Leita í fréttum mbl.is

Hárrétt hjá Greenpeace

wilson.muuga Það er ótrúlegt að útgerð Wilson Muuga eigi að komast upp með að sleppa því að fjarlægja skipið af strandstað. Gott hjá Greenpeace að benda á þetta. Hverjir eiga að borga brúsann? Skipið liggur á viðkvæmum stað og er búið að gera mikinn skaða nú þegar. Grænfriðungar eiga heiður skilinn fyrir að beita sér í þessu máli. Í frétt mbl.is segir "Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga á Norðurlöndum, hefur sent norska tryggingafélaginu Gard A/S bréf þar sem þess er krafist að félagið greiði að fullu fyrir að að flutningaskipið Wilson Muuga verði fjarlægt af strandstað.

Í bréfi sem stílað er á Einar Christensen, yfirmann hjá Gard, segir að Grænfriðungar skilji sem svo að félagið hafi neitað að greiða að fullu fyrir nauðsynlegar aðgerðir á strandstað, en svæðið sé skráð verndað og sé mikilvægt fyrir bæði farfugla og íslenska fugla.

Er í bréfinu bent á að um 10 tonn af olíu hafi lekið í hafið eftir strandið, en að þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem skipið lenti í atviki sem þessu. Segir í bréfinu að í janúar á síðasta ári hafi Wilson Muuga rekist á fiskiskipið Gåsøy í Nyksund við strendur Noregs, og að skipverjar skipsins hafi hvorki stöðvað né haft talstöðvarsambandi við Gåsøy eftir óhappið."


mbl.is Grænfriðungar krefjast þess að Gard A/S greiði fyrir að fjarlægja Wilson Muuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Greenpeace eru mínir menn !

kveðja til þín hlynur minn

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 16:17

2 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Mikið er nú skemmtilegra að vera þér sammála

Víkatindur var fjarlægður þegjandi og hljóðalaust.

Það á að bjóða þeim að hefjast handa strax, eða fjarlægja skipið og senda þeim reikninginn, með dráttarvöxtum frá fyrsta degi.

Ef þeir hefjast ekki handa strax við að fjarlægja skipið, þá á að banna þessu skipafélagi og þeim sem því tengjast að starfa hér á landi. Líka banna skúffufyrirtækið hér og senda ábyrgðaraðilana í steininn fyrir umhverfisspjöll.

Júlíus Sigurþórsson, 21.3.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Halló Hlynur bloggvinur minn. Hefur þú fylgst með ástandi geðheilbrigðismálanna? Væri þú til í að kíkja við á blogginu hennar Dúu dásamlegu og gefa henni einhver svör við spurningum hennar þar? Ég er svo yfir mig gáttuð á hvernig staðið er að þessum málum í þessu samfélagi og á bágt með að trúa að svona sé raunveruleiki þeirra sem eiga við andleg veikindi að stríða. Spái í Greenpeace síðar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 17:12

4 identicon

Ég væri flott að leyfa skipinu að ryðga niðurþar sem það er, þar sem búið er að fjarlægja úr  því spilliefni.  Það minnir okkur á hve náttúrúöflin geta verið sterk og það er stórfenglegt að horfa á skip í fjöru.  Minnir ða Illugi Jökulsson hafi kynnt þessa hugmynd og hún er góð.

 kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband