Leita í fréttum mbl.is

Heimskautaréttur á Akureyri

IcelandHáskólinn á Akureyri er frábær stofnun og hefur haft meiri áhrif á mannlíf, atvinnulíf og menningu á Eyjarfjarðarsvæðinu en mörgum dettur í hug. Og jafnvel víðar, því starfsemi hans teygir sig ekki bara um allt land heldur langt út fyrir landssteinana.

Nýjasta snilldin hjá HA er nám í heimskautarétti sem hefst í haust eftir mikinn undirbúning. Þetta nám er eitthvað það merkilegasta sem er að gerast í íslenskum háskólamálum nú um stundir. Með námi í heimskautarétti erum við að undirbúa sjálfstæða utanríkispólitík Íslendinga til ókominnar framtíðar.

Á meðal kennslugreina eru inngangur að heimskautarétti, umhverfisréttur og loftslagsbreytingar, þjóðaréttur, frumbyggjaréttur, auðlinda- og umhverfisréttur, réttindafræði og mannréttindalögfræði. Einnig er kenndur venjuréttur samfélaga á norðurslóðum, færeyskur réttur og námskeið í alþjóðaviðskiptum og alþjóðasamvinnu þar sem fjallað er um stjórnskipun og öryggismál. 

Dagana 7. - 9. september 2008 verður svo haldin mikil alþjóðleg ráðstefna í HA um afrakstur heimskautaársins 2007/2008. Hægt er að fræðast um þessa ráðstefnu hér.

Nánari upplýsingar á námið á ensku eru hér http://www.polarlaw.is

Ég mæli með þessu spennandi námi fyrir alla sem hugsa fram á veginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.