Leita í fréttum mbl.is

Baráttufundur gegn stríði

fridur

Samtök hernaðarandstæðinga, MFÍK, Þjóðarhreyfingin, Ung vinstri græn og Ungir Jafnaðarmenn standa fyrir baráttusamkomu í Austurbæ í kvöld klukkan 20. Það er ástæða til að hvetja alla til að mæta enda er fín dagskrá með tónlist og Bragi Ólafsson les upp og ávörp frá Lilju Grétarsdóttur og Helga Hjörvar. Hér er dagskráin öll og svo er tilvalið að minna á friðarvefinn góða.

Senn eru liðin fjögur ár frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja þeirra í Írak hófst, með formlegum stuðningi íslenskra stjórnvalda. Þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar ráðamanna í BNA um að friður sé að komast á í landinu, er ekkert lát á óöldinni í Írak og sífellt fleirum verður ljóst hvaða hörmungar stríðið hefur kallað yfir írösku þjóðina.

Mánudagskvöldið 19. mars munu hinir staðföstu stríðsandstæðingar efna til baráttusamkomu í Austurbæ, þar sem hernáminu verður mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins svívirðilega stuðnings við ólöglegt árásarstríð.

Dagskráin hefst kl. 20.

Ávörp flytja:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Helgi Hjörvar

Tónlistaratriði:
XXX Rottweilerhundar,
 Ólöf Arnalds
 & Vilhelm Anton Jónsson

Upplestur:
Bragi Ólafsson

Kynnir:
Davíð Þór Jónsson

Hinir staðföstu stríðsandstæðingar eru:

Samtök hernaðarandstæðinga
 MFÍK
 Þjóðarhreyfingin - með lýðræði
 Ung vinstri græn
 & Ungir Jafnaðarmenn 


mbl.is Írakar svartsýnni en fyrir tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hlynur og co.

Hvenær ætlið þið að berjast gegn hörmungunum sem eiga sér stað í Darfur-héraði í Súdan?? - eða þykist þið ekki vita hvað er að gerast þar?? - eða er ykkur alveg sama um ástandið þar af því að Bandaríkjamenn eru ekki þar??

Það er með ykkur vinstrafólk að ykkur líður greinilega illa af því að Bandaríkin eru eina risaveldið í heiminum.  Bandaríkin verða alltaf gagngrýnd fyrir það sem þau gera, og fyrir það sem að þau gera ekki.

Spurningin er bara, væri heimurinn eitthvað betri af eina risaveldið í heiminum í staðinn fyrir Bandaríkin, væri t.d. Nazístískt Þýskaland? - eða Sovétríkin í anda Brefsnéffs? - eða Maóístískt Kína? - eða pan-íslamískt Khalífaeinveldi stjórnað skv. Sharía-lögum kóranins?

Ekki skilja mig svo að ég sé ánægður með ástandið í Írak, en það er bara ekki endilega Bandaríkjamönnum að kenna.  Al-Kaida bera sök á því hvernig ástandið er þar núna með því að etja saman Shíta- og Súnní múslímum með tilheyrandi drápum.  Markmið Al-Kaida er að drepa alla þá sem aðhyllast ekki hugmyndafræði þeirra og æsta takmark þeirra er að allur heimurinn verði múslímskur-mundu það.  Hugmyndafræði Al-Kaida er ekki ólík hugmyndafræði nazista, and-gyðingleg, and-lýðræðisleg og gegn jafnrétti kynjanna.  

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 16:15

2 Smámynd: Tryggvi H.

"Það er með ykkur vinstrafólk að ykkur líður greinilega illa..."

"...væri heimurinn eitthvað betri (e)f eina risaveldið í heiminum í staðinn fyrir Bandaríkin, væri..."

þetta er vel-æfður þæfingur

Tryggvi H., 20.3.2007 kl. 08:34

3 identicon

Tryggvi H., þetta er ekkert velæfður þæfingur, heldur bláköld staðreynd um hugsanagang ykkar vinstrimanna.  Að mínu mati er tilkoma Bandaríkjanna mikil blessun fyrir Vesturlönd.  Þeir hafa staðið vörð um lýðræðið þannig að vinstrimenn eins og þú geta sagt sem þeir vilja.  Samt er ykkur í nöp við Bandaríkjaríkin.  Vinstrafólk styður Palistínumenn af því að Bandaríkin styðja Ísrael.  Þetta er tesan um að óvinur óvinar míns er minn vinur.  En mundu bara að margir nazistar styðja Palistínumenn, en þá fær pípan annað hljóð hjá ykkur vinstrifólkinu.  Þá eru þessir sömu nazistar allt í einu orðnir Gyðingahatarar af því að þeir eru á móti Ísraelsmönnum = Gyðingum.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband