Leita í fréttum mbl.is

Er ekki allt í lagi með Tjallana?

ruth.kelly

Furðulegt hvað ráðamenn eru gjarnir á að gera sömu mistökin aftur og aftur og aftur... En þetta er nú einum of. Að setja alla múslíma og asíska háskólanema undir sama hatt og biðja kennara og aðra nemendur að fylgjast sérstaklega með þeim því þar fari líklegir hryðjuverkamenn. Þessi afstaða er stórhættuleg fyrir allt þjóðfélagið. "Ruth Kelly, menntamálaráðherra Bretlands, segir að samfélagsátak þurfi til að uppræta starfsemi öfgahópa múslíma í Bretlandi." Samfélagsátak til að framleiða hryðjuverkamenn og búa til ömurlegt eftirlitsþjóðfélag meinar hún sennilega.

Í frétt mbl.is segir líka:

"Gemma Tumelty, formaður Landssamtaka háskólanema í Bretlandi, segir þetta jafnast á við kommúnistaveiðar öldungadeildarþingmannsins Joseph McCarthy í Bandaríkjunum á 6. áratug síðustu aldar." 

Gemma hittir þarna naglann á höfuðið og reyndar þarf ekki að leita lengra en til Austur-Þýsklands með STASI njósnunum, þar sem allir áttu að fylgjast með öllum. En Björn Bjarnason hefur sennilega skoðun á þessum málum enda sérfræðingur í eftirliti með borgurunum og ekkihlerunum! Og pikkfastur í kaldastríðshugsunarhætti.

guardian

Nánar um þetta á ruv.is og í Guardian


mbl.is Starfsmenn breskra háskóla hvattir til að fylgjast grannt með múslímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband