Leita í fréttum mbl.is

Stafar illmennska undantekningalaust af fáfræði eða geðsjúkdómi?

kkmynd2005Þetta hefur verið afar skemmtileg helgi hér fyrir norðan. Í gær var haldið afar fróðlegt og skemmtilegt haustþing AkureyrarAkademíunnar um Sauðkindarseið í ull og orðum. Ég náði samt ekki að hlusta á öll erindin en það var góð mæting í gamla Húsmæðraskólann og á eftir var boðið uppá veisluborð með afurðum úr sauðkindinni framreitt af Halastjörnunni og það var ljúffengt. Svo opnaði Birgir Sigurðsson frábæra sýningu á Karólínu um "Hugmynd að leið rafmagns". Í morgun var svo haldið fyrsta heimspekikaffihúsið á Bláu könnunni og þar fór Kristján Kristjánsson á kostum og afar áhugaverðar umræður sköpuðust. Það var fullt hús og gaman að sjá hvað það var fjölbreyttur hópur af fólki sem kom og tók þátt í umræðunum. Ég hlakka til næsta sunnudags þegar Oddný Eir Ævarsdóttir kemur með fyrirlestur. Hér er tilkynningin frá Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri:

Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri ætlar að hefja vetrarstarf sitt á því að halda “heimspekikaffihús” á sunnudögum. Starfi félagsins hefur verið sýndur mikill áhugi en í fyrra var haldin afar vel heppnuð fyrirlestraröð um dauðasyndirnar sjö sem var og mjög fjölsótt. Stefnt er því að hafa fjölbreytta og áhugaverða dagskrá til að mæta þeim áhuga sem fólk hefur sýnt viðburðum félagsins.

Fyrsta “heimspekikaffihús” vetrarins verður haldið næstkomandi sunnudag, 4. nóvember, á Bláu könnunni kl. 11 og lýkur kl. 12. Fyrirkomulagið er þannig að fyrirlesari (philaca) heldur stutta inngangstölu, cirka 10 mínútur, og að henni lokinni verða umræður. Að loknum umræðum tekur fyrirlesari efni þeirra saman.

Fyrstur til að ríða á vaðið verður Kristján Kristjánsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri, en erindi hans ber heitið: Stafar illmennska undantekningalaust af fáfræði eða geðsjúkdómi?

Dagskráin fram að jólum er sem hér segir (á sama stað og sama tíma):

Sunnudaginn 11. nóv. Oddný Eir Ævarsdóttir

Sunnudaginn 18. nóv. Páll Skúlason

Sunnudaginn 25. nóv. Valgerður Dögg Jónsdóttir

Sunnudaginn 2. des. Hjalti Hugason

Félagið vill hvetja alla áhugamenn og konur til að fjölmenna og eiga notalega og fræðandi stund á Bláu Könnunni..

Félag Áhugafólks um heimspeki á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

illmennska stafar ekki undantekningarlaust af fáfræði eða geðsjúkdómi. fremur siðblindu. og það eru býsna margir illa haldnir af siðblindu skal ég segja þér. geðsjúkdómar og illmennska eiga ekkert sérstaklega saman.

en það er greinilega líf þarna fyrir norðan. nóg um að vera.

arnar valgeirsson, 4.11.2007 kl. 17:09

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það þarf kannski að skilgreina illmennskuna. Fólk getur komið úr þannig umhverfi að það er hlaðið hugmyndum sem við flokkum sem illmennsku. Einnig getur fólk sem sjálfu líður illa verið býsna illskeytt við aðra.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2007 kl. 19:06

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sæll Hlynur. Ég ætla ekki að kommentera á skrif þín núna, en ég saknaði þín í leiknum og ákvað m.a. að hafa Guðrúnu sem manneskjuna sem átti að finna afþví ég vonaði að þú yrðir með! En ég er með keflið aftur í kvöld og er dáldið hlynnt því að pota myndlistarfólki þar inn, það hefur verið mikið um rithöfunda og tónlistarmenn, en ég man aldrei eftir myndlistarmanni fyrr en í gærkvöldi.

Ég byrja kl. 22

Kv. EA

Edda Agnarsdóttir, 4.11.2007 kl. 19:44

4 identicon

Stafar illmennska undantekningalaust af fáfræði eða geðsjúkdómi? Nei. Ég gæti hinsvegar trúað því að þessir þættir séu meðal algengustu orsaka VGisma.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 21:01

5 Smámynd: arnar valgeirsson

gaman af málefnalegu framlagi hans hans... að það sé geðsjúkdómur að fylgja vg. hef einmitt verið að pæla i því af hverju hægraliðið er alltaf með upphrópanir um að vinstri menn séu á móti öllu. sama hvað það er. frekar lásí málflutningur reyndar.

en á bloggsíðum eru það hægri menn sem koma með svona skítkast og leikskólainnlegg ævinlega hreint inn á síður vinstri manna. svona kúkur og piss og svo ekkert meir. sé þetta ekki þegar maður kíkir á síður hægrimanna og -kvenna. lítið um kúk og piss fra vg þar. þó það sé kommentað stundum.

öfund segir jóhann. kannski bara alveg rétt, ha.

arnar valgeirsson, 4.11.2007 kl. 23:58

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir innleggin Arnar, Jóhanna, Edda og Jóhann. Kristján velti aðeins upp þessari spurningu og ég held að enginn sem tók þátt í umræðunum hafa haldið því fram að illska stafaði eingöngu annað hvort af fáfræði eða geðveiki þó að Sókrates hafi verið á þessari skoðun. Það er rétt sem þú bendir á Arnar að það er einkennilegar venjur hægrimanna að vera með skítkast og bull út í allt sem tengist Vinstri grænum. En ég held að þessir menn geri sjálfum sér og sínum málstað meira ógagn en gagng með svona ómálefnalegu bulli. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 5.11.2007 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband