Leita í fréttum mbl.is

Loksins, loksins

422342AÞað hefur lengi verið beðið eftir þessari starfsemi hér á Akureyri og ánægjulegt að málið skuli komið í höfn. Aflþynnur eru líka ágætis nýyrði. Það besta er að hér er um verksmiðju að ræða sem mengar lítið en skaffar helling af hátæknistörfum. Nú getur fólk hrósað happi yfir því að ekki var hlunkað niður mengandi álbræðslu í fjörðinn. Hér er fréttin af mbl.is "Verið er að undirrita raforkusamning milli ítalska fjölskyldufyrirtækisins Becromal og Landsvirkjunar á Akureyri fyrir nýja aflþynnuverksmiðju sem reisa á að Krossanesi á Akureyri. Verksmiðjan á að vera risin og hefja starfsemi á næsta ári. Skapar verksmiðjan níutíu ný störf í Eyjafirði. Orkuþörf verksmiðjunnar er 640 gígavattsstundir á ári sem er fimm sinnum meira heldur en Eyjafjarðarsvæðið notar árlega, að því er fram kom á fundi nú í hádeginu.

Aflþynnur eru notaðar í rafþétta en vaxandi eftirspurn er eftir rafþéttum þar sem þeir eru notaðir í allan rafeindabúnað. Íslenska fjárfestingafélagið Strokkur Energy hefur gerst þátttakandi í uppbyggingu Becromal á Íslandi.
"


mbl.is Iðnaðarráðherra mælir með nýyrðinu aflþynna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Þorri Benjamínsson

Notar mikið rafmagn og vatn ,heitt og kalt ,mengar lítið .. Ero Snild  ekki satt Hlynur ?

Bergur Þorri Benjamínsson, 15.8.2007 kl. 14:32

2 Smámynd: Púkinn

"Mengar lítið" ???  Það er að vísu lítill útblástur af gróðurhúsalofttegundum frá verksmiðjum þeirra, en því meira af ammoníaki og ýmsum öðrum óþverra.

Púkinn, 15.8.2007 kl. 14:34

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Hvernig verður orkunnar aflað og á hvaða verði fer hún? Þessum spurningum verða hæstvirtir ráðamenn að svara...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.8.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband