Leita í fréttum mbl.is

Þarft framtak hjá Framtíðarlandinu

karahnjukarFramtíðarlandið stóð fyrir áhugaverðum morgunfundi í dag þar sem arðsemi Kárahnjúkavirkjunar var til umræðu frá mörgum sjónarhornum. Afar ítarleg og faglega unnin skýrsla með afdráttarlausri niðurstöðu hefur verið gefin út. Eins og við var að búast er fulltrúi Landsvirkjunar á fundinum henni afar ósammála en Landsvirkjun verður nú að gefa skýringar á mismuni sinna útreikninga og Framtíðarlandsins. Ég fagna því að slappast niður eins og sumir aðrir hjá Samfó í þessu máli. Hrós til Þórunnar. Hér er svo skýrslan öll og lokaorðin hljóma svo: 

"Hlutverk hins opinbera er ekki að velja út einstakar atvinnugreinar og leggja almannafé í þær til að fjölga störfum í einstökum byggðarlögum. Hlutverk hins opinbera er að efla grunngerð samfélagsins og beita almennum aðgerðum til þess að hver einstaklingur fái notið sín og einkaframtakið geti blómstrað. Bestu stjórnarhættir voru ekki hafðir að leiðarljósi við undirbúning og ákvarðanatöku tengda Kárhnjúkavirkjun. Viðhorf minnihlutans voru ekki virt né krafa um réttlæti á milli kynslóða. Auk þess fer því fjarri að sýnt hafi verið fram á að Kárahnjúkavirkjun standist arðsemiskröfur sem gera ber til fjárfestinga í atvinnulífi. Verulegt tap verður á framkvæmdinni ef reiknað er með lágmarks afgjaldi fyrir landnotkun og hóflegar bætur greiddar fyrir umhverfisspjöll. Í samningum við hið erlenda álfyrirtæki var ekki litið til þeirra verðmæta sem felast í gjaldi fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda. Áliðnaður er frumframleiðsla sem skilar tiltölulega litlum virðisauka inn í hagkerfið miðað við hinn mikla umhverfis- og virkjanakostnað sem leggja þarf í. Svarið við spurningunni sem lögð var fyrir í upphafi, um það hvort bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers á Reyðarfirði hafi verið rétt og skynsamleg, er án alls vafa nei."


mbl.is Framtíðarlandið: stóriðjuskattur á almenning rúmir 2 milljarðar árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sammála!

Ljós til þín og þinna í Berlín 

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.6.2007 kl. 15:51

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Því miður missti ég af fundinum. Niðurstaðan kemur ekki á óvart - takk fyrir góða samantekt.

Valgerður Halldórsdóttir, 13.6.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ægir þú ert að misskilja eitthvað. Framtíðarlandið hafa ekki tapað trúverðugleika sínum. Þetta eru þverpólitísk samtök sem ákváðu einmitt að bjóða ekki fram. Þú ert að rugla þeim saman við Íslandshreyfinguna sýnist mér. Bestu kveðjur frá Berlín,

Hlynur Hallsson, 13.6.2007 kl. 21:10

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Arðsemi allra framkvæmda er hægt að draga í efa; ræðst svolítið af forsendunum sem menn gefa sér. En sannleikurinn er samt sá að allar virkjanaframkvæmdir Íslandssögunnar hafa reynst arðsamar. Engum myndi sjálfsagt detta í hug í dag að virkja Sogið, en nú malar það gull - hvað sem hver segir. 

Gústaf Níelsson, 13.6.2007 kl. 23:41

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Niðurstaðan kemur að sjálfsögðu ekki á óvart, enda eru forsendurnar gefnar fyrirfram og síðan reiknað.

Í mínum huga er það alveg ljóst að Landsvirkjun hefði ekki farið út í þessa framkvæmd nema af því að hún er arðbær.

Og svo vil ég benda á að það er ekki ríkissjóður sem byggir heldur Landsvirkjun og það er ekki sami hlutur.

Eiður Ragnarsson, 15.6.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband