Leita í fréttum mbl.is

Flestar konur kjósa Vinstri græn

vg

Það eru frábærar niðurstöður úr könnun Capacent-Gallup að flestar konur ætli að kjósa Vinstri græn. Fleiri en kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þetta gefur manni von um að það verði breytingar í vor og að fólk sé virkilega farið að hugsa um framtíðina og sjái hver eru með bestu tillögurnar í því að ná auknu jafnrétti. Það er einnig auðvelt að sjá af störfum þingflokks Vinstri grænna að þau hafa beitt sér mjög á þessu sviði og sá málflutningur er að ná til þjóðarinnar. Áfram svona! Hér er annars fréttin af mbl.is:

"

VG áfram í mikilli sókn

Vinstrihreyfingin – grænt framboð fær 27,6% atkvæða og 17 þingmenn kjörna á Alþingi samkvæmt símakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV um fylgi flokkanna á landsvísu dagana 14. til 20. mars sl. Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa könnun 25 þingmenn kjörna, Samfylkingin 13, Framsóknarflokkurinn fimm og Frjálslyndi flokkurinn þrjá þingmenn.

Í könnuninni 8. til 13. mars sl. fékk VG 25,7% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá 40,2% en 36,2% nú. Samfylkingin fer úr 20,6% í 19,7%, Framsókn úr 6,9% í 8,6% og Frjálslyndir úr 4,8% í 6,6%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með svipað fylgi og í könnun Capacent í síðustu viku febrúar, en VG, Framsókn og Frjálslyndir eru með ámóta fylgi og í könnuninni í fyrstu viku mars. Fylgi Samfylkingarinnar var 21,7% í báðum þessum könnunum.

44,6% karla og 31,1% kvenna hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 21,4% karla og 32,5% kvenna VG, 17,6% karla og 23,0% kvenna Samfylkinguna, 8,2% karla og 7,3% kvenna Framsókn og 6,9% karla og 4,3% kvenna Frjálslynda."


mbl.is VG áfram í mikilli sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Alveg frábært að vakna upp við svona fréttir... ég held einmitt að málefnavinna VG og dugnaður sé að skila okkur þessum árangri.

Birgitta Jónsdóttir, 23.3.2007 kl. 14:52

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

VG er feministaflokkurinn ekkert síður en flokkur umhverfisverndar og róttæks réttlætis sem vinstri stefnan hefur alltaf barist fyrir. Svo er þetta bara svo óskaplega skemmtilegur flokkur ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.3.2007 kl. 18:25

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Það er athyglisvert að ekki einungis er VG með mest fylgi meðal kvenna, heldu gefa yfir 55% kvenna sig fram á vinstriflokkana. Það væri frábært ef karlarnir tækju konurnar sér til fyrirmyndar í þessu. 

Guðmundur Auðunsson, 26.3.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.