Leita í fréttum mbl.is

Erum við föst í Netinu?

NETanet

Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna! Það var afar fræðandi viðtal við Auði Styrkársdóttur forstöðukonu Kvennasögusafnsins í Laufskálanum á Rás 1 áðan. Ég mæli með að fólk hlusti á þáttinn á Netinu eða á endurflutning í kvöld.

Ung vinstri græn eru svo með opinn umræðufund á laugardaginn 10. mars klukkan 11 í Suðurgötu 3, sem ber yfirskriftina: Erum við föst í netinu - eða er hægt að temja það? Efni fundarins verður Netið í víðum skilningi. Framsögumenn verða: Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Tómasdóttir og Pétur Tyrfingsson. Það er reyndar einnig hægt að spyrja: á að temja Netið eða þarf að temja það? Þetta verður örugglega áhugaverður fundur í framhaldi af útúrsnúningnum mikla um "netlögguna".


mbl.is 83% íslenskra heimila tengd netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mæli líka með því að fólk lesi leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær áður en það fer á  þennan fund.

kveðja til ykkar á Akureyri og til hamingju með sýninguna

Silja (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Jamm, jamm auðvitað erum það við sem erum föst og já endilega temjum netið þvílík ótemja sem það nú er -- það var svo sem viðbúið að sjá eitthvað þessu líkt úr þessari átt. Þetta er væntanlega partur í Netlöggu vörninni.

Hvað segið þið um að við temjum okkur bara sjálf?

Viggó H. Viggósson, 8.3.2007 kl. 11:02

3 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

Ég vil skjóta inn í þessa umræðu að það er hægt að hafa "fleiri net" og hafa sumt tamið og sumt ekki.  Þetta er bara að bjóða fram valmöguleika og mismunandi útgáfur í gangi.  Hið almáttuga Internet þarf ekki að hafa einokunarstöðu með því að vera bara til í einni útgáfu ;)

Alltaf gott að hafa valkost og ég styð ofangreint, "temjum okkur sjálf" 

Brosveitan - Pétur Reynisson, 8.3.2007 kl. 12:46

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Góður punktur um "fleiri net", Pétur. Eru nú þegar fleiri í gangi en www?

Ég er sammála Viggó, auðvitað þurfum við fyrst og fremst að temja okkur.

Ábending Silju um leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær: "Einstaklingsfrelsi og löggæsla" er holl lesning í þessu samhengi. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 8.3.2007 kl. 13:27

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Til hamingju með daginn líka, var einmitt að hlusta á Auði í morgun á leiðinni í vinnuna, fínt viðtal. En varðandi netið þá finnst mér að það skorti hugmyndaflug í netheima (furðulegt ef satt er) það eru svo ótal margar leiðir sem hægt er að fara til að halda frelsinu og losna við glæpina á netinu og okkar sem notum það að vera svolítið hugmyndarík og fersk. Fjölskylduvænir fílterar, samfélagsábyrgð, spæjarar sem koma upp um glæpastarfssemi, möguleikarnir eru óþrjótandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.3.2007 kl. 15:02

6 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Ég get verið sammála flestu því sem kemur fram í leiðar ÞP. Það sem skilur mig og ÞP að er að hann trúir því að SJS hafi ekki meint það sem hann sagði. Ég á hinn veginn er viss um að SJS var einfaldlega að sýna sitt rétta andlit, hann var í vígamóð og missti grímuna. Ég tel að hugmyndir SJS og þá VG lúti að Norsku leiðinni og í raun myndu þau vilja ganga lengra en nú er gert í Noregi.

Viggó H. Viggósson, 8.3.2007 kl. 15:40

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Er örugglega föst í neti netsins.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.3.2007 kl. 19:51

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

9. mars stendur í plakatinu hjá þér, 10. mars í textanum. 

Við erum rammföst í Netinu og það er bara gott. Það sem þarf er bara að breyta um gleraugu. Sjá þræðina sem festa okkur saman ekki eins og fjötra heldur eins og útsaumsmynstur sem við höldum áfram að sauma í - í margvíðum heimi. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.3.2007 kl. 01:38

9 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Heyrðu kall...skoðanakönnunin þín hér á blogginu er ekki ósvipuð og sú sem birtist hjá Rúv og Mbl í dag eða hvað finnst þér

Júlíus Garðar Júlíusson, 9.3.2007 kl. 09:12

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta er mjög gott!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.3.2007 kl. 22:58

11 Smámynd: Agný

Með tilkomu netsins þá öðlaðist  hinn almenni borgari meiri möguleika á því að koma á framfæri málum og málefnum sem að aðrir fjölmiðlar hefðu "ritskoðað" og jafnvel neitað að birta, ef þeim þóknast skrifin / upplýsingarnar ekki.Með tilkomu netsins er líka hægt að nálgast upplýsingar sem að hinn almenni borgari gat ekki heldur náð í á sömu forsendum og að geta komið þeim á framfæri...En stjórnvöldum, bæði hér á landi sem t.d. í USA eru ekkert alltof hrifin af því að hinn almenni borgari viti of mikið...Það verður nefnilega  ekki eins auðvelt að stjórna þegnunum ef þeir hafa aðgang að fleiri upplýsingum en stjórnvöldum sjálfum þóknast  að mata þá á...

Agný, 12.3.2007 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.