Leita í fréttum mbl.is

Sól í Straumi

straumsvík

Hérna er frábær frétt af visir.is:

Búið er að stofna þverpólitískan hóp í Hafnarfirði sem er andsnúinn stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Hópurinn kallar sig Sól í Straumi og hefur boðað til fundar í Hafnarfirði á mánudag til þess að ræða stækkun álversins.
Fram kemur í tilkynningu frá hópnum að allt sem skipti máli liggi nú þegar fyrir, meðal annars sé búið að selja Alcan lóð undir stækkaða starfsemi og kynna deiliskipulag þar að lútandi, búið sé að gefa grænt ljós á umhverfismat og starfsleyfi og þá sé Alcan að semja við birgja um aðföng fyrir stækkaða verksmiðju. Eru allir Hafnfirðingar hvattir til að skoða málið en fundurinn verður klukkan 20 í Haukahúsinu að Ásvöllum á mánudag.

Flott hjá ykkur hafnfirðingar. Til hamingju. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er flott að vera á móti stækkun í Straumsvík? Er "inn" að vera á móti? Ted Turner stofnandi CNN var einu sinni spurður að því hvers hann myndi óska sér ef hann ætti eina ósk. Hann sagðist óska sér að mannkynið væri 5% betur gefið en það er. Velti ég því fyrir mér hvort það sé nóg.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan á Íslandi

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 18:39

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll Tryggvi hjá Alcan,

Ég veit ekki hvort það sé "inni" að vilja ekki frekari stækkun á álbræðslunni sem þú vinnur hjá enda finnst mér það ekki skipta höfuðmáli. Mér finnst hinsvegar flott hjá íbúum í Hafnarfirði að þora að að segja skoðun sína.

En hvað ertu að gefa í skin með þessi "5% betur gefin"? Hljómar ekki gáfulega satt best að segja með fullri virðingu fyrir honum Ted "betur gefna" Turner!

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 20.10.2006 kl. 11:15

3 identicon

Ted Turner vildi meina að sú veröld vem við búum í væri vitskert. Aukning um 5% af viti gæti dugað til að laga stöðuna. Ég var að gefa í skyn að mér þætti þessi andstaða við stækkun álversins í Straumsvík ekki byggða á nægilega skynsamlegum rökum. Vantaði meira vit. Ég vil helst ekki móðga nokkurn mann, en ég verð að segja alveg eins og er að umræðan um stóriðju, landið og náttúruna, er komin út í tóma vitleysu.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan á Íslandi

Tryggvi Skjaldarson (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 23:56

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæll aftur Tryggvi,

ég held að umræðan sé ekki bara komin út í vitleysu heldur rr það bara afleiðing af álvæðingarvitleysunni sem þessi ríkisstjórn er ábyrg fyrir. Er eitthvert vit í því að gera okkur háð heimsmarkaðsverði á einni málmtegund? Auðvitað ekki. Það er til fleira í heiminum en álbræðslur. Það var áhugaverður pistill um vetnisframleiðslu í Speglinum í gær (föstudaginn 20.10.2006) og tengslin við Kárahnjúkavirkjun. Skoðaðu það.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 21.10.2006 kl. 11:41

5 identicon

Sæll Hlynur.
Hversvegna talar þú svona niður til Álvinnslu? Það er engin álvæðingarvitleysa í gangi. Þetta er klisja. Til að nýta þá orku sem við höfum þarf orkufrekan iðnað svo einfalt er það. Allt að 40% af veltu álfyrirtækja verður eftir í landinu. Það er ansi kokhraust að láta eins og það skipti okkur engu máli. Aðrir kostir standa eftir sem áður galopnir. Vetni, ferðamenn(sem ég set reyndar fyrirvara við), útrásir, innrásir, hærra menntunarstig, vera gáfuð og/eða gera bara "eitthvað" annað.
Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson
Starfsmaður Alcan á Íslandi

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 21.10.2006 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband