Leita í fréttum mbl.is

Flott hjá Siðmennt

Það er til fyrirmyndar að Siðmennt félag siðrænna húmanista á Íslandi bjóði alþingismönnum að koma á Hótel Borg þar sem flutt verður hugvekja um mikilvægi góðs siðferðis í þágu þjóðar. Það er trúfrelsi á Íslandi og óþarfi að hefja Alþingi á því að allir þingmenn mæti í messu. Gott að hafa val.

Birgitta Jónsdóttir hefur lýst því yfir að hún ætli að vera á Austurvelli meðan aðrir eru í Dómkirkjunni. Birgitta er einn af uppáhaldsþingmönnunum mínum, fer sínar eigin leiðir og lætur úreltar hefðir og venjur ekki hafa áhrif á sig. Það er einnig til fyrirmyndar.


mbl.is Alþingi sett á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég vildi að þú værir inni á þingi ásamt Birgittu Jónsdóttur. Ég er sannfærð um að þið mynduð vinna vel saman ekki bara að því vinna gegn úreltum hefðum og venjum heldur að öðrum mikilvægum framþróunar og velferðarmálum líka!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.5.2009 kl. 20:30

2 identicon

Sammála þér Hlynur - þetta er flott hjá þeim. Og nú er einmitt lag að hrófla við gömlum steinrunnum gildum sem eru sum hálfgerð nátttröll í nútímanum - eins og "blessuð" trúarbrögðin.

Þórólfur Sig. (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:49

3 identicon

Hlakka til að sjá hvaða viðtökur þetta framtak Siðmenntar fær meðal alþingismanna. Með fullri virðingu fyrir þjóðkirkjunni, þá finnst mér að þeir sem stjórna landinu ættu að sýna það í verki að þeir séu ekki einhæfir og einskorðaðir við eina og sömu trú, í heimi fjölbreytni.

Umburðarlyndi og aðlögunarhæfni er það sem gyldir núna.

Birgittu hef ég fylgst með lengi, á blogginu. Það var ekki fyrr en í haust sem ég uppgötvaði hversu vel hún væri ættuð. Það er að segja, ég dáðist mjög að móður hennar en það er önnur saga.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 00:22

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég gæti ekki verið þér meira ósammála.

Er einhvern tíma var þörf fyrir að standa vörð um þau gildi sem hafa gert okkur að þjóð og þann sameiginlega menningararf sem við eigum, þá er það nú.

Að snúa baki við þeim hefðum sem hafa tíðkast á elsta þingi heimsins á þeim ögurtímum sem við nú lifum er ekki hátterni sem ég kann að meta.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.5.2009 kl. 00:31

5 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Ég hef aldrei skilið þetta samansull þinsetningar og messu. Löngu orðið úrelt og ég myndi aldrei taka þátt í slíku. Það að Biskup "blessi" þingmenn og störf þeirra er einnig óbein skilaboð um það að þeir sem iðki önnur trúarbrögð eða standi utan trúfélaga séu minna velkomnir á þing en aðrir.

Elín Sigurðardóttir, 18.5.2009 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson

Myndlistarmaður, umhverfisverndarsinni og sennilega margt fleira. Nánari upplýsingar hér.

Síður

Tónlistarspilari

Air - Ce Matin La
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband