Færsluflokkur: Lífstíll
6.3.2008 | 11:53
Fátækir indverjar... eða ríkir
Ég gef nú ekki mikið fyrir þennan lista yfir einhverja milljarðamæringa. Vona bara að þeir séu ekki mjög óhamingjusamir eða hræddir um aurana sína. En margur verður jú af aurunum api hvað þá af milljörðum. Þeir ríkustu verða ríkari og þeir fátæku fátækari.
Það er annars merkilegt að í löndum þar sem þjóðartekjur eru ekki tiltakanlega háar og almenningur hefur það skítt séu hellingur af gaurum sem vita ekki aura sinna tal. Hvernig væri nú að vera aðeins gjafmildari og hjálpa meðbræðrum og systrum sínum sem eiga ekki til hnífs og skeiðar? Og það sem verra er: eiga ekki möguleika á að afla sér matar. Bill gamli Gates hefur að vísu stofnað sjóð ásamt eiginkonu sinni sem gefur til góðra málefna og er því í dýrlingatölu hjá sumum. Heimurinn væri samt skárri ef þessu auðæfum skiptust með réttlátari hætti á milli fólks.
Sjálfur þarf ég ekki að kvarta, tilheyri sennilega þeim hópi sem hefur það hvað best í heiminum, svona miðað við allt. Í raun hefur maður það allt of gott. Best að fara og gefa í gott málefni.
Warren Buffet ríkastur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2008 | 14:21
Mislæg mistök
Það er einkennilegt að hinn "umhverfisverndarsinnaði" borgarstjóri sé nú að dusta svifrykið af einhverjum tillögum um "mislæg" gatnamót á þessu horni í höfuðborginni. Vandamálið er að það eru of margir bílar á götunum. Í öllum borgum í Evrópu er það hagstæðara að taka strætó eða metró (neðanjarðarlestir) en bílinn á álagstímum og þannig ætti það einnig að vera í Reykjavík. Sem sagt forgang fyrir strætó og fólk mun flykkjast í hann því þá verður fólk fljótara í förum en að sitja í umferðarteppu. Eða viljum við enda í einhverri amerískri bílaborg með mislægum gatnamótum á sjö hæðum?
Ég styð íbúasamtökin heilshugar og óskandi væri að borgarstjórinn gerði það líka.
Vilja umferðarmengunina í göng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
20.2.2008 | 00:48
Hraðlest til Keflavíkur, já takk
Tillaga Árna Þórs Sigurðssonar og þingmanna úr öllum flokkum er löngu tímabær. Það er kominn tími á almennilegar almenningssamgöngur frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík til Reykjavíkur. Á Stöð 2 var ótrúlega hlutdræg og neikvæð "frétt" um málið. En það má ekki láta úrtöluliðið ráða för. Við erum komin inn í 21. öldina og það er sjálfgefið að nota innlenda orkugjafa, rafmagnið, til að knýja samgöngutæki framtíðarinnar.
Léttlestarkerfi í Reykjavík ekki ósvipað hinu frábæra METRO í Kaupmannahöfn er einnig eitthvað sem skoða ber vandlega og með opnum huga. Nemendur í Háskóla Íslands gerðu athugun á hagkvæmni lestar milli Reykjavikur og Keflavíkur og niðurstaðan var að það margborgaði sig. Árni Þór á heiður skilinn fyrir að fá þingmenn úr öllum flokkum með sér á þetta þarfa mál.
(Myndin er af Metrolest í Portúgal)
Vilja láta skoða hagkvæmi lestarsamgangna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
15.2.2008 | 01:04
Vá og heilar 6.500 krónur árið 2010
Er ekki allt í lagi? Á að hafa fólk að fíflum? Erum við að tala um 18.000 kall strax og .... Alex Björn bloggfélagi minn bendir á að þessar 18 þús. eru í raun 11.570 kall eftir skattinn. Er það allt sem launafólk á skilið í þessu þjóðfélagi? Hvað fær Villi Egils mikla launahækkun? Líka 18.000 kall? Eða kannski 180.000 ofan á milljónina sem hann er með núna, eða eru þær orðnar tvær? Og svo vill Villi líka banna öðrum láglaunastéttum hjá ríkinu, ómenntuðu starfsfólki leikskóla, sem og leikskólakennurum, hjúkrunarfólki og öllum að hækka launin meira en hann semur um. Ég endurtek: Hann vill banna öðrum um að semja um meira en hann ætlar að skammta sínum viðsemjendum. Það er rétt hjá Ögmundi að þetta heitir forræðishyggja og frekja á íslensku, sem formaður Samtaka iðnaðarins sýnir af sér. Alltaf sama sagan með þetta íhaldslið, arðrænir fólk og ætlar svo að skammta úr hnefa.
Það eina jákvæða er að menn eru loksins að tala um krónutöluhækkun en ekki prósentuhækkun. Hvernig væri að sættast á 50.000 kall strax og 20.000 kall 2009 og svo sjáum við bara til hvernig gengur með 2010. Ef auðvaldið heldur áfram að skammta sér ofurlaun áfram þá er líka hægt að borga venjulegu fólki 50.000 í viðbót við sín allt-of-lágu laun.
(myndin er fengin að láni frá síðunni hans Ögmundar)
Taxtar hækka um 18 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.12.2007 | 13:21
Er þetta "innlend" frétt?
Stundum eru fyrirsagnirnar á mbl.is dálítið fyndnar og skrítnar. Það á ef til vill við um fyrirsögnina á þessari frétt: "Í kvenmannsföt til að skilja þarfir kvenna". En af hverju er þessi frétt flokkuð sem "innlend" frétt? Það er ekkert innlent við hana. Svona frekar erlent eða það hefði verið tilvalið að setja hana í samsuðudálkinn sem heitir "fólk". Annars er þessi frétt af GM dálítið klisjuleg og eftirfarandi setningar segja okkur ýmislegt:
"Því næst voru mennirnir klæddir í ruslapoka til að líkja eftir pilsum og fengu gúmmíhanska með álímdum gervinöglum. Dagurinn gekk svo út á að fara í gegnum venjulegan dag húsmóður og nota bíla fyrirtækisins án þess að brjóta nögl, rífa pils og þar fram eftir götunum."
Er hér ekki enn og aftur verið að ýta undir staðalímyndirnar. Ég efast um að amerískar húsmæður séu allar í pilsi, í háhæluðum skóm og með langar neglur. En þessir bílar frá General Motors fá allavega verðlaun fyrir að vera hlunkalegustu og ljótustu bensín/díselsvelgir sem fyrirfinnast. Konan á myndinni er ekki dæmigerð amerísk húsmóðir leyfi ég mér að fullyrða (og reyndar ekki heldur "innlend" (íslensk)!)
Í kvenmannsföt til að skilja þarfir kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.12.2007 | 11:13
Af hverju dró hann þetta ekki til baka fyrir "pabba sinn"?
... eða bara sjálf síns vegna? Kannski af því að hann hefur ekki snefil að sómakennd? Þessi bloggfærsla Egils Einarssonar sem kallar sig víst "Gillzenegger" segir margt um hug þeirra sem kalla þær konur sem eru að berjast fyrir jafnrétti kynjanna "öfgafemínista" og þeir eru ekki fáir. Margir nafnlausir aumingjar sem tjá sig aðallega í athugasemdum á síðum annarra taka sömu afstöðu og Egill og grafa sig niður í eitthvert forarsvað. Leyfum þeim bara að vera þar og drullumalla við vini sína.
Í fréttinni á mbl segir "Færslan sem um ræðir var undir lið sem kallast Fréttastofa Gillz en þar nafngreinir hann fjórar konur, femínista, sem hann segir að hafi verið of áberandi í fjölmiðlum undanfarið og ýjar að því að þeim væri best að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi."
Ég spyr mig hvort pabbi Egils horfi ekki á tíufréttir í Sjónvarpinu? Eða getur Egill ekki bara sleppt því að vera með svona viðbjóðslegar hótanir á síðunni sinni? Samkvæmt fréttinni hefur lögreglu hefði verið send skrifin til rannsóknar. En það var ekki vagna hræðslu við málshöfðun sem Egill faldi færsluna, nei af tillitsemi við mömmu: Mamma horfir væntanlega á tíufréttir og svona, þannig að ég tók fréttina út út af henni." Litlu mömmustrákarnir kunna þó að skammast sín.
Margir sem skrifa hér á moggabloggið hafa lokað fyrir athugasemdir því í þeim hefur verið ausið óhróðri yfir fólk (gjarnan femínista). Sóley Tómasdóttir hefur til dæmis gripið til þessa neyðarúrræðis og þykir mér það miður en vel skiljanlegt. Af gefnu tilefni vil ég að fólk skrifi undir fullu nafni athugasemdir á síðuna mína, vinsamlega virðið það.
Gillzenegger tók bloggfærslu út fyrir mömmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
30.11.2007 | 12:40
Biskupinn skammar menntamálaráðherra
Mér líkar ágætlega við biskupinn. En stundum finnst mér hann fara offari í trúboðinu. Er ekki augljóst það eru breyttir tímar og þetta trúboð í skólum á ekki heima þar? Það er allskonar góð og gild trúfræðsla sem fer fram í kirkjunum og þar á hún heima en skólarnir eiga að vera hlutlausir þegar kemur að trúmálum sem og öðrum málum. Þess vegna sýnist mér máflutningur fulltrúa Siðmenntar mjög eðlilegur. Ég bendi einnig á fínan pistil Dofra Hermannssonar um málið og Matthías Ásgeirsson skrifar einnig góða grein í Fréttablaðið í dag.
Árið er 2007 og það gengur ekki að biskupinn skammi menntamálaráðherra sem er á braut til meiri víðsýni í þessum málum. Það á að ríkja trúfrelsi í landinu og trúboð í leikskólum og öðrum skólum á ekki við. Kærleikur og siðgæði á að vera einn af hornsteinum samfélagsins en ekki trúboð.
Ráðherra segir Siðmennt misskilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
29.11.2007 | 11:32
Eru karlmenn letingjar?
... ef til vill að mati þeirra sem stjórna hjá Hagkaupum. Hugmyndin er samt ekki alveg ný því um daginn var síðasta fréttin í Sjónvarpinu einmitt um svona pössunarherbergi fyrir karla í einhverri verslunarmiðstöð á Spáni.
Ef karlarnir nenna ekki að fara með til að kaupa inn þá væri nú tilvalið að vera bara heima og ryksuga eða vera búnir að elda þegar konan kemur frá því að kaupa inn fyrir heimilið. Með þessu herbergi eru karlarnir settir á leikskólaaldurinn og það er nú ekki alveg það sem við viljum, eða hvað?
Auðvitað eiga karlar að taka þátt í innkaupum heimilisins eins og konurnar og mér hefur sýnst margir karlar vera að kaupa inn í Bónus svo ástandið er nú ekki eins alvarlegt og forsvarmenn Hagkaupa virðast halda.
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2007 | 15:30
Akureyri er til fyrirmyndar
Sem betur fer er Akureyri að mörgu leiti til fyrirmyndar. Dæmi um það eru þessar bílastæðaklukkur sem leiða til þess að fólk þarf ekki að vera með klink í vasanum alla daga en fólk leggur heldur ekki lengur en má í stæði (án þess að fá sekt). Í Hafnarstrætinu má til dæmis leggja í korter minnir mig en fyrir neðan Strandgötuna í klukkutíma og enn fjær miðbænum í tvo tíma. Þetta er gott mál.
Frítt í Strætó er nokkuð sem Akureyringar tóku upp eftir erlendri fyrirmynd eða bara eftir Reykjanesbæ. Það hefur slegið í gegn og nú ekur fullur strætó á Akureyri með skólafólk og aðra og hlífir malbikinu við tugum einkabíla sem annars hefðu farið af stað í skutl.
Það er auðvitað margt fleira til fyrirmyndar á henni Akureyri og nú er bara að halda áfram á þessari braut og næsta verkefni hlýtur að vera að fjölga hjólreiðastígum og auðvelda hjólreiðafólki að komast á milli hverfa. Það liggur einnig beint við að greiða enn meira niður máltíðir í mötuneytum grunnskólanna og að hádegismaturinn verði gerður að skólatíma að finnskri fyrirmynd. Ríkið ætti auðvitað að koma inn í málið allstaðar á landinu og aðstoða sveitarfélögin við að koma þessu í framkvæmd.
Síðan þarf að bæta aðstöðu siglingafólks á Akureyri, bæta strætókerfið enn meira og gera fleira og fleira fyrir enn ánægðari íbúa Akureyrar og alla sem vilja koma í bæinn (einnig 18 - 23 ára:)
Færri stöðumælasektir á Akureyri með nýju kerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.11.2007 | 15:22
Ímynd Íslands sem umhverfissóða
Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tenglar
Myndlist
MYNDLIST
- heimasíðan mín
- galerie kuckei+kuckei
- myndlistarfélagið
- veggverk
- nýlistasafnið
- listasafnið á akureyri
- listasafn reykjavikur
- listasafn íslands
- safn
- umm
- icelandic art center
- sím
- listaháskólinn
- myndlistaskólinn á ak
Umhverfisvernd
- náttúruverndarsamtökin
- framtíðarlandið
- landvernd
- náttúran.is
- sól á suðurnesjum
- saving iceland
- greenpeace
Íslenskir fjölmiðlar
- akureyri.net
- vikudagur
- N4
- landpósturinn
- austurglugginn
- skarpur
- bæjarins besta
- gúttó
- kaffið.is
- mbl.is
- visir.is
- dv.is
- ríkisútvarpið
- bændablaðið
- fréttatiminn
- jonas.is
Erlendir fjölmiðlar
- berliner zeitung
- spiegel
- süddeutsche zeitung
- die zeit
- die tageszeitung
- the new york times
- aftenposten
- svenska dagbladet
- politiken
- information
- guardian
- bbc
Skoðaðu þetta
Heimasíðurnar mínar
Vinstri græn
Vinstri græn
- davíð stefánsson
- stefán pálsson
- kristín halldórsdóttir
- sóley tómasdóttir
- kristín tómasdóttir
- steinunn þóra árnad.
- jóhann björnsson
- álfheiður ingadóttir
- paul f. nikolov
- mireya samper
- g. lilja grétarsdóttir
- gestur svavarsson
- auður lilja erlingsdóttir
- andrea ólafsdóttir
- björn valur gíslason
- katrín jakobsdóttir
- bjarkey gunnarsdóttir
- silja bára ómarsdóttir
- gerast félagi í vg
- árni þór sigurðsson
- svandís svavarsdóttir
- kolbrún halldórsdóttir
- ögmundur jónasson
- vg.is
- uvg
Nýjustu færslur
- osloBIENNALEN First Edition 20192024
- ALLTSAMAN DAS GANZE ALL OF IT
- THE FOUNTAIN MÉMOIRE
- HRINA / BOUT í Listasafni Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum
- BLATT BLAÐ númer 62 er komið út
- STINGUR Í AUGUN í Verksmiðjunni á Hjalteyri
- Þetta er það - Das ist es - This is it
- Gullkistan: 20 ára
- 100 Kápur á Frakkastíg
- MENN / MEN í Hafnarborg 28. mars - 10. maí 2015
- COLLABORATION_7 Munich - Mostar - Belgrade
- Hlynur Hallsson opnar í Geimdósinni
- ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI OPNAR 8. MARS 2014
- Fresh Winds in Garður
- BLATT BLAÐ #61 er komið út
Síður
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Greinar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Bloggvinir
- Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Aldís Gunnarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Jónsson
- Andrés Rúnar Ingason
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Lilja
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Anna Þorbjörg Jónasdóttir
- Ari Matthíasson
- Arinbjörn Kúld
- arnar valgeirsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Auðun Gíslason
- Árni Árnason
- Árni "Gamli" Einarsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásta Möller
- Ásta Rut Björnsdóttir og Snorri Kristjánsson
- Ásta Svavarsdóttir
- Baldur Gautur Baldursson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Barði Bárðarson
- Berglind Steinsdóttir
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Bergþóra Jónsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Björgvin R. Leifsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- BookIceland
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Dagbjört Hákonardóttir
- Davíð
- Dofri Hermannsson
- DÓNAS
- Edda Agnarsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Helgason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elfar Logi Hannesson
- Elfar Logi Hannesson
- Elín Sigurðardóttir
- Ellý Ármannsdóttir
- E.R Gunnlaugs
- erlahlyns.blogspot.com
- ESB og almannahagur
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Forvitna blaðakonan
- FreedomFries
- Friðrik Dagur Arnarson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Gammur drils
- Gaukur Úlfarsson
- Geiri glaði
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Tryggvason
- Goggi
- gudni.is
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Olga Clausen
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- halkatla
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Kristinn Haraldsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Haukur Vilhjálmsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Helgi Guðmundsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Hildur Sif Kristborgardóttir
- Hilmar Björgvinsson
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hjalti Már Björnsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlédís
- Hlynur Sigurðsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hreiðar Eiríksson
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Ibba Sig.
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Ingimar Björn Davíðsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- íd
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhann Björnsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jónas Viðar
- Jón Bjarnason
- Jón Hafsteinn Ragnarsson
- Jón Hrói Finnsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Sigurbergsdóttir
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Karl Tómasson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Kolbeinsdóttir
- Kolgrima
- kona
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristján Pétursson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Linda Rós Jóhannsdóttir
- Listasumar á Akureyri
- LKS - hvunndagshetja
- Logi Már Einarsson
- Magnús Bergsson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morten Lange
- Myndlistarfélagið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Paul Nikolov
- Páll Helgi Hannesson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Thayer
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Björgvin
- Pétur Þorleifsson
- Pollurinn
- Ragnar Bjarnason
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Ransu
- Rauður vettvangur
- Róbert Björnsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sara Dögg
- SeeingRed
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigrún Dóra
- Sigtryggur Magnason
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Hólm Gunnarsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón M. Egilsson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sól á Suðurnesjum
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Stefánsson
- Stefán Þórsson
- Steinarr Bjarni Guðmundsson
- Steindór Grétar Jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Stjórnmál
- Svansson
- Svanur Jóhannesson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- SVB
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Páll Erlendsson
- Sverrir Þorleifsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Már Sævarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sölvi Breiðfjörð
- Thelma Ásdísardóttir
- Theódór Norðkvist
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tíðarandinn.is
- Torfusamtökin
- Toshiki Toma
- TómasHa
- Trúnó
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tryggvi H.
- Ugla Egilsdóttir
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Úrsúla Jünemann
- Valgeir Bjarnason
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- Viðar Eggertsson
- Vika símenntunar
- Vilberg Helgason
- Vinir Tíbets
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórbergur Torfason
- Þórdís tinna
- Þór Gíslason
- Þór Jóhannesson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?