gagnrýna samferðamenn okkar, gildi þeirra og okkar sjálfra.
Tölusettar eftirprentanir verða til sölu.
Hver mynd er aðeins gerð í þremur eintökum.
Vilhelm er starfandi tónlistar- og myndlistarmaður og þetta er fimmta einkasýning hans. Vilhelm hefur gefið út fimm plötur með hljómsveit sinni 200.000 naglbítum og undir eigin nafni. Hann vinnur nú að stóru verkefni með 200.000 naglbítum og Lúðrasveit verkalýðsins, sem hann gefur út í haust. Hann er menntaður heimspekingur og sjálfmenntaður listamaður.
Nánari upplýsingar veitir Vilhelm í villijons@gmail.com
Sýningin á Café Karólínu stendur til 1. ágúst, 2008.
Meðfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hann sýnir á Café Karólínu.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08 Þorsteinn Gíslason
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2008 | 13:48
Hugsum grænt - kjósum grænt
Undarleg þverstæða í málflutningi ráðherra Samfylkingarinnar. Ögmundur Jónasson skrifar góðan pistil um þetta og Lára Hanna einnig. Það er sorglegt að horfa uppá þessa ráðherra sama dag og flottir tónleikar eru haldnir til stuðnings náttúrunni. Hér er hægt að skrá sig á stuðningslista. Og einnig horfa og hlusta á tónleikana.
Vonandi áttar fólk sig fyrir næstu kosningar og lætur ekki plata sig aftur. Kjósum Vinstri græn. Hugsum grænt og kjósum grænt en ekki eitthvert plat.
æ ð ó þ ö á Ö Þ í ú é
Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.6.2008 | 10:29
Hvar eru sólgleraugun?
Það vantar eitthvað á þessa mynd af Bubba! Ekki fimm atriði, heldur bara eitt. Það er varla að maður kannst við þennan mann sem stendur þarna í rokinu með eitthvað grátt bundið um hálsinn. Til lukku með þetta kæru hjón. Vonandi farnast ykkur vel og gengur allt í haginn. Fjórir naglar er líka gott nafn á plötu. Platan verður samt ekki eins góð og þegar Bubbi var uppá sitt besta: á Ísbjarnarblús. Erfitt að toppa svoleiðis snilld.
Bubbi Morthens gekk í það heilaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2008 | 16:55
Kjartan Sigtryggsson opnar sýninguna "Í framan - In the face" á Café Karólínu laugardaginn 3. maí 2008
Laugardaginn 3. maí 2008, opnar Kjartan Sigtryggsson sýninguna "Í framan - In the face", á Café Karólínu á Akureyri.
Kjartan Sigtryggsson stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri og Listaháskóla íslands og útskrifaðist þaðan 2006. Hann segir um verkin sem hann sýnir á Café Karólínu:
"Þetta er afrakstur vinnu minnar upp á síðkastið, ég blanda saman málverkum og teikningum þar sem andlitið er aðalviðfangsefnið, þá aðallega á huglægum grundvelli fremur en formlegum og bókstaflegum
Kjartan Sigtryggsson
Í framan - In the face
03.05.2008 - 13.06.2008
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Nánari upplýsingar veitir Kjartan í kjartansigtryggss(hjá)gmail.com
Sýningin á Café Karólínu stendur til 13. júní, 2008.
Meðfylgjandi er mynd ef einu verkanna sem Kjartan sýnir á Café Karólínu.
Sýning Jóns Laxdal Úr formsmiðju á Karólínu Restaurant stendur yfir til 5. september 2008.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
14.06.08-04.07.08 Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08 Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08 Þorsteinn Gíslason
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 10:47
Rosie gangandi hetja
Rosie Swale Pope er greinilega ekki af baki dottin þrátt fyrir að hafa brotið fjögur rifbein í hálku í Mývatnssveit. Og af því að læknirinn á Húsavík sagði henni að taka því rólega næstu vikurnar ætlar hún að hvíla sig í tjaldi í Mývatnssveitinni. Mér finnst að það eigi að gefa henni mánaðarkort í Jarðböðin svo hún geti haft það notalegt í vorkuldanum. Þessi kona er greinilega hetja og ekkert að pæla í því að leigja sér einkaþotu á kostnað almennings til að skreppa á milli staða, gengur bara í staðinn.
Reyndar þurfti Ingibjörg Sólrún einnig að fá sér göngutúr í gær því trukkarnir voru búnir að loka ráðherrabílinn hennar af þar sem hann stóð víst ólöglega við Hafnarhúsið. Þessi mótmæli trukkanna eru greinlega að taka breytingum til góðs. Knýja ráðherrana til að spara bensínið. Þetta lýst mér vel á. Bara verst hvað Geir H. Haarde er eitthvað úrillur þessa dagana, með allt á hornum sér í viðtali í útvarpinu í gær. Ætli flug með einkaþotum fari svona í skapið á manninum? Ég mæli með því að ganga.
Fall á Íslandi seinkaði heimshlaupi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2008 | 09:00
Ingibjörg og Geir langt yfir almenning hafin
Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde eru greinilega laaaangt yfir almenning í þessu landi hafin. Á meðan pöpullinn á að herða sultarólina ganga þau í þotuliðið. Mega ekki minni menn vera en bankastjórarnir og nýríku forstjórarnir í þessu landi. Nei, þau geta ekki verið þekkt fyrir að mæta á NATO fund í Rúmeníu í venjulegri flugvél eins og almúginn, auðvitað í einkaþotu eins og Bússi og hinir alvörukallarnir.
"Hey Solla, viltu ekki far í nýju einkaþotunni minni!"
"Vá ertu að meina það Geiri, varstu að kaupa þessa?!"
"Nei, nei, leigði hana bara af vini mínum, hann lánaði mér hana eiginlega, fékk rosa góðan díl. Maður verður að spara á þessum krepputímum, he,he..."
Það er alveg rétt hjá Geir H. Haarde að þetta er ekki aðalfréttin við för þeirra á NATO fundinn því aðalfréttin er auðvitað að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði engan tíma (lesist "áhuga") á því að mæta á fund utanríkismálanefndar Alþingis til að ráðfæra sig við nefndina eða að minnsta kosti upplýsa fulltrúa kjósenda um hvaða boðskap þau skötuhjú bera hershöfðingjum og ráðherrum á þessum fundi hernaðarbandalagsins NATO!
Ráðamenn þessarar þjóðar eru greinilega á góðri leið með að verða veruleikafirrt, viðbrögð þeirra við gagnrýni almennings bera það með sér.
Munaði 100-200 þúsund krónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
29.3.2008 | 09:00
Sverrir Hermannsson er snillingur
Og þá er ég auðvitað að tala um Sverri Hermannsson smíðameistara og safnara á Akureyri. Gísli Sigurgeirsson á heiður skilinn fyrir að gera heimildarmynd um þennan áttræða gæðamann sem hefur frá svo mörgu að segja og á óteljandi þakkir skildar fyrir að endurbyggja fjölmörg gömul hús á Akureyri og í Eyjafirði. Safn Sverris sem heitir því skemmtilega en fullkomlega viðeigandi nafni: Smámunasafnið í Sólgarði í Eyjafirði er einnig merkilegt og frábært framtak. Gamalt er gott heitir myndin sem frumsýnd verður á morgun, þegar Sverrir verður áttræður. Í fréttinni á mbl.is og í Mogganum í dag segir:
"Sverrir lauk smíðanámi upp úr 1950, en á áttunda áratugnum hóf hann endurbætur á gömlum húsum, sérhæfði sig í þeirri grein og starfaði eingöngu við gömul hús í ein þrjátíu ár. Eitt fyrsta húsið sem hann gerði við var Laxdalshús, sem var að hruni komið þegar Sverrir og hans völundar, hófu þar endurbætur. Þegar þeir höfðu klætt húsið í sparifötin var það eins og stofustáss í Innbænum.
Sagan endurtók sig við fleiri hús; Höepfner, Tuliniusarhúsið, Grundarkirkju, Hólakirkju, Möðruvallakirkju og skemmuna á Skipalóni, svo nokkur dæmi séu nefnd, segir Gísli."
Til hamingju með þessa mynd Gísli og Sverrir Hermannsson þúsundþjalasmiður og safnari í bestu merkinu þess orðs.
Henti aldrei neinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2008 | 09:07
Allt frá fundarsköpum til mótmæla
Ung vinstri græn eru flott. Ég leit við hjá þeim hér á Akureyri á hörkufundi þar sem mætt voru um 30 manns. Þar var verið að ræða um stefnur og strauma í stjórnmálum og það er gott að það er öflugur hópur ungs fólks sem hefur hugsjónir og er tilbúið að taka þátt í lýðræðinu af krafti. Um þriðjungur af félögum í Vinstrihreyfingunni grænu-framboði er yngri en 30 ára og það sýnir að þetta er ung og kröftug hreyfing sem á framtíðina fyrir sér. Það er heldur engin tilviljun að ungt fólk fylki sé um Vinstri græn en ekki einhvern þreyttu flokkanna. Hjartað slær til vinstri!
Laugardaginn 12.apríl standa Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu fyrir "Stjórnmálaskóla" í húsakynnum Vinstri grænna í Hamraborg 1-3 í Kópavogi klukkan 11:00. Þar verður margt skemmtilegt og fróðlegt á dagskránni:
Saga og stofnun VG:
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, flytur erindi og leiðir umræður í kjölfarið.
-Hádegishlé:
Hádegisverður í boði UVG fyrir svanga nemendur.
-Stefna VG og UVG:
Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG og Elías Jón Guðjónsson varaformaður UVG kynna stefnu VG og UVG og leiða í kjölfarið umræður.
-Fundir og mótmæli:
Kristján Ketill Stefánsson og Þórhildur Halla Jónsdóttir fjalla um allt frá fundarsköpum til mótmæla.
-Ungt fólk í stjórnmálum:
Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík, segir frá sinni aðkomu og ungs fólks almennt að stjórnmálum.
Um kvöldið verður róttæk, friðsöm, umhverfisvæn og femínísk skemmtun.
Og svo er útgáfufagnaður í kvöld klukkan 21 á Grand Rokk meira um það hér.
Áfram UVG!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Sjöunda gosið á Sundhnúkagígaröðinni
- Mjög alvarlegt ef Njarðvíkuræð gefur sig
- Beint: Landsvirkjun fjallar um raforkuöryggi
- Sýndu enn og aftur hversu megnugir þeir eru
- Úlfar: Heppileg tímasetning á gosinu
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?