Leita í fréttum mbl.is

Ekki allt í lagi

Það er greinilega eitthvað mikið að í henni Saudi Arabíu. Kona sem hefur orðið fyrir hópnauðgun er dæmd í hálfs árs fangelsi og má þola 200 svipuhögg fyrir að hafa verið nálægt ókunnugum karlmönnum, nauðgurunum. Þetta kemur fram í frétt í Jyllands Posten. Það er ef til vill smá bót í þessu máli að karlarnir sem nauðguðu voru einnig dæmdir í fangelsi. Ég vona að Amnesty International taki málið fyrir og þrýsti á að stúlkunni verð sleppt við refsingu. Brot á mannréttindum eru alvarleg og þegar brotið er á þeim sem síst skyldi, fórnarlömbum ofbeldis, nauðgana og frelsissviptingar, er manni nóg boðið.

Það að stjórnin í BNA geri ekkert í málinu kemur svo sem ekkert á óvart. Bush er háður olíunni frá Saudum og hann á ekki svo marga "bandamenn" í þessum heimshluta. Hann er tilbúinn til að kaupa stuðning úr þessari átt dýru verði og þá skipta mannréttindi engu máli lengur. Íbúum BNA blöskrar auðvitað og það er tækifæri eftir tæpt ár til að losa Hvíta húsið úr klóm Repúblikana.


mbl.is Bandaríkjastjórn gagnrýnir ekki refsingu fórnarlambs nauðgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað ekki í lagi Hlynur minn enda bloggaði ég um þetta fyrir nokkrum dögum. Þá vegna heimsóknar íslenskra þingkvenna.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hnaut um þessa frétt í blaði um daginn  og varð helst hugsað um dómskerfið okkar í samanburði við þeirra og fannst þetta vera sama hugsunin að baki dóms í nauðgunarmáli, það eina sem ber í milli er kúlturmismunur sem ég geri ekki lítið úr en annars er það réttarkerfið sem býður upp á misþyrmingu kvenna hvort land á sinn hátt.

Edda Agnarsdóttir, 22.11.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband